Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAQUR 27. APRÍL 2004 Fréttir XXV Danmörkvill Norðurpólinn Grænlenska útvarpið greinir frá þvi að dönsk stjórnvöld áformi að gera kröfu um að Norðurpóllinn verði lýstur danskt j yfirráðasvæði. Með því yrðu mögulegar olíu- og gasauð- lindir á svæðinu í höndum Danmerkur. Takist Dönum að sýna fram á að póllinn sé á grænlenska landgrunninu aukast möguleikar þeirra á að byggja á þjóðréttarlegri stöðu sinni á svæðinu. Farið verður í rannsóknir á næst- unni, en góðar líkur eru taldar á því að olía sé í jarð- lögum norður af Grænlandi. Hættavegna brennisteins Rauðfsandur Mikil náttúrufegurð er á Rau6asandi.„Menn segja að þetta sé bara sandur en mér finnst það bara ekkert fallegtþegar búið er að spóla og sparka hann allan út," seg- ir Cylfi Cuðbjartsson sem á sumar- húsájörðinni næst Látrabjargi. Eigandi jarðarinnar Naustabrekku, Gylfi Guðbjartsson, er langþreyttur á land- spjöllum óboðinna jeppamanna. Gylfi segir að spurst hafi út að upplagt sé að stunda torfæruakstur á Rauðasandi. Það sé þó bannað. Jeppaeigendur séu kjaft- forari eftir því sem dekkin séu stærri. Flestir hunskist þó í burtu ef við þá sé rætt. . '• V. '-te—ÉT: V,;-. : Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar almenning við brenni- steinsmengun við upptök Jökulsár á Sólheima- sandi. Brennisteinninn getur valdið sviða í aug- um, óþægindum í önd- unarfærum, ógleði og höfuðverk. Megn brenni- steinsfýla gerir fólki vart við mengunina. Þeim til- mælum er beint til fólks sem eru á þessu svæði eða ætla á svæðið að sýna ýtrustu varúð og yf- irgefa svæðið ef einkenna verður vart. 3 sjálfsmorð á mánuði Sex til sjö hundruð sjálfs- vígstilraunir eru gerðar á ís- landi á hverju ári, sem þýðir að 0,2 prósent ís- lendinga reyna sjálfsvíg árlega. Þremur á mánuði tekst slíkt ætlunar- verk. Þetta kom ffam á fundi Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vest- mannaeyjum, þar sem Lffvísirinn svokallaði var afhentur, en hann er lið- ur í átaki Landlæknisemb- ætúsins sem nefnist Þjóð gegn þunglyndi, en flestir sem reyna sjálfsvíg eru þunglyndir. Sportbflstjóri áreittur Jeppadolgar spæna upp Rauðasand „Mín reynsla er sú að eftir því sem dekkin eru stærri þá eru jeppaeigendurnir frekari og kjaftforari," segir Gylfi Guðbjarts- son, eigandi eyðijarðarinnar Naustabrekku á Rauðasandi í Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Gylfi segir ágang ferðamanna á stórum jeppum hafa farið stigvax- andi á Rauðasandi og keyrt um þverbak síðustu sumur. Hann á sumarhús á Naustabrekku. Jeppalestir milli fjalls og fjöru „Fyrir tíu árum komu hér aðeins örfáir bílar en í dag eru þetta heilu bílalestirnar. Þeir vaða á jeppunum út um allt - frá fjöru tii fjalls. Þarna er frekar afskekkt og menn telja sig vera eina í heiminum. Þetta er búið að ergja mig verulega í gegnum árin,“ segir Gylfl. Að sögn Gylfa er það fyrst og fremst í sandfjöru og á sandrifi á landi hans og á landi nágrannajarð- arinnar Lambavatns sem jeppa- mennirnir leika lausum hala. Til að komast þangað þurfi þeir að aka vegslóða á túni Lambavatns. „Það hefur verið ægileg örtröð seinustu sumur. Ég hef ekki orðið var við aðra eins ágengni neins staðar annars staðar á landinu. Þarna er náttúrufegurð og þangað vilja menn endilega fara á sínum stóru jeppum þó það sé enginn vegur. Það ætlar allt að fara á annan endann ef upplýst verður um utan- vegaakstur á hálendinu en hér er eins og þetta sé sjálfsagður hlutur,“ segir Gylfi. Spóla og sparka allt út Að því er Gylfi segir sést á gróðri þar sem jeppamennirnir fara um: „Þó að slóðinn þoli ekki alla þessa umferð væri það sök sér ef þeir gætu haldið sig við hann. Menn segja að þetta sé bara sandur en mér finnst það bara ekkert fal- legt þegar búið er að spóla og sparka hann allan út,“ segir Gylfi. Meðal annarra jarða á Rauða- sandi má nefna Stakka, Melanes og höfuðbólið Saurbæ. Síðastnefndu jörðina keypti fyrir nokkrum árum Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins. Eigendur þessara jarða munu hafa sloppið við heimsóknir jeppamanna. Oftast hunskast þeir í burtu Jeppamenn eiga að sögn Gylfa ekki annað erindi á landi hans en að stunda torfæruakstur. Nausta- brekka er ysta jörðin á Rauðasandi, næst Látrabjargi. Lengra verði ekki ekið. „Nágranni minn er reyndar góð- menni og hefur leyft einum og ein- um að aka um landið. En þá hefur fiskisagan borist Það hafa sumir sagt við mig að þeir hafi hitt mann á tjaldstæðinu í Flókalundi í Vatns- firði sem hafi sagt þeim að þarna væri upplagt að skvetta úr klaufun- um og stunda torfæruakstur.," seg- ir Gylfi. Sumir jeppamannanna láta ekki segjast nema með semingi þegar Gylfi hefur beðið þá að láta af hátta- lagi sínu. „Það eru alls kyns undan- brögð. En oftast hunskast þeir í burt. En það er leiðinlegt að þurfa að standa í stöðugri orrustu við þetta lið,“ segir Gylfi Guðbjartsson. gar@dv.is „Þarna er frekar afskekkt og menn telja sig vera eina í heiminum. Þetta er búið að ergja mig verulega í gegnum árin." „Fólk var að spæna og mynda á ferð með mynda- símum og í hvert skiptið sem maður stoppaði komu 40 eða 50 manns í kringum bílinn til að skoða," segir Bergur Guðnason frá Flat- eyri, öðru nafni Bfla-Bergur, sem ferðaðist um landið á splunkunýjum Lotus Esprit að verðmæti rúmar 7 millj- ónir fyrir skemmstu. Má ríkið reka Ríkisútvarpið? /Ilfe Svarthöfði er með böggum hildar þessa dagana. í fýrsta lagi á hinn mikli og ástsæli leiðtogi undir högg að sækja og það er alveg sama hvað Svarthöfða þykja ákvarðanir Davíðs vera umdeilanlegar og jafnvel þótt þær séu augljóslega rangar, þá getur hann ekki að því gert að hann fyllist alltaf sérstakri vorkunnsemi í hvert sinn sem Davíð verður fýrir ágjöf. Því Davíð er svo líkur Svarthöfða sjálfum. Breyskur, breyskur, breyskur... En í öðru lagi hefur Svarthöfði þungar áhyggjur af framú'ð Rfldsút- varpsins. Hann nýtur þess enn að hlusta á píanótónleikana síðdegis og Svarthöfði vill ekki fýrir sitt liúa líf að nokkuð verði hróflað við RÚV. En nú sér Svarthöfði ekki betur en ríkið verði umsvifalaust að selja Rík- isútvarpið. Því lögin sem hinn mikli og ástsæli leiðtogi hefur sett saman við eldhúsborðið úú í Skerjafirði kveða jú á um að enginn megi reka útvarps- eða sjónvarpsstöð sem hafi markaðsráðandi stöðu á bara ein- hverju sviði. Og þrátt fyrir að rfldð hafi óneitan- Hvernig hefur þú það? bara mjög fínt/'segir Sigrún Bender, sem hlaut hinn eftirsótta titil - Ungfrú Reykja- vík, á dögunum.„Nú reynir maöur bara aö slaka á og boröa óhollan mat! Þetta hefur verið mikil törn, undirbúningurinn var erfíður, í raun erfíöari en ég hélt. En maður uppsker eins og maður sáir. Eg heffengiö frábærar viðtökur i skólanum og öllum fínnst þetta frábært. Næst á dagskrá eru svo stúdentsprófm og Ungfrú ísland." lega dregið nokkuð úr umsvifum srn- um í atvinnulífinu á síðustu árum þá er ljóst að rfldð er enn í markaðsráð- andi stöðu á fjölmörgum sviðum. Segjum bara rafmagnsframleiðslu. Það hlýtur samkvæmt lögunum að koma í veg fyrir að rfldð megi reka út- varps- og sjónvarpsstöðina við Efsta- leiú. Ef eitthvað á að vera að marka lög- in. Og eins og það sé nú ekki nóg þá kveða lögin lflca á um að aðili sem er í útgáfustarfsemi megi ekki eiga ljós- vakamiðil. Og það þarf nú væntan- lega ekki að rifja það upp fyrirlesend- um DV hvað ríkið er að verða um- svifamikið í útgáfubransanum, nú síðast með hinni glæsilegu forsætis- ráðherrabók sem forsætisráðherra er að láta skrifa. Slflc útgáfústarfsemi hflýtur líka að kalla á að rfldð verði að selja Rfldsútvarpið. Ef eitthvað á að vera að marka lög- in. Svaithöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.