Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Blaðsíða 13
TlMARIT VFl 1964 69 þá, sem Háskólinn á. Að lokum er getið nokk- urra bóka um númeriska analysu. 1. McCracken, D. Ð., „A Guide to Fortran Programming“, John Wiley Ions, 1961, 87 blaðsíður. 2. „Programmering i Fortran for IBM 1620“, IBM Denmark, 926—001—1, 1964, 49 bls. 3. „IBM 1620 Fortran II Specifications", IBM C26—5602—3, 1961, 21 bls. 4. Germain, C. B., „Programming the IBM 1620“, Prentice-Hall, Inc., 1962, 187 bls. 5. Dodes, I. A., „IBM 1620 Programming“, Hayden Book Company, 1963, 276 bls. 6. Lanczos, C„ Applied Analysis, Prentice-Hall, 1956, 539 bls. 7. Faddeeva, V. N„ „Computational Methods of Linear Algebra“, Dover Publications, Inc., 1959, 252 bls. 8. Ralston, A. og Wilf, H. S„ „Mathematical Methods for Digital Computers, John Wiley and Ions, Inc„ 1960, 293 bls. 9. Todd, J„ „Survey of Numerical Analysis“, McGraw-Hill Book Company, 1962, 589 bls. Að tala við dr. IBMI 1620 — Fortran Eftir Pál Theodórsson, eðlisfræðing. Varla er nokkur vafi á því, að margir íslenzkir verkfræðingar mundu geta notfært sér hina nýju tækni rafreiknanna, sparað sér þannig mikinn tíma og leyst verkefni sín með meiri nákvæmni en ella yrði gert, ef þeir kynnu að nota þá. Helzti þröskuldurinn í vegi almennari notkunar rafreikna er tvímælalaust sá, að mál þau sem rafreiknarnir skilja er flestum íslenzkum verk- fræðingum enn framandi. Hægt er að tala við menn af framandi þjóðum með hjálp túlka, en að tala við rafreikni algjörlega gegnum túlk er hinsvegar erfitt, vegna þess að nauðsynlegt er fyrir þann, sem leggja vill verkefni fyrir raf- reikni, að vita nokkuð um hvernig leggja skuli dæmið fyrir vélina og hvernig hún vinnur verk- ið. Þegar notandi reiknisins hefur kynnt sér þetta nokkuð, getur hann fengið sér að auki túlk til aðstoðar. Við notkun á IBM 1620, rafreikni Reiknistofn- unar Háskólans, er aðallega notað táknmál, sem hefur verið nefnt FORTRAN, en það er stytting úr FORmula TRANslation. Fortran er kerfi af táknum og fyrirskipunum, sem búið hefur verið til sem tengiliður milli vissra rafreikna og manna. Það hefur fyrst og fremst verið gert til notkun- ar við lausn tæknilegra verkefna. Tekizt hefur að gera þetta mál svo einfalt og auðlært að ein vika verður að teljast rúmur tími fyrir verkfræð- inga og aðra tæknimenntaða menn til að tileinka sér það. Það er ekki tilgangur minn hér að lýsa ein- stökum atriðum þessa táknmáls, en til að gefa lesendum nokkra hugmynd um hvernig dæmi eru lögð fyrir reikninn með hjálp Fortrans hefur dæmi, sem flestir kannast við (og muna jafnvel enn lausnina á), verið lagt fyrir dr. IBM 1620. Hann hefur reiknað út tvisvarsinnumtöfluna (þá litlu). Forskriftin og lausn dæmisins, eins og vél- in skilaði því er sýnd á meðfylgjandi mynd. Eftir að búið er að keyra gegnum vélina spjaldabúnka, sem gegnir því hlutverki að snúa fortranmáli forskriftarinnar yfir á vélamálið, fer ritvél reiknisins í gang og skrifar efstu línu út- skrif tarinnar: LOAD AND GO FORTRAN FO-004 NOV 1963 MOD 7 ENTER SOURCE PROGRAM, PUSH START 26300 C REIKNINGUR Á MARGFELDI 2 26300 N = 1 26324 1 M = N*2 26360 TYPE 2, N, M 26396 2 FORMAT (3H2 X, 13, 2H=, 13) 26448 N = N + 1 26484 IF (N—10) 1, 1, 3 26552 3 STOP 26600 END PROG SWl ON FOR SYMBOL TABLE, PUSH START ENTER SUBROUTINES, PUSH START 1620 FORTRAN VER-2 SUBR SET 2 8/63 LOAD DATA 2X1=2 2 X 2=4 2X3=6 2X4=8 2 X 5 = 10 2 X 6 = 12 2 X 7 = 14 2 X 8 = 16 2 X 9 = 18 2 X 10 = 20 STOP

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.