Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR24.APRlL.2004
Fréttir DV
Fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar sett til höfuðs Baugi og Norðurljósum. Óvíst
hvaða breytingar verða á því í meðförum ríkisstjórnarinnar en þingmenn fram-
sóknar eru ekki allir sáttir við það. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verða mikl-
ar hömlur á því hverjir geti eignast Qölmiðla og framtíð íslenskra fjölmiðla er sögð
í hættu.
Haraldur
er hissa
„Égermjöghissaá
þessum áformum um að
setja lög á fjölmiðla og tel
að slíkt eigi alls ekki að
gera,“ segir Haraldur
Sveinsson stjórnarformað-
ur Árvakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins. „Það er
verið að tala um að menn
megi ekki standa í öðrum
rekstri samhliða sem er
undarlegt. Slíkt höfum við
gert hjá Árvakri í áttatíu ár
og ekki hefur það orðið til
að eyðileggja íslenskt þjöð-
félag nema síður sé. Ég tel
að stjórnmálamenn eigi
ekki að skipta sér af rekstri
fjölmiðla heldur sinna öðr-
um verkefnum sem þeir
eru betur til fallnir."
Úrvalsvísitalan
bólgnar út
Ekkert lát virðist á hækk-
unurn á íslenska hlutabréfa-
markaðinum. Við lokun
markaða í gær endaði Úr-
valsvísitalan í 2.721,9 stigum
sem er um 1,64% hækkun
innan dagsins og hæsta
lokagildi vísitölunnar frá
upphafi. Frá áramótum hef-
ur vísitalan því hækkað um
28,7% sem bætist á 56%
hækkun vísitölunnar á árinu
2003. Sé litið til síðustu 12
mánaða hefúr vísitalan
hækkað um 92,4%.
Hundruð
kópa veiddir
yjn 30 bændur stunda
riu seíveiðar árlega og fer
þeim heldur fækkandi. Nýt-
ing á sel felst aðallega í sölu
á skinnum og lítilsháttar af
kjöti, spiki og hreifum.
Undanfarin ár hafa verið
veiddir 200-300 haustkópar
af útsel. Sl. 15 ár hefur
landselskópur verið veidd-
ur á ný eftir langt hlé og
veiddir eru u.þ.b. 250-500
vorkópar á ári. Fullorðinn
landselur er ekki veiddur.
Þetta kemur fram í svari
landbúnaðarráðherra við
fyrirspurn frá Ástu R. Jó-
hannesdóttur.
Davíð vill búta niður
Norðurljósin
„Það þarfpá að leita uppi þá
semeiga mikið haldbært fé en
eru ekki þátttakendur í öðrum
atvinnurekstri."
Búist er við því að í dag skýrist hvort frumvarp verði lagt fram á
Alþingi um breytingar á lögum sem snerta eignarhald á fjölmiðl-
um og starfsskilyrði þeirra. Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir því að slíkt frumvarp
kæmi fram og það væri Alþingis að afgreiða það. Samkvæmt
heimildum DV er ekki sátt í ríkisstjórninni um frumvarpið eins
og það var lagt fram og vinna Davíð og Halldór Ásgrímsson að
því að fínna sátt í málinu. Ekki er þó ljóst hvort allir ráðherrar
eða þingmenn flokkanna verði sáttir við þá niðurstöðu.
Samkvæmt heimildum DV er
frumvarpinu stefnt til höfuðs Baugi
og Norðurljósum, sem rekur út-
varps- og sjónvarpsstöðvar og gefur
út Fréttablaðið og DV. Skorður eru
settar í frumvarpinu við eignarhlut-
deild á fjölmiðlum sem miðar að
því að fýrirtæki eins og Baugur
megi ekki eiga ráðandi hlut í fjöl-
miðlafyrirtæki. Frumvarpið gengur,
samkvæmt heimildum, mun lengra
en skýrsla fjölmiöla-
t nefndarinnar lagði
til, þótt hún hafi
teldi mennta-
málaráðherra
að tilefni
væri til að
setja lög á
grund-
velli nið
urstöðu
nefndar-
innar þá
ætti nefndin
að skrifa það *
frumvarp. Það
var ekki gert heldur !
Fram kom í fréttum Útvarpsins í
gærkvöldi að frumvarpið væri stutt,
aðeins tvær greinar. f því segir að
fyrirtæki eða félög í rekstri óskyld-
um fjölmiðlum megi hvorki eiga
dagblöð né ljósvakamiðla og sama
fyrirtæki má ekki eiga bæði dagblað
og ljósvakamiðil. Tveggja ára aðlög-
unartími er veittur en sektum beitt
ef þeim er ekki fylgt eftir þann tíma.
Aðstandendur Norður-
■ . , ljósa telja frumvarpi
Davíðs sérstaklega
,í| beint gegn þeim og
> v. segjast ekki trúa því
að niðurstaðan
afc % '* verði eins og frum-
“"«Éw; ? varpið bendir til.
Stjórnarformaður
Árvakurs, útgáfufé-
lags Morgunblaðs-
ins, segist telja að
það eigi ekki að setja
r lög á fjölmiðla.
Skarphéðinn Berg
Steinarsson stjórnarfor-
ar aðgreindur í dag en hann segist
eiga bágt með að sjá hvað átt sé við
með því að menn sem eigi annars
staðar í atvinnurekstri megi ekki
eiga fjölmiðla. „Ég held að
langstærsti hluti eigenda fjölmiðla-
fyrirtækja þurfi þá að selja sfna
hluti sem er ekki bara vandamál
fýrir eigendur Norðurljósa, heldur
einnig Árvakur og íslenska sjón-
varpsfélagið," segir Skarphéðinn.
Hann segist ekki sjá hverjir eigi þá
að kaupa þessi fyrirtæki. „Það þarf
þá að leita uppi þá sem eiga mikið
haldbært fé en eru ekki þátttakend-
ur í öðrum atvinnurekstri." Eigend-
ur Norðurljósa hafa stefnt að því að
gera fyrirtækið að almennings-
hlutafélagi en Skarphéðinn segir al-
gjörlega útilokað að skrá fjölmiðla-
fyrirtæki á hlutabréfamarkað með
þeim takmörkunum sem frumvarp
Davíðs bendir
til.
velt fyrir sér var frumvarp samið v maður Norðurljósa segir
möguleikum * þessu tagi. af í forsætisráðu- i - að rekstur dagblaða og V /%• éh ^
í neytinu. •Íí-.ljósvaka fyrirtæk-
W'- ¥ skipunarbréfi t? *■ isins % ■
fjölmiðlanefnd-
arinnar
kom
fram
að
8
| Halldór Ásgrímsson
1 Vinnur að málamiðl- |
I un við Davið.
I Davlð Oddsson Gerir
| ráð fyrir að fjölmiðla-
I frumvarp veröi af-
| greitt á Alþingi fyrir
I þinglok.
i Jón Ásgeir Jóhannesson I
I Frumvarpi Davíðs beint
| gegn fyrirtækjum hans.
Svarthöfði kaupir Svarthöfða
f ljósi nýju skýrslunnar og frum-
varps ólíkindatólsins Davíðs Odds-
sonar um lög sem takmarka eignar-
hald á fjölmiðlum þá vill Svarthöfði
koma því á framfæri að Svarthöfði
hyggst kaupa Svarthöfða. Kaup-
verðið verður að sjálfsögðu gefið
upp þegar þar að kemur, því lögin
vilja auðvitað gegnsæi hvað varðar
eign hvers og eins í fjölmiðlum þótt
hver sem er megi kaupa stjórn-
málaflokka án þess að nokkurs
gegnsæis sé krafist.
Eins og er veit Svarthöfði ekki
hvað hann mun gefa fyrir sjálfan sig
Svarthöfði
en hann borgar það sem sett verður
upp. Því ekki vill hann styggja þann
Svarthöfða sem öllu ræður í land-
inu, Davíð nokkurn Oddsson. Enda
er þetta frumvarp þjóðþrifaráð. Það
gengur ekki að einhver annar en
Ríkið eða Björn Bjarnason og félag-
ar hjá Mogganum eigi fjölmiðla og
að þessar 1.700 sálir sem vinna hjá
Norðurljósum séu í vinnu hjá ein-
hverjum öðrum en Ríkinu eða
Hvernig hefur þú það?
,Ég erþreytturen þaö erþungu fargi af mér létt og stressiöeraö rjátlast af mér," segir Gunnar Páll
Pálsson formaður VR en nýlega skrifaöi félagiö undir nýja kjarasamninga viö atvinnurekendur.
Gunnar Páll segist vera þokkalega ánægður meö þá samninga sem náöust miðað við þá stöðu sem
samningamálin voru komin f.„Við náðum vissum áfanga varðandi orlofsmálin sem við erum
ánægö með en þannig geta menn lengt fríið sitt,"segir Gunnar Páll og ætlar að hafa það náð-
ugt um helgina. Jafnvel að reyna að spila dálftið golfog hvíla sig vel eftir erfiða törn.
Birni. Fólk á þá bara að vera í vinnu
hjá sjálfu sér og Svarthöfði þekkir
lflca mann innan DV sem er tilbúinn
að gefa gott verð fýrir spurningu
dagsins og ef vel er farið að Agli
Helgasyni, sem skrifar kjallara-
greinar í DV á laugardögum, væri
hægt að fá hann til að gefa eitthvað
fyrir kjallaraplássið á föstudögum.
Það gengur nefnilega ekki annað
en að hver síða í DV sé í eigu fjár-
sterkra aðila. Ekki mega þessar
1.700 hræður fá útborgað um hver
mánaðamót og eiga bjarta framtíð
fyrir sér. Ekki ef fólkið starfar ekki
hjá Birni eða Ríkinu. Og sú áætlun
eigenda Norðurljósa að koma fyrir-
tækinu jafnvel á markað - þeir hafa
gefið út yfirlýsingar þess efnis - er
auðvitað fráleit. Þá fengi almenn-
ingur allt í einu tækifæri til að eign-
ast hlut í stórum fjölmiðli. Rfldð og
Björn mega ein eiga fjölmiðla. Al-
menningur má bara kjósa á fjög-
urra ára fresti - án þess þó að vita
hver á stjómmálaflokkinn sem það
kýs.
Því kaupir Svarthöfði Svarthöfða
með geði glöðu.
Svarthöfði