Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 13
BV Fréttir LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004 13 Blóðbað í Nígeríu Upplausnarástand ríkir í Nígeríu þar sem múslimar og kristnir menn hafa vegið hverjir aðra síðustu daga. Hundruð manna hafa verið myrt en átökin blossuðu upp fyrir um viku síðan í kjölfar mótmælaaðgerða þar sem kristnir menn drápu allt að 600 múslima. Múslimar hafa á síðustu dögum hefnt með því að myrða kristna menn en ástandið mun vera bundið við ákveðið hérað í landinu. Þar hefur dreifibréfi verið dreift og kristnir menn hvattir til að yfirgefa svæðið. ESB styður sígauna Evrópusambandið ákvað í gær að láta um 400 milljónir íslenskra króna renna til sígauna í Rúmen- íu svo að þeir geú aðlagast hinu rúmenska samfélagi. Mestur hluti fjárins mun renna í menntunaraðstoð og heilbrigðisaðstoð fyrir þá rúmu milljón sígauna sem búa í landinu. Yfirvöld í Rúmem'u hófu sérstakt átak árið 2001 til að styðja við bakið á sígaununum en þeir munu vera fátæk- asti minnihlutahópurinn í landinu. Úrskurðarnefnd fellir byggingarleyfi Hereford úr gildi vegna ósátts meðeiganda. Búast má við að málefni steikhússins séu á leið fyrir dómara því hart mætir hörðu. Áleitin lykt og meiri umferð ástæða óánægjunnar. Steikhús óheimilt án sambykkis meðeiganda Byggingarfulltrúinn í Reykjavík mátti ekki veita Hereford steikhúsi byggingarleyfi til þess að innrétta veitingastað á Laugavegi 53b. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála segir að samþykki annarra eigenda hússins hafi þurft fyrir breytingunni. Þar sem það Iá ekki fyrir felldi úrskurðarnefndin byggingarleyfið úr gildi. Hereford opnaði steikhús á ann- arri hæð á Laugavegi 53b á árinu 2003. Byggingarleyfi hafði verið gef- ið út í lok ágúst 2002. Bragi Henningsson, eigandi einnar af fjórum íbúðum á fjórðu hæð hússins, kærði útgáfu bygging- arleyfisins til úrskurðarnefndarinn- ar 30. september 2002. Úrskurðarnefndin segir að rekst- ur veitingastaðar brjóti ekki í bága við skipulagsskilmála. Á hinn bóg- inn útheimti hin breytta notkun húsnæðisins samþykki meðeigenda samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Meðal þess sem samþykki skorti fyrir var breytt notkun á lagnastokki sem fól í sér að steikhúsið var loft- ræst í gegnum stokkinn: „Að jafnaði má búast við að veit- ingarekstri fylgi meiri umferð við- skiptavina að kvöldi til og um helg- ar en ef um væri að ræða verslun. Veitingastöðum getur og fylgt áleitnari lykt en frá starfsemi þeirri sem upphaflega var gert ráð fyrir í húsinu," segir nefndin, sem telur breytinguna hafa meira ónæði og óþægindi fyrir sameigendur í hús- inu en ella, þótt ekki sé um verulega röskun að ræða. „Þá er sá annmarki á umdeildu byggingarleyfi að ekki var tryggt við veitingu þess að fyrirhuguð lausn á sorplosun frá veitingastaðnum væri möguleg en sú staðreynd hefur orð- ið til þess að vandamál hafa skap- ast,“ segir úrskurðarnefndin. Úrskurður var felldur 29. aprfl síð- astliðinn, nítján mánuðum eftir að Umdeildur ioftræstistokkur Byggingarfulltrúi mátti ekki leyfa eigendum annarrar hæðar á Laugavegi 53b að innrétta veitingahús gegn vilja meðeigenda sem sætti sig ekki við steikarlykt í gegnum lagnastokk hússins. kæran var lögð ffam. Að öliu jöfnu eiga úrskurðir nefndarinnar að liggja fyrir tveimur mánuðum eftir að kæra er lögð fram. Eins og nánast undan- tekningarlaust er dróst málið þó úr hömlu i meðförum nefiidarinnar. Ástæðan er sögð mikfll málafjöldi hjá nefndinni. Ef ekki nást sáttir rmlli Braga og eigenda Hereford má búast við því að næst komi málið tfl kasta dóm- stóla. Útsalaaa á 100 notuðum bílum hjá Brimborg. Komdu núna. út© Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. Oruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.