Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Qupperneq 14
76
TIMARIT VFI 1972
Lyfjaiðnaður
Eftir Reyni Eyjólfsson
Allt frá stofnun fyrstu lyfjabúð-
arinnar á Islandi fyrir röskum 200
árum hefur nokkur lyfjagerð verið
stunduð hér á landi, en lyfjaiðnaður
í eiginlegum skilningi þess orðs er
ekki ennþá raunveruleiki. Þar hefur
aðallega borið tvennt til, og eru þær
ástæður vafalaust gildar um margan
annan iðnað; í fyrsta lagi takmark-
aður innanlandsmarkaður og í öðru
lagi tilfinnanlegur skortur á hæfilega
menntuðum mannafla með starfs-
reynslu í framleiðslu lyfja.
Lyfjum þeim, sem eru á markaðn-
um, má skipa í tvo aðalflokka, ann-
ars vegar sérlyf (patentlyf) og hins
vegar lyfjaskrárlyf (farmakópeulyf),
þ.e.a.s. lyf sem forskriftir eru fyrir í
gildandi lyfjaskrá, en það er sam-
norrænt fyrirbæri, er nefnist Pharma-
copoea Nordica. Sérlyfin eru einungis
framleidd af erlendum verksmiðjum
undir einkaleyfisvernd, en samkvæmt
gildandi norrænum reglum er lyfja-
efnið sjálft ekki einkaleyfisverndað
heldur framleiðsluaðferðin. Lyf þessi
eru venjulega mikilvirk og oft all-
dýr, enda liggja að baki flestra þeirra
umfangsmiklar og langvarandi rann-
sóknir. Framleiðsla á lyfjaskrárlyfj-
um er á hinn bóginn heimil öllum
viðurkenndum aðilum, það er lyfja-
búðum og lyfjaheildsölum, þ. á m.
Lyfjaverzlun ríkisins.
Þess ber að geta, að lyfjafram-
leiðsla er afarvandasamur iðnaður,
sem gerir mjög miklar kröfur til
mannafla, húsnæðis, véla, svo og eft-
irlits með gæðum framleiðslunnar.
Hvað þrem síðustu atriðunum við-
víkur er óhætt að segja, að þeim
hefur verið mjög ábótavant hér á
landi og er reyndar enn víðast hvar.
1 stuttu máli sagt hefur viðurkenn-
ing á lyfjaframleiðanda hingað til
falizt í því, að viðkomandi fyrirtæki
hafi á að skipa lyfjafræðingi (cand.
pharm.) eða jafnvel aðeins aðstoð-
arlyfjafræðingi (exam. pharm.).
Hvernig ástand lyfjaframleiðslunnar
raunverulega hefur verið og er að
dómi fagmanna kemur vel í ljós í
greininni Hugleiðingar um málefni
Lyfjafræðinnar á Islandi, sem birt-
ist I Tímariti um lyfjafræði 7 (2)
1972, bls. 12-35.
Því miður liggja ekki fyrir ná-
kvæmar tölur um smásöluveltu í
lyfjasölu á Islandi, en mjög gróft
áætlað er hún nú um 600 milljónir
króna á ári. Söluandvirði lyfjaskrár-
lyfja er sennilega ekki nema um
15 - 20% af þessari upphæð, en að
magni eru þau um 50 - 60% allra
lyfja.
Þetta hlutfall á milli sérlyfja og
lyfjaskrárlyfja gefur kannske tilefni
til þess að halda því fram, að inn-
lend lyfjaframleiðsla sé vel sam-
keppnishæf, en mynd þessi hefur al-
varlegar skuggahliðar. Sumpart er
talsvert magn flutt inn af lyfja-
skrárlyfjum, eða sagt með öðrum
orðum, að gjaldeyri er eytt í inn-
flutning á lyfjum, sem hægt væri að
framleiða hér. Alvarlegasta stað-
reyndin er samt sú, eins og þegar
hefur verið drepið á, að það hefur
hreinlega litlu sem engu verið kost-
að eða vandað til við innlenda lyfja-
frsmleiðslu.
Vonandi verður engum alltof bilt
við, en hiklaust má segja, að þess-
um málum hefur verið svo ábóta-
vant, að lítil eða jafnvel engin lyfja-
framleiðsla færi fram hér á landi, ef
opinbert eftirlit með þessari starf-
semi hefði hlítt kröfum lyfjaskrár-
innar út í æsar, bæði hvað snertir
framleiðsluaðstæður allar svo ekki
sé minnzt á gæðaprófanir á fram-
leiðslunni eða hráefnum. Hér er alls
ekki verið að halda því fram, að
engum hafi verið þetta ljóst áður,
en meginástæðumar fyrir þessu
eymdarástandi eru þær, að fram-
leiðslustaðirnir eru of margir. Fram-
leiðslulotur (batches) eru því smáar
og m.a. þess vegna gefur framleiðsl-
an of litið af sér til þess að hægt sé
að endumýja og framþróa fram-
leiðsluaðstöðuna sem skyldi. Orð
þessi ber ekki heldur að skilja sem
einhliða gagnrýni á lyfjafræðinga-
eða lyfsalastéttina, né heldur að það
sé stórhættulegt fyrir fólk að nota
innlend lyf. Vart þarf að efast um,
að lyfjafræðingar framleiði lyf eftir
beztu getu miðað við aðstæður. Það
skal aðeins undirstrikað einu sinni
enn, að aðstaðan er víðast hvar langt
frá því að vera nógu góð og þar af
leiðandi er öryggi notandans of lítið.
Rannsóknir á lyfjasýnishornum gerð-
ar af Lyfjabúðaeftirlitinu á þessu ári
(1972) gefa og framleiðendum held-
ur ófagran vitnisburð, en ekki verð-
ur farið nánar út í þá sálma hér,
enda vart hinn rétti vettvangur til
slíks. Vert er enn að minnast þess,
að útsöluverð innlendra lyfja er
vissulega lágt, ekki aðeins borið sam-
an við sérlyfin, heldur einnig borið
saman við hliðstæð lyf í nágranna-
löndunum. Að mati höfundar er verð
innlendra lyfja vafalaust bezti mæli-
kvarðinn á niðurlægingu þessa iðn-
aðar.
Á Islandi fást um 10 fyrirtæki við
lyfjaframleiðslu, sem kalla má i
nokkrum mæli, og eru þetta lyfja-
búðir og fyrirtæki rekin sem hliðar-
greinar af þeim, þ.e. lyfjaheildsölur.
Auk þessara framleiðslustaða er svo
Lyfjaverzlun ríkisins (LR), en þar
hefur verið til skamms tíma einna
helzti vísirinn að innlendum lyfja-
iðnaði. Því miður mun framleiðslu-
aðstaðan í því fyrirtæki vera lítt
skárri en annars staðar hvað grund-
vallaratriði snertir. Starfsemi LR
hefur einkum snúizt um þjónustu við
sjúkrahús, auk þess sem hún hefur
annazt tilbúning á hinum svonefndu
áfengislyfjum. Vert er að geta þess,
að LR er eina stofnunin hér á landi,
sem framleiðir dreypilyf, en lyf þessi
eru einkar mikilvæg fyrir sjúkra-
hús. Á sínum tíma var dreypilyfja-
deild LR eitt það bezta, sem íslenzk
lyfjafræði hafði upp á að bjóða, en
deild þessi hefur ekki verið sam-
ræmd nútímakröfum sem skyldi. Eig-
inleg rannsóknastofa eða gæðaeftir-
litsdeild hefur ekki verið rekin í LR.
Framangreindar hugleiðingar geta
vissulega ekki talizt jákvæðar fyrir
íslenzka lyfjaframleiðslu, en þó
verður það að skoðast sem stórt spor
í rétta átt, að eitt fyrirtæki
(Pharmaco h.f.) hefur starfrækt
rannsóknastofu síðan 15. febrúar