Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Qupperneq 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Qupperneq 9
TIMARIT VPI 1972 71 ar frá fleiri starfsgreinum, þannig aO hópurinn geti, þegar við á, leyst fjölþætt verkefni sameiginlega. Einn slikur starfshópur margra sjálf- stæðra verkfræðistofa úr ýmsum greinum er þegar tekinn til starfa og sú reynsla, sem fengizt hefur, lof- ar góðu um framhaldið. Að lokum þetta um ráðgjafar- starfsemi: Ég held, að efling þessa þjónustu- forms meðal efnaverkfræðinga sé mjög mikilvæg varðandi árangur af starfi, og áhrif okkar sem sérfræð- inga. Ástæðan er beinlínis sú, að ráðgjafarverkfræðingurinn er neydd- ur til að sýna samborgurum sínum árangur í starfi og til að túlka sjón- armið sín víðsvegar, annars fær hann ekki staðizt. Efnaverkfræðileg- ur ráðgjafi skapar þó venjulega ekki mikil bein verðmæti. Hans er að gefa öðrum tækifæri til að gera það. Rannsóknastofnun iðnaðarins Samkvæmt lögum nr. 64/1965 um rannsóknir 1 þágu atvinnuveganna hóf Rannsóknastofnun iðnaðarins starfsemi sína þann 1. sept. 1965 sem sjálfstæð stofnun, sem heyrir undir Iðnaðarráðuneytið. Tók stofnunin við starfsemi Iðn- aðardeildar Atvinnudeildar Háskól- ans, sem þá var aðallega efnagrein- ingastarfsemi. Til þess að hafa tengslin og sam- starfið við íslenzkan iðnað sem nánast, er skipulag stofnunarinnar þannig, að í stjórn stofnunarinnar eru 3 menn, einn tilnefndur af iðn- aðarráðherra, einn af Félagi Islenzkra iðnrekenda og einn af ráðgjafanefnd stofnunarinnar, en í ráðgjafanefnd hennar eru fulltrúar frá atvinnulíf- inu. Verkefni Rannsóknastofnunar iðn- aðarins skulu meðal annars vera: 1. Rannsóknir til eflingar og hags- bóta fyrir iðnaðinn í landinu og rannsóknir vegna nýjunga á sviði iðnaðar og annarrar fram- leiðslu. 2. Rannsóknir á nýtingu náttúru- auðæfa landsins í þágu iðnaðar. 3. Nauðsynleg rannsóknaþjónusta í þeim greinum, sem stofnunin fæst við. 4. Kynning á niðurstöðum rann- sóknanna í visinda- og fræðslu- ritum. Til framkvæmda á verkefnum þeim sem að framan eru talin, skal starfsemi stofnunarinnar greinast í eftirtalin verksvið: 1, Efnarannsóknir vegna sérverk- efna og nýjunga í iðnaði og ann- arri framleiðslu. 2. Almennar efnarannsóknir sam- kvæmt 3. lið að framan. Eftir Pétur Sigurjónsson 3. Gerlarannsóknir. 4. Rannsóknir vegna tilraunafram- leiðslu. 5. Rannsóltnir á sviði véla og tækni. Eins og sjá má er hér um um- fangsmikla breytingu á starfssviði stofnunarinnar að ræða frá því sem áður var, og nú stefnt í þá átt, að stofnunin verði íslenzkum iðnaði að meira gagni en áður. Er þessi endurskipulagning byggð á þeirri staðreynd, að til þess að þjóðfélag megi vaxa hvað lífskjör viðvíkur, þá er það undirstöðuatriði að tæknikunnátta með góðri rann- sóknaaðstöðu sé staðbundin í land- inu. Ekkert þjóðfélag hefur enn getað starfrækt atvinnuvegi sína á tækni- þekkingu erlendra aðila eingöngu. Það er fyrst þegar þjóðfélagið öðlast færa innlenda sérfræðinga að at- vinnugreinarnar verða traustar og öruggar, og því er Rannsóknastofnun iðnaðarins ætlað það hlutverk að auka tækniþekkingu og tæknirann- sóknir hér á landi, eins og sést á verkefnalýsingu stofnunarinnar. 1 byrjun var aðeins um efnagrein- ingar að ræða, en efnagreiningastarf- semin hefur afmarkað starfssvið, sem getur ekki leyst öll vandamál Islenzks iðnaðar, og þess vegna hef- ur Rannsóknastofnun iðnaðarins leitast við að finna fleiri rannsókna- svið til þess að geta orðið iðnaðinum að sem mestu gagni. Við stofnunina hafa þvl risið upp ný rannsóknasvið og eru þau helztu: mengunarrannsóknir, málmiðnaðar- rannsóknir, tréiðnaðarrannsóknir, trefjaiðnaðarrannsóknir, ásamt sjálf- stæðum rannsóknum á nýtingu Is- lenzkra hráefna til iðnaðar. Til þess að sinna þessum verkefn- um starfa við stofnunina 7 efna- og efnaverkfræðingar, 2 tæknilegir að- stoðarmenn, 4 aðstoðarstúlkur, 3 stúlkur við ritun, símavörzlu, gler- þvott o. fl., eða 17 manns með for- stjóra. Ef litið er á verkefni stofnunarinn- ar, þá má greina þau I 2 flokka. I öðrum flokknum eru þjónustu- rannsóknir, en það eru ýmsar rann- sóknir, sem beðið er um af ákveðn- um aðilum og greiða þeir þá fyrir rannsóknirnar sjálfir. Með slíkar rannsóknir er farið sem trúnaðar- mál og niðurstöður eða einstök at- riði rannsóknanna ekki birt opin- berlega eða tiltæk öðrum aðilum. 1 hinum flokknum eru rannsóknir, sem stofnunin sjálf hefur frumkvæð- ið að og þá mjög oft I samráði við samtök einhverrar iðngreinar. Eru þessar rannsóknir þá birtar, ýmist sem fjölrit eða dreifabréf. Ef hin ýmsu starfssvið eru athuguð frekar þá má I stuttu máli nefna þessi: Efnagreiningastarfsemin. Leitast hefur verið við, að þessi starfsemi, sem og önnur starfsemi við stofnunina, sé unnin fljótt og af vandvirkni. Sérfræðingar stofn- unarinnar fylgjast mjög vel með öllum nýjungum, og stofnunin reynir að hafa ávallt sem beztan tækjakost. Þessar efnagreiningar eru mjög fjölbreyttar, og má nefna efni eins og gas, vatn, matvæli málmefni, steinefni ásamt fjölda annarra llfræna sem óllfrænna efna, sem of langt mál yrði að telja upp.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.