Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Side 13
TÍMARIT VFl 1972
3
Kennsla til BS prófs í verkfrœði við Háskóla íslands
Haustið 1970 innritaðist fyrsti
stúdentahópurinn í Verkfræði- og
raunvísindadeild háskólans sem
stefnir að BS-prófi í verkfræði. Með
þessu hefst nýr þáttur í starfi deild-
arinnar.
Fullt verkfræðinám við Háskóla
Islands hefur oft borið á góma, en
segja má að kveikja þessarar þróun-
ar, sem leitt hefur til núverandi
áætlunar, sé álitsgerð, sem Trausti
Einarsson prófessor, þáverandi deild-
arforseti, lagði fram á deildarfundi
hinn 10. október 1964. Taldi hann
óhjákvæmilegt að farið yrði að und-
irbúa síðarihlutanám í verkfræði við
háskólann. Skömmu síðar óskaði
deildin þess að menntamálaráðuneyt-
ið léti kanna möguleikana á síðari-
hlutakennslu í verkfræði. Undirtekt-
ir stjómvalda voru daufar.
Tímarit VFl reyndi að vekja at-
hygli á máli þessu og lagði eftirfar-
andi spurningu fyrir sjö kunna verk-
fræðinga:
Teljið þér æskilegt að hefja
kennslu í seinnihluta verkfræði við
Háskóla Islands? Hvaða greinar
verkfræðinnar koma þá helzt til
greina ?
Svör verkfræðinganna voru flest
á þann veg að hiö fyrsta þyrfti að
taka upp slíka kennslu.
Þessar jákvæðu undirtektir verk-
fræðinganna megnuðu þó ekki að
vekja verulegan áhuga fyrir málinu
innan verkfræðingastéttarinnar eða
Háskólans. Var nú um hríð hljótt um
þetta mál, eða fram til þess að störf
Háskólanefndar komust á lokastig í
árslok 1968. 1 desember 1968 skipaði
stjórn Verkfræðingafélags Islands
Gunnar Sigurðsson, Hjalta Einars-
son, Jakob Björnsson og Jóhannes
Zoega í nefnd til að gera tillögur
um framtíðarskipan verkfræðideild-
ar Háskóla Islands. Nefndin skilaði
álitsgerð sinni í maí 1970 (álitsgerð-
in var birt í 1. hefti Tímarits VFl
1970) og lagði hún þar til að tekin
yrði upp kennsla til lokaprófs eftir
4 ára nám. Samtímis þessu var á veg-
um verkfræðideildar unnið að frum-
áætlun kennslu til BS-prófa í verk-
fræði, en starf háskólanefndar VFl
hafði mótað þessa hugmynd. Þessi
frumáætlun deildarinnar var lögð
fram í janúar 1970, en þar eru meg-
indrættir hins nýja verkfræðináms
mótaðir, og á grundvelli þessarar
frumáætlunar var kennsla til BS-
prófs i verkfræði hafin haustið
1970. Frumáætlunin er birt í þessu
hefti Timarits VFÍ.
Ritnefnd tímaritsins telur nauð-
synlegt að kynna hið nýja nám vel
og er þetta hefti og hið næsta því
helgað kennslu í verkfræði við Há-
skóla Islands.
gerður að tæknilegum menntaskóla,
þar sem ekki væri ástæða til að
starfrækja tvo skóla, sem i reynd
mundu báðir brautskrá menn með
almennu verkfræðiprófi (BS-prófi).
Aðrir töldu að starfrækja ætti hann
með svipuðum hætti og nú og þá
einkum til að annast framhalds-
menntun þeirra, sem lokið hefðu
iðnprófi.
Háskólanefnd lauk störfum í sept-
ember 1969. 1 skýrslu nefndarinnar
eru ekki gerðar tillögur um, hvernig
skipuleggja eigi nám hinna ýmsu
deilda í einstökum atriðum, og
bent er á, að það hljóti að verða
verkefni deildanna sjálfra. Jafn-
framt er tekið fram, að tillögur ein-
stakra deilda þyrftu að liggja fyrir
í ársbyrjun 1970, ef unnt eigi að
i'eynast ao endurskoða þær og sam-
ræma nægjanlega tímanlega fyrir
undirbúning fjárlaga ársins 1971.
Háskólaráð hefur nú falið einstök-
um deildum umrædda tillögugerð og
hefur það fallið í hlut verkfræðiskor-
ar, að fjalla um nám, er miðar að
undirbúningi að verkfræðistörfum, og
gera tillögur um þær sérnámsgreinir,
er veita þarf kennslu í af þessu til-
efni.
Fyrirkomulag kennslu og prófa
Meðfylgjandi eru tillögur um fjög-
urra ára nám í byggingarverkfræði,
véla- og skipaverkfræði og rafmagns-
verkfræði. 1 tillögunum er gerð grein
fyrir skiptingu kennsluársins, náms-
greinum og niðurröðun þeirra á
kennslumisseri. Eins og þar kemur
fram, er gert ráð fyrir, að háskóla-
árið verði lengt, þannig að árlegur
kennslu- og próftími verði fullir níu
mánuðir. Að auki er svo að jafnaði
gert ráð fyrir starfsskyldu eða sér-
stökum námskeiðum mikinn hluta
sumarmánaðanna. Taka verður tillit
til þessara breytinga á námsskipan
í sambandi við námslán og aðrar
ráðstafanir varðandi kjör stúdenta,
eins og einnig er bent á í skýrslu
háskólanefndar.
Kennsluárinu er skipt í tvö misseri
moð prófum I lok hvors misseris, en
jafnframt er gert ráð fyrir, að unnt
verði að endurtaka próf að hausti,
áður en kennsla hefst. Rætt hefur
verið um að þrískipta háskólaárinu,
og sé það þá skipulagt í þremur
þriggja mánaða önnum (sbr. skýrslu
háskólanefndar). Ekki þótti rétt að
mæla með þessari þrískiptingu við
verkfræðinámið, en hins vegar verði
sérstökum tíma innan hvers misseris
varið til verklegra æfinga eftir því
sem við verður komið og á meðan
verði að jafnaði ekki önnur kennsla.
Með þessu fyrirkomulagi myndi fást
bezt heildarnýting kennsluársins.
Samkvæmt tillögunum er nám í
umræddum þremur höfuðgreinum
verkfræðinnar þvi sem næst eins á
fyrstu þremur misserum að því und-
anskildu, að skyldustarf á 2. misseri
verður stúdentinn að sjálfsögðu að
velja í samræmi við þá grein, sem
hann hyggst leggja stund á. 1 bygg-
ingarverkfræði er gert ráð fyrir, að
námið verði í heild eins fyrir alla
stúdenta að öðru leyti en þvi, að á
síðasta misseri er fyrirhugað, að stú-
dentarnir velji mismunandi lokaverk-
efni úr nokkrum nánar tilteknum
greinum. Fyrir þessu lokaverkefni er
ekki gerð grein i hinum sundurliðuðu
tillögum, en ætlaður hefur verið tími
til þess á síðasta misseri. Nám í
vélaverkfræði skiptist í tvennt, þ.e.
véla- og skipaverkfræði, en sú skipt-
ing verður ekki fyrr en á 6. misseri
en einkum verður aðgreiningin á 7.
og 8. misseri. Á tilsvarandi hátt
skiptist nám í rafmagnsverkfræði I
raforkuverkfræði og fjarskipta-
verkfræði og bæði í véla- og raf-
magnsverkfræði er fyrirhugað loka-
verkefni á sama hátt og áður er
minnzt á varðandi byggingarverk-
fræði.
Að loknu umræddu námi og próf-
um hafa stúdentarnir öðlast almennt
próf (BS-próf) í verkfræði, en jafn-
framt er haft I huga, að þeir, sem
þess óska, geti lokið sérhæfðu verk-
fræðiprófi (MS-prófi) að loknu eins