Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Page 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Page 26
Innkaupastofnun Reykjavíkur býður út aðalholræsi í Breiðholt á næstunni. Allmörg útboð eru í undirbúningi hjá þessum aðilum og verður skýrt frá þeim síðar í Fréttabréfinu. Spurningar og svör um vinnusamninga o.fl. Vinnusamningum verkfræðinga hefur löngum verið áfátt í ýmsu, sérstaklega að því er varðar höfundarétt verkfræðinga, framsal hans og endurgjald fyrir hann. Hér á eftir fer efni bréfs verkfræðistofu til Verkfræðingafélags Islands, þar sem ýmsum spurningum er varpað fram varðandi vinnusamninga. Leitað var álits lögfræðings félagsins um spurningarnar og þeim svarað samkv. því. Efni svarsins fylgir einnig hér á eftir og getur verið leiðbeinandi fyrir aðra. Spurningar: Verkfræðistofu okkar standa til boða samningar um verkfræðiþjónustu, þannig að viðkomandi fyrirtæki óskar eftir því, að við leigjum því verkfræðinga á tímagjaldsgrundvelli. Verkefni, sem til úrlausnar eru, verða unnin á ábyrgð verkkaupa og teikningar verða unnar undir merki verkkaupa (teikningahaus verkkaupa verður notaður). Verkefnin verða unnin undir tæknilegri stjórn verkkaupa og í samvinnu við starfsfólk hans. Gera má ráð fyrir, að verk þau, er hér um ræðir, verði endurseld, ekki aðeins einu sinni heldur oftar. Nú er það spurning okkar til VFl: Eru svona samningar ekki fyllilega heimilir samkvæmt gjaldskrá VFl, og ef um endursölu er að ræða, er þá nokkur grundvöllur fyrir því, að við eigum kröfu á samningsaðila okkar í sambandi við endurnotkun teikninga þeirra eða lausn þeirra verkefna, er hér um ræðir. Ennfremur æskjum við þess að heyra álit stjórnar VFl á því, hvort sá skilningur okkar sé réttur, að ef gerðir eru samningar um endurnotkun teikninga eða úrlausn verkefna, þá á viðkomandi verkfræðistofa allan rétt í því máli, en ekki starfsmenn þeir, er unnið hafa að úrlausn verkefnisins. Svör: Með 1. sbr. 3. gr. höfundalaga nr. 73/1972 er höfundi tryggður einkaréttur á uppdráttum, teikningum, mótunum, líkönum og öðrum þess háttar gögnum, sem fræðslu veita um málefni eða skýra þau. Það er því samningsatriði hverju sinni, hvort og eftir atvikum að hve miklu leyti höfundur lætur þennan rétt af hendi. Því er nauðsynlegt að taka skýrt fram í samningi (þ.e. ráðningarsamningi verkfræðings og samningi um leigu verkfræðings til annars fvrirtækis), hvort og að hve miklu leyti höfundarétturinn er látinn af hendi, hvort hann er framseljanlegur og ef svo, einu sinni eða oftar eða ótakmarkað. Jafnframt þarf að kveða á um gjald fyrir höfundaréttinn, ef það á að taka. Framsalsréttur verður ekki víðtækari en samningur við höfundinn segir til um. Samþykki verkfræðings (höfundar) er nauðsynlegt á samningi sem þessum, því að vinnusamningar eru bundnir við aðila samningsins og framsal á vinnu starfsmanns því aðeins heimilt, að svo sé um samið við hann. Um sölu fyrirtækis á árangri starfa verkfræðings, sem það hefur fengið leigðan frá öðru fyrirtæki, fer eftir gjaldskrá fyrir verkfræðistörf á venjulegan hátt eins og um eigin starfsmann væri að ræða. - H.G. Frá verkfræðingum Baldur Líndal, efnaverkfræðingur, hlaut fyrir skömmu Æsuverðlaunin fyrir hugmyndir að nýtingu íslenzkra hráefna til iðnaðar. Gústaf E. Pálsson lét af embætti borgarverkfræðings um áramótin og starfar nú sem ráðgjafaverkfræðingur. Við stöðu hans tók Þórður Þ. Þorbjarnarson, yfirmaður byggingadeildar Reykjavíkurborgar. Við könnun á störfum verkfræðinga í Reykjavík og nágrenni, hefur komið í Ijós, að 30% starfa hjá ríkinu, 12% hjá bæjarfélögum, 30% hjá ráðgefandi verkfræðingum 10% hjá verktökum, 10% hjá framleiðslufyrirtækjum og 8% við ýmiss þjónustustörf. LelSrétting. í fréttum frá stjórn VFÍ í siðasta fréttabréfi var villa í 7. línu a.o. „ ... til a8 endurskoða byggingasamþykkt..", en á a5 vera..tii að endurskoða lög um bygglngasamþykktir.. .".

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.