Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 Fréttir DV Maxine veldur reiði fbúar Soham á Englandi fylltust reiði um helgina þegar fjölmiðlar birtu myndir af Maxine Carr í sólbaði. Unnusti Max- ine, Ian Huntley, sætir lífstíðarfangelsi fyrir morðin á skólastúlkun- um Holly Wells og Jessicu Chapman í ágúst 2002. Maxine hlaut dóm fyrir að hindra framgang réttvís- innar. fbúar Soham sögðu að Maxine ætti að vera að taka út refsingu en ekki að flatmaga í sólinni með nýj- ustu tískutímaritin við hendina. Hún lýkur af- plánun þann 17. maí næst- komandi. Kamar sem hverfur Danir hafa tekið hol- lenska nýjung í þjónustu sína. Um er að ræða útikamra sem eru þeim góðu hæfileikum búnir að hægt er að láta þá síga niður í jörðina yfir hábjartan daginn. Þetta þykir hið mesta snjallræði enda sannað að fóík, einkum karlmenn, á það til að létta á sér ut- andyra eftir að rökkva tek- ur. I Hollandi hefur fjölda slíkra kamra verið komið upp og hyggjast Danir feta í fótspor þeirra. Þá hefur heyrst að yfirvöld í London séu spennt fyrir þessari nýj- ung. Börnin allt offeit Á íþróttaþingi ÍSÍ sl. laugardag kyxmti Erlingur Jóhannsson dósent niður- stöður rannsóknar á Kfs- stil 9 og 15 ára bama. fs- lensk börn á þessum aldri em 25% feitari en jafn- aldrar þeirra á Norður- löndunum og 20% barna á þessum aldri teljast of þung eða of feit. Börnin em nær bandarískum jafnöldmm sínum í lík- amsþyngd og em orðin meðal þyngstu barna í Evrópu. Nærri 40% drengja 110. bekk eyða 4 tímum eða meira í tölvu- leikjum og 26% stúlkna á þessum aldri sitja límd fyrir framan imbakassann í meira en 4 klukkustundir á dag. Sellan segir frá. Heilsuþorp á Spáni Árni Gunnarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ, hef- ur ásamt fleirum stofnað fyrirtækið Heilsuþorp ehf, sem undirbýr byggingu á heilsuþorpi við Mar Menos, sem er lítið innhaf á Miðj arðarhafsströnd Spánar, nálægt bænum Murcia. „Þarna er ætlunin að reisa allt að 200 húsa byggð," segir Árni í samtali við Suðurland. „Þetta verða vönduð 70 fer- metra hús úr náttúmvæn- um efnum," bætir hann við. Skrif Berlingske Tidende um hlut íslendinga í hryðjuverkum nasista á austurvígstöðv- unum hafa vakið athygli. Nú er staðfest að a.m.k. þrír íslendingar tilheyrðu Waffen SS á árunum 1941-45 og störfuðu m.a. sem hermenn og böðlar í Úkraínu og víðar. Framkvæmdastjóri Ræsis lif. nasisd á austurvfgslöðvunum Skrif danska blaðsins Berlingske Tidende um hlut íslendinga í hryðjuverkum nasista á austurvígstöðvunum í Rússlandi á árun- um frá 1941 og framúr hafa vakið athygli. Nú er staðfest að a.m.k. þrír íslendingar tilheyrðu Waffen SS Viking á þessum árum. Nöfn þeirra Sölva K. Friðriksson- ar (betur þekktur sem Sölvi kafari í Vestmannaeyjum) og Björns Sv. Björnssonar eru þegar þekkt en þriðji maðurinn mun vera Geir Þor- steinsson, fýrrum framkvæmda- stjóri Ræsis hf. Hans er getið í bók- inni „Hiders Hemmelige Agenter" sem norski sagnfræðingurinn Tore Pryser skrifaði og kom út hjá Uni- versitetsforlaginu árið 2001. Undir- titill bókarinnar er „Þýska njósna- þjónustan í Noregi 1939-1945“ og samkvæmt henni hóf Geir störf fyrir þýska njósnahópinn „Meldekopf Suzanne" í Þrándheimi undir lok stríðsins...“eftir að hafa áður verið hermaður í fremstu víglínu á austur- vígstöðvunum" eins og segir á bls. 124 í bókinni. í Berlingske Tidende er fjallað um nýja bók þýska sagnfræðingsins Hannes Heer þar sem hann heldur því fram að sveit norrænna storm- sveitarmanna, Waffen SS Viking, haft myrt um 600 gyðinga í borginni Ternopol í Úkraínu og allt að 3.000 gyðinga í borginni Zloczow á árinu 1941. Heer er umdeildur í heima- landi sínu en danskir sérfræðingar segja að upplýsingar hans séu trú- verðugar. Samkvæmt Heer var sveitin skipuð sjálfboðaliðum frá Norður- löndunum. Flestir þeirra hafi verið Danir, en einnig hafi Norðmenn, Svíar og fslendingar verið í sveit- inni. Þeir hafi flestir verið kornung- ir og aðhyllst nasismann af mikilli sannfæringu og hafi fengið á sig orð fýrir grófar og miskunnarlausar að- farir sínar og ýmis ódæðisverk. Réttar upplýsingar Meðal þeirra sem Berlingske ræðir við er danski sagnfræðingur- inn Therkel Stræde, sem er einn helsti sérfræðingur Dana í sögu nasismans í Danmörku. Hann hef- ur fjallað áður um ódæðisverk Waffen SS Viking og kveðst telja að „Á meðan eru ein- hverjlr úr deildinni farnirá veiðareftir gyðingum." upplýsingarnar í riti Heers séu rétt- ar. Hjá Heer kemur m.a. fram að Waffen SS hafi gengið fram af mik- illi hörku í Zloczow og notað axir, broddhaka, handsprengjur og vél- byssur við að murka lífið úr gyðing- unum. Það var ekki fyrr en 295. fót- gönguliðadeildin frá almenna hernum kom á vettvang að blóð- baðið var stöðvað enda fannst yfir- mönnum hennar nóg um fram- göngu Waffen-liðanna. Vitnar Heer m.a. í boðskeyti frá Fjórða hernum til yfirherstjórnar Þýskalands þann 3. júlí 1941 þar sem segir að Waffen SS Viking hafi girt herbúðir sínar af og neiti að eiga samskipti við aðrar deildir: „Á meðan eru einhverjir úr deildinni farnir á veiðar eftir gyð- ingum," eins og segir í skeytinu. Sjö ára gat Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum er þekkt að Björn Sv. Björnsson og Sölvi K. Friðriksson voru meðlimir Waffen SS. Sölvi var raunar einn af böðlunum í Toten- kopf eða Hauskúpusveitum SS og vann m.a. sem fangavörður í hinum alræmdu Neuengamme-fangabúð- um þar sem pyndingar og morð voru daglegt brauð. Hvað Geir Þorsteinsson varðar er athyglisvert að í .Æviskrám sam- tíðarmanna" frá árinu 1982 þar sem rakinn er ferill hans er sjö ára gat frá árinu 1941 þegar sagt er að hann hafi lokið fyrrihlutaprófi í verkfræði frá NTH í Þrándheimi og þar til 1948 þegar hann tekur próf í byggingaverkfræði við Háskóla ís- lands. f bók Tore Pryser segir að í lok stríðsins, eftir að Geir hafði barist á austurvígstöðvunum, hafi hann fengið stöðu sem vísindalegur að- stoðarmaður á NTH í Þrándheimi. Hann tilheyrði sem fyrr segir njósna- hringnum Meldekopf Suzanne og gaf skýrslur til Sonderfúher Jasper- sen um það sem hann komst að um norsku andspyrnuhreyfinguna. Hér heima á íslandi varð Geir svo framkvæmdastjóri Ræsis hf. árið 1954 og síðar gegndi hann ýmsum trúnaðarstöðum innan Bflgreina- sambandsins, m.a. sem formaður þess 1975-78. Þýskar herdeildir Eins og fram hefur komið i fjölmiðlum er þekkt að Björn Sv. Björnsson og Sölvi K. Friðriksson voru meðlimir Waffen SS. Sölvi var raunar einn af böðlunum I Totenkopf eða Hauskúpusveitum SS og vann m.a. sem fangavörður í hinum alræmdu Neuengamme-fangabúð- um þar sem pyndingar og morð voru daglegt brauð. Beckham fær ekki frið á fótboltavellinum Bretar spenntir yfir nýju alhliða lyfi Victoria Beckham niðurlægð í Madríd Victoria Beckham var nið- urlægð á leik Real Madrid og Barcelona sem fram fór á Bernabeu-leikvanginum í Madrid á sunnudagskvöld. Niðurlægingin fólst í því að birt var auglýsing á risasjón- varpsskjá þar sem spænska slúðurblaðið Intervíu auglýsú ítarlega umfjöllun um fram- hjáhald Beckhams. Á forsíðu blaðsins bar að líta ljósmynd af fyrmm vændiskonunni Söruh Marbeck, sem kveðst stúkunni á Bernabeu hafa átt í tveggja ára löngu leikvanginum í ástarsambandi við knatt- Madrid. spyrnumanninn. Victoria hefur staðið við bakið á eig- Heimavöllur Real Madrid Victoria kemur sér fyrir i inmanninum frá því framhjá- haldssögur um hann tóku að tröllríða fjölmiðlum fyrir fá- einum vikum. Hún sótú leik- inn ásamt sonum þeirra Beckhams, þeim Brooklyn og Romeo. Auglýsingin var sýnd alls sex sinnum á meðan á leiknum stóð. Aðdáendur Real Madrid vom margir ósátúr við þetta og sögðu að Beckham ætú ekki að þurfa að þola árásir af þessu tagi á meðan hann væri inni á fót- boltavellinum. Það var svo ekki til að bæta ástandið að Real Madrid tapaði leiknum gegn erki- fjendunum frá Barcelona. Statín talið nýtt töfralyf Bresk heilbrigðisyfirvöld fliuga nú að leyfa almenna sölu á lyfjaflokkn- um statín, sem til þessa hefur verið lyfseðilsskylt. Dagblaðið Independ- ent spáir því að staún verði áliúð næsta töfralyf sem fólk muni taka daglega, einkum á efri ámm, og leysa af hólmi aspirín sem alhliða heilsulyf. Það sem er talið merkilegt við þetta lyf er að vísbendingar um jákvæðar hliðarverkanir þess hafa hlaðist upp síðustu ár án þess að lyljaíramleið- endur hafi reynt að sannfæra al- menning um gildi þess. Upphaflega var það þróað úl að lækka blóðþrýst- ing en rannsóknir hafa sýnt að það minnkar stórlega lflcur á öllum hjarta- og æðasjúkdómum auk þess sem margt bendir til þess að það reynist vel í baráttu gegn mörgum öðrum sjúkdómum svo sem MS, elli- glöpum, gigt, beinþynningu og sýk- ingu. Frá því að lyfið kom á markað í Bretar telja sig hafa fundið nýtt alhliða lyf Breúandi fyrir 10 ámm er talið að það hafi bjargað 10 þúsund mannslífum, eingöngu vegna áhrifa af lækkun kól- esteróls. Einn hópur vísindamanna telur að hægt sé að koma í veg fyrir 50 þúsund mannslát á ári með því að gefa 10 milljónum manna í áhættu- hópi vegna hjartasjúkdóma þetta lyf. Margir hópar rannsakenda hafa séð spennandi vísbendingar um að lyfið virki vel gegn sýkingum og ýmsum eUihrörnunarsjúkdómum eins og Alzheimer, og vilja jafhvel ráðleggja að eldra fólk taki lyfið daglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.