Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 19
DV Fókus
LAUGARDAGUR 15.MAÍ2004 7 9
Rafn Jonsson
Það eru orðin rúm 15 ársíðan
hann greindist með MND-
hrörnunarsjúkdóminn.Rabbi
þurfti fijótiega að leggja
trommuleikinn á hilluna en
sneri sér í staðinn að
upptökustjórn og hefur
stjórnað upþtökum á yfir 40
plötum. Rabbi verður
fimmtugur í lok ársins og segir
það kraftaverk efhann lifir svo
lengi. Hans æðsta ósk er að
hann nái að klára síðustu plötu
sína með sonum sínum áður
en hann kveður. Rabbi er þó
sáttur við þann tíma sem hann
hefur fengið og kveður sáttur.
m
i%.~ i
■-£.
en nú er. Við spiluðum mest fyrir
vestan, tókum lög eftir hina og þessa í
bland við eigið efni. Deep Purple og
Uriah Heep voru okkar menn, við
vorum í þyngri kantinum en spiluðum
líka alls kyns popp. Pabbi var
sjómaður á fsafirði og mamma
talsímavörður. Ég fór stundum á
sjóinn eða vann í frystihúsinu, ég var
12 ára þegar ég fór fyrst út á handfæri,"
segir Rafn og glottir til Egils sonar síns:
„Ég sé nú ykkur bræðuma fyrir mér á
handfæri." Egill hlær að kímni föður
síns og svarar honum að bragði:
„Sjáðu bara til.“
Rabbi fór snemma að lifa af
tónlistinni, byrjaði að spila á gítar og
kunni álíka mörg grip ogÁrni Johnsen.
Fann það svo út að hann væri betri
trommari og settist að á settinu, þar
sem hann sat í tuttugu ár.
„Fyrst var þetta svona
hálfsdagsvinna þar sem maður æfði á
hálfan daginn og svo á kvöldin. Ég
byrjaði með hljómsveitina Náð og
síðan Ýr, við spiluðum lög eftir aðra á
böllum fyrir vestan. Við gerðum eina
plötu sem er svona hálfgerð kántrí-
tónlist. Svo flutti ég suður og spilaði
með Haukum á Klúbbnum. Fékk
fljótlega nóg af Reykjavík og forðaði
mér aftur vestur. Spilaði aftur með Ýr
þangað til við stofnuðum DV,
Danshljómsveit Vestfjarða," segir Rafn
þegar hann rifjar upp fyrstu árin í
bransanum.
Grafík, Helgi Björns og
Skítkast
„Þegar ég var 26 ára fannst mér ég
vera orðinn staðnaður og ákvað í
kjölfarið að flytja til Svíþjóðar þar sem
ég fór í trommunám, hjáPétri Östland.
Þar lærði ég að spila með meiri tækni í
stað þess að trornma með kröftunum.
Þegar ég kom heim endurreistum við
hljómsveitina Ýr undir nafninu Grafík.
Fyrsti söngvarinn, Ólafur
Guðmundsson, lést langt um aldur
ffam úr hvítblæði. Ómar Óskarsson
tók við af honum. Þegar hann ákvað
að hætta hringdi ég í Helga Bjömsson,
en við höfðum verið saman í
pönkhljómsveitinni Skítkast þegar
Helgi bjó fyrir vestan. Hann var þá að
klára leiklistarskólann og sló til eftir
sólahrings umhugsunarfrest. Skítkast
var skipuð sömu mönnum og DV en
við skiptum allir um hljóðfæri til þess
að ná sönnum anda pönksins. Ég
spilaði á saxófón og Helgi söng. Þegar
Helgi gekk til liðs við Grafík var hann í
hljómsveitinni Tampax, ég vissi að
hann væri frábær performer og væri
rétti maðurinn fyrir okkur," segir Rafn
og verður hugsi á svipinn.
„Þetta var hápunkturinn á
ferlinum, ótrúlega skemmtilegur tími.
Við spiluðum á hverju kvöldi um allt
land. Við gáfum út okkar þriðju plötu,
Heima í Firðinum Rafn er nú bundinn í
hjólastól og ferallra sinna ferða i honum.
„Get ég tekið sjéns“ sem varð
gríðarlega vinsæl og inniheldur mörg
klassísk popplög eins og „Húsið og
ég“, „Mér finnst rigningin góð“,
„Þúsund sinnum segðu já“ og
„Sextán". Grafík var valin fulltrúi
íslands á danskri rokkhátíð þannig að
það var nóg að gera á þessum tíma.
Þegar Helgi hætti tók Andrea Gylfa við
af honum. Þegar ég greindist með
sjúkdóminn var ég byrjaður að stjórna
upptökum og var farinn að sjá
framtíðina í því. Þegar ég fann að mig
var farið að skorta orku til þess að
tromma ákvað ég að hætta og einbeita
mér alfarið að upptökunum. Síðan hef
ég stjómað upptökum á urn 40
hljómplötum," segir Rafn ákveðinn.
Ég vil fara með reisn
Rafn hefur haft næmt eyra fyrir
nýrri tónlist og gefið mörgum ungu
tónlistarfólki tækifæri til þess að koma
tónlist sinni á framfæri. Hann gaf til
dæmis út fyrstu plötur Botnleðju sem
stærri útgefendur höfðu engan áhuga
á. Aðrar hljómsveitir sem Rafn hefur
verið með á sínum snærum em
Ampop, Sign, Stoh'a og Noise. Hvernig
stóð á því að þú ferð að gefa út
rokkplötur eftir að hafa verið mest í
melódísku poppi sem trommari?
„Þegar ég hætti að tromma gekk ég
í gegnum endurnýjun lífdaga sem
tónlistarmaður. Strákamir mínir vom
að hlusta á Nirvana, Guns and Roses
og svoleiðis tónhst. Þetta var góð
tilbreyting frá því sem áður var, ég
fflaði þessa tónlist mjög vel. Það hefur
verið ómetanlegt að geta unnið með
strákunum að þeirra tónlist alian
þennan tírna," segir Rafn, þakklátur
fyrir að hafa fengið að vinna með öllu
þessu unga tónlistarfólki.
Rafn hefur verið formaður MND
félagssins á íslandi í 11 ár. Fjölskyldan
hefur verið samhent í því að halda úti
kynningarstarfi félagsins. Friðgerður,
kona Rafns, er framkvæmdastjóri, auk
þess sem hún er ritstjóri fréttabréfs
félagsins. Það em 15-20 manns með
sjúkdóminn á íslandi, 3-4 deyja árlega,
á móti Qómrn sem greinast.
Meðallíftími þeirra sem greinast em
fimm ár. „Þegar félagið var stofhað var
ég fenginn til þess að vera með þar
sem ég var þekktur einstaklingur. Þeir
sem stofnuðu með mér félagið em
löngu látnir. Ég veit ekki hvað ég hef
farið í margar jarðarfarir síðan. Ég
hætti því fyrir löngu, var orðinn
þreyttur á því að vera viðstaddur mína
eigin jaröarför," segir Rafn.
„Ég vil fara með reisn og kýs að
nota ekki öndunarvél. Ég vil engin slfk
inngrip til þess að fresta dauðanum.
Það em dæmi þess að fólki geti lifað
með sjúkdóminn með því að nota
öndunarvél, raddgervla og önnur
hjálpartæki. Það hefur í raun engin
virk skynfæri þó að heilinn starfi, ég
get ekki hugsað mér slíkt líf, ef líf má
kalla. Loftið sem ég anda að mér er
mjög þunnt, svipað og ég væri í 3.500
metra hæð. Ég þarf þvl að drekka mjög
mikið. Venjuleg manneskja fengi
háfjallaveiki, ég næ að anda að mér
svona 40 prósent af því súrefni sem
frískur maður notar. Sjúkdómurinn er
ekki beint kvalafullur, mér finnst verst
hvað ég á erfitt með að sofa. Ég hef
aldrei pælt beint í dauðanum sjálfum,
hef bara reynt að halda áfram eins og
ég get. Við höfum öll verið meðvituð
um það að dauðann geti borið mjög
bratt að hjá mér. Við höldum okkar
striki. Já ég er trúaður en ekkert ýkt,
ekki þannig að ég sæki kirkju eða sé í
söfnuði eða svoleiðis. Ég trúi á líf eftir
dauðann hér,“ segir Rafn af einlægri
yfirvegun.
„Morrie Schawarts var amerískur
háskólaprófessor með þennan sama
sjúkdóm og ég. Þekktur blaðamaður,
Mitch Albom, fékk fréttir af veikindum
gamla kennara síns og fór að
heimsækja hann reglulegar, alltaf á
þriðjudögum. Út úr því kom mjög
merkileg bók „Þriðjudagar með
Morrie". Hún fjallar um hvemig lifa
eigi lífinu og horfast í augu við
dauðann. Það sem er til dæmis
merkilegt er að Morrie vildi alls ekki
missa af sinni eigin minningarathöfn
og þegar hann fann að sjúkdómurinn
var að bera hann ofurliði, bauð hann
til minningarathafnar. Þar gat hann
notið þess að hlusta á vini sína kveðja
sig, grátið með þeim og hlegið og
fundið fýrir kærleikanum í sinn garð.
Þessi bók hefur haft mikil áhrif á mig
og aðra sem hana lesa og getur hjálpað
manni að meta það líf sem manni er
gefið. Það hefur meira að segja verið
gerð eftir henni kvikmynd þar sem
Jack Lemmon leikur aðalhlutverkið",
segir Rafn sem nú er á svipuðum
slóðum og Morrie þegar hann kvaddi
vini sína.
Fjölskyldan hefur tekið
ákvörðun um jarðarförina
Hvernig er að lifa með dauðann
svona nálægan, ræðið þið þetta,
fjölskyldan?
„Við ræðum þetta, við höfum tekið
sameiginlega ákvörðun um það að ég
fái að deyja hér heima en ekki á
sjúkrahúsi. Ég var búinn að ákveða að
láta brenna mig en nú höfum við
ákveðið að ég verði jarðsettur fyrir
vestan. Ég er svo mikill Vestfirðingur,
ég vil að þau hugsi til mín ff ekar en að
heimsækja legstein minn. Mér hefur
verið vandi á höndum að sætta alla
aðila í þessu máli, móðir mín vill að ég
verði grafinn hér fyrir sunnan svo hún
eigi auðveldara með að heimsækja
leiði mitt,“ segir Rafn brosandi en
segist ekki hafa tekið ákvörðun um
hvaða lög verði leikin við útförina,
ætlar að Idára sína síðustu plötu fyrst.
Fjölskyldan hefur opnað bloggsíðu þar
verður hægt að fylgjast með hðan og
ástandi Rafns, http://blog.central.is/-
rabbidedda/.
freyr@>dv.is
Tónleikar um allt land Á sinum yngri
órum spilaði Rabbi um hverja helgi enda
var þd meiri eftirspurn eftir böllum.
Graffk Frd vinstri, Helgi Björnsson, Rabbi
og Rúnar Þórisson gitarleikari. Með
þessari skipan dtti sveitin marga smelli.
f hljóðverinu Rabbi byrjaði snemma
að tromma og gerði það i 20 dr, dður en
sjúkdómurinn ndði tökum d honum.
Á níunda áratugnum Rabbi greindist
með sjúkdóminn drið 1988 en tók sig vel
út með kjuðana fram að þvi.