Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 21
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 21
Henry bestur
í Englandi
Franski framherjinn
Thierry Henry, sem leikur
með Arsenal, var í gær
valinn leikmaður ársins í
ensku úrvalsdeildinni af
leikmannasamtökum þar í
landi. Henry, sem var
einnig valinn í fyrra, er
fyrsti leikmaðurinn sem
hlýtur þessi verðlaun tvö ár
í röð en hann hafði betur í
baráttunni við við félaga
sinn hjá Arsenal, Patrick
Vieira, Frank Lampard,
leikmann Chelsea, Steven
Gerrard, fyrirliða Liverpool,
Jay-Jay Okocha hjá Bolton
og Alan Shearer hjá
Newcastle.
Sex Arsenal-
menníliði
ársins
Sex leikmenn Arse-
nal; Lauren, Sol Camp-
bell, Ashley Cole, Pat-
rick Vieira, Robert Pires
og Thierry Henry, voru
valdir í lið ársins í
ensku úrvalsdeildinni.
Auk þeirra voru þeir
Tim Howard og Ruud
van Nistelrooy frá Man-
chester United, Frank
Lampard og John Terry
hjá Chelsea og Steven
Gerrard hjá Iiverpool
valdir í Uð ársins.
Parker efni-
legastur
Scott Parker, miðju-
maður Chelsea, sem var
keyptur frá Charlton í
janúar fyrir tíu milljónir
punda, var valinn efni-
legasti leikmaður ensku
úrvalsdeildarinnar. Þetta
val kom nokkuð á óvart því
fastlega var búist við því að
John Terry, félagi Parkers
hjá Chelsea, myndi verða
fyrir valinu.
Karkov
spilar með
gegnKA
Daninn Simon Karkov
mun spOa sinn fyrsta leik
með FH-ingum á morg-
un þegar þeir mæta KA-
mönnum í átta liða
úrslitum deUdabikars
karla í knattspymu sem
fram fer í Boganum á
Akureyri. Hann hefur
fengið félagsskipti úr
danska liðinu Herfolge
og er því orðinn löglegur
með FH-ingum.
Undanúrslit RE/MAX-deildar karla í handknattleik hefjast í kvöld með tveimur
leikjum. Haukar taka á móti KA á Ásvöllum og á Hlíðarenda mætast Valur og ÍR.
DV Sport fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í spilin.
Hefði viljafi sjá Val
og ÍR í úrslitum
„Þetta eru Qögur bestu liðin á fslandi í dag og eiga öll skilið að
vera í undanúrslitum. Báðar rimmurnar verða mjög spennandi
en ég tel að úrslitin í fyrsta leik muni hafa mikið að segja um það
hvaða lið fara áfram í úrslitin," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, þegar hann var beðinn um að spá í spilin fyrir
undanúrslitin í RE/MAX-deildinni sem hefjast í kvöld. Sömu lið
og í fyrra mætast í undanúrslitunum en þá komust Haukar og ÍR
í úrslitin.
Varðandi viðureign Hauka og
KA-manna sagðist Ágúst halda að
Haukar myndu taka fyrsta leikinn á
Ásvöllum.
„Ég er ekki í vafa um að KA-menn
munu selja sig dýrt tO að vinna
leikinn og klára síðan einvígið á
Akureyri í framhaldinu. Ég hallast
hins vegar að sigri Haukanna því
þeir hafa breiðari mannskap en KA-
menn og eru með reynslumOdð og
gott lið. Markvarslan hefur verið jöfn
og góð hjá Haukum í vetur en hún er
meira spurningarmerki hjá KA. Þeir
þurfa svo sannarlega á því að halda
að markverðir liðsins taki sig tO og
verji átján úl tuttugu skot í þessum
leikjum og ef það gengur efth: eru
þeir í góðum málum. Við sáum hvað
gerðist í bikarúrslitaleiknum þegar
Hafþór hrökk í gang í KA-markinu,“
sagði Ágúst.
Hann sagðist ekki sjá það í
spOunum að Haukar myndu gera
sérstakar ráðstafanir til að stoppa
Arnór Atlason, líkt og Framarar
gerðu með ágætum árangri í átta
liða úrslitum.
„Það er auðvitað alveg ljóst að
„Ég skal reyndar
viðurkenna að ég
hefði viljað sjá Val og
ÍR1 úrslltum því bæði
lið hafa á að skipa
ungum og góðum
leikmönnum."
Ilaukar þurfa að stoppa Arnór og
Stelmokas. Ég held hins vegar að
þeir muni spOa sína hefðbundnu 6:0
vörn og passa sig að ganga ekki of
langt á móti Arnóri því að þá
myndast pláss fyrir Stelmokas sem
hann mun örugglega nýta sér.“
Ágúst sagði að bæði lið spOuðu
hraðan bolta og það yrði væntanlega
mOdð skorað í þessum viðureignum.
Svakalegt einvígi
Ágúst sagði að viðureign Vals og
ÍR yrði svakalegt einvígi.
„Ég skal reyndar viðurkenna að
ég hefði vOjað sjá Val og ÍR í úrslitum
því bæði lið hafa á að skipa ungum
og góðum leOonönnum. Valsmenn
eru með meiri breidd en ÍR-ingar,
sem treysta nánast eingöngu á
byrjunarliðið. ÍR-ingar þurfa að fá
Ingimund Ingimundarson og Einar
Hólmgeirsson í sama formi og þeir
voru gegn okkur. Ef það gerist verða
þeir iUviðráðanlegir. Valsmenn spOa
aftur á móti framliggjandi vörn sem
hentar vel á móú ÍR, markvarslan er
yfirleitt góð og þótt sóknarleikurinn
sé ekki sá áferðarfaUegasti er hann
agaður og hefur skilað mUdu í vetur.
Ég haUast að sigri Valsmanna án
þess þó að ég geti rökstutt það með
öðru en að vörnin er sterkari hjá
þeim,“ sagði Ágúst í samtali við DV
Sport í gær.
EOis og áður sagði fara leUdrnir
tveir fram í kvöld. Haukar taka á móú
KA-mönnum á ÁsvöUum og Vals-
menn mæta ÍR-ingum á Hh'ðarenda.
Báðir leikirnir heflast kl. 19.15.
oskar@dv.is
Heimir Örn mikilvægur Valsmenn þurfa d þviað halda að Heimir Örn Árnason verði isama
forminu gegn ÍR og hann var í gegn FH. DV-mynd Valli
Sigurður kveður
að sinni Sigurður
Bjarnason mun ekki
þjálfa Stjörnuna á
næsta timabili.
Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, er hættur
Of tímafrekt að standa í þessu
Sigurður Bjarnason mun ekki
þjálfa Stjörnuna í RE/MAX-
deildinni á næsta tímabOi. Sigurður,
sem tók við Stjörnunni síðasúiðið
sumar, tilkynnti leikmönnum
liðsins þetta um helgina. Hann sagði
Í'". ■
samtali við DV v
Sport í gær að ■
ákvörðunin væri alfarið hans eigin.
„Ég tók þessa ákvörðun eftir
nokkra umhugsun. Það er einfald-
lega of tímafrekt fyrir mig að standa
í þessu. Þetta er gífurlega mOdð starf
sem mér finnst ég ekki geta sinnt
eins og ég vil þar sem ég er í ströngu
námi og því tók ég þá ákvörðun að
hvíla mig aðeins á handboltanum."
Sigurður sagði að veturinn hefði
verið eins og svart og hvítt, frábær
fyrir jól en martröð eftir jól.
„Okkur gekk betur en menn
höfðu þorað að vona fyrir jól en
botninn datt úr þessu í seinni
hlutanum vegna meiðsla og annarra
hluta. Það var mjög slæmt fyrir mig
þegar Gústi Bjarna hætti því þar
missti ég mOdnn stuðning og ég
fann fyrir auknu álagi það sem eftir
lifði íslandsmóts. Ég held samt að
það sé fullt af góðum og efnOegum
strákum í Stjörnunni sem hægt er að
byggja á til framúðar,11 sagði
Sigurður og bætti við að hann myndi
vera Stjörnunni innan handar áfram
ef þess væri óskað. „Ég er og verð
alltaf mikOl Stjörnumaður."
HaUdór Sigurðsson, formaður
meistaraflokksráðs karla hjá
Stjörnunni, sagði í samtali við DV
Sport í gær að það hefði verið vOji
ráðsins og leikmanna að hafa Sigurð
áffarn en hann hefði því miður
ákveðið að hætta. oskar@dv.is