Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Page 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Page 16
6 TÍMARIT VPI 1972 BS nám í véla 1. Inngangur Sumarið 1970 skipaði rektor Há- skóla Islands nefnd til undirbúning-s væntanlegri kennslu til BS-prófs í véla- og skipaverkfræði. 1 nefndina voru skipaðir þeir Guðmundur Björnsson prófessor, sem var for- maður nefndarinnar, Gunnar H. Kristinsson, vélaverkfræðingur, Jón B. Hafsteinsson, skipaverkfræðingur, Páll Lúðvíksson, vélaverkfræðingur og Viggó E. Maack, skipaverkfræð- ingur. 1 erindisbréfi nefndarmanna frá deildarforseta verkfræði- og raunvís- indadeildar er tekið fram, að 1. gert skuli ráð fyrir fjögurra ára námi með 9 mánaða árlegum kennslutíma auk verkþjálfunar- tíma á viðurkenndum vinnustöð- um. 2. ætlazt er til, að lokapróf í BS- verkfræði veiti full starfsréttindi. 3. nefndin geri tillögur um náms- efni, kennsluaðstöðu, kennaraþörf og fyrirkomulag kennslu og prófa. 4. þess sé vænzt, að nefndin skili bráðabirgðaáliti fyrir 1. marz 1971 og endanlegu áliti fyrir 1. júlí 1971. virðist þróunin í kennslu Tækniskóla Islands stefna í þá átt að tækni- fræðingar hafi eftir lokapróf hlið- stæða menntun og þeir BS-verkfræð- ingar sem hér er ráðgert að Háskól- inn útskrifti, þó að við H.l. verði lögð meiri áherzla á hina fræðilegu hlið. Væru þar með komnar á fót hér á landi tvær samhliða námsbrautir í tveimur skólum að hliðstæðu mennt- unarmarki. Telja verður að íslenzkt þjóðfélag hafi ekki efni á slíku. Með tilkomu kennslu til BS-prófs í verk- fræði við H.l. verður því með öllu óhjákvæmilegt að samræma kennslu- hætti H.I. og T.I., þannig að hvor um sig gegni sínu hlutverki og hvor styðji annan. Lagt er til, að þvi verði beint til Menntamálaráðuneytisins, að það hlutist til um lausn þessa máls. og skipaverkfræði við Háskóla íslands Eftir Þorbjörn Karlsson. Nefndin hóf störf sin haustið 1970 og skilaði bráðabirgðaáliti í ágúst 1971. Endanlegt álit liggur ekki fyr- ir þegar þetta er ritað (janúar 1972), en væntanlega verður það ekki mjög frábrugðið bráðabirgðaálitinu, sem hér verður lýst i stuttu máli. Við undirbúning nefndarálitsins leitaðist nefndin við að kynna sér verkfræðinám í núverandi mynd við fjölmarga erlenda tækniháskóla austan hafs og vestan. Einstakir nefndarmenn og fleiri saman heim- sóttu auk þess tiltekna erlenda tækniháskóla og kynntu sér þar einstakar námsgreinar, kennslu- og æfingatæki og aðstöðu óg ræddu við kennara í þeim greinum. Voru þá jafnframt kannaðir möguleikar væntanlegra BS-verkfræðinga á að komast í framhaldsnám sérgreina að loknu prófi í BS-verkfræði við H.I., en möguleikar á slíku framhaldsnámi voru einnig ræddir á rektorafundi norrænu tækniháskólanna í maí 1971. Telur undirbúningsnefndin, að góðir möguleikar verði á því, að væntan- legir BS-verkfræðingar fái aðgang ao framhaldsnámi í sérgreinum er- lendis, og muni það geta orðið 1 til 2 ár, breytilegt eftir sérgreinavali og eftir þvi hve vel það fellur að námsgreinaskipan hins bundna BS- náms, er áður hefur verið lokið. Er það ætlun undirbúningsnefndarinnar, að meirihluti BS-verkfræðinga muni leita í slíkt nám og þá til fleiri landa en Norðurlandanna. 2. Verkfræðingaþörf á Islandi Þar sem innritun nýstúdenta í véla- og skipaverkfræði er mjög lítil miðað við aðrar verkfræðigreinar taldi undirbúningsnefndin nauðsyn- legt að gera stutta grein fyrir þörf hér á landi fyrir verkfræðinga í sér- greinum véla- og skipaverkfræði. Þar sem hér er um fróðlegt yfirlit að ræða, sem mönnum kynni að leika forvitni á að athuga nánar, verður þessi hluti nefndarálitsins birtur hér í heild með smábreytingum. Samkvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjóra Verkfræðingafélags Islands er fjöldi starfandi íslenzkra verkfræðinga árið 1971 eins og sýnt er í töflu I. Ekki eru í töflunni taldir nokkrir verkfræðingar heima og er- lendis í öðrum en þó skyldum grein- um. VarGandi skiptingu greina í flokka skal tekið fram, að eðlisfræð- ingar eru ekki taldir með eðlisverk- fræðingum sökum skorts á upplýs- ingum um eðlisfræðinga, sem ekki eru aðilar að Verkfræðingafélagi Islands. Töfluyfirlitið sýnir, að miðað við eðlilegt viðhald á fjölda starfandi verkfræðinga í hinum ýmsu verk- fræðigreinum og hlutfallslega sömu fjölgun í þeim öllum ætti hlutfalls- legur fjöldi nýrra verkfræðinga á ári að vera eins og sýnt cr í töflu II. Ef gert er ráð fyrir æskilegri þróun i framkvæmda- og atvinnulífi lands- ins i næstu framtíð má hinsvegar telja fullvíst, að fjöldi starfandi verk- fræðinga í öðrum greinum verkfræði en í byggingarverkfræði verði að vaxa örar en þar greinir. Er það for- senda þess, að æskileg þróun í fram- kvæmda- og atvinnulífi landsins geti átt sér stað. Óhugsandi er að halda áfram hraðri uppbyggingu hafna, vega, húsnæðis til atvinnurekstrar og vatnsorkuvera, ef ekki rís jafn- framt upp samkeppnishæfur iðnaður og framleiðsla, sem hagnýtt getur fyrrgreind mannvirki. Þegar fjöldi verkfræðinga er at- hugaður á meðal iðnþróaðra ná- grannaþjóða og skipting þeirra á verkfræðigreinar, kemur í ljós, að þar er svipaður fjöldi starfandi í hverri grein byggingar-, efna-, raf- magns- og véla/skipa-verkfræði. Ætla má, að æskileg þróun hér á landi ætti að stefna í sömu átt. Með tilliti til framtíðarhorfa í at- vinnumálum má gera ráð fyrir því, að eðlilegri skipting verkfræðinga eftir greinum verði eins og sýnt er í töflu III. Má þá jafnframt gera ráð fyrir því, að fyrstu fjórar grein- arnar verði smám saman jafnari, þegar frá líður. Tækniþróun hins menntaða heims hefur hert mjög á kröfum til tækni- menntunar, og fara kröfur þessar ört vaxandi á öllum sviðum. Jafn-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.