Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 25
I
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 25
ikhússtjórastólinn
húsgestir eru 80 til 100 þúsund á
hverju ári.
Húsið í rúst?
Búast má við að verðandi leik-
hússtjóra bíði erfið verkefni, frá-
brugðin þeim störfum sem fráfar-
andi leikhússtjóri hefur þurft að
glíma við. Húsið þarfnast verulegra
endurbóta, nánast engar fram-
kvæmdir hafa átt sér stað síðan
1990 þar sem allir fjármunir endur-
byggingasjóðs hafa horfið til upp-
byggingar Þjóðminjasafnsins. Eftir
þá fjárhagslegu ringulreið sem ríkt
hefur við uppbyggingu Þjóðminja-
safnsins verða gerðar mun meiri
kröfur til bygginganefndar Þjóðleik-
hússins og leikhússtjóra þess um
rekstrarlega yfirsýn. Það verður því
ekki einungis verkefni næsta þjóð-
leikhússtjóra að marka listræna
stefiiu þessa flaggskips íslenskrar
leiklistar og musteris íslenskrar
tungu heldur er tröllaukið verkefni
að ráðast fyrir alvöru í löngu tíma-
bæra endurbyggingu og viðhald
hússins. Ríkið hefur verið tregt í
taumi að leggja fé til verkefhisins,
kannski ekki síst eftir Árna Johnsen
málið en hann var formaður bygg-
inganefndar.
Frá Bifröst í Þjóðleikhúsið?
Einn af frummælendum á Leik-
listarþingi í Borgarleikhúsinu á dög-
unum var Magnús Árni Magnússon
aðstoðarrektor á Bifröst. Magnús
hefur Kúl sem engin afskipti haft af
leikhúsi síðan hann hætti í Leik-
listarskóla íslands eftir tveggja og
hálfs árs nám. Magnús er þannig
eins og Guðlaugur Rósinkranz hag-
fræðingur og kemur frá Bifröst og
hefur því sama grunn og Guðlaugur
á sínum tíma. Magnús er hins vegar
samfylkingarmaður þó svo að flestir
sem til hans þekkja segi hann vera
lengst hægra megin við fylkinguna
og flest hennar gildi, að Evrópumál-
um undanskildum. En til þess að
ráða mann sem hætti í miðju leiklist-
arnámi eða aðra þyrfti að koma til
lagabreytinga. Þjóðleikhússtjóri þarf
að vera leiklistarmenntaður til þess
að vera lagalega gjaldgengur. „Mér
finnst hugmyndin skemmtileg, held
ég láti þar við sitja. Ég er ekkert á
leiðinni héðan frá Bifröst," sagði
MagnÚS. freyr@dv.is
í
1949-1972 Guðlaugur Rósinkranz
1972-1983 Sveinn Einarsson
1983-1991 Gísli Alfreðsson
1991-2005 Stefán Baldursson
Yndisleg bók
um Ytri-Von
Nýlega kom út í Neon-klúbbi
Bjarts bókin Fimm mílur frá Ytri-
Von efúr Nicolu Barker í þýðingu
Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
Nicola Barker þykir vera einn efni-
legasti rithöfundur Breta og ef tek-
ið er mið af þessari yndislegu bók
sæúr það engri furðu.
Sögusviðið er lítil eyja rétt utan
við Devon á því herrans ári 1981.
Þar hefst við í hálfhrundu art
déco-hóteli vægast sagt furðuleg
fjölskylda. Þar ber fyrst að nefna
stúlkuna Medve sem er risavaxinn
16 ára unglingur og lifir í kvöl og
pínu yfir því ömurlega hlutskipú.
Enda kemur hún fremur illa út í
samanburði við aðra fjölskyldu-
meðlimi sem allir eru í smávaxnari
kantinum og elsta systirin að auki
íðilfögur. Sú er reyndar fjarstödd
lungann úr bókinni en lætur eftir-
minnilega til skarar skríða undir
lokin. Móðirin er einnig fjarri góðu
gamni en hún stundar furðulega
rannsóknarvinnu í Bandaríkjun-
um á meðan pabbinn, Big, reynir
af veikum mætú að ala upp börn-
in. Auk Medve eru það þau Patch,
liúa, feiúagna systirin sem er síles-
andi og mjög upptekin af ástand-
inu í heiminum, og Feely, sem er
fögurra ára og dýrkar að heyra aft-
ur og aftur sögur um dauðann. Big
þjáist af stöðugri magakveisu og
hefur því gripið til þess ráðs að ala
fjölskylduna á lítt girnilegu græn-
metisfæði á milli þess sem hann
iðkar sína uppáhaldsiðju: hekl!
Ekki er alveg ljóst á hverju þessi
undarlega fjölskylda lifir en svo
virðist sem aðaltekjuleiðin sé fólg-
in í krúsum sem Medve málar á og
selur ferðamönnum sem hvergi
bólar reyndar á!
Súrrealískt ástand
Medve er aðalpersóna sögunn-
ar sem sögð er í fyrstu persónu frá
sjónarhóli hennar. Eins og ung-
lingum er tamt er Medve afar upp-
tekin af útliti og eigin líðan og þær
pælingar aukast úl mikilla muna
eftir að óvænt fjölgun verður í fjöl-
skyldunni. Inn á sögusviðið stígur
heldur ólánlegur piltur (að mati
Medve) frá Suður-Afríku, La Roux
að nafni. Þau La Roux og Medve
elda saman grátt silfur frá upphafi,
þola hreinlega ekki hvort annað en
dragast samt saman á ólíklegustu
stundum. Öll orka þeirra fer í að
gera hvort öðru skráveifu og svo
fer að fjölskyldan tekur einlægan
þátt í valdabaráttu þeirra sem að
sjálfsögðu er sprottin af unglinga-
ást. Á kærleikanum átta þau sig
ekki fyrr en löngu síðar en ala þess
mun meira á hatrinu sumarið 1981
með dyggri aðstoð annarra fjöl-
skyldumeðlima.
Áður en yfir lýkur er andrúms-
loftið rafmagnað og ástandið væg-
ast sagt súrrealískt þar sem engin
leið er að sjá hver stendur með
hverjum eða á hverjum er verið að
Nicola Barker
Fimm milur frá Ytri-Von
Þýðandi: Eiisa Björg Þorsteins-
dóttir
Bjartur 2004
■ Bækur ■■■■■
Nicola Barker Hún þykir einn efnilegasti
rithöfundur Breta og Sigríður Albertsdóttir
segir vonirnarsem við hana eru bundnar,
ekki sæta furðu sé tekið mið afbók hennar
sem núer komin út á íslensku.
klekkja þá stundina. Frásögnin er
fjörleg og sumar senur svo brjál-
æðislega fyndnar að engu er við
líkjandi. En undir niðri kraumar
sársauki og hrikaleg einsemd sem
titill bókarinnar sýnir e.t.v. gleggst.
Aðeins er minnst á Ytri-Von í
stuttu samtali þeirra systra, Medve ^
og Patch, þar sem Patch spyr:
„Hver er raunverulega munurinn á
Innri- og Ytri-Von?" (49) Innri og
Ytri-Von eru bæir skammt frá
eynni en hafa enga þýðingu nema
sem nöfn og þá í táknrænum
skilningi þess að sögupersónur
bókarinnar virðast ekki eiga sér
neina von, þó glettilega vel rætist
úr lífi þeirra flestra þrátt fyrir allt.
Persónurnar búa við firrt sam-
skipti í hálfhrundri veröld og end-
urspegla póstmódernískan veru-
leika í sinni skýrustu mynd.
Afrek þýðandans Elísu
Bjargar
Þýðing bókarinnar er aðdáun-
arvert afrek. Orðfæri Medve er
furðulegt og mikið um orðaleiki
sem ekki eru til á íslensku en öllu
þessu skilar þýðandi á máta sem
undrum sætir. Áður en ég vissi af
var ég föst í huga Medve sem talar
dæmigert unglingamál, æðir úr
einu í annað, leggur fáránlegar
áherslur á mál sitt (sem sýndar eru
með skáletrunum) og hugsar í yfir-
máta furðulegum myndhverfmg-
um. Ég steingleymdi mér í heimi
undurs ogstórmerkja og bið þegar
í stað um fleiri bækur frá Nicolu
Barker í þýðingu Elísu Bjargar Þor-
steinsdóttur!
Sigrfður Albertsdótár
Enn nóg til af
Það hefur vart farið fram hjá
neinum að mikill fjöldi erlendra tón-
listarmanna æúar að leggja leið sína
til landsins í sumar til þess að halda
tónleika. Þegar hafa Violet Femmes
spilað fýrir fullu húsi á Broadway og
Sugababes héldu tónleika í Laugar-
dalshöllinni sem voru þokkalega
sóttir þótt ekki hafi verið uppselt.
Löngu er orðið uppselt á Pixies sem
koma í lok maí en ekki er byrjað að
selja miða á aukatónleika sveitar-
innar. Eitthvað er til af miðum á tón-
leika Kraftwerk sem haldnir verða 5.
maí og þá er slatti eftir af miðum á
aukatónleika Korn. Miðasala á
Placebo fór þokkalega af stað í byrj-
un mánaðarins en þó er ekki orðið
uppselt enn. Miðar á
Deep Purple ruku út og
uppselt varð á mettíma.
Sala á aukatónleika þeirra hófst í
gær og fór hún mjög vel af stað þótt
ekki hafi selst upp. Þá var líka byrjað
að selja miða á Metallica um helgina
og fóru 4000 miðar fyrsta daginn.
Aðdáendur þurfa þó ekki að ör-
vænta þar sem um 6000 miðar eru
enn eftir. Pink mun síðan halda
tvenna tónleika í ágúst en miðasala
á þá fór hægt af stað þótt uppselt sé
orðið í stúku á fyrri tónleikana.
Kraftwerk - nokkur
hundruð miðar efúr.
Pixies - uppselt. Sala á
aukatónleika hefst á föstudag.
Korn - uppselt en slatti af
miðum til á aukatónleikana.
Deep Purple
hvað eftir á aukatonleikana.
Placebo - slatú af miðum
enn til taks.
Metallica - 4000 miðar
seldir fyrsta dag. 6000 miðar eftir.
Pink - uppselt í stúku en
annars nóg úl af miðum.
%
(
#