Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Síða 10
72
TlMARIT VFI 1972
Mengimarrannsóknir.
Viö stofnunina er unnið að víötæk-
um mengunarrannsóknum, bæði í
lofti, vatni og jarðvegi, ásamt öðrum
efnum, svo sem matvælum.
Rannsóknirnar á mengun um-
hverfis Sstraumsvík af völdum
fluors eru mjög yfirgripsmiklar og
eru bæði rannsóknir á lofti, vatni og
gróðri ásamt jarðvegi. Ýmsar vatns-
rannsóknir eru einnig stór liður í
starfsemi þessari.
Málmiðnaðarrannsóknir.
Á síðustu árum hafa málmrann-
sóknir orðið æ stærri liður í starf-
semi stofnunarinnar. Eru rannsóknir
þessar mjög fjölbreytilegar og eru
bæði á sviði efnafræði og eðlisfræði.
Tækjakostur til þessara rannsókna er
góður, þar sem stofnunin hefur tæki
til röntgenmyndunar ásamt öðrum
fullkomnum tækjum til svokallaðrar
Nondestractive Testing. Er því mögu-
legt að leysa þau vandamál sem
berast, en efnagreiningar eru einnig
stór liður í sambandi við þessar rann-
sóknir.
Málmtæringarannsóknir eru undir
þessum lið og aukast hratt, enda er
aðstaða stofnunarinnar á því sviði
orðin allgóð.
Tréiðnaðarrannsóknir.
Einnig á þessu sviði hefur stofn-
unin bætt rannsóknaaðstöðu sína.
Verkefnin eru hér einnig fjölbreyti-
Ieg, og af þeim helztu ná nefna rann-
sóknir á lími og límingu, vanda-
mál I sambandi við límingu á harð-
við og harðplasti ásamt hinu sigilda
vandamáli með raka í viði.
Einnig hér er um efnafræðileg og
eðlisfræðileg vandamál að ræða.
Tref jaiðnaðarrannsóknir.
Rannsóknir þessara hafa aðallega
beinzt að gæðaeftirliti á fjölbreyti-
legum iðnaðarvörum úr ýmsum
trefjaefnum, svo sem ull, bómull og
plastefnum.
Sjálfstæðar rannsóknir.
Helztu sjálfstæðu rannsóknaverk-
efni eru rannsóknir á notkunarmögu-
leikum íslenzkra hráefna, svo sem
leirs, perlusteins og vikurs tii fram-
leiðslu á iðnaðarvörum. Er hér um
umfangsmiklar rannsóknir að ræða,
sem enn eru þó á byrjunarstigi, en
veita sýnilega mikla möguleika.
Undir þessum lið má einnig telja
þær sjálfstæðu rannsóknir á málm-
tæringarvandamálum, sem stofnunin
fæst við.
Þetta er einungis stutt yfirlit yfir
starfsemi Rannsóknastofnunar iðn-
aðarins, en stofnunin er ávallt opin
öllum þeim, sem vilja kynna sér nán-
ar þá starfsemi, sem þar fer fram,
eða þá til þess að fá leyst úr ýmsum
vandamálum.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Eftir dr. Þórð Þorbjarnarson
Ég mun í þessu stutta spjalli fylgja
að mestu þeim tilmælum, sem ég
fékk frá undirbúningsnefndinni um
efnisval og niðurröðun. Þeim sem
vilja fræðast nánar um starfsemi
stofnunarinnar vil ég benda á árs-
skýrslur hennar, svo og grein um
sögu stofnunarinnar og uppbyggingu
er birtist í ritinu Mennt er máttur,
sem út kom 1968.
Það er þá fyrst að svara þeirri
spurningu, hvað sé gert á stofnun-
inni:
Starfseminni má skipta i þrjá
meginþætti, þ. e. sjálfstæðar rann-
sóknir, þjónustustörf og kennslu.
Fyrir tveim árum var gerð á því
athugun, hvemig starfstimi sérfræð-
inganna skiptist milli þessara þátta
og kom þá í ljós, að í hlut sjálf-
stæðra rannsókna komu 37%, en
63% í hlut þjónustu og kennslu.
Þetta hlutfall er ennþá lítið breytt
og ber það með sér að takmarkað
svigrúm er til sjálfstæðra rannsókna
og minna en æskilegt er fyrir stofnun
af þessu tagi.
Rétt er að taka fram í þessu sam-
bandi, að bilið milli sjálfstæðra rann-
sókna og þjórrustustarfa er oft mjög
ógreinilegt og því erfitt að draga
skýrar markalínur þar á milli. T. d.
kemur það ósjaldan fyrir, að
verkefni, sem í upphafi flokkast
undir sjálfstæðar rannsóknir, þróast
í það að verða venjubundin þjón-
ustustörf. Hygg ég að þetta sé ekki
sérstætt fyrir Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins og að aðrar hliðstæðar
stofnanir hafi svipaða sögu að
segja.
Við skulum þá athuga I hverju
þessir þrír þættir eru einkum fólgn-
ir og byrja á þjónustustörfunum.
Þar kveður langtum mest að rann-
sóknum sýnishorna af hráefnum og
framleiðslu fiskiðnaðarins, svo og
margvíslegum hjálparefnum, sem
hann notar. Er hér bæði um efna-
og gerlafræðilegar rannsóknir að
ræða auk ýmissa annarra athugana,
sem gerðar eru. Fjöldi sýnishorn-
anna er 5000—6000 á ári og eru þá
meðtalin um 2000 sýnishom, sem
gerladeildin rannsakar fyrir heil-
brigðisþjónustuna.
Annar þáttur þjónustustarfanna er
fólginn í margs konar eftirliti, sem
stofnunin annast fyrir það opinbera.
Þar ber hæst eftirlit með niðursuðu-
verksmiðjum og útflutningi niður-
soðins varnings og eftirlit með
notkun rotvarnarefna í loðnuverk-
verksmiðjum. Til þjónustustarfa
teljum við líka margháttuð ráðgef-
andi störf, sem stofnunin hefir með
höndum eins og t. d. fyrir niðursuðu-
iðnaðinn.
Kennslan er fólgin í námskeiðum,
sem stofnunin hefur haldið fyrir
verkstjóra og aðra framámenn í fisk-
iðnaðinum. Námsefnið er af marg-
víslegu tagi, en flest hafa námskeið-
in fjallað um hreinlæti og hollustu-
mál í fiskiðnaði. Nokkuð á þriðja
hundrað nemendur hafa sótt þessi
námskeið á undanförnum tveim ár-
um. Fiskvinnsluskólinn, sem tók til
starfa þann 1. nóv. s.l., er i raun-
inni vaxinn upp af þessum nám-
skeiðum, og með tilkomu hans fellur