Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Page 15
TlMARIT VFl 1972
5
prófs næsta ár á eftir og til þess
er hálfsannarsárs undirbúningstími.
Svipuðu máli gegnir um aðrar sér-
greinir verkfræðinnar.
Að því er varðar fastráðningar
kennara, verður að leggja höfuð-
áherzlu á, að eigi síðar en á miðju
þessu ári verði skipað í þau tvö
embætti, sem verkfræðideiid og há-
skólaráð hafa nú þegar samþykkt
beiðni um, en ekki hefur verið ráð-
stafað enn. Annað þessara embætta
var í byggingarverkfræði og hitt í
rafmagnsverkfræði. Varla verður
lengur við það unað, að enginn fast-
ráðinn rafmagnsverkfræðingur starfi
við deildina.
Leggja verður sérstaka áherzlu á,
að strax á þessum vetri verði mótuð
sú stefna, sem gilda á um kennslu
verkfræðigreina við H.l. Að fram-
haldsathugunum er eðlilegast að
vinna í nefndum, sem skipaðar verði
til að fjalla um einstaka þætti
kennslunnar. Nefndirnar myndu að
verulegu leyti verða skipaðar mönn-
um utan háskólans og þurfa þær því
að vera launaðar. Jafnframt þarf að
verja nokkru fé til að standa straum
af öðrum kostnaði svo sem gagna-
öflun og hugsanlegum kynnisferðum
til erlendra háskóla.
Kostnaður
Erfitt er á þessu stigi að áætla
kostnað við umrædda kennslu í heild
og verður hér því aöeins leitazt við
að gera sér grein fyrir vissum þátt-
um árlegs kostnaðar.
Eins og fram hefur komið er reikn-
að með víðtækri samvinnu ýmissa
stofnana og fyrirtækja um verklega
kennslu. Stofnanirnar leggi til hús-
næði, tækjakost og starfsaðstöðu
fyrir kennara. Á móti komi hins veg-
ar starf kennara og stúdenta að sér-
stökum verkefnum innan stofnan-
anna. Þá hefur verið bent á, að á
vaxandi húsnæðisþörf til almennrar
kennslu beri að líta sem sameiginlegt
vandamál H.I., sem leysa verði án til-
lits til þess hvaða nýjar kennslu-
greinir verði ákveðið að taka upp.
Um árlegan kostnað að frátöldum
vöxtum og afborgunum af bygging-
arkostnaði má draga nokkrar álykt-
anir af áætluðum fjölda kennara og
kennslustunda. Miðað við, að laun
fastra kennara verði 0,4 Mkr/a og
kostnaður við kennslu annarra kenn-
ara verði 500 kr/h, verður launa-
kostnaður um 13,5 Mkr/a. Annan
kostnað, svo sem viðhald tækja o.fl.,
má áætla um 4,5 Mkr/a og samtals
verður þá árlegur kostnaður um 18
Mkr.
Að sjálfsögðu ber að taka þessar
lauslegu áætlanir með varúð. Að því
er virðist, má reikna með, að árleg-
ur kostnaður við kennslu verkfræði-
greina til almennra prófa í bygging-
arverkfræði, véla- og skipaverkfræði
og rafmagnsverkfræði verði 15-20
Mkr/a fram yfir það, sem nú er
varið til upphafskennslu í þessum
greinum. Til samanburðar má geta
þess, að nú er varið um 8 Mkr/a til
deildarinnar. Hér er árlegur kostnað-
ur vegna byggingaframkvæmda ótal-
inn, eins og áður kom fram. Fyrst
um sinn er hugsanlegt að fullnægja
aukinni húsnæðisþörf með leiguhús-
næði og má áætla húsaleigu um 1
Mkr/a.
Hafa ber í huga, að raunverulega
er þessu fé ekki varið til ltennslunnar
einnar, þar sem mjög bætt aðstaða
verður til verkfræðirannsókna með
tilkomu kennslunnar, sem stuðla mun
að aukinni verkmenningu í landinu
og þjónustu við atvinnulíf landsins.
Þá er ennfremur rétt að geta þess, að
líklega munu 10-15 Mkr/a sparast
í gjaldeyri, sem annars þyrfti til að
greiða námskostnað viðkomandi stú-
denta við erlenda háskóla. Náms-
kostnaður hér heima verður einnig
lægri en við erlenda háskóla og
mundi það gera fleiri stúdentum
kleift að leggja í verkfræðinám.
Allar áætlanir um kostnað hafa
verið miðaðar við, að kennslunni
væri að fullu komið á. Sé reiknað
með, að það taki 3-4 ár, verður á
næsta ári lítil aukning á núverandi
kostnaði fram yfir það sem hlýzt af
um 15% lengingu kennsluársins.
Annað nám
Um nám í öðrum greinum en bygg-
ingarverkfræði, véla- og skipaverk-
fræði og rafmagnsverkfræði hefur
verkfræðiskor ekki gert sérstakar
áætlanir enn. Vorið 1969 skipaði þá-
verandi háskólarektor, próf Ármann
Snævarr, ásamt forseta verkfræði-
deildar, fimm manna nefnd til að
fjalla um kennslu til fyrrihlutaprófs
í efnaverkfræði. Álit nefndarinnar er
væntanlegt innan skamms og mun
þá verða fjallað um þessi efni í skor-
inni. Eins og áður var minnzt á,
var í álitsgerð um líklega „Þróun
verkfræðideildar áratugina 1970-
1990“ gert ráð fyrir, að kennsla í
efnaverkfræði hæfist á tímabilinu
1970-75, og hefur undanfarið verið
stefnt að því, að hún gæti hafizt
sem fyrst, helzt nú næsta haust.
Um kennslu í eðlisverkfræði, sem
einnig var ráðgert að hefja á tíma-
bilinu 1970-’75, verður eðlilegast að
fjalla, þegar tillögur stærðfræði- og
eðlisfræðiskora um nám í viðkom-
andi greinum liggja fyrir. Væntan-
lega verða nemendur í eðlisverkfræði
yfirleitt fáir og nám í greininni verð-
ur því að skipuleggja í nánum tengsl-
um við aðra kennslu.
Þá hefur verið rætt um hugsan-
lega kennslu í húsagerðarlist a.m.k.
til fyrrihlutaprófs í greininni. 1 til-
efni af því hefur verið fjallað um
málið í Arkitektafélagi Islands og
er beðið eftir áliti félagsstjórnarinn-
ar.
Með tilliti til mikilvægis fiskveiða
fyrir Islendinga er það brýn nauð-
syn að hið allra fyrsta verði tekin
upp kennsla í þeim vísinda- Og verk-
fræðigreinum, sem nútíma fiskveið-
ar byggjast á. Eðiilegt er, að verk-
fræðideild annist þessa kennslu.
Margar þessara greina myndu vera
nátengdar sumum þeim greinum, sem
nú þegar eru kenndar við deildina
eða verða það með BS-náminu, svo
sem skipaverkfræði og líffræði.
Fyrri hluti náms í veiðiverkfræði
gæti þannig orðið sameiginlegur
ýmsum öðrum verkfræðigreinum að
talsverðu leyti, en ýmsum greinum
þyrfti að sjálfsögðu að bæta við, svo
sem haffræði; líffræði sjávarins;
veðurfræði; fiskifræði o.fl. Aðstaða
til rannsókna er þegar fyrir hendi
að nokkru á Hafrannsóknastofnun
og rannsókna- og fiskileitarskipum.
Þá er ekki siður brýn þörf á að
taka upp kennslu í Verkfræðideild í
fiskiðnaðarverkfræði. Ætti að vera
óþarfi að rökræða það nánar. Slík
kennsla gæti á fyrri hluta væntan-
lega verið sameiginleg öðrum verk-
fræðigreinum, einkum efnaverkfræði,
svo og líffræði. Rannsóknaraðstaða
er að nokkru fyrir hendi í Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins.
Ætla má að Island sé sérlega hent-
ugt umhverfi fyrir vísindastarf á
sviði fiskveiða og fiskiGnaðar. Hér
er rótgróin og almenn menning á
þessum sviðum, sem þó ber mikla
nauðsyn til að hefja á hærra stig.
Þetta er því eitt af þeim sviðum,
þar sem íslenzk vísindi ættu að geta
staðið sig vcl á alþjóðlegan mæli-
kvarða.
Verkfræðideild og Tækniskólinn
Eins og vikið er að i inngangi,