Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004
Fókus JDV
Var verðandi kanungur marðingi ?
Sonarsonur Viktoríu drottningar og verðandi konungur Bretlands var kallaður Eddy
og öllum bar saman um að hann væri gjörsamlega óhæfur til konungdóms sakir
heimsku. En ennþá myrkari sögur ganga um hann.
Var sá alræmdi morðingi Jack the
Ripper barnabarn Viktoríu drottn-
ingar og verðandi konungur Eng-
lands? Því hefur verið haldið fram í
áratugi og þótt sannanir liggi engar
fyrir ætla sögusagnirnar seint að
lognast út af að fullu. Og svo mikið
er víst að þegar viðkomandi prins dó
þá andaði mestallt England léttar,
því tiihugsunin um að þessi maður
yrði konungur breska heimsveldis-
ins hafði reynst mörgum andvöku-
efni.
Óhæfur krónprins
Hann kallaðist Albert Victor,
fæddist 1864 og var elsti sonur Al-
berts Játvarðar - eða Berties - sem
síðar varð Játvarður 7. Innan fjöl-
skyldunnar var hann kallaður Eddy
enda hét hann fullu nafni Albert
Victor Christian Edward. Móðir
hans var Alexandra prinsessa frá
Danmörku, dóttir Kristjáns 9., þess
sem „færði okkur Islendingum
stjórnarskrána" eins og gjarnan er
komist að orði. Bertie prins af Wa-
les þótti engin mannvitsbrekka en
var þó sannkallaður andans jöfur
miðað við elsta soninn. Eddy
fæddist tveimur mánuðum fyrir
tímann og vera má að það hafi haft
áhrif á þroska hans; að minnsta
kosti er ekki ofmælt að hann hafi
reynst mjög heimskur maður og
átti hann t.d. alla sína bernskutíð í
mesta basli með lærdóminn. Vikt-
oría amma hans lagði áherslu á að
afkomendur hennar menntuðu sig
vel en það var sama hvert Eddy var
beint, honum virtist fyrirmunað að
læra nokkurn skapaðan hlut. Hann
var sendur til sjós, í háskóla og loks
í riddaraliðið og alls staðar var
hann meðal mestu skussanna.
Sumir telja að hann hafi nálgast
það að vera þroskaheftur. Sem
persóna var hann eirðarlaus, gjör-
samlega laus við einbeitingu á
nokkru sviði og skeytingarlaus um
annað fólk, en vildi þó flestum vel
og var sagður vænsta skinn inn við
beinið.
Frammistaða hans á andlega
sviðinu var þeim mun átakanlegri
sem Georg bróðir hans, sem var ári
yngri, reyndist vera efnispiltur og
skaraði sérstaklega fram úr sem sjó-
liðsforingi. Ekki blandaðist neinum
hugur um að Georg var miklum
mun betur til þess fallinn að verða
að endingu konungur heldur en
Eddy en við það „slys“ að Eddy var
eldri varð ekki ráðið.
Viktoría gengur í málið
Viktoría drottning hafði af þessu
þungar áhyggjur og hún sá það ráð
vænlegast að útvega Eddy gott kvon-
fang svo kona hans gæti þó altént
haft vit fyrir honum, ef svo má að
orði komast. Og Viktoría var lítið fyr-
ir að leita út fyrir fjölskylduna þegar
finna þurfti kvonfang fyrir barna-
börn, hún gerði sér enga grein fyrir
þeirri hættu sem stafað getur af
„skyldleikaræktun" og beitti sér iðu-
lega fyrir giftingum systkinabarna í
hópi afkomendanna.
Hún þóttist fljótlega sjá hver
yrði heppileg kona fyrir Eddy. Það
var Alexandra, dóttir Alice stórher-
togaynju í Hesse. Alexandra var í
miklu uppáhaldi hjá Viktoríu og
þau Eddy voru börn að aldri þegar
þeim var gert ljóst að Viktoría vildi
svo gjarnan að þau giftu sig í fyll-
ingu tímans. Eddy var hrifinn af
hugmyndinni enda var hann skot-
inn í Alexöndru en henni leist aftur
á móti ekkert á hann. Fór svo að
lokum að Alexandra fékk að ráða
Eddy prins Hann var svo heimskur og
óhæfur til konungdóms að allir önduðu
léttar þegar hann dó. En var eitthvað
grunsamlegt við lát hans?
og gekk að eiga Nikulás krónprins í
Rússlandi - með hörmulegum af-
leiðingum.
Þá var fundin ný kona handa
Eddy að stíga í vænginn við og var
það franska prinsessan Helena frá
Orleans en langafi hennar var Loð-
vík Filippus, síðasti konungur
Frakklands. Eddy mun hafa orðið
afar ástfanginn af Helenu en babb
kom í bátinn þegar í ljós kom að hún
var ekki tilbúin að kasta á glæ sinni
kaþólsku trú en það hefði hún þurft
að gera til að koma til mála sem
drottning Englands, enda er enski
kóngurinn í reynd yfirmaður ensku
biskupakirkjunnar. Eddy er sagður
hafa grátið Helenu það sem hann
átti eftir ólifað, sem reyndar var ekki
mjög langur tími.
Hneyksli varðandi hóruhús
karlmanna
En þótt Eddy hefði þannig til-
finningar í garð kvenna virðist hann
hafa verið nokkuð beggja blands í
kynferðismálum. Árið 1889 stefndi í
gífurlegt hneykslismál í fínu samfé-
lagi í Bretlandi en þá gerði lögreglan
innrás í klúbb einn við Cleveland
Street í London og í ljós kom að þar
hafði verið rekið hóruhús þar sem
hórurnar voru ungir strákar. Gestir
hóruhússins höfðu verið yfirstéttar-
menn alls konar og aðalsmenn og
var málið því fljótlega þaggað niður
eftir bestu getu; slíkt og annað eins
mátti ekki fréttast um Bretland Vikt-
oríu drotmingar, svo mjög sem þar
var lagt upp úr siðprýði hvers konar,
svo fremur má kalla skinhelgi. Nema
hvað, þrátt fyrir markvissar tilraunir
til að þegja málið í hel komst fljót-
lega á kreik sá kvittur að Eddy prins
væri á einhvern hátt viðriðinn málið
og hefði hann reynst hafa verið
meðal gesta í hóruhúsinu.
Ekkert var birt um málið í blöð-
um á sínum tíma og það var reyndar
ekki fyrr en árið 1975 sem það var
útkljáð þegar leynd var létt af skjöl-
um varðandi málið. Og kom þá á
daginn að prinsinn hafði vissulega
verið fastagestur við Cleveland
Street.
Eftir þetta ákvað konungsijöl-
skyldan að taka mál Eddys föstum
tökum. Enn ein konan var fundin
handa honum og var það að þessu
sinni bresk prinsessa, María frá
Teck, en hún var skyld konungsfjöl-
skylduiini; barnabarnabarn Georgs
3. Hún var alin upp í skyldurækni og
samviskusemi og var nú sannfærð
um að skylda hennar væri að giftast
Eddy. Ekki mun henni hafa litist vel
á brúðgumann tilvonandi en lét til
leiðast og trúlofuðust þau María og
Eddy opinberlega.
Eddy andast óvænt
Áður en til brúðkaups gæti kom-
ið andaðist Eddy hins vegar þann
14. janúar 1892, nýlega orðinn 28
ára gamall. Svo var að minnsta
kosti sagt. Banamein hans átti að
hafa verið lungnabólga en rétt eins
og með flest önnur atriði varðandi
líf Eddys er dauði hans líka umluk-
inn sögusögnum og orðrómi alls
konar. Sumir segja að hann hafi í
reynd dáið úr sýfilis en aðrir halda
því fram fullum fetum að hann hafi
dáið af of stórum skammti af mor-
fíni og fullyrða um leið að sá
skammtur hafi ekki verið gefinn
honum af slysni. í reynd hafi Eddy
verið myrtur af einhverjum aðilum
innan konungsfjölskyldunnar sem
ekki gátu hugsað þá hugsun til enda
að þessi nautheimski spraðibassi
yrði að lokum konungur Bretlands.
Það myndi alveg áreiðanlega verða
þvílíkt hneyklsi að jafnvel hinum
konunghollu Bretum blöskraði og
konungdæmið yrði hreinlega
afskaffað.
Vinsælt sport er að geta sér til um
hverjir innan konungsfjölskyldunn-
ar kunni að hafa verið viðriðnir hið
meinta morð á Eddy og það segir
sína sögu að móðir hans er oftar en
ekki nefnd til sögunnar.
Eftir að Eddy var dáinn gekk
María frá Teck fljótlega að eiga Ge-
org yngri bróður hans sem nú varð
krónprins og tók um síðir við kon-
ungdómi sem Georg 5. Hún hafði
líka allan tímann verið skotin £ Ge-
org en ekki Eddy. Og varð hjóna-
band þeirra Georgs og Maríu afar
farsælt og ástríkt.
Morðin á vændiskonunum
En enn er sagan af Eddy ekki öll.
Þegar nokkuð var liðið á 20. öld fóru
að skjóta upp kollinum kenningar
um að hann væri á einhvern hátt
viðriðinn þau morð á vændiskonum
sem kennd hafa verið við Jack the
Ripper og framin voru á ofanverðu
árinu 1888. Kenningarnar gengu í
upphafi út á að hann hefði sjálfur
verið morðinginn og hefði ffamið
morðin eftir að sýfilis-smit hafði
svipt hann glórunni. Um síðir tókst
að sanna - með því að rannsaka
mjög nákvæmlega eftir bestu heim-
ildum allt um ferðir Eddys - að hann
hefði með engu móti getað framið
morðin, þar sem hann hafði alls ekki
verið í London þegar þau flest voru
framin. Þær niðurstöður voru svo
óyggjandi að ekki verður efast um
þær.
Kenningasmiðir voru hins vegar
ekki af baki dottnir, nú þegar þeir
höfðu fundið lyktina af Eddy, og þá
þróaðist önnur kenning um að þótt
hann hefði ekki verið Jack the Ripp-
er sjálfur, þá væri hann samt við
morðin riðinn. Kenningin gengur út
á að hann hafi eignast barn með
götustelpu nokkurri og konungsfjöl-
skyldunni hafi verið mjög í mun að
þagga það niður. Götustelpan hafi
lent á vergangi og fljótíega dáið en
áður hafi hún hins vegar sagt
nokkrum vinkonum sínum, sem
einnig voru á götunni, frá leyndar-
máli sínu. Og það hafi verið vændis-
konurnar sem Jack the Ripper myrti.
Hann hafi því verið á snærum kon-
ungsfjölskyldunnar eða einhverra
yfirvalda sem vildu koma í veg fyrir
hneyksli og morðin hafi verið „dul-
búin“ sem eintómt morðæði gegn
vændiskonum þótt annað hafi búið
að baki.
Skemmst er frá því að segja að
þessi kenning hefur hvorki verið
sönnuð né afsönnuð.
Dó hann kannski alls ekki?
Svo er reyndar til ein kenning
varðandi Eddy prins. Hún er sú að
hann hafi alls ekki dáið árið 1892
heldur hafi andlát hans verið sett á
svið og í reynd hafi hann verið flutt-
ur nauðugur á geðveikrahæli þar
sem hann hafi síðan lifað fársjúkur
og mjög utan við sig í ein þrjátíu ár
eða svo.
Ekki verður heldur skorið úr um
sannleiksgildi þessarar kenningar
en furðu margir munu víst trúa á
hana.
En hvað sem þessum kenningum
líður er ljóst að flestir innan kon-
ungsíjölskyldunnar á Bretlandi önd-
uðu mun léttar þegar Eddy var úr
sögunni sem verðandi konungur.
Hin níu börn Viktoríu Bretadrottningar og Alberts prins af Saxe-Coburg-Gotha Frá vinstr,
Bretakonungur og faðir Eddys prins), Viktoria eða Vicky (móðir Vilhjálms 2. Þýskalandskeisara), Alfre^