Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Blaðsíða 33

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Blaðsíða 33
TlMARIT VFl 1964 89 mælingu II en I og mestur er munurinn á milli- laginu, sem þéttist alveg og þoldi 6,7 kg þrýst- ing án þess að springa út. Það sem gerist er, að millilagið, sem er sandur og vikur, verkar eins og malarsía á aurinn og fyllir hann öll tómarúm millilagsins á nokkuð stóru svæði og hin smærri korn fylla bilið milli hinna stærri. Fær þá efnið í heild vatnsleiðni, sem svarar til smæstu korn- anna, en smæstu kornin hér eru leir. I hrauninu sjálfu þéttast stuðlunarsprungur. Sprungurnar eru svo þröngar, að sennilega kemst hvorki sandurinn né grófmélan inn í þær. Þéttist bergið við það að stærri kornin festast og hin smærri stöðvast á milli þeirra. Þetta gerist senni- lega rétt við holuna og verður því þéttingin þunn og veik og springur gjarnan þegar aukinn er þrýstingur. Sprengingin á leirþéttingunni í lektarmælingu II gerði holuna álíka opna og hún hafði verið á ellefta degi í þéttingartilraun I. Þéttingartilraun 11, sem stóð i 3 daga er mjög sambærileg við 11., 12. og 13. dag þéttingartilraunar I. Eftir því hefði holan aftur orðið þétt eftir eins til tveggja daga dælingu í viðbót. 5. Ahrif á jarðvatn. Á 6. mynd eru jarðvatnsmælingar í borholu DI-3 og tveimur næstu holum DI-2 og DI-4 á tímabilinu frá júní 1962 til júlí 1964. Holan DI-2 er næsta hola sunnan við DI-3 en DI-4 næsta norðan við. Fjarlægðin milli hola er rúmlega 150 m. Á tímabilinu, sem þessar jarðvatnsmæl- ingar ná til, eru mælingar tíðastar á sumr- inu 1962, en eru strjál- ar síðan. Fyrir tilraun- ina er ástand þannig, að jarðvatn er venjulega hæst í holu DI-4, en er svipað í DI-2 og DI-3 og skipta þær holur um sæti á tímabilinu. Þegar tilraunin er gerð hækk- ar jarðvatnið að sjálf- sögðu í holu DI-3, en á sama tíma hefur jarð- vatn verið lækkandi eins og sést í hinum holun- um. í þeim mælingum, sem fram hafa farið síð- an, er lægst í DI-4 fram í lok júlí, en þá fer að hækka í henni og nálg- ast það ástand, sem var sumarið 1962. En í DI-3 er jarðvatnið ennþá töluvert ofar en í DI-2 og hærra en það var nokkurntíma á tímabilinu fyrir tilraunina. Skýring á þessu er sú, að í holum DI-2 og DI-4 er eingöngu um að ræða hina náttúrlegu jarðvatnssveiflu. Nokkur munur er á þessum holum þannig, að í DI-4 er sveiflan hraðari en í DI-2. I DI-3 er hún svipuð og í DI-2, en við það að dælt er niður í hana 3,5 millj. lítra af vatni myndast umhverfis hæð í jarðvatninu. Þessi hæð virðist lækka tiltölulega hægt og varla ætla að komast í sama ástand og fyrir tilraunina. Jarð- vatnsáhrifin benda til þess að þéttingin umhverf- is holuna nái til þó nokkurs svæðis og að þetta svæði sé orðið miklu þéttara en hraunið er í nágrenninu, því jarðvatn í holum í hrauninu er yfirleitt mjög fljótt að jafna sig eftir dælingu í sambandi við borun eða lektarmælingu. 6. Tilraunin sem aurburðarmæling. Við tilraunina voru tekin sýnishorn af því vatni, sem dælt var niður, venjulega þrisvar á dag. 1 töflu III er niðurstaða rannsóknarinnar á sýnis- hornunum. Það sýnir sig, að meðalaurmagn þá daga, sem tilraunin stóð, reyndist 306 mg/1. Af þessu er 13,6% sandur, 55% méla og 31,4% leir. Méla og leir eru svifaur og sjálfsagt eru það aðallega þau, sem skapa þéttingu, en sandurinn, sem er upphrærður, hefur minni þýðingu sem þéttiefni í uppistöðulónum, því hann sezt allur nærri innrennsli í lónið. Aftur á móti getur leir- inn og fínmélan haldizt svífandi í gegnum stór Mynd 6. — Figure 6.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.