Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR24.APRÍL2004 Fókus 5>V Ánægö á íslandi Nataliya Shestakova man þá tíð þegar ungt fólk fékk vinnu við sitt fag og menn gátu unnið fyrir sérf Úkralnu. Hægt var að fæða börn og klæða og fólk gat leyft sér að fara f sumarfrlsuður á bóginn. Það eru breyttir tímar núna. Hún hefði aldrei getað hugsað sér að hún ætti eftir að búa á Islandi. Ég er frá borginni Boryspol sem er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá Kiev. Þar búa um 70.000 manns. Margt af því fólki sem þar býr stund- ar búskap. Menn rækta tómata, paprikur, agúrkur, kartöflur og ann- að grænmeti auk ávaxta. Margir eru með skepnur. Það er víða þannig að við húsin er lítill bflskúr og svo ann- ar skúr fyrir kjúklinga og svín og sumir eru með kýr. Dýrin eru ekkert á hlaupum úti á götum, það passa allir sitt. Þeir sem eru með svona sjálfsþurftarbúskap, eigin dýr, er oft- ast fullorðið fólk en unga fólkið gerir það sem það getur til þess að kom- ast í vinnu í fyrirtækjunum. í Bor- yspol er alþjóðaflugvöllur sem þýðir að margt fólk sem hefur til þess sér- staka menntun fær þar vinnu. En það sem er kannski aðafeinkenni borgarinnar minnar eru markaðir. Þar eru þrír basarar og sá sem er þekktastur er í miðri borginni. Þar selur fólk afurðir sínar og bara alft sem hægt er að selja. Einn markaður er í útjaðri borgarinnar og annar í einu stærri úthverfanna en sá í mið- borginni er frægastur og stærstur. Alfir fara þangað. Þar er hægt að kaupa mat, föt, skrúfur, eldhúsá- höld, bara allt mifli himins og jarðar. Kolaportið hér er eins og lítið brota- brot af þeim markaði. Stærsti bas- arinn er opinn alla daga nema mánudaga. Reyni að tala íslensku og sæk- ir tíma einu sinni í viku Hér áður þurftu allir að sækja allt á basarinn en nú eru komnar versl- anir ekki ósvipaðar þeim sem við þekkjum hérlendis, eini munurinn er sá að þessar búðir eru til fyrir þá sem eiga mikla peninga og kannski helst það fólk sem starfar við flug- völlinn. í borginni minni eru mörg Landnámsmenn Elísabet Brekkan lítil fýrirtæki og nokkur kaffihús eða kaffistofur þar sem ungt fólk getur farið á netið. Þetta er mjög vinsælt, því allir unglingar kunna á tölvur en það eru ekki margir sem geta eignast þær. Þetta er frekar ódýr skemmtun. Það eru tíu skólar í Boryspol og eftir venjulegan grunnskóla og fram- haldsskóla fór ég til Kiev og lærði fatasaum og hönnun í iðnverkaskóla en þar er kennd úrsmíði og leður- smíði og margt, margt fleira. Ég er búin að vera hérna á íslandi í fjögur ár. Það hafa verið góð ár, ég reyni eins og ég get að tala íslensku og er í tímum einu sinni í viku núna. Ég kann ekki ensku. Það eru mjög margir á mínum aldri sem lærðu ekki ensku. Við þurftum að læra rússnesku og það var aldrei tími til að læra ensku. Hér á íslandi halda margir að maður geti talað ensku bara af því að maður er ekki íslend- ingur. Mig langar mjög til þess að læra svolitla ensku. Tungumálið mitt, úkraínska, er slavneskt mál en skylt frönsku. Það eru mörg orð hjá okkur sem líka eru til í frönsku. Mér finnst franska svo fallegt mál og hef alltaf látið mig dreyma um að geta talað hana. Kannski fer ég einhvern tíma líka að læra frönsku. Úkraínska er auðvelt mál og vel skipulagt. Það eru sjö föll í málinu þannig að það er ekki erfitt fyrir mig að skilja þetta með föllin í íslenskunni. Ég hef farið þrisvar til Úkraínu eftir að ég flutti hingað. í eitt skiptið þurfti ég að fara í gegnum Vínarborg og var þá næst- um því lent í talsverðum vandræð- um, einmitt vegna þess að ég kunni ekki ensku en þýsku tala ég heldur ekki. Það vildi mér til happs að þýsk- ur maður talaði reiprennandi rúss- nesku og gat hjálpað mér. Hefur áhyggjur af systur sinni Héma á íslandi vinn ég hjá fyrir- tæki sem framleiðir rúm og sófa. Þetta er fyrirtæki Ragnars Björns- sonar. Ég var búin að vera hér um nokkurt skeið og sendi alltaf pen- inga heim til sonar míns-Maxím sem var þá um tvítugt og systur minnar en svo gerðist það eitt kvöld að son- ur minn varð fyrir árás. Það komu einhverjir menn og réðust aftan að honum og börðu hann í höfuðið og skám af honum belti sem hann hafði peningabuddu sína við. Skurðurinn lá djúpt í mjöðminni og hann var lengi meðvitundarlaus. Ég varð alveg yfir mig sorgmædd og áhyggjufull, stödd svona langt frá honum og ætl- aði bara að flýta mér heim en systir mín sagði mér að reyna frekar að fá Maxím til mín. Það var mikið gæfu- spor að hann skyldi koma hingað. Það var Ragnar heitinn Björnsson sem sótti um atvinnuleyfi fýrir hann og nú vinnur hann einnig hér hjá fýr- irtækinu. Maxím er núna 24 ára. Heima í Boryspol starfaði hann sem öryggisvörður hjá mörgum mis- munandi fyrirtækjum og lenti í því sama og margir aðrir að fá ekki greitt fyrir sína vinnu. Hann var öryggis- vörður í einkaskóla gyðinga og sem dæmi um hvernig launin voru þá fékk hann fyrir mánaðarstarf 20 doll- ara eða eitthvað í kringum 1.500 ís- lenskar krónur. Fólk heldur kannski að allt sé ódýrt vegna þess að launin eru svona lág, en það er ekki raunin. Ef ég á að segja hvað hefur breyst í lífi mínu og fjölskyldu minnar við að koma til íslands, þá er svarið: Allt. Allt hefur breyst. Ég er auðvitað með miklar áhyggjur af systur minni og tveimur börnum hennar. Hún er atvinnulaus eins og svo margir aðrir. Ég og maðurinn minn höfum sent mikla peninga til ætt- ingja okkar. Núna er kominn tími til þess að ég hugsi svolítið um mig sjálfa. Ég er til dæmis búin að kaupa mér bíl. Ég tók bílpróf fyrir ári síðan og nú á ég bfl. Mér finnst ég vera eins frjáls eins og hægt er að verða. Ég þarf ekki að fara í strætó og ég þarf ekki að biðja um far, ég get bara farið út í mínum eigin bfl. Þetta er ólýsanleg ánægja og ég hafði aldrei hugsað mér að þetta yrði veruleiki, hafði ekki einu sinni leyft mér þann draum. Miðað við þær aðstæður sem við lifðum við var það algerlega óhugsandi að ég gæti einhvern tíma keyrt bfl. Fagnar 25 ára brúðkaupsaf- mæli í Hafnarfirði Maðurinn minn er kokkur heim- ilisins. Hann er mjög hrifinn af mat frá Ungverjalandi og meistari í því að búa til gúllas og gúllassúpu. Stundum er ég þreytt og pirruð en þegar ég finn góöan matarilm þegar ég kem heim er þreytan horfin. Ég og Alexander höldum upp á 25 ára brúðkaupsafmælið okkar í septem- ber. Við gátum svo sannarlega ekki vitað það þá þegar við vorum ung og ástfangin að einhvern tíma myndum við lenda uppi á íslandi í Hafnarfirði. Heima í Boryspol starfaði ég í mörg ár á stórri saumastofu þar sem 120 aðrir fengust við að sauma flík- ur og hanna og setja saman eftir pöntunum frá ýmsum fyrirtækjum í Úkraínu. Svo kom að því, að við hættum að fá greitt fyrir vinnu okk- ar. Þá fór ég en það gerðu ekki allir. Ég sat svo heima og saumaði eftir bestu getu í sex ár en á þeim árum var ég einnig að hugsa um veika móður mína sem nú er látin. Mað- urinn minn var svo heppinn að komast hér í rafmagnsvinnu og það var hann sem sendi mér svo farmiða og nú er ég hér. Ég vonast til þess að geta safnað fyrir íbúð. Við erum leigjendur en við höfum það gott. í Úkraínu hafa menn það þó ekki gott. Bilið milli fátækra og rílora hefur aukist mikið. Núverandi ráða- menn hafa byggt flottar byggingar á áberandi stöðum í Kiev, kannski til þess að ganga í augun á gestum, en lítið gerist annars staðar. Ég er farin að venjast því að búa hér og þegar ég var síðast heima í Úkraínu í heimsókn þá hugsaði ég mikið um góða RB-rúmið mitt á íslandi. Natalíya Shestakava í Úkraínu búa um 54 mfllj- ónir manna. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt. At- vinnuleysi er gífurlegt og þeir sem eru svo heppnir að hafa at- vinnu hafa margir hverjir ekki fengið laun mánuðum saman. Margir eiga sér þann draum að komast burt, komast þangað sem lífið er öruggara og atvinna nóg. Natalíya Shestakova er ein þeirra heppnu. Hún kom til ís- lands í desember árið 2000 og fékk strax vinnu hjá RB-rúmum í Hafnarfirði. Þar saumar hún og sníður úr taui og leðri jöfn- um höndum. Eiginmaður Nata- líyu, Alexander, kom hingað átta mánuðum fýrr en hann starfar sem rafvirki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.