Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRfL 2004 31
Samkeppnin svokallaða
Nú virðist enn eitt lagafrumvarp-
ið vera fætt í nafni samkeppni og
fjölbreytileika á tilteknum markaði,
og enn og aftur brydda stjórnmála-
menn upp á þeirri lausn við ímynd-
uðum vandamálum markaðarins að
auka ríkisafskipti. Samkeppnishug-
takið er orðið svo þvælt að það virð-
ist mega nota til að rökstyðja hvaða
vitleysu sem er. Stjórnmálamenn
beita líka ýmsum aðferðum til að
meta samkeppni og
s. komast að röng-
5S|. um niðurstöð-
' um. Sumir telja
fyrirtækin
sem selja
Jákveðna
| vöru og
bjóða ákveð-
na þjónustu,
á meðan aðr-
ir ganga út frá
_ því að neytend-
/ ur séu skynlausar
skepnur sem þurfi
að halda í höndina
á ef vel á að
fara. Allir
að ha
á (
Geir Ágústsson
skrifar um
fjölmiðlafrumvarpið
svokallaða.
komast að rangri niðurstöðu og
setja lög í kjölfarið.
Samkeppni er ekki teljanleg
stærð
Stjórnmálamenn og helstu
þrýstihópar eru mjög óttasleginn
hópur. Óttinn er fyrst og fremst við
það afl sem hefur skilað mannkyn-
inu meiri ijölbreytni og meira úrvali
en nokkuð annað afl sem við þekkj-
um og er auðvitað hinn frjálsi mark-
aður. Vandamál hins frjálsa markað-
ar er ekki of lítil ríkisafskipti, heldur
of mikil. Samkeppni á tilteknum
markaði með tiltekna vöru eða þjón-
ustu verður ekki mæld í fjölda fyrir-
tækja. Samkeppni verður nær ein-
göngu mæld með því hve auðvelt
aðgengi nýrra aðila er að markaði og
bað aðgengi stjómast fyrst og fremst
hins opinbera. Er
íþyngjandi? Hvað
með skatta og gjöld? Er
sveigjanleiki til að bæta við
eða segja upp starfsfóiki
án stjórnvaldsaðgerða og
óhóflegs kosmaðar? Allir
þessir þættir og fleiri til
segja til um samkeppni
á tilteknum markaði
með því að stjórna að-
gengi að honum. Þeir
sem leita skilgrein-
inga í einfaldri taln-
ingu hljóta að bein-
ast af leið. Þótt fáar
versianir bjóði
í raun þýðir hver ein-
asta nýja reglugerð
að stjórnmálamenn
eru að senda þau
skiiaboð út i þjóð-
félagið að engum sé
treystandi fyrir eigin
hagsmunum.
upp á blómsveiga frá Hawaii á ís-
landi er ekki þar með sagt að sam-
keppni um sölu þeirra sé lítil.
Heilaþveginn almuginn
Stjórnmálamenn og aðrir boð-
berar aukinnar lagasetningar í sam-
keppnismálum og aukinna umsvifa
opinberra eftirlitsaðila telja sig oft
vera að vinna að framfaramálum
þegar þeir reyna að ramma sam-
félagið inn í eins smá hólf og þeir
geta þannig að ekkert atriði og engin
tilvik verði skilin útundan. Raunin er
önnur. í raun þýðir hver einasta nýja
reglugerð að stjórnmálamenn eru
að senda þau skilaboð út í þjóðfélag-
ið að engum sé treystandi fýrir eigin
hagsmunum. Nýjasta nýtt er frum-
varp um fjölmiðla á íslandi. Þar er
íslendingum sagt að þeir séu að kok-
gleypa áróður úr skúffum Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar og að því þurfi
að breyta með því að mylja niður
frjálsa samninga og frjáls fyrirtæki á
frjálsum markaði. Erum við ekki
greindari en svo að slíkra aðgerða sé
þörf?
Eru öðrum ekki treystandi?
Kæri fesandi, þarf ríkið að passa
að þú takir ekki rangar ákvarðanir?
Þarf rfkið að segja þér að þú eigir að
keyra til Hafnarfjarðar ef þú vilt
lægra bensínverð, eða versla í Bónus
til að njóta lægra matvöruverðs? Tel-
ur þú nokkurn fréttamann geta sagt
frá þannig að skoðanir hans sjálfs
komi hvergi nærri og geri hann þar
með alveg hlutlausan? Ég vona að
svörin við þessum spurningum séu
öll neitandi og að þú áttir þig á því
hversu lítið þarf í raun að stjórna
þér. Hins vegar, ef þú telur
alla aðra en
falla fyrir hvei
ingu og hverri frá-
sögn, og styður lög
um takmörkun á
valfrelsi og tak-
mörkun á fram-
boði á þeim for-
sendum, þá verð-
ur fýsn þfn til að
herða lög og
reglur kannski
skiljanleg. Ann-
ars eldd.
Hvar eru þau nú
Einar f
VHhjálmsson
Einar Vil-
hjálmsson var um
árabil einn ást-
sælasti íþrótta-
maður þjóðarinn-
ar. íslandsmet
Einars ff á'því í
ágúst 1992 stend-
ur enn en þá lét
hann spjótið svífa
86,8 metra.
Einar lærði líffræði og hefur próf í
hagffæði- og stjómsýslufræðum frá
háskóla í Texas. Hann hætti keppni
árið 1996. „Þetta var litrlkur ferill en
mestu gleðistundimar vom þegar ég
setti íslandsmet og svo að ná kjöri
sem íþróttamaður ársins í þrjú
skipti," sagði Einar í samtali við DV.
Einar gegnir í dag framkvæmda-
stjórastöðu hjá Svefni og heilsu.
• Rifjað er upp í tengslum við úr-
sögn Hreins Loftssonar úr Sjálfstæð-
isflokknumað Davíð Oddsson for-
sætisráðherra sagði Hrein ljúga því á
seinasta ári að hann hafi tilkynnt það
á fr ægum fundi þeirra í Mayfair-
hverfinu í London að hann væri
hættur sem formaður einkavæðing-
amefndar. Davíð
yfirsást að Hreinn
sendi út fféttatil-
kynningu tveimur
dögum eftir fund-
inn og tilgreindi þá
afsögn sína frá
laugardegi. Einnig
yfirsást forsætisráð-
herra það að sjálfur
sendi hann út fréttatilkynningu dag-
inn eftir og þakkaði Hreini vel unn-
inn störf. Morgunblaðið birti síðan
báðar tilkynningamar...
• Ríkissjónvarpið komst á MK-pprTfj framhjáhlaupi þar sem hann
snoðir um lygi forsætisráð- var að vinna aðra frétt. For-
herra í bofiudagsfárinu eftir sætisráðherrann brást æva-
að Davíð Oddsson lýsti því Hf ö ] reiður við undir suðandi upp-
að JónÁsgeir Jóhannesson B tökuvél Sjónvarpsins. Hann
hefði viðrað þá hugmynd v Sfc, jj kippti síðan í spotta og sá til
að kaupa Baugi grið með K jS þess að fréttin var aldrei send
því að lauma 300 mflljón- R; v JtA út. Reyndar boðaði Davíð Ara
umkrónaað Davíð. Ari I :JlPlli ásinnfund ogbaðst afsökun-
Sigvaldason fréttamaður fékk það ar á ofsanum. En fréttin sem stað-
hlutverk að spyrja Davíð um málið í festi lygina fór aldrei í loftið...
Happdrætti Das fagnaði fimmtíu
ára afmæli í gær. í tilefni af því var
fluttur til landsins fombíll af gerðinni
Chevrolet Bel Air, árgerð 1954. Bfllinn
verður fyrsti vinningur í afinælisút-
drættinum en það var einmitt bfll af
þessari gerð sem var fyrsti vinningur
Happdrættis Das fyrir fimmtíu árum.
Geir Haarde fjármálaráðherra kom
akandi á vinningsbflnum fyrir utan
Hrafrústu í gær.
„Hann er svolítið þungur undir
stýri," sagði Guðmundur Hallvarðs-
son, formaður sjómannadagsráðs,
um leið og Geir Haarde steig út úr
bflnum. Nokkur fjöldi stóð á planinu
fyrir utan Hrafnistu þegar Geir svar-
aði: „Já - eins og með fleiri á okkar
aldri," og uppskar hlátrasköll við-
staddra.
í kjölfarið fór fram stutt athugun á
bflnum. Hurðir vom opnaðar. Vélin
þanin. Húddið skoðað og hvert smá-
atriði tekið til athugunar.
„Er hann með beinni innspýt-
ingu?“ spurði til dæmis áhugamaður
sem stóð noklcuð frá. „Hvað er það!“
spurði Geir á mótí og heillaði enn á ný
viðstadda með Jmyttnum tilsvörum
sínum.
Kuldaboli var aðeins farinn að
segja til sín og haldið var inn £ hlýjuna
á Hrafnistu. Þar talaði Guðmundur
um sögu happdrættisins; hvernig
hlutirnir hefðu þróast á ævintýraleg-
an hátt og að lokum þakkaði hann
Ijármálaráðherra kærlega fyrir kom-
una.
En þrátt fyrir lipran akstur sköm-
mu áður yfirgaf Geir svæðið á ráð-
herrabflnum - þó ýmsir hefðu á orði
að fombfllinn væri meira „hans stfll".
ÞYSKALAND
Frír tankur af bensíni.
Ekkert skilagjald
Mi3a3 vi3 ? daga leigu
Frítt GPS - Þú týnist ekki í Þýskalandi
[efþú bókarflokk H OpelAstra
eda sambærilegan].
Mi3a3 vi3 ? daga leigu
Frír tankur af bensíni í Danmörku og USA í öllum flokkum
ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004
Nú gerum við enn betur
- fyrir þig og þína
UfJcl UUÍbd kr. J.UUU - á tlag m.v. A flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging. [ijófatrygging og afgreiðslugjald.
Frír tankur bensín ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 á öllum flokkuin.
upei uuisa kr. C.m l UU. - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.
H flokkur Opel Astra fylgir frítt GPS ef bókað og greitt fyrir 15. mai 2004.
U[Jcl LiUrbd kr. cLm IhU. - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur. VSK. kaskótrygging. þjófatrygging og afgreiðslugjald.
U|Jbl UUlbd kr. £-»hUU. - á day m.v. B flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur. VSK. kaskótryggiug. jrjótatrygging og afgreiðslugjald.
Verö erlendis háö breytingu á gengi.
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað - Það borgar sig
Erum í 170 löndum og á 5000 stöðum - fyrir þig.
Hríngdu ÍAVIS í síma 591-4000
Munið Visa afsláttinn
AVIS Knarrarvogi 2-104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is
4*-