Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004
Fréttir 0V
Stakk affrá
árekstri
Á sunnudagskvöld var
ekið á gagnbrautarljós á
Austurvegi á Sel-
fossi. Ökumaður
hvarf á braut án
þess að tilkynna
óhappið. Lögregla
hafði óljósa lýsingu
á bifreiðinni og
leitaði hennar án
árangurs. Öku-
maður gaf sig svo
fram hjá lögreglu í morgun.
Dópfannstvíða
í Hafnarfirði
Á föstudag gerðu lög-
reglumenn £ Hafnarfirði
húsleit í tveimur húsum og
fundust meint fíkniefni á
báðum stöðum. Þá fundust
einnig fíkniefni í tveimur
bifreiðum sem lögreglan
stöðvaði við hefðbundið eft-
irlit. Aðfaranótt sunnudags
stöðvaði lögreglan bifreið á
Vífilsstaðavegi. f bifreiðinni
fundust bæði fíkniefhi og
einnig meint þýfi úr inn-
brotum frá nóttinni áður.
Sex innbrot og skemmdir á
bifreiðum voru tilkynntar til
lögreglu og átti þetta sér
stað bæði í Hafnarfirði og í
Garðabæ.
Lögá
fjölmiðla?
Guðmundur Árni Stefánsson
þingmaður
„Það liggur ekki lifíð á. Ég hefði
kosið að menn ræddu þessi
mál með rósemd og yfirvegun
ogað farið yrði yfír starfsemi
fjölmiðla afkostgæfni. I þessari
umræðu er nauðsynlegra að
fmna leiðir til að tryggja sjálf-
stæði ritstjórna gagnvarteig-
endum sínum heldur en að
setja lög um eignarhald
manna á þessum miðlum. Það
er margs að gæta hér og flas er
ei til fagnaðar."
Hann segir / Hún segir
„Það eru vissulega fordæmi
fyrir þvi í öðrum Evrópulönd-
um að það hafí verid sett lög
um eignarhald. Hins vegar eru
tvær leiðirfærar við lagasetn-
ingu, önnur er að setja tak-
markanir á sjálft eignarhaldið
og hin er sú að tryggja rit-
stjórnarfrelsi með lögum,
þannig að ritstjórnir séu óháð-
ar eigendum sínum. Að mtnu
mati hefði seinni leiðin verið
skynsamiegri, þar sem við
búum í landi með takmarkað
fjármagn til að halda uppi
kröftugri og fjölþættri um-
ræðu."
Sigrún Stefánsdóttir
fjölmiðlafræðingur
Forsætisráðuneytið neitar að taka saman kostnað við utanlandsferðir Davíðs Odds-
sonar og að upplýsa um ferðir hans og tilefni ferðanna. Ekki séu „tiltæk aðgengileg
gögn“ um þetta í ráðuneytinu. Þó er bent á að fj ármálaráðherra sagði í fyrra að ferða-
kostnaður forsætisráðherra á árunum 1999 til 2002 hafi numið 16,7 milljónum króna.
„Að athuguðu máli eru í ráðuneytinu ekki tiltæk aðgengileg
gögn sem svara til beiðni yðar um útgjöld vegna utanlandsferða
forsætisráðherra á árunum 1999 til 2004,“ segir í svari Halldórs
Árnasonar, skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn
DV um kostnað vegna utanlandsferða forsætisráðherra.
DV spurði um sundurliðun á
kostnaðinum til dæmis vegna far-
gjalda, gistingar, dagpeninga, dag-
peninga maka og risnu. Beiðnin var
sett fram 31. mars síðastliðinn. Eftir
að hún var ítrekuð 23. apríl barst
áðurgreint svar ráðuneytisins í gær,
rúmum þremur vikum eftir að upp-
lýsinganna var óskað.
Áður en DV bað um upplýsingar
um ferðakostnað forsætisráðherra
hafði blaðið óskað eftir að ráðuneyt-
ið gerði grein fyrir tilefni utanferða
forsætisráðherra og hvert hann fór
frá árinu 1991 til þessa dags. Sú
fyrirspurn var fyrst sett fram 9. febr-
úar síðast liðinn:
„Þess er vinsamlegast farið á leit
við ráðuneytið að það upplýsi
hversu marga daga forsætisráðherra
var erlendis á hverju ári fyrir sig árin
1991 til 2004. Einnig hvar ráðherr-
ann var og hverra erindagjörða,"
sagði í erindi DV.
Eftir ítrekun af hálfu DV barst
loks svar um það frá ráðuneytinu 31.
mars, rúmum sjö vikum síðar, að
ekki væri hægt að svara fýrirspurn-
inni. Þetta erindi var þá endurnýjað
af hálfu DV en bundið við mun
skemmra tímabil, eða frá árinu 1999
til ársins í ár. Svar ráðuneytisins var
þó enn það sama:
„Þá eru ekki tiltæk aðgengileg
gögn um hversu marga daga ráð-
herrann hafi verið erlendis á hverju
ári, árin 1999 til 2004, hvar ráðherr-
ann var og hverra erindagjörða hann
var hverju sinni," segir í áðurgreindu
bréfi sem barst í gær frá Halldóri
skrifstofustjóra.
Þrátt fyrir þetta afsvar forsætis-
ráðuneytisins sendi það DV af þessu
tilefni sérstakt bréf með svari Geirs
Haarde fjármálaráðherra við fyrir-
spum sem Jóhanna Sigurðardóttir,
alþingismaður Samfylkingar, hafði
sett fram. Þar kemur fram að kostn-
aður vegna utanlandsferða forsætis-
ráðherra á ámnum 1999 tU 2002 var
16,7 mUljónir króna. Ráðherrann
fékk 4,3 mUljónir í dagpeninga, 1,3
milljónir króna voru risnukostnaður
og „annar kostnaður" var 11,2 mUlj-
ónir.
TU samanburðar má nefna að
sambærUegur ferðakostnaður utan-
ríkisráðherra á umræddu tímabUi
var að sögn fjármálaráðherra 24
mUljónir króna. Menntamálaráð-
herra notaði 11,1 mUljón króna og
fjármálaráðherra sjálfur 10,7 mUlj-
ónir.
gar@idv.is
Davíð Oddsson Forsætisráðuneytið segist ekki geta skýrt frá þvihvert og ihvaða tilgangi Davið Oddsson fór I utanlandsferðir á siðustu árum.
Heldur ekki hver sé kostnaður vegna ferðalaga ráðherrans. Gögnin séu„ekki aðgengileg."
ríkisleyndarmál
Uppsagnir hjúkrunarfræðmga
Þrír af fjórum segja upp
Þrír af fjórum hjúkrunarfræðing-
um göngudeUdar barna- og ung-
lingageðdeUdar Landspítala-Há-
skólasjúkrahúss hafa sagt upp störf-
um vegna óánægju með kjaraskerð-
ingu og taka uppsagnirnar gUdi 30.
júní. í byrjun mánaðarins skrifuðu
tæplega þrjátíu starfsmenn göngu-
deUdarinnar bréf til Eydísar Svein-
bjarnardóttur, sviðsstjóra hjúkrunar
geðsviðs LHS og lýstu áhyggjum sín-
um af þeirri stöðu sem skapast hefur
vegna uppsagnanna. Um miðjan
mánuðinn funduðu sviðsstjóri og
hjúkrunarforstjóri LHS með hjúkr-
unarfræðingunum en ákvarðanir
þeirra um að segja upp störfum
standa óbreyttar. í bréfi starfsmann-
anna segir meðal annars „Fyrir
starfsemi göngudeildar mun þetta
hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar, þar
sem um er að ræða mjög reynda
starfskrafta sem hafa gegnt lykilhlut-
verki á göngudeUd BUGL, t.d. í að
vinna með foreldra á biðlistum,
sinnt bráðasímtölum utan úr bæ og
Reyndir hjúkrunarfræðingar hætta Þrir
affíórum hjúkrunarfræðingum göngudeildar
barna- og unglingageðdeildar Landspítala-
Háskólasjúkrahúss hafa sagt upp störfum.
ráðgjöf auk mikUlar eftirfylgdar með
sjúklingum og foreldrum."
Á göngudeild BUGL er börnum
og unglingum 17 ára og yngri veitt
þjónusta við geðheUbrigðisvanda.
Biðlisti er eftir þjónustu en ef mál
þarfnast skjótrar skoðunar og úr-
lausnar er það afgreitt sem bráða-
mál. Þar starfa hjúkrunarfræðingar,
læknar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar,
sálfræðingar og listmeðferðaraðili.
Mega aðeins veiða 18 daga á ári
Ráðherra íhugar til-
lögur trillukarla
Smábátaeigendur funduðu í gær
með sjávarútvegsráðherra um tUlög-
ur st'nar um breytingar á hömlum
við veiði smábáta. Frá fiskveiðiárinu
1996 tU 1997 hefur sóknardögum
smábáta fækkað úr 84 í 18. Árni
Mathiesen ráðherra fer nú yfir tUlög-
ur smábátaeigenda, sem kveða
meðal annars á um að sóknardagar
verði ekki færri en 23. Niðurstöðu
ráðherra er að vænta í vikunni. „Við
höfum verið að ræða um þessa hluti
í tvö ár og erum aUs ekki vonlitlir um
að það náist lending í þessu núna.
Nú er að renna upp síðasti séns í
þessu fyrir þinglok," segir Arthúr
Bogason, formaður Landssambands
smábátaeigenda.
Smábátar hafa undanfarið veitt
mun meira en viðmið sjávarútvegs-
ráðuneytisins um hlutdeUd þeirra í
afla á íslandsmiðum gerir ráð fyrir.
Samkvæmt reglum ráðuneytisins frá
Arthúr Bogason Formaður
Landssambands smábátaeigenda er von-
góður um að sóknardagarnir verði 23.
árinu 2001 lækkar fjöldi daga sem
þeir mega sækja sjóinn um 10 pró-
sent á ári ef þeir fara yfir mörkin.
Smábátar veiddu um 11 þúsund
tonn af þorski á síðasta fiskveiðiári
en heUdarúthlutun í þorskkvóta
nemur 209 þúsund tonnum.
jontrausti@dv.is