Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 31
DV Fókus
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 31
legt að hugsa til þess að manni eigi
kannski alla tíð eftir að leiðast
svona frekar í allri annarri vinnu en
þeirri sem snýst um fjölmiðla og
hasarinn þar. Það allra skemmtUeg-
asta sem ég hef gert var reyndar
fréttamannsstarfið sjálft. Ekki
fréttastjórastarfið, hvað þá stjórn-
arstörf önnur. Það er svo ófyrirsjá-
anlegt og dýnamískt starf; maður
veit aldrei hvað næsti dagur ber í
skauti sér. Starfið mitt núna er nátt-
úrlega talsvert annað en þetta dag-
lega fréttahark, ég er ekki inni á
fréttastofunni daginn út og inn,
heldur er meira í því að móta heUd-
arstefnu fyrirtækisins hvað snertir
dagskrána og framsetningu hennar.
En það er gaman að halda tengslum
við gamla starfið með því að fá
tækifæri til að lesa fréttirnar."
Tvöfaldur afi
Veistu hvers vegna þú varst feng-
inn tU þess?
„Ja, ætli þeir sem þar ráða húsum
hafi ekki bara talið það skásta leik-
inn í stöðunni? Ég hef hreinlega ekki
spurt að því. Ég greip bara tækifærið
og flnnst þetta aUtaf jafn gaman.“
Hann segir mér svolítið frá aðal-
starfl sínu sem felst í
að skipuleggja stefnu n
og dagskrá hjá þeim
sex útvarpsstöðvum
og fimm sjónvarps-
stöðvum sem íslenska útvarpsfélag-
ið rekur. Svo hlær hann við. „Sem
betur fer er það mjög hugmyndaríkt
og frjótt fólk sem vinnur hérna, bæði
í sjónvarpi og útvarpi, svo það þarf
út af fyrir sig lifla hjálp ffá miðaldra
manni eins og mér við að fá
skemmtUegar hugmyndir. Þannig
að ég held mig í hæfilegri fjarlægð og
gef starfsfólkinu býsna lausan taum-
inn, þó ég taki þátt í að móta heUd-
arstefnuna og beri síðan endanlega
ábyrgð á því sem gert er."
Nú finnst mér ég vita allt um Pál
og veru hans á Stöð 2 gegnum tíð-
ina. Og kominn tími tU að kynnast
þessum ljúfa manni á annan hátt en
sem fréttalesara. Svo ég spyr hann
um lífið utan vinnunnar.
„Ég er afskaplega sáttur við mitt
hlutskipti í lífinu," svarar hann strax.
„Ég á tvær dætur af fyrra hjónabandi
og er orðinn tvöfaldur afi því þær
eiga nú hvor sína dótturina. Svo á ég
tvö börn úr seinna hjónabandinu
svo það er nóg af h'fi í kringum mig.
Og það er voðalega gaman."
Ekki góður jarðvegur fyrir
fjölsky Iduííf
Ég dirfist að spyrja hann um
skilnaðinn við fyrri eiginkonu sína.
Hann veltir vöngum en segir loks að
sér hafi líklega ekki gengið neitt sér-
staklega vel fýrst í stað að samhæfa
fjölskyldulífið og vinnuna.
„Upphafsárin á Stöð 2 fólu í sér
gríðarlega vinnu og maður vann
myrkranna á mUli. Svo var maður
blautur á bak við eyrun, ungur og
hress og fullt af truflandi elementum
í kringum mann. Það má kannski
segja að það hafi ekki verið góður
jarðvegur fyrir fjölskyldulífið," segir
hann síðan. En hann bætir því við að
nú sé lífið allt öðruvísi og meira jafn-
vægi í tUverunni.
„Þessi truflun öll er að mestu far-
in og maður er orðinn sjóaðri í
bransanum svo það er færra sem
kemur manni úr jafnvægi þótt
vinnudagurinn sé aftur sem áður oft
ansi langur."
Hann kveðst oftast vera í vinn-
unni frá klukkan hálfníu á morgn-
anna tU hálfátta á kvöldin á virkum
dögum, þannig að vart er hægt að
segja að hann liggi á meltunni.
„Neeei," samsinnir hann. „En ég
er voðalega rólegur í þessu starfi
núna. Ég er búinn að afgreiða allan
þann hégómaþátt sem starfi í sviðs-
ljósinu tengist. Ég var hins vegar
ungur fyrst þegar ég varð þekktur í
þjóðlífinu og ég get ekkert neitað því
að vissulega truflaði það mann og
kitlaði hégómagirndina. Og já, eitt-
hvað gekkst ég upp í því. Því get ég
ekki almennilega neitað."
Svo brosir hann.
„En það er löngu liðið."
Allir komu þeir aftur og eng-
inn þeirra dó
í bókinni Á bak við tjöldin eftir
Jón Óttar Ragnarsson, þar sem rakin
eru upphafsár Stöðvar 2, er sagt frá
því þegar nokkrir aðalkarlarnir á
Stöðinni fóru í veiði í Haffjarðará og
endaði bflferðin sú með ósköpum.
BUlinn valt og þóttust höfuðpaur-
arnir góðir að hafa sloppið án telj-
andi meiðsla. Ég get ekki sleppt því
að spyrja Pál hvað hafi eiginlega
gerst. Hann segir ferðina engin stór-
tíðindi.
„Þetta var ekki meira drama en
ein lítU bflvelta," segir hann. „BU-
stjórinn keyrði út af og bflfinn valt.
Allir komu þeir aftur og enginn
þeirra dó.“
Var áfengi með í för?
„Bflstjórinn var ekki í glasi," segir
Páll ákveðinn. „Hinir í bflnum hafa
sjálfsagt verið búnir að drekka eitt-
hvað."
Og fyrst við erum farin að tala um
áfengi spyr ég Pál hvað hafi orðið tU
þess að hann fór í meðferð fyrir
nokkru síðan.
Hann færist hreint ekki undan
spurningunni.
„Það rann bara upp fyrir mér
fyrir tæplega þremur árum að ég
væri farinn að hafameiri ama af því
að nota áfengi en ánægju," segir
hann. „Áfengið var orðið mér tU
meiri leiðinda en gleði. Og ég held
að þegar þetta rennur upp fyrir
manni, þá sé niðurstaðan aðeins
ein. Maður verður bara að hætta.
Og það er bara eitthvað sem maður
verður að ákveða með sjálfum sér."
Drykkjuskapur: stutta útgáf-
an
Varstu mikill drykkjumaður?
„Tja, að minnsta kosti nógu mUdU
tíl að komast að þessari niðurstöðu,"
segir hann. „Það er stutta útgáfan af
þessu. Sú lengri er auðvitað flóknari
eins og hjá öUum sem taka þessa
ákvörðun, en við skulum ekkert fara
nánar út í það. Þetta voru bara þátta-
skU hjá mér. Viðskiptajöfhuðurinn
var orðinn óhagstæður, ef svo má
segja."
Mér leikur forvitni á að vita hvort
hann haldi að meðferðin eigi ein-
hvern þátt í sterkri innkomu hans á
skjáinn nú á útmánuðum.
„Ja, mér líður að minnsta kosti
betur eftir en áður. Vonandi skUar
það sér í betri frammistöðu í því sem
ég tek mér fyrir hendur."
Getur ekki verið erfitt fyrir fólk,
sem lifir að hálfu leyti opinberu lífi í
sjónvarpinu, að takast á við persónu-
leg vandamál svo að segja fyrir allra
augum?
„Jú, að sjálfsögðu," svarar hann
hreinskilnislega. „Það hlýtur að skína
í gegn á endanum ef fólk er alveg í
keng í lífi sínu. Það getur enginn strítt
við alvarlegt stress án þess að þess
sjáist einhver merki."
Fimmtugsafmælið yfirvof-
andi
Hefur þú sjálfur átt við slflc vanda-
mál að stríða?
„Ja, bara eins og hver annar. Það
eiga allir sína dali og sínar hæðir í
lífinu og ég ekkert síður en aðrir. En
maður verður að bera sig bærilega
þó eitthvað gangi á og ég held að
slíkt hafi ekki haft mikU áhrif á mína
framkomu í sjónvarpi. „The show
must go on“ og aUt það. Auk þess
hafa mín vandamál verið lítU hjá
því sem hendir ýmsa aðra, svo ég
kvarta ekki. Og nú líður mér sem
sagt alveg prýðUega, og rúmlega
það."
Það er líka á honum að sjá. Ég
hafði sannfrétt að PáU yrði fimmtug-
ur í sumar en ekki skynjar maður að
hann hafi áhyggjur af þeim ú'mamót-
um. Ég spyr hvort hann æth að halda
upp á afimælið sitt með viðhöfit.
„Já, svo sannarlega," segir hann
og brosir breitt. „Það verða úti-
skemmtanir um aUan bæ á afmæUs-
daginn. ÖUum boðið. Böm fá pylsur
og kandífloss eins og hver vUl.
Skemmtiatriði við höfnina og í
Hljómskálagarðinum. AUar helstu
hljómsveitir landsins leUca fyrir dansi
langt fram á nótt."
Og hann skeUihlær um leið og
hann segir mér að hann eigi afrnæli
17. júm'.
Var farínn aö hafa meiri ama af
þvi að nota áfengi en ánægju."
rmk rUi.1 1 STR'lfií V?fVlR A6JÖF WTfíif t OFH • BoR T FRA6' 6EJTA ' 6061 ■ HJN0$ T fj
i* JS' 2 í
/ APru/? K> LUIJL slMÍh ÍANDI/W SETT uyo 3 j
í D'iKI TUHGL Wjjm osm H\ I
ííim LEim BLAí) FÆfil 5 í \ I
*T" 1ANAK DUódiK 11 (o j f
Bjbfó UTAK ' BifyfiA REIfí SLAlfcA FRE5A 2lÍ ?
sihm DDLAST w V 8 j
2J tvt mm ÚUM L£0U- FÆH1 i i
m $m\ 'ALfA HFSm 10 í i
r9 13 orm 3 HömA V . væta
wr M'öfiuR 5KEL 5KEMMA m- spim 11
tóAFÁRl g-ecm 'ALPA5Í FHmu SPYRól í /3 i
8 mm u/VOjK- L£IT 12, V H
mtinis ORuHu TfiJÖHfi V ~1S I
fipíi- SPIL m '0H9 TIILLL Hum 2S Ho
» F SVfLli- UfilfÍN FSPA BcUAKA 'fiíom 1?
p? SNtlÖ f Eim KALDl 23 SÍtlFLfi )8
/ET'lF) 1 1 WL E&6JA IH
J£PL BF rMm 20
flF- KVÆMI H SVEFH 5XVETTA m 'A5AKA 21
r? /í mn 2D RAMMl 'AHALD/ 22
ffirf TOTT' Afil VOTIR if ANÖA TK'ITL 23
* VEIKi JU'Alft HÆRR1 KISM 2H
HhSL- fljEH SAMT H ÞTO TRt 25
N '1 MjÖ6r K/\PP-' 5ÓM %
m 'om 6 KÖOAfi
f?£YKI fiÓLT KLAMP 5TÍA 1 RUÉrÍ V-
MUKlV' U8 \(kUTI FRAM' tmm MJÚK 6 R'OF MÖIT MH
m Att HÆQl SKbLl
p” 10 HKATT F s K
6r LfÐ 5V hR- f\R ZH FLÖKTl T*
henny@dv.is