Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Blaðsíða 11
TÍMARIT V FI 1964 67 reynslu) eða með notkun handbóka eða taflna. Um það verður ekki deilt, að rafeindareiknar hafa þegar haft djúptæk áhrif á starf verkfræð- inga í þeim löndum, þar sem þeir hafa verið tekn- ir í notkun. Verkfræðingurinn losnar við langa og þreytandi reikningsvinnu og getur gefið sig meir að skapandi vinnu og ráðizt í viðamikil verkefni, sem óviðráðanleg voru án þessa öfluga tækis. Með tilliti til þessa hefur Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gengizt fyrir fundum og nú síðast ráðstefnu um hagnýta stærðfræði fyrir verkfræðinga, þar sem áhrif rafeindareikna voru sérstaklega til umræðu. Sá, er þetta ritar, sótti lokaráðstefnuna, er haldin var í París 5.—15. janúar. Þar var gengið frá skýrslu, þar sem m.a. eru settar fram tillögur um, að öllum verkfræðistúdentum sé kennd notk- un rafeindareikna þegar á fyrsta námsári, svo að þeir geti notað þá við lausn verkefna í námi sínu og þannig fengið góða þjálfun í notkun þeirra. Við flesta, ef ekki alla verkfræðiskóla í Bandaríkjunum, og marga í Evrópu, er þetta fyrirkomulag þegar komið á. Ennfremur var lögð á það rík áherzla, að starfandi verkfræðingar læri notkun rafeindareikna, svo að starf þeirra geti beinzt inn á þær brautir, sem nútímatækni krefst. Á undanförnum árum hefur við og við verið um það rætt að fá hingað til lands rafeindareikni til vísindalegra og tæknilegra útreikninga. Skrið- ur komst þó ekki á þetta mál, fyrr en Ottó A. Michelsen fékk hingað rafeindareikni af gerðinni IBM-1620 til sýningar og kennslu í október 1963. IBM bauð háskólum sérstök kjör við leigu eða kaup á rafeindareiknum, en að sjálfsögðu voru þau bundin vissum skilyrðum. 1 október 1963 var hafinn undirbúningur af hálfu Háskóla Is- lands að fá hingað rafeindareikni af gerðinni IBM-1620-Model 2. Var ætlunin að fá vélina leigða, en svo gerðist það í desember 1963, að Framkvæmdabanki Islands gaf Háskólanum f jár- upphæð, sem samsvarar innkaupsverði reiknisins (2,8 milljónir króna) í tilefni af 10 ára afmæli bankans. Að tilstuðlan fjármálaráðherra Gunn- ars Thoroddsen hefur svo fengizt fjárveiting frá alþingi til greiðslu innflutningsgjalda og annars stofnkostnaðar. Háskólaráð kaus bráðabirgða- stjórn til að undirbúa rekstur reiknisins í apríl 1964. I henni eiga sæti prófessorarnir Magnús Magnússon, formaður, Árni Vilhjálmsson og Steingrímur Baldursson. Húsnæði var fengið fyr- ir reikninn í kjallara í byggingu Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Þar var hann settur upp um miðjan desember s.l. Um sama leyti ákvað háskólaráð, að stofnun sú, er risi upp kringum Rafeindareiknir Reiknistofnunar Háskólans. hann, skyldi kölluð Reiknistofnun Háskólans og að prófessor Magnús Magnússon yrði forstöðu- maður hennar. Við stofnunina starfa nú, auk forstöðumanns, verkfræðingarnir Helgi Sigvalda- son, licenciat, Oddur Benediktsson og dr. Ragnar Ingimarsson, hver að hálfu leyti, en auk þess tvær stúlkur hluta úr degi. Rétt er að geta þess, að annar rafeindareiknir er kominn til landsins, IBM-1401, til Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, og enn einn er væntanlegur til Sambands íslenzkra samvinnufé- laga. Þessir reiknar eru ætlaðir til skýrslugerða og bókhalds, og hafa því meiri innlestrar- og út- skriftarhraða, en minni reiknigetu en IBM-1620. Fyrsta markmið reiknistofnunarinnar er að innleiða hér á landi notkun rafeindareikna við rannsóknir og hagnýt verkefni. Það er Islend- ingum afar mikilvægt að tileinka sér sem fyrst þessa tækni, sem gegnir svo mikilvægu hlutverki í nútímaþjóðfélagi. I fyrstu verður því mest áherzla lögð á kennslu. I desember og janúar s.l. var námskeið fyrir starfandi verkfræðinga og í febrúar námskeið fyrir verkfræðistúdenta. Síðan er ætlunin að hafa námskeið fyrir hag- fræðinga, viðskiptafræðinga og aðra, sem vinna við stjórnun. Þegar er farið að vinna að raunhæfum verk- efnum, eins og sjá má af öðrum greinum í þessu tímariti, en búast má við, að þeim fjölgi fljótt. Aðilar utan háskólans geta fengið afnot af reikn- inum og eru menn hvattir til að notfæra sér það. Samkvæmt skilyrðum þeim, er IBM setur, skal þó 60% af tímanum, eða um 106 tímar á mán- uði, notaðir til kennslu og við rannsóknir há- skólastofnana. Þetta er í raun og veru ekki tak- mörkun, heldur mikilvæg trygging fyrir því, að stofnunin ræki hlutverk sitt, sem er að hafa for- ystu í notkun rafeindareikna í vísindum og tækni hér á landi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.