Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004
Fókus DV
2SCSSSSgf
s=sSa&
•SSr~.
liWk
Ég er fædd 1953 og ég vissi
ekkert um ísland fyrr en maður-
inn minn kom heim og sagði að hann
hefði fengið boð um að koma hingað.
„ísland, það hlýtur að vera eitthvert
land þar sem eru engir ísskápar, hugs-
aði ég með mér. Fólk var líka að segja
mér að hér væri kannski bara eitt tré.
Venjulegt fólk í Kína veit ekki mikið,
eða kannski ekki neitt um ísland,"
segir Jianhua Yan.
„Þegar ég svo kom hingað í júlí
1990 með Steinar 8 ára gamlan var
bjart allan sólarhringinn og mjög gott
og fallegt veður. Fyrst ætluðum við
bara að vera hérna í eitt eða tvö ár en
svo héldu rannsóknir mannsins míns
áfram þannig að við erum hér enn.
Þegar sonur minn fékk nafnið Steinar
hér á íslandi var það alveg eðlilegt því
nafnið mitt þýðir einmitt steinn og við
köllum hann líka Steinar. í byrjun
starfaði ég á veitingahúsinu Asíu en
1991 fór ég að vinna í fiskbúðinni Sæ-
björgu og var þar næstu átta árin. Ég
vann við að pakka og skera fisk og út-
búa fiskfars. Þar var skemmtilegt að
vera og enginn sem talaði ensku svo
vinnumálið var kínverskustungin ís-
lenska og einn af samstarfsmönnum
mínum var orðinn nokkuð góður í
kínversku. Þegar hann hringir byrjar
hann alltaf að tala kínversku. Árið
Landnámsmenn
Elísabet Brekkan
2000 fór ég svo að vinna hjá Rikki
Chant Eigandinn þar er frá Malasíu og
hefur verið hér á íslandi í 30 ár. Við
höfum ferðast mjög mikið innanlands
og núna nýverið hef ég fengið ferða-
skrifstofuleyfi. Fyrirtækið mitt heitir
Ferðast ehf. og ég vonast til þess að
geta farið með hópa af nýjum ferða-
mönnum frá Kína í ýmsar ferðir.
Fámennið og vatnið heilla
Þegar við vorum nýkomin hingað
kenndi ég Steinari að rita kínversk
tákn en það er mjög erfitt að komast
upp á lag með það. Hann hafði svo
mikið annað að læra þannig að núna
skrifar hann ekki mikla kínversku en
talar hana mjög vel. Það sem mér
finnst gott við að vera hér er að hérna
er ekki svo mikið af fólki og vatnið og
loftið er gott.
Hérna á íslandi eru Kínverjar um
200 talsins. Við þekkjum næstum því
alla enda hefur maðurinn minn verið
formaður í samtökum Kínverja á ís-
landi. Mér finnst ekkert sérstaklega
erfitt að kynnast fslendingum. Ég hef
mjög gaman af því að fara í sund og
stundaði sundlaugarnar í Laugardaln-
um mikið fyrir nokkrum árum. Núna
fer ég kannski bara einu sinni í viku.
Það var einmitt í sundlaugunum
sem ég kynntist okkar bestu ís-
lensku vinum. Þau heita Vilhjálmur og
Olga og við höfum ferðast saman og
förum oft í labbitúra. Vilhjálmur er
kennari og Olga vinnur í banka. Við
Kínverjar drekkum mikið te en ég er
nú eiginlega hætt að drekka kínverskt
te. Ég drekk bara íslenskt te. Olga
kenndi mér nefnilega að þekkja jurt-
imar og nú fer ég alltaf á sumrin með
lækningajurtabók í hendinni og tíni í
mitt eigið te. Já, ég elska fslenskt te og
ég elska líka ísland. Þetta er svo frá-
bært, maður fær ekki kvef og svo er
svo gott að sofna eftir að hafa drukkið
íslenska teið.
Framtíðin líklega á fslandi
Foreldrar mínir og tveir bræður
búa í Kína. Þessir ættingjar mínir hafa
aldrei komið hingað en við tölum oft
saman í síma. Sumir verða hissa þegar
ég segi að ég á tvo bræður og að mað-
urinn minn er úr fjögurra systkina
hópi. Það var ekki bannað að eiga fleiri
en eitt bam á þeim tíma, það komst
ekkiáfyrren 1981.
Þegar ég bjó í Kína bjó ég lfka langt
frá foreldrum mínum. Kína er svo
rosalega stórt land. Maðurinn minn
aftur á móti á marga ættingja hérlend-
is. Móðir hans býr hér hjá yngri systur
Hjónin Viktor Wang og Jianhua Yan búa
í Vogunum hér i Reykjavik ásamt syni
sinum Steinari. Viktor Wang starfar viö
rannsóknir hér i Háskóla Islands og hef-
urgert frá 1989, en fjölskyldan samein-
aðist hér á landi 1990. Þau eru hingaö
komin frá borginni Hefei Anhui I Austur-
Kina. Ibúar þar eru um hálfmilljón. Þar
störfuöu hjónin bæði á Chinese
Academy ofScience, klnverskri rann-
sóknarstofnun á háskólastigi. Þarstarfa
um eitt þúsund manns. Viktor Wang
fékk tilboö um aö koma hingað til lands
vegna leysigeislarannsókna sinna enda
höföu rit eftir hann veriö birt í helstu
timaritum heims i þessum málaflokki.
Hann vinnur viö litrófsgreiningu, eraö
rannsaka orkuríkar sameindir og þarf
nú liklega fræðimann á heimsmæli-
kvarða til þess að skýra það út. Hann
starfar á Raunvisindastofnun bæöi viö
rannsóknir og kennslu. Eiginkonan Yan,
sem er tæknihönnuöur að mennt,
starfar hér á veitingahúsinu Rikki Chan í
Kringlunni. Steinar er í Háskóla íslands
og leggurstund á efnaverkfræði.
hans og fjölskyldu hennar. Hann á
tvær systur og einn bróður sem búa
hér þannig að sá vængur fjölskyld-
unnar hittist oft og við borðum sam-
an. f borginni okkar er fremur kalt á
vetrum og þó að kuldinn fari sjaldan
niður fyrir 5 mínus gráður þá er það
ansi hreint bítandi, ekki síst vegna
þess að húsin em svo illa einangmð og
hiti innanhúss bara hinn sami og úti.
Maðurinn minn var einmitt að
segja frá því að þegar hann var barn
ffaus oft í skálum og bollum. Það er
erfitt að koma sér undan þyklcum
ábreiðum á slíkum morgnum. Við sof-
um þá í mjög mörgum flíkum og lát-
um okkur hverfa undir þykkar ábreið-
ur. Svona var þetta þegar við fómm en
núna er víst orðið aðeins hlýrra inni í
húsum. Heita vatnið hér er gott. Hér
búum við í 120 fermetra húsnæði, sem
hefði þótt mikið í gamla daga en núna
em fjölskyldur í Kína líka komnar með
stórt húsnæði. Bræður mínir búa í
stærri íbúðum en ég hér.
Framtíðin verður lfldega hér á ís-
landi. Að minnsta kosti vonast ég til
þess að geta farið að taka á móti ferða-
mönnum og sýnt þeim það sem mér
finnst fallegast hér á landi. í vinnunni
er kokkur sem lagar matinn en hér
heima sé ég um matseldina. Oftast er
nú Idnverskur matur en samt emm við
ansi mikið fyrir íslenskan mat lflca,
eins og fisk af ýmsu tagi. Fyrir svo utan
lambakjöt og eins á jólunum erum við
með hangikjöt og gerum allt eins og
íslendingar. Við förum þó ekki í kirkju
nema einu sinni þegar Steinar var að
syngja með Hamrahh'ðarkórnum,i þá
fórum við að hlusta á hann.
Einkenndist af rólegheitum, vellíðan og heillaóskum á alla kanta
degi. Það er stundum siður á frum-
sýningum að gefa gjafir og ég mætti
því með nokkrar kampavínsflöskur
og dreifði á milli herbergja. Ég hafði
farið í rfldð um daginn og keypt tvo
kassa of Gulu ekkjunni. Inn á her-
bergið mitt hrúguðust ógrynni af
höfðinglegum gjöfum, en ég fékk
meðal annars ofboðslega fallega
blómvendi, áritaðar bækur,
konfekt, ilmvötn, krem og heilla-
óskaskeyti í bunkum. Sýningin gelck
vel og ég var mjög ánægð með út-
komuna. Leikritið er stórt og mikið
- svona eins og rússibani sem fer af
stað og stoppar ekki fyrr en þremur
tímum síðar. Þegar tjaldið féll kom
mikið af góðu og fallegu fólki sem
óskaði okkur til hamingju. Við
færðum okkur svo inn á Kristalssal
þar sem þjóðleikhússtjórinn hyllti
höfundinn og kJappaði öllum að-
standendum lof í lofa. Ég ákvað að
taka því rólega um kvöldið og var
komin heim um 1. Þar beið vinkona
mín sem var að passa fyrir mig og
yfir samræðum deildum við á milli
okkar ostabakka sem ég hafði feng-
ið í gjöf. Þegar ég fór að sofa var ég
mjög ánægð með daginn, sem hafði
einkennst af rólegheitum, vellíðan
og heillaóskum á alla kanta. Það er
svo gott að vinna með góðu fólki,
það er það sem gerir gæfumuninn.
Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir lýsir frumsýningardegi
söngleiksins Edith Piaf.
Fimmtudagurinn 6. maí var hinn
rólegasti þrátt fyrir að um frumsýn-
ingardag á söngleiknum Edith Piaf
væri að ræða. Eftir að hafa
komið stelpunni minni
á leikskóla dundaði ég
mér heima hjá mér
við að lesa blöðin
og klappa kisunni
minni. Ég hugsaði
lítið um frumsýn-
inguna enda
höfðum við
sýnt áður fyrir
fullu húsi
þannig að
spenningurinn
hafði einhvern
veginn jafnast
út. Dagurinn
byrjaði því vel og
einkenndist alls ekki
af brjáluðu stressi. Þegar ég var búin
að fara í æðislegt steinanudd, heitan
pott og gufu á Nordica spa fór ég
með manninum mínum á Apótekið
þar sem ég fékk mér sushi. Þá var
kominn tími til að redda
barnapössun enda var ég orðin
nokkuð sein fyrir. Ég dreif mig því
niður í leikhús og var komin þang-
að um hálf sjö. Það er alveg sá tím-
inn sem það tekur að fara í smink
og taka sig til og þar sem leikritið er
söngleikur þarf einnig að fara í
sándtest. Það var hátíðarbragur í
leikhúsinu, fólk var mætt í betri föt-
unum og óskaði hvert öðru gleði-
legrar hátíðar. Einungis jákvætt
stress lét á sér bæra og frekar mætti
segja að ég væri í hátíðarskapi. Allir
voru meðvitaðir um hve mikla
vinnu við höfðum öll lagt á okkur
og að nú væri komið að uppskeru-