Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Page 47
DV Síöast en ekki sist LAUGARDAGUR 24. APRlL 2004 4r Hlutskipti okkar listamanna Vignir Jóhannesson velur þessa vikuna myndina sem hann man eft- ir. „Mér dettur einna fyrst í hug myndin Blindur leiðir blindan eftir hollenska málarann Pieter Brueghel sem uppi var á sextándu öld. Þegar ég var í myndlistarskóla á sínum tíma kynnti Björn Th. Björnsson okkur nemendur sína fyrir þessari mynd og hún hafði strax áhrif á mig. Ég veit ekki hvort og þá að hvaða leyti hún hefur haft áhrif á mig sem myndlistarmann en þetta er bæði ægilega flott mynd og svo er hugs- unin í henni eitthvað skyld hlut- skipti okkar myndlistarmanna og listamanna yfirleitt. Einn leiðir ann- an og enginn veit hvert þeir eru að fara því jafnvel for- inginn er blindur. Þetta finnst mér táknrænt fyrir listafólk því það er alltaf að leita að einhverju en verður eins og að fálma sig áfram í myrkri. Maður veit í rauninni ekkert hvert maður er að fara. En ef maður kemst þó ekki sé nema eitt skref áfram, þá er maður þó alla vega kominn eitthvað áleiðis." Vignir Jóhannesson Myndlistarmaður Hvar eru þau nú Bryndís Petna * Bragadóttin Bryndrs Petra úrskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands árið 1986 og við tóku verkefni hjá Leikfélagi Reykjavrkur, Þjóðleikhúsinu, Leikfé- lagi Akureyrar og ýmsum leikhóp- um. Hún lék meðal annars í leik- gerð skáldsögu Vígdísar Grímsdótt- ur, Ég heiti lsbjörg, ég er ljón. Árið 1997 eignaðist Bryndís Petra dóttur og lagði leiklistina til hliðar um sinn. „En svo hef ég verið að pota svona í hana síðustu árin. Ég hef meðal annars leikið hina einu sönnu Gilitrutt og húsfreyju Átján barna föðurs í álfheimum í mynd- bandi um íslenskar þjóðsögur sem Spaugstöfubræðurnir Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson gáfu út. Síðastliðið haust var ég ein þeirra sem setti upp leikverkið Dagbók önnu eftir Kristján Hreinsson en þar er tekið á átröskunum og afleið- ingum þeirra. Nú er ég bara sjóð- heit og tU í allt varðandi leiklistina," segir Bryndís Petra Bragadóttir, leikkona og móðir. • Á Pressuballi Blaðamannafélags- ins í vikunni vakti athygli sá mikli fjöldi fjölmiðlamanna sem mætti til að endurvekja þennan foma sið. Ræðu- maður kvöldsins var Logi Bergmann Eiðsson, varaf- réttastjóri Sjónvarpsins, sem fór á kostum með stuttum hléum. DV var Loga hugleik- ið og kom blaðið reglulega við sögu í ræðu hans svo ljóst má vera að hann er meðal tryggustu lesenda. Fylgikona Loga var að vanda, Kasdjósrósin hnellna Svanhildur Hólm Valsdóttir sem geislaði af kynþokka og hamingju. Logi hafði á reið- um höndum afsakanir vegna þess að RÚV fékk ekki verð- laun en það var að hans sögn vegna gleymsku Boga Ágústssonar yfirfréttastjóra, sem ekki hafði gefið sér tíma til að gaumgæfa verk undir- mannanna... Á ótraustum Egilskössum „Markmiðið er hve hátt þú kemst áður en þú dettur," segir Val- geir Elíasson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. í dag fer fram íslandsmeistaramótið í kassaklifri. Mótið fer fram í húsi Orkuveitunnar en undankeppnir hafa verið háðar víðsvegar um land þar sem þátttakendur hafa verið á annað hundrað tals- ins. „Það eru um tíu ár síðan við byrjuð- um að stunda þetta," segir Valgeir. „Fyrir ári síðan ákváðum við svo að halda íslandsmeist- aramót til að efla sportið i n n a n o k k a r raða en kassaklif- ur hefur n o t i ð mikilla vinsælda m e ð a 1 skáta og L a n d s - bjargar." Valgeir segir kassaklifur nokkuð sérstakt sport. Það gangi út á að raða upp Egilskössum og klifra að minnsta kosti átta metra upp í loft- ið. íslandsmetið sé reyndar 36 kass- ar og segir Valgeir að þeir sem eru góðir í kletta- eða ísldifri séu líka góðir í þessu. „Mikilvægast er þó að menn læra að horfast í augu við óttann. Það er ótrúleg tilfinning að standa á fimmtán metra háum stafla af köss- um og hafa ekkert nema eina línu sem bjargar þér ef þú dettur," segir Valgeir. „Þannig fá krakkarnir dýr- mæta reynslu sem vonandi nýtist þeim þegar alvaran tekur við." Mótið hefst klukk- an eitt í dag. Keppend- ur eru á aldrinum 13 til 18 ára og hvetur Valgeir sem flesta að mæta og fylgjast með þessu óhefðbundna jaðarsporti sem er á góðri leið með að verða nýtt „æði" hjá ís lenskum ungmennum. MMfíJtl WÆm/A BLIKKSMIÐJA GYLFA EHF BÍLDSHÖFÐA 18 • 110 REYKJAVIK • SIM1 567 -1222 • FAX 567 4232 Á undanfömum árum hefur það færst í vöxt að gera upp gömul hús víða um land og þar kemur bárujámið sannarlega við sögu. Einnig hafa hönnuðir húsa aldrei lagt bárujámið á hilluna þrátt fyrir miklar tiskusveiflur í hönnun. Það sést vel á mörgum nýjum húsum. Blikksmiðja Gytfa býður uppá heildarlausnir á þakfrágangi og veggklæðningum úr bárujámi. Allir fýlgihlutir eru framleiddir hjá Blikksmiðju Gylfa og ávallt til á lager. Þaulreyndir fagmenn með áratuga reynslu eru til staðar og veita tæknilegar upplýsingar og ráðgjöf. Nóg er að koma með teikningar á staðinn og fagmenn Blikksmiðju Gylfa finna réttu lausnina. FlUUUnUUMUUIH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.