Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Side 11
TIMARIT VPI 1972
73
kennsla hjá stofnuninni trúlega nið-
ur.
Kem ég þá að þriðja þættinum, þ.
e. rannsóknum á sjálfstæðum verk-
efnum. Verkefnin í þessum þætti eru
af ýmsum toga spunnin. Að sumum
þeirra er unnið árum saman, en önn-
ur eru meira í ætt við skyndiverk-
efni eða það sem á ensku er kallað
trouble shooting. Rétt er að ég telji
upp nokkur þeirra, sem unnið hefir
verið að á þessu ári, en ég hlýt að
fara mjög fljótt yfir sögu:
1. Geymsla og meðferð bolfisks
er eitt af föstum verkefnum stofn-
unarinnar. Þýðingu þess má marka
af því, að bæði magn og gæði þeirra
afurða, sem úr bolfiskinum fást eru
að mjög miklu leyti undir þvi kom-
in, hvernig hann hefir verið geymd-
ur og hve vel hefir verið með hann
farið. Einn liður í þessum verkefna-
flokki var fólgin í prófun og mati á
notagildi fiskkassa fyrir sumar-
veiddan togbátafisk i Vestmannaeyj-
um. Rannsóknastofnunin var einn
af þrem aðilum, sem unnu þetta verk
fyrir tveim árum, og er til um það
löng og ítarleg skýrsla.
2. Hreinlœti í freðfiskiðnaði er ann-
að langvarandi verkefni, sem bæði er
gerlafræðilegt og byggingarfræði-
legt. Fyrir einu ári gaf stofnunin út
leiðarvísi fyrir frystihúsin um þessi
mál í samvinnu við nokkra aðila.
Nafn ritsins er Handbók fyrir frysti-
hús en undirtitillinn hreinlceti og
hollustuhœttir. Er bók þessi nú til I
öllum fyrstihúsum landsins og raun-
ar miklu vlðar.
3. Prófun nýrra tœkja og áhalda
má segja að sé fastur liður í starf-
semi stofnunarinnar. Meðal tækja
sem prófuð hafa verið nýlega má
nefna sjávarlsvél af nýrri gerð, roð-
flettivél, sem byggist á nýjum grund-
vallar sjónarmiðum og beinskilja af
japönskum uppruna. Þvi miður er
það sjaldgæft að við getum gefið
þessum vélum afdráttarlaus með-
mæli, þó er eitt af þessum tækjum
komið í almenna notkun hér á landi.
7/. Tilraunir með rotvörn bræðslu-
fisks hafa staðið af og til í mörg ár.
Algengasta rotvamarefnið er sem
stendur natrium nitrit, en það er
hættulegt eiturefni. Þrátt fyrir mikl-
ar og kostnaðarsamar rannsóknir I
mörgum löndum, hefir ekkert efni
fundizt ennþá, sem er jafn árangurs-
ríkt.
5. Tilraunir með gervibeitu hafa
staðið I um það bil eitt ár. Því mið-
ur hafa þær borið lítinn árangnr og
er það í samræmi við reynslu ann-
arra þjóða.
6. Tilraunir með framleiðslu fiska-
fóðurs fyrir laxa- og silungsseiði
hafa staðið I nokkur ár og gefið mjög
góða raun. En því máli verður án
efa gerð frekari skii í öðru erindi á
þessari ráðstefnu.
7. Rannsóknir á hitaskemmdum í
fiskmjöli hafa einnig staðið í nokk-
ur ár, og eru þær eitt af fáum verk-
efnum stofnunarinnar sem flokka má
undir grundvallarrannsóknir.
8. Mœlingar á eitruðum sporefnum
eins og kvikasilfri og skordýraeitr-
inu D.D.T. í fiski hafa einnig staðið
alllengi.
9. Loks má nefna að stöðugt er
unnið að framleiðslu á margvíslegum
niðursoðnum og niðurlögðum varn-
ingi i tilraunaskyni.
Það er eðlilegt að spurt sé, hvern-
ig verkefni stofnunarinnar verði til,
og er því auðsvarað. Við stofnunina
starfar 12 manna ólaunuð ráðgjafa-
nefnd. Eru meðlimir hennar flestir
tilnefndir af stofnunum og samtök-
um innan sjávarútvegs og fiskiðnað-
ar. Frá nefndinni berast ávallt all-
margar tillögur um ný og aðkallandi
verkefni. Sölusamtök fiskiðnaðarins
bera einnig í vaxandi mæli fram ósk-
ir um að ákveðin verkefni verði tek-
in fyrir, sömuleiðis margir einstakl-
ingar. Sérfræðingar stofnunarinnar
eiga líka frumkvæði að mörgum
verkefnum, og hefir þáttur þeirra
ekki verið hvað minnstur. Því miður
er sjaldnast hægt að sinna öllum
þeim tillögum um verkefni sem
stofnuninni berast, og kemur það í
hlut forstjórans og sérfræðinganna
að velja og hafna. Verkefnavalið er
þó háð samþykki stjórnar stofnunar-
innar, svo að segja má að í rauninni
hafi hún úrslitavaldið. Sameiginlegt
er það flestum verkefnum, að þau
eru valin með hliðsjón af brýnustu
þörfum fiskiðnaðarins. Þó leggur
ríkisvaldið stundum lóð sitt á vogar-
skálina og hljótum við að taka tillit
til óska þess. Einnig er áhugi og
þekking einstakra sérfræðinga á
ákveðnum verkefnum oft þung á
metunum.
Stofnunin skiptist í efnadeild og
gerla- og niðursuðudeild. Alls starfa
við hana 12 sérfræðingar og 14 að-
stoðarmenn, þar af eru í efnadeild 8
efna- og efnaverkfræðingar, reyndar
er einn þeirra lyfjafræðingur, og 8
aðstoðarmenn, en 2 gerlafræðingar, 1
niðursuðufræðingur og 5 aðstoðar-
menn í gerladeild.
Það mætti lengi ræða um það i
hverju störf sérfræðinganna eru
fólgin, en ég held, að verkefnin, sem
nefnd hafa verið, lýsi störfum þeirra
allvel. Það leiðir af sjálfu sér, að
efnafræðingur, sem vinnur að próf-
unum á gervibeitu, vinnur ekki nema
að litlu leyti hefðbundin efnafræði-
störf, og maður sem vinnur að
framleiðslu fiskafóðurs beitir fyrst
og fremst þekkingu sinni á næring-
arfræði.
Þróunin hefur hingað til verið sú,
að þjónustustörfin hafa verið slvax-
andi þáttur I starfseminni og horfur
eru á að svo verði enn um sinn. Vax-
andi kröfur viðskiptalanda okkar
gera það að verkum, að rannsóknir á
sviði hreinlætis- og hollustumála
hljóta að aukast mjög á næstunni.
Af nýjum verkefnum, sem fyrir-
hugað er að taka upp, má nefna
vöruþróun (produce development). Á
því sviði er skarð í verkefnaröð
stofnunarinnar, þegar undan er skil-
in niðursuða.
Það hefir lengi verið aðkallandi að
bætt væri véla- og verksmiðjudeild
við þær tvær deildir, sem fyrir eru.
Þessi áform hafa meðal annars
strandað á þvi, að véla- og bygg-
ingaverkfræðingar hafa ekki gefið
kost á sér á þeim kjörum, sem stofn-
unin hefir getað boðið.
Ég held ég leiði hjá mér að svara
þeirri spurningu, hvernig ég álít að
stofnunin ætti að þróast í verkefna-
vali og verkaskiptingu, ef ótakmark-
að fjármagn og val á starfsliði væri
fyrir hendi. Eg geri ekki ráð fyrir,
að það ástand muni skapast á næst-
unni.
Eins og ég nefndi áðan vinna 8
efna- og efnaverkfræðingar á stofn-
uninni og spannar þekking þeirra og
menntun allvel yfir þau svið, sem
stofnunin vinnur á. Það er þvi ekki
á þessu sviði, sem skórinn helzt
kreppir og þó gæti stofnunin að sjálf-
sögðu nýtt fleiri sérfræðinga með
þessa menntun. Hins vegar er tilfinn-
anlegur skortur á gerlafræðingum og
einkum og sérílagi vantar stofnunina
byggingar- og vélaverkfræðinga.
Ef fjölga ætti efna- eða efnaverk-
fræðingum við stofnunina, tel ég að
þeir ættu að hafa sérhæft sig á sviði
matvælavísinda.