Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004
Fyrst og fremst 0V
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristinn Flrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
1 í hvaða landi og hvenær
er embætti umboðsmanns
upprunnið?
2 Hvað heitir þetta embætti
á flestöllum tungumálum,
þ.á m. ensku?
3 Hver var fyrsti
umboðsmaður Alþingis og
hvaða ár var embættið
stofnað á íslandi?
4 Hvert er hlutverk
embættisins?
5 Hver er núverandi
umboðsmaður?
Svör neðst á síðunni
Nokkurskemmd epli
í leiðara bandan'ska
blaðsins New York Times er
fjallaö um ríkisstjórn
George W. Bush og þá
sérstaklega þátt hans og
SDcJsrtoaorkemts
Donalds Rumsfeld
varnarmálaráðherra.
Leiðarahöfundur segir þá
félaga ekki geta skýlt sér
fyrir aftan hermenn sína
lengur og lýst þá ábyrga
fyrir misþyrmingum á
föngum í Abu Ghraib-
fangelsinu. Ábyrgðin verður
að vera tekin á æðstu
stöðum en fram að þessu
hefúr Rumsfeld verið
duglegur við að skella
skuldinni á það sem hann
hefur kallað „nokkur
skemmd epli" innan
hersins.
Að verða fyrir
barðinu
Málið
Síöustu daga hafa sumir
orðið fyrir barðinu á sumum.
Orðtakið er komið úr fornu
sjómannamáli og
áe.t.v.rótaðrekja
til bardaga aftan
úr víkingaöld þótt reyndar
sé orðtakið aðeins kunnugt
frá 20. öld.„Barð“ merkir
miðhluti stefnis á skipi og
líkingin erþví dregin af
ásiglingu eins skips á annað.
Slíkt gerist vitaskuld oftast af
slysni en var hluti af
hernaðartækni vlkinganna.
Mynd úr Merg málsins eftir
Jón G. Friðjónsson, höf.
Ólafur Pétursson.
ro
«o
CJ
c
>v
<u
-V
QJ
E
l/l
1. Svíþjóð, 1809 - 2. Ombudsman - 3.
Gaukur Jörundsson, 1988 - 4. Að taka við
kvörtunum almennra borgara gegn
stjórnsýslunni og gefa álit um réttmæti
þeirra kvartana - 5.Tryggvi Gunnarsson
«o
E
ro
i/i
«o-
QJ
Hann sleppur ekki
D. avíð Oddsson komst um stundarsakir
| frá nýju oMðri á ferli sínum í gær
þegar hann þvertdk fyrir að mæta í
þingsal og svara spumingum þingmanna
vegna fréttar DV um að hann hefði hringt
með hótunum í umboðsmann Alþingis eftir
að umboðsmaður skilaði áliti sem skoða
mátti sem harða gagnrýni á þá ákvörðim
Bjöms Bjarnasonar dómsmálaráðherra að
veita frænda Davíðs embætti hæstaréttar-
dómara. Þótt Davíð væri undir lokin kom-
inn í þinghúsið og þingmenn krefðust þess
að hann stæði fyrir mali sínu, þá lét hann
ekki svo lítið að mæta.
Heldur stóð hann í kaffistofunni og hló og
skemmti sér með nokkmm af sínum helstu
viðhlæjendum.
Þetta sýnir þá miklu og djúpu virðingu
sem Davíð ber fyrir þjóðþingi okkar og þeim
lýðræðislega kjörnu fulltrúum okkar sem
þar sitja. Rétt eins og hann ber augljóslega
mikla og djúpa virðingu fyrir embætti um-
boðsmanns. Eða hitt þó heldur.
Davíð hefúr reyndar nánast ekkert verið
viðstaddur þær miklu umræður sem staðið
hafa á þingi um fjölmiðlafrumvarpið hans.
Vissulega er þar um málþóf að ræða,
ástæðulaust að draga fjöðuryfir það, en
maður sem bæri virðingu myndi nú samt
vera viðstaddur umræðurnar í meira mæli
en Davíð sér ástæðu til.
í gær smaug hann inn í þingsal í smástimd
og íúýddi á hluta af ræðu Katrínar Júlíus-
dóttiur, annað var það nú ekki. Og hafði sig
fljótt á brott aftur, enda eflaust þurft að
funda með Jóni Steinari og Kjartani Gunn-
arssyni um hvernig bjarga mætti málinu
þannig að hann héldi hluta af andliti sínu.
Hafi þarna verið um að ræða einhvers
konar virðingarvott við þingkonuna ungu,
sem þarna var að flytja sína fyrstu ræðu eftir
að hún steig upp úr erflðum veikindum, þá
er það til marks um að Davíð Oddsson hefúr
í eðli smu áreiðanlega fremur snoturt
hjartalag. En alltof löng seta hans á valda-
stóli virðist því miður komin langleiðina
með að kæfa það hjartalag í hroka, vald-
níðslu og yflrgangi.
Eins og hótanir Davíðs í garð umboðs-
manns eru til marks um.
Davíð mun ekki endalaust komast upp
með að standa ekki fyrir máli sínu. Hótanir
hans í garð umboðsmanns munu því miður
verða hrollvekjandi vitnisburður um hvern-
ig komið er á efstu dögum valdatíðar hans.
Illugljökulsson
mia sér manneskjuna á þennan hátt. b,
Kortáiidum22-23 ómega. ertil rannsóknar hjá lögreglu. #
ForsætisnaDherra hotaði
umboðsmanni Alþingis
Vegna álits á ráðningu náfrænda síns ,
Hann er ekti ao missa af nninu
Smekkleysa á FM og Sögu
MORCUNBLAÐIÐ FÓR út á óvænta
braut í gær þegar það birti á síðu 2 frá-
sögn afsamtali tveggja útvarpsmanna á
FM 95,7, þeirra Einars Agústs Viðissonar
og Sigvalda Kaldalóns. Fram að þessu
hefur Morgunblaðið sist aföllu látið sig
einhverju skipta gaspur útvarpsmanna á
litlu útvarpsstöðvunum og hafa þóýmsir
þeirra iðulega tekið ansi„hressilega" upp i
sig, eins og það heitir. Við á DV deilum að
visu með Moggamönnum þeirri hneyksl-
un á tali útvarpsmannanna sem birtlst i
hversu hátt undir höfði blaðið gerir þess-
ari frétt.„Spjall“ þeirra Einars Ágústs og
Sigvalda virðist hafa verið ábending til
geðsjúks fólks að skjóta Davið Oddsson i
Stjórnarráðinu og þótt þetta hafi augljós-
lega átt að vera fyndið, þá erþað jafn öm-
urlegt fyrir því.„Spjallið“ var ófyrirgefanleg
smekk-
leysa og
við
mynd-
um
aldrei
hleypa i beina útsendingu mönnum sem
gera sig seka um þvilikan dómgreindar-
brest.
Við væntum þess hins vegar, vegna
þessararnýju stefnu Moggans.að í blað-
inu í dag hljóti að verða frásögn á siðu 2
afþvi þegar Ingvi Hrafn Jónsson hélt því
fram iþætti sínum á Útvarpi Sögu í gær að
Ólafur Ragnar Orímsson væri„dópisti",
„fyllibytta",„flfl“
og annað smá-
legt. Hvað dópið
og brennivínið
snerti lýsti Ingvi
Hrafn þviað visu
yfir að hann vissi
vel að forseti vor
væri nánast
bindindismaður
en hann væri„sjúkur I athygli" rétt eins og
aðrir i dóp og brennivin.
Ekki jafnaðist þessi bommerta Ingva
Hrafns að sönnu á við rausið i þeim FM-
strákum, en þarna þótti okkurþó lika
skotið iangar leiðir yfir markið.
m
F
'fm 94.3
Davíð í fókus
FALLEG ÞYKIR 0KKUR su umhyggja
sem stjórnarherrarnir Davíð og
Halldór báru í gær fyrir því að Ólafúr
Ragnar Grímsson hefði misst af
brúðkaupi þeirra Friðriks og Maríu í
Kaupmannahöfn. Og hefði sýnt
Pönum dónaskap með tiltækinu.
Gott er til þess að vita að kurteisi
Davíðs nær þó að minnsta kosti til
dönsku konungsfjölskyldunnar,
þótt hún nái ekki til umboðsmanns-
ins á íslandi.
En við getum huggað viðkom-
andi með því að þótt ýmsir hafi feflt
tár yflr því hversu fagurt væri brúð-
kaupið í Kaupmannahöfn og eink-
um tár sem krónprinsinn lét falla, þá
eru þó ekki allir á eitt sáttir um hver
missir Ólafs Ragnars hafi raunveru-
lega verið.
„Ef þú hittir forsetann," sagði
Morten Bruun, blaðamaður á
Ekstrabladet í Danmörku við tíð-
indamann DV, „segðu honum þá
að hann sé ekki að missa af neinu."
Blaðamaðurinn var reyndar
áhugasamur um fjarveru íslenska
forsetans frá hinu konunglega
brúðkaupi en sagði margt í sam-
bandi við brúðkaupið vera tóman
sirkus. Til að mynda hefðu sjón-
varpsmenn verið í miðborg Kaup-
mannahafnar í gærmorgun að
ræða við borgarstarfsmenn. Starfs-
mennirnir voru að undirbúa
heiðursreið um götur borgarinnar.
Sjónvarpsmaðurinn spurði borg-
arstarfsmanninn: „Ef þú værir
hestur, hvernig myndi þér finnast
slúðri. Enn og aftur verður sendiboð-
inn fyrir skoti.
Ríkisstjórnarfundurinn búinn og
ráðherrarnir tínast út. Guðni Ágústs-
son brúnaþungur, enda með hönd-
ina t fatla. „Gömul íþróttameiðsl að
taka sig upp," útskýrir hann.
Skyndilega opnar Davíð dyrnar.
Þorgerður Katrín og Árni M.
Mathiesen fylgjast spennt með í
glugganum. Það er létt yfir hæst-
virtum forsætisráðherra. Hann still-
ir sér upp fyrir myndatöku og spyr
svo: „Náðist ég ekki örugglega í
fókus?"
Þorgerður Katrín og Árni sjá að
allt er í lagi og drífa sig út. Foringinn
búinn að kanna leiðina.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt
°3 Árni M. Mathiesen Fylgdust
spennt með inni í Stjórnarráði.
ÍGuðni Ágústsson, landbúnaðar-
WiZ^Varnokkuðbrúnaþungur
) gömul iþrót tameiðsl tóku sig upp■
Hátt í fjórir sólarhringar og enn
er rætt um fjölmiðlafrumvarpið. Að-
eins þrír stjórnarliðar hafa lagt orð í
belg; Bjarni Benediktsson, Hjálmar
Árnason og Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn er samt á móti frumvarpinu.
f liði með málþófsmönnum.
Ráðherrarnir hittast í stjórnarráð-
inu. Á þingi stendur Helgi Hjörvar
hins vegar í pontu og kallar eftir for-
sætisráðherra. Vill fá svör við frétt-
um um að Davíð hafi hótað umboðs-
manni; hvort lýðræðið í landinu sé f
hættu.
En Helgi fær engin svör nema frá
þingflokksformanni Sjálfstæðis-
flokksins sem segir Helga vanvirða
þingið. Málflutningur hans byggist á
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra „Er ég ekki öruggiega i
fókus?"spurði hann eftir rikis-
stjórnarfund i gærmorgun.
ÞorgerðurKatrín ogÁrni
M. Drifa sig út á Alþingi enda
umræður ífullum gangi
Blaðamaðurinn var
reyndar áhugasamur
um fjarveru íslenska
forsetans frá hinu kon-
unglega brúðkaupi en
sagði margt í sam-
bandi við brúðkaupið
vera tóman sirkus.
Fyrst og fremst
þetta brúðkaup?" Borgarstarfs-
maðurinn þagði ekki yfir sérkenni-
legri spurningu, heldur svaraði
eins og ekkert væri. Það þótti
blaðamanni Ekstrablaðsins fyndið.