Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 23
I>v Fókus
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2004 23
Eurovision-keppnin fer fram í Istanbúl á Tyrklandi í kvöld. Eurovision-fararnir okkar
voru orðinir nokkuð spenntir í gær en höfðu á orði að Jónsi væri sá rólegasti af þeim öll-
um. Hann segist ekki taka neitt mark á spánum sem gerðar hafa verið fyrir keppnina.
iónsi ætlar bara að framkvæma atriðið eins og hann hefur æft þaó en ætlar lítið að velta
ppendunum gengur
ÍbíÉw
f
Eg tek ekkert mark á þessum spám," segir Jón Jósep Snæ-
björnsson sem syngur fyrir fsiands hönd I Eurovision í
kvöld. fslenski hópurinn er búinn að vera f Istanbúl í
Tyrklandi f viku þar sem æfingar, partfhald og blaða-
mannafundir hafa tekið mestan tfma þeirra. Stóra
stundin rennur svo upp f kvöld kl. 19 þegar bein útsending
frá keppninni hefst. Sveinn Rúnar, höfundur lagsins var í gær
orðinn nokkuð spenntur líkt og hinir i hópnum. Þau segja þó
að Jónsi hafi verið sá rólegasti af þeim öllum. „Mér er f raun
alveg sama hvort við lendum í fyrsta eða síðasta sæti og ég
læt þessar spár ekki hafa nein áhrif á mig. Fyrst og fremst er
gaman að hafa fengið að taka þátt f þessu ævintýri," segir
Jónsi sem hefur Iftið verið fyrir að gefa út einhverjar yfirlýs-
ingar fram að þessu. Blaðamenn ytra hafa spurt hann spjör-
unum úr og Ifkt og DV hefur greint frá hefur Jónsi svarað öllu
á mjög vandaðan og yfirvegaðan hátt fram að þessu. Hann
hefur komist hjá þvf að móðga nokkurn mann ef frá er talið
atvikið með Bosnfu þar sem einhverjir fór á mis við húmorinn
f Jónsa þar sem hann túlkaði lag Bosínumanna á sinn eigin
hátt. Nú hefur komið í Ijós að Bosníumenn verða í úrslitum
ásamt Jónsa en hann segir það engu skipta hverjir hafi kom-
ist áfram úr undanúrslitunum. „Það breytir litlu fyrir mig
hverjir komust áfram f úrslitin. Það fá allir sínar þrjár mínút-
ur á sviðinu og ég mun einfaldlega framkvæma atriðið eins
og víð höfum æft það. Ég mun að sjálfsögðu gera mitt besta
en er ekkert að velta mér upp úr mótherjunum," segir Jónsi.
Hann hefur Iftið verið fyrir það að spá fyrir um hvaða sæti
hann lendir f fram að þessu og þegar hann var spurður var
svarið einfalt. „Við skulum bara sjá hvernig fer að leikslok-
um." Sveinn Rúnar, höfundur lagsins, hefur heldur ekki viljað
skjóta á hvaða sæti Island lendir f þótt hann hafi gefið það frá
sér í hálfkæringi fyrr f vikunni að stefnan væri sett á að rústa
keppnina. „Ég verð f raun sáttur ef við verðum einhvers stað-
ar þar sem veðbankarnir hafa sett okkur," sagði Sveinn en
vfðast eru (slendingar f kringum 12. sætið. Stöku veðbankar
hafa þó sett Island f fjórða til sjöunda sæti á meðan aðrir
setja okkur alveg niður í 16. sætið, en sú tala er fslendingum
að góðu kunn..