Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Qupperneq 3
r
DV Fyrst og frernst
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 3
Fyrsta konan sem bauð sig fram til forseta í Bandaríkjunum
Frú Satan
Hún var kölluð írú Satan en
hét réttu nafni Victoria
Woodhull. Hún er ekki í há-
vegum höfð í bandarískri
stjórnmálasögu en braut þó
blað með því að verða fyrsta
konan sem bauð sig fram til
forseta, meira að segja áður en
konur fengu kosningarétt. Og
hún var kvenréttindafrömuður
hinn mesti en kvenréttinda-
hreyfingar seinni tíma hneigð-
ust til að líta framhjá framlagi
hennar vegna þess hversu
ósleitilega hún var sögð pré-
dika frjálsar ástir sem hún sagði
gjarnan að væri besta lækning-
in gegn hræsni og siðleysi!
Hún, fæddist í Ohio 1838 og sinni samtíð á öllum sviðum.
vakti snemma á sér athygli. í
æsku tróðu hún og systir hennar upp í fjölleikahúsum og létust
vera miðlar í beinu sambandi við andaveröldina. Seinna gerð-
ust þær verðbréfasalar löngu á undan öðrum konum og voru
reyndar ekki yfir það hafnar að fullyrða að ráðleggingar þeirra
um verðbréfakaup væru komnar frá sérfræðingum að handan.
Norn eða vændiskona
Síðan gerðist Victoria mikill baráttumaður fyrir pólitísku
réttlæti á mörgum sviðum og var þar sem annars staðar langt á
undan sinni samtíð. Árið 1872 bauð Jafhréttisflokkurinn hana
fram til forseta og jafnframt var fyrsti svertinginn í framboði til
varaforseta á vegum flokksins, Fredrick Douglass. Á stefnu-
skránni var t.d. átta stunda vinnuvika, tekjuskattur í þrepum,
róttæk velferðarstefna o.fl. Þótt litlar líkur þættu á að hún næði
kjöri var afar hart við henni brugðist og prédikarinn Henry
Victoria Woodhull Langtá undan
Enginn kosningaréttur fyrir konur Victoria lét
það ekki koma i veg fyrir að hún reyndi að kjósa.
Ward Beecher sakaði hana um að vera ým-
ist norn eða vændiskona. Skoðunum
hennar á frjálsum ástum var snúið upp á
andskotann svo hún varð í munni Beecher
að sérstökum siðleysispostula. Hún reyndi
fyrst að leiða árásirnar hjá sér en þegar
þeim linnti ekki snerist hún til vamar með
því að benda á að Beecher hefði sjálfur átt í
ástarsambandi við gifta konu. Reyndar gott
Henry Ward betur, því hún fullyrti að hann ætti einar
Beecher Siðapostuli tuttugu ástkonur. Þá var Victoria handtekin
eða hræsnari. fyrir rógburð og þurfti alls að fara átta sinn-
um í fangelsi áður en hún var sýknuð. Málaferli vegna málsins
höfðu hins vegar gert hana gjaldþrota og hún fluttist til Eng-
lands þar sem hún gekk að eiga auðugan bankamann og lifði
kyrrlátu lífi til æviloka.
Hún lést 1927.
Spurning dagsins
Hvaða dagur er besti dagur vikunnar?
Fimmtudagar bestir
„Þessa vikuna er það fímmtudagur því
þá byrja ég að veiða í Litlá í Kelduhverfi.
Annars eru allir dagar mér jafn kærir.
Kannski erþað afþvíað vinnuvikan er
ekki bundin afdögum hjá mér"
Gísli Sigurðsson, sérfræðingur á
Stofnun Árna Magnússonar.
„Mér finnst
laugardagur
vera bestur, þá
er vinnuvikan
búin. Maður
getur slappað
afogsinntsín-
um hugðarefnum."
Guðríður Sigurbjörnsdóttir,
háskólanemi.
„Ég held að
það sé laugar-
dagur, það er
fyrridagurí
helgi og mest
umleikis í
íþróttum. Þá
sit ég jafnan
minn vikulega kaffifund með fé-
lögunum hjá Friðleifi tann-
lækni."
Bjarni Felixson, íþrótta-
fréttamaður.
„Laugardagar eru alveg ágætir.
Þeim getur maður eytt „Fimmtudagur,
með börnun- því þó er farið
um sínum." að síga á \iæ> ¥
Eyþór Gunn- • ' 1 ám seinni hluta
arsson, tón- vikunnar." ^ á
listarmaður. Steinunn A
Linda Jónsdóttir,
líffræðingur.
Sunnudagur til sigurs, mánudagur til mæðu, þriðjudagur til
þrautar, miðvikudagur til moldar,fimmtudagur til frama.föstu-
dagur til fjár, laugardagur til lukku.
Núllið hans
Brahmagúpta
Teikn og takn
Stærðfræði tók að þróast viða um veröld á
siðustu árþúsundunum fyrir Krists burð og
sums staðar náðu menn
furðu mikilli leikni i að
hantera jafnvet hinar
flóknustu tölur. Egyptar
þurftu t.d. enga smáræðis stærðfræði kunn-
áttu til að reisa píramídana, Kinverjar og
fleiri þjóðir reiknuðu út brautir himintungia
afmikilli nákvæmni og Forn-Grikkir brutu
fjölmörg blöð í algebru og öðrum greinum
stærðfræðinnar.
Það olli flestum stærðfræðisnillingum þó fyrr
en siðar vandræðum aðmenn höfðu ekki
látið sér detta i hug sérstakt tákn fyrír töluna
„ekkert". Núll var i reynd ekki til. Kringum árið
130 e.Kr. lét griski stærð- og stjörnufræðing-
urinn Ptólemeus sér detta i hug að nota bók-
stafinn omikron - sem litur út eins ogO-
sem igildi„einskis" en aðferð hans náði ekki
útbreiðslu, enda áttaði hann sig ekki á ýms-
um vandamálum sem fylgdu notkun þess.
Núllið eins og við þekkjum það var loks
„fundið upp" á Indlandi. Indverjar tóku að
nota punkt til að tákna núll til að greina á
milli talna eins og t.d. 305 og 35. Punkturinn
Aðdeyjaeróttalega
leiðinlegtogþreyt-
andi. Ég ráðlegg ykkur
eindregiðaðveraekk-
ertaðstandaíþví.
W.Somerset Maugham
inverskir spekingar Þeir horfðu til himins
og fundu að lokum ...„ekfaert"
þróaðist svo fljótlega yfir iþað 0 sem við
þekkjum siðan. Fyrstu óyggjandi heimildirn-
ar um notkun á nú/li eru steintöflur frá árinu
876 e.Kr. en talið er að spekingurinn
Brahmagupta hafi verið farinn að vinna með
núll tvö hundruð árum fyrr. Hann áttaði sig á
eðli núllsins við samlagningu, frádrátt og
margföldun en deiling með núlli vafðist enn
eitthvað fyrir honum.
Notkun á núlli breiddist siðan frá Indlandi til
Persiu og þaðan til Araba og þeir miklu
stærðfræðihausar tóku núllinu fegins hendi.
Þaðan kom núllið svo til Evrópu þar sem
menn ráku smiðshöggið á brúk þess.
Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsmaður og Ingvar Sverrisson hjá Iþrótta-
og tómstundaráði eru bræðir. Þeir eru synir Sverris Friðþjófssonar,
rekstrarstióra hjá Miðbergi, og Elísabetar Kristjánsdóttur. Sverrir er best
þekktur sem Sveppi í Sjötiu minút-
um en þátturinn er sýndur við
qríðarlegar vinsældir á Popp
ríví. Ingvar hefur komið við
í pólitíkinni; stýrði meðal
annars kosningabaráttu
Reykjavíkurlistans fyrir
síðustu sveitarstjórnar-
kosningar.