Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Side 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 13 Sjö ára ósætti áenda Elísabet II Bretadrottn- ing er sögð ætla að binda enda á sjö ára ósætti milli konungsfjölskyldunnar og fjölskyldu Díönu heitinnar prinsessu. Drottningin mun sýna vilja sinn í verki þegar hún opnar nýjan minning- argarð um prinsessuna í Hyde Park í London í júh næstkomandi. Karl Breta- prins mætir með prinsana tvo Vilhjálm og Harry og nánustu aðstandendur Díönu verða einnig við- staddir en fjölskyldurnar tvær hafa ekki komið saman síðan við útför Díönu fyrir hartnær sjö árum. Fékk líkið með röngumfæti Ekkja bresks hermanns, Ians Seymour, sem lést í þyrluslysi í írak, hefur skrif- að Tony Blair forsætisráð- herra bréf þar sem hún kvartar yfir méðförum hersins á likamsleifum eig- inmannsins. Það er svo sem ekki að undra að ekkjan sé reið því lík manns- ins hennar var sent til Englands með röngum fæti. Hermaðurinn hafði misst fót í slysinu. „Þeir brugðust Ian í lifanda lrfi og jafh mikið eftir að hann dó,“ sagði ekkjan í samtali við fjölmiöla. Stjórn- völd á Bretlandi líta málið alvarlegum augum og ætlar Geoff Hoon vamarmálaráð- herra að hitta ekkjuna á morgun. Hnuplaði humri á Hótel Sögu Á föstudagskvöldið handtók lögreglan í Reykja- vík mann á Víðimel. Maður- inn hafði skömmu áður stolið kassa af humri úr geymslu á Hótel Sögu. Að sögn lögreglu mun starfs- maður hótelsins hafa orðið ferða mannsins var og fylgdi honum eftir þar til lögregl- una bar að. Kom þá í ljós að lögreglumennirnir könnuð- ust allvel við manninn. Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir siðasta ár komin út. Afrakstur af starfi stofn- unarinnar hefur aldrei verið meiri á einu ári. Gerðar voru 274 endurskoðunar- skýrslur og 9 stjórnsýsluúttektir. Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir síðasta ár er komin út. Af- rakstur af starfi stofnunarinnar hefur aldrei verið meiri á einu ári en meðal annars voru gerðar 274 endurskoðunarskýrslur og 9 stjórnsýsluúttektir. Auk þessa áritaði stofnunin 370 ársreikn- inga. Jafngildir þetta um 10.000 blaðsíðum af stærðinni A4. Sig- urður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir að mikið af þessu efni sé aðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar á netinu og fer áhugi á því efni vaxandi því mældar voru helmingi fleiri heimsóknir á siðuna í fyrra en voru árið 2002. „Að undanförnu hefur hlutverk og ábyrgð endurskoðenda verið til umfjöllunar opinberlega í kjölfar nokkurra stórra bókhaldssvika bæði hér heima og erlendis," segir Sig- urður Þórðarson. „Þar hafa meðal annars vaknað áleitnar spurningar um trúverðugleika endurskoðenda bæði faglega og Ijárhagslega gagn- vart viðskiptavinum sínum." Sigurður segir enn fremur að þó að hér hafi komið upp alvarleg fjársvikamál séu þau þó ekki nærri eins umfangsmikil og gerst hefur er- lendis. Engu að síður sé brýnt að fram fari umræða innan raða end- urskoðenda og hjá stjórnvöldum um með hvaða hætti tryggja megi endurskoðendum nauðsynlegt sjálfstæði tU þess að áritun þeirra á ársreikninga sé bæði áreiðanleg og trúverðug í augum þeirra er lesa reikningana. Samanburðarfræði í ársskýrslunni kemur m.a. fram að stofnunin fór í fyrsta sinn fram úr fjárhagsáætlunum á síðasta ári eða um 4,9% sem er 15 mUljónir kr. Við blasi að tU að mæta þeim framúr- akstri þurfi að draga aðeins úr vinnu stofnunarinnar og þar með afköst- unum í ár í sparnaðarskyni. Annað er að í þessari skýrslu er í fyrsta sinn gerður samanburður á mannahaldi Ríkisendurskoðunar Aron sækir um í háskóla „Ég hef sótt um í meistaranám í atferlissálfræði," segir Aron Pálmi Ágústsson, íslendingurinn sem setið hefur í stofufangelsi frá því síðasta haust eftir að hann losnaði á skilorð. „Mig hefur alltaf langað tU að hjálpa fólki, “ segir Aron aðspurður um ástæðuna fyrir þessu námsvali. Aron hefur einnig sótt um að fá ríkisstyrk tU þessa náms en segir að svarið hafi verið að foreldrar hans hafi of háar tekjur. „Þau eru þó varla aflögufær enda borga þau fyrir húsnæði mitt og uppihald," segir Aron en stjúp- faðir hans Dean Thomas er rafverk- taki. „Við munum reyna að borga skólagjöldin fyrir hann,“ sagði Dean í samtali við DV og sagðist ekki hafa hugleitt að biðja um tUstyrk ís- lenskra yfirvalda. „Það er mikUvægt að hann fái eitthvað að gera og losni undan þessu stofufangelsi," segir Dean, sem er afar ósáttur við að Aron hafi verið sviptur starfinu við að afgreiða í verslun sem selur ein- kennisfamað eins og lögreglubún- inga. Þar fékk Aron að starfa í nokkra daga áður en skUorðsfuUtrúi hans svipti hann starfinu, að sögn vegna ótta við að hann stæli lögreglubún- ingi og legði á flótta. „Það er ósköp fátt sem hann má starfa við," segir Dean, sem hefur ekkert heyrt frá Is- lenskum yfirvöldum um möguleikann á því að hann fá- ist fluttur fil íslands. „Líklegast hafa þau lent á vegg í öllum sínum tUraunum," segir hann von- daufur, „við vonum það besta en við höf- um svo oft orðið fyrk vonbrigðum að við reyn- um að halda vænt- ingum í skefjum." útskrifast úr miðskóla með glæstum árangri Ein affáum björtum minningum frá Gidd- s-barnafangelsinu. hér og sambærUegra stoínana á hin- um Norðurlöndunum. Segir Sigurð- ur að íslendingar megi vel við una í þeim samanburði. Sem dæmi megi nefna að veikindafor- föU hérlendis eru áberandi minni en á hinum Norður- löndnum, tU dæmis rúm- ‘ lega fjórfalt minni en í / Noregi. Á ís- landi voru veikindafjar- vistir 1,7 prósent unn- inna stunda 2003 en yfirleitt var hlutfallið helmingi hærra hinum Norðurlönd- unum, að Noregi frá- töldum sem sker sig úr með hlutfallið 6,9. Þá hefur hlutfall starfsmanna með þriggja ára starfs- reynslu eða meira stöðugt farið vaxandi hjá stofnuninni. Þetta hlutfall var tæp 63% árið 2002 en var komið í 72,5% í fyrra. Sigurður Þórðarson Rikisendurskoðandi ánægður með starf- semi stofnunar- innará siðasta ári. Sýslumaðurinn á Akranesi Stillholti 16-18, 300 Akranes, s: 431 1822 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Mánabraut 11, fastanr. 210-2097, Akranesi, þingl. eig. Sævar Sigurðsson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og íbúðalánasjóður, mánudaginn 3. maí 2004 kl. 14:00. Reynigrund 17, fastanúmer 210-2755, Akranesi, þingl. eig. Margrét A Frímannsdóttir og Bergur Garð- arsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudag- inn 3. maí 2004 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Akranesi, 26. apríl 2004.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.