Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
GunnarSmári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórar:
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Arsenal'.
1 í hvaða borg eru bæki-
stöðvar Arsenal?
2 Hversu oft hefur félagið
orðið enskur meistari?
3 í hvaða landi þjálfaði
Arsene Wenger áður en
hann kom til Arsenal?
4 Hver gerði Arsenal síðast
að meisturum á undan
Wenger?
5 Hver er markahæsti leik-
maður Arsenal frá upphafi?
Svör neðst á síðunni
Nýrfáni fraks
Skipt hefur verið um
fána í frak. Hvíti rauði
og
svarti
fáninn
sem
tekinn
var
upp
1963
hefur verið aflagður.
Á honum voru þrjár
grænar stjörnur og
áletrun á arabísku
sem þýðir: „Allah ak-
hbar“ eða „Guð er
mikili".
Nýi fáninn er að
mestu hvítur og á
og/eða nýtt upphaf. «
Blái hálfmáninn er
tákn íslams og bláu "
línurnar tvær neðst á |
fánanum eru tákn fyr- e
ir stórfljdtin Efrat og ™
Tígris. Gula röndin á a;
milli þeirra er tákn ®
kúrdíska þjóðarbrots- c
ins. ■"
Út í hött
Oröatiltækiö merkir eitt-
hvað fráleitt eða sem kem-
ur eins og skrattinn úr
sauðarleggnum, svo sem
„að svara út í hött".
Jón G. Friðjónsson segirí
Mergi málsins að líkingin
sem orðatiltækið er dregiö
afsé ótjós.
„[Hjugsaniega
merkir höttur hér
„fjallstindur" og bein merk-
ing væri þá„svara út í fjall-
ið“... Önnurskýring ersú að
höttur merki hér„himinn"
og samsvarar orðatiltækið
þá hinu samræða orðatil-
tæki svara út í bláinn.
Málið
1. London - 2. Þrettán sinnum - 3. Japan
(þar áður í Frakklandi) - 4. George Graham
-5. lanWright
Fenrisúlfur
Ekkert ástand er varanlegt, allra sízt í
markaðshagkerfi. Einn góðan veður-
dag kemur einhver í sjávarplássið þitt
og kaupir sjávarútveginn. Hann lofar upp á
æru og tró að flytja skipin ekki burt. Svo
flytur hann þau tfl Akureyrar af því að hann
hefur ekki æru og trú. Þannig virkar hag-
kerflð.
Markaðshagkerflð getur einn daginn
stuðlað að fjölbreytni i fjölmiðlun og hinn
daginn eyðilagt hana. Það er nánast tilvilj-
un að þremur mikilvægum fjölmiölum hér
á landi var bjargað frá hruni á skömmum
tíma. Það er nánast tilviljun að fullburða
fréttastofur eru hér sex en ekki þrjár.
Myrkrahöfðingi vestrænnar fjölmiðlun-
ar, sjálfur Rupert Murdoch, getur á morgun
ceypt flesta íslenzka fjölmiðla og breytt
jeim í lygamaskínur. Ekkert er öruggt í
íeimi markaðshagkerfisins, ekki einu sinni
sú óvenjulega góða staða sem er á íslenzkri
fjölmiðlun einmitt þessa dagana.
Sumir styðja markaðshagkerfi af því að
það skaffar. Aðrir eru á móti því af því að
þeir óttast allar breytingar á núverandi
ástandi hvert sem það er á hverjum tíma.
Fyrra sjónarmiðið ræður því að um nokkurt
skeið hefitr staðið yfir umfangsmikil sala
rfldseigna í hendur hlutafélaga á markaði.
Samt er tvískinnungur í pólitískum armi
þessa hagkerfis. Annars vegar er því haldið
fram að til langs tíma leiti það að beztu nið-
urstöðu og fínni nýjar leiðir til að snúast
gegn vandamálum sem upp koma, rétt eins
og sjálft lýðræðið geri. Þeir tala um inn-
byggða sjálfvirkni markaðshagkerfisins.
Hins vegar eru menn dauðhræddir við
einstakar afleiðingar þess, einkum sam-
þjöppun valds. Menn líta öðrum þræði á
það sem Fenrisúlf. Um fjölmiðlun setja þeir
á laggir trausta nefnd flokksjálka til að gera
tillögur um læðing og dróma. Síðan viija
þeir sértæk lög gegn afleiðingu hagkerfls-
ins.
Raunar byggist allt þetta ferli á
óslökkvandi heift eins haturgjarns manns í
farð annars. Heiftin næði hins vegar ekki
am að ganga, ef ekki væri innan stjómar-
flokkanna eyra fyrir því sjónarmiði sósí-
alista, að markaðshagkerfið sé eins konar
Fenrisúlfur, sem reyra þurfi í ríkisviðjar.
Sósíalistar til hægri og vinstri og einkum
á miðjunni líta ekki á þá staðreynd að
ástand frétta og fjölmiðlunar er betra á
landinu um þessar mundir en það hefúr
verið í manna minnum. Þeir líta bara á færi
til að koma böndum á anga af óstýrilátum
og oft tiliitslausum öflum markaðshagkerf-
isins.
Fólk man, að lofað var, að Guggan yrði
áfram gul og að það var svikið. Markaðs-
hagkerfið nýtur ekki almenns trausts. Því
verða til ógagns sett sértæk lög um læðing
og dróma á eignarhald fjölmiðla.
Jónas Kristjánsson
Hammúpabí Hæstarátti
Fyrst og fremst
spekinga þjóðarinnar. Hammúrabí
hvað?
ER MÖNNUM ALVARA með þessu eða
eru ílokkspólitískir dilkadrættir
barasta hið eðlilega ástand á íslandi?
Jákvæð mismunun á grundvelli
frændskapar og stjómmálaskoðana
erþáílagi.
Tek það fram að ég var líka einu
sinni ínámi í Evrópufræðum. Ég hef
alltafgleymt að halda því á lofti. “
VIÐ GETUM EKKI stillt okkur um að
birta líka fáein orð sem Egill lét við
sama tækifæri falla um Davíðslögin
margfrægu:
Sök bítur sekan er grunntónninn í
grein sem Bjöm Bjamason skrifar um
fjölmiðlalögin á heimasíðu sína. Hon-
um finnst skrítið að Baugsfjölmiðlam-
ir haíi svona mikinn áhuga á málinu
En hvað? Eiga menn að þegja? Það
hefur löngum verið meginregla í rit-
stjómarstefnu Morgunblaðsins að
þegja um mál sem blaðið kærir sig
ekki um. Til dæmis tókMogginn þann
kost að leka engu úrhinni gagnmerku
leyniskýrslu um íjölmiðla - þó held ég
að sé alveg víst að Styrmir hafi þekkt
efhi hennar á undan mörgum öðrum
Ég er helst á því að orðið „dag-
skrárvald" hafi verið sett saman tilað
lýsa lífsviðhoríi Moggans. Ef það er
ekki íMogganum - þá hefur það ekki
gerst. Það er ekki á dagskrá.
0KKAR GÓÐI KJALLARAHÖFUNDUR,
Egill Helgason, hefur nú gengið í end-
umýjun lífdaga á Netinu þar sem
hann hélt lengi úti einni líflegustu
umræðusíðunni en hún datt síðan
upp fyrir. Nú bloggar Egill sem aldrei
fyrr og í gær birtist á síðunni hans -
http://www.strik.is/fretúr/politik.-
ehtm - grein um Hammúrabí
Babýlonskóng sem frægur var í
fornöld fýrir að vera lögspekingur
hinn mesti og setja þjóð sinni einhver
fyrstu lögin sem heimildir greina frá.
Nema hvað, grein Egils reynist við
nánari athugun ekki fjalla beinh'nis
um Hammúrabí þennan, heldur um
Ólaf Börk Þorvaldsson.
EGILL SEGIR: "Éghef oft mælt gegn
jákvæðri mismunun og sértækum
aðgerðum. Fengið bágt fyrir. Nú les
ég grein í vefritinu Tíkinni þar sem
sá litli vottur sem er af þessu hér á
landi er talinn grafa undan hvorki
meira né minna en lýðræðinu og
sjálfstæðisstefnunni. Hvað þá með
ráðningar óhæfra manna í Hæsta-
rétt? Ég var í útlöndum í fyrra þegar
geisaði deilan um Ólaf Börk Þor-
valdsson, hafði aldrei heyrt manns-
ins getið fyrr en fyrir nokkrum vik-
um. Svo var ég áðan að skoða feril-
skrá Ólafs ogþað er ekki óáþekktþví
að grípa í tómt. Margir hafa sagt að
hann sé drengur góður og hinn
mætasti maður en þarna að minnsta
kosti sér maður engar forsendur fyr-
ir því að setja hann í Hæstarétt.
Hann hefur skrifað eina grein á æv-
inni fyrir utan prófritgerðir. Maður
hefði ætlað að Hæstiréttur sé ekki
færiband heldur staður helstu lög-
„Er mönnum alvara með þessu eða eru flokkspólitískir
dilkadrættir barasta hið eðlilega ástand á íslandi? Já-
kvæð mismunun á grundvelli frændskapar og stjórn-
málaskoðana er þá í lagi.4
Vaka-Helgafeli, eitt Edduforlaganna, hefur
gefið út bókina Ndðhúsið eftir GústafS.
Berg. Glögga lesendur mun gruna að nafn
höfundar sé dulnefni þar sem það er I raun
nafn d þekktri tegund afklósettum,
Gustavsberg. En þótt klósetthúmor sé rikj-
andi i nafnavali við útgáfu þessarar bókar
er hún i raun þægiteg aflestrar og skenimti-
leg, enda mun hugsunin með nafninu fyrst
og fremst vera að gefa til kynna að hér sé
komin bók afþvi tagi sem þægilegt sé að
hafa með sér á klósettið og giugga i meöan
maður situr þar fastur.
Þetta er sem sagt samtíningur afýmsu tagi,
ónauðsynlegur fróðleikur úr fárániegustu
áttum og þess háttar. Og munu fiestir finna í
henni eitthvað við sitt hæfí.
Afalgeru handahófi veijum við hér fáeinar
staðreyndir sem birtast I Náðhúsinu um
þingmenn Islendinga undir fyrirsögninni
„Ýmislegt sem þú þarft ekki að vita um
þingmenn."Þar kemur fram aö alls hafa 883
þingmenn setið á Alþingi frá árinu 1875 og
afþeim voru 163 konuren 720kariar.
Og ennfremur:„Flestir þingmenn hafa bor-
ið nöfn sem byrja á bókstafnum S (136).
Aðeins einn þingmaður hefur borið nafn
sem byrjar á bókstafnum N [Nieis Árni
Lundj. Enginn þingmaður hefur fram til
þessa borið nafn sem byrjar á stöfunum Ú,
Y, ÝeöaÆ.AIgengustu karlmannanöfn
þingmanna eru-.Jón (51), Sigurður (33),
Guðmundur (27), Björn (25), Magnús (21),
Ólafur (21), Einar (20), Gunnarfl 9). Al-
gengustu kvenmannsnöfn þingmanna eru
Guðrún (9), Sigríður (9), Kristin (8),lngi-
björg (5), Katrín (5), Anna (4), Helga (4), Jó-
hanna (4), Unnur (4).
135 þingmenn eru einu mennirnir með þvi
nafni sem setið hafa á þingi, m.a. Svavar
(Gestsson). Ögmundur (Jónasson), Össur
(Skarphéðinsson), Siv (Friöleifsdóttir), Mörð-
ur (Árnason), Grimur (Thomsen), Hrafn (Jök-
uisson), Dagný (Jónsdóttir) og Hjörleifur
(Guttormsson).
Aftur á móti hafa setið á þingi 4 Drifur, 3
Bogar, 3 Bragar, 2 Isleifar og 10 Guttormar.
Á Alþingi Islendinga hafa þrírþingmenn
boriö nafn sem vlsar i heiti landsins: Isleifur
Gíslason, Isleifur Högnason og Isólfur Gylfí
Pálmason. 92 þingmenn á iistanum bera
ættarnöfn og afþeim eru algengust Blöndal
(6), Thoroddsen (6), Briem (5), Líndal (5) og
Möller (4).