Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004 Fyrst og fremst DV Öskrað í miðbænum Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreiflng@dv.is Setnlng og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Zidane- 'V 1 Hvaða ár fæddist Zined- ine Zidane? 2 Frá hvaða landi er hann ættaður? 3 Með hvaða liði á ítahu lék hann lengi? 4 Með hvaða liði lék hann fyrst í frönsku fyrstu deild- inni? 5 Hvert er gælunafn hans í Frakklandi? Svör neðst á síðunni Seinni heimsstyrj- öldin hálfnuð Dálkahöfundurinn Alexei Bajer hjá vefritinu Moscow Times furðaði sig nýlega á þeim litla árangri sem stór- veldin hafa náð í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. „Bandaífkjamönnum hefur ekld tekist að gefaokk- ur mynd af aðdraganda 11. september þótt fjöldi manns hljóti að hafa komið við sögu. Hverjir flugræningj- amir voru er meira að segja óljóst enn. Mjög fáir hafa verið handteknir þótt okkur sé sagt að samsæri hryðju- verkamanna teygi sig víða - fyrir utan Marokkómennina a Spáni sem virðast hafa beð- ið þolinmóðir eftir handtöku eftir að vísbendingar fimdust á vettvangi glæps þeirra. Þrátt fyrir gúfurlegan viðbún- að stórveldanna eru nú liðin þrjú ár frá 11. september og strfðið gegn hryðjuverkum gengur fádæma illa. Við vit- um ekki einu sinni hverjir eru að berjast gegn Banda- ríkjamönnum í frak, né hve margir þeir eru. Eftir þrjú ár var seinni heimsstyrjöldin hálfnuð. Það eina sem gerist er að reglulega birta Banda- ríkjamenn aðvaranir um yfirvofandi hryðjuverk. Þær aðvaranir gefa bara til kynna hversu Utið hafi áunnist úr því hryðjuverkamenn virðast enn geta ráðist til atlögu hvar sem er og hvenær sem er. Og ekki ná bara Bandaríkja- menn lélegum árangrí. í Tsjetsjeníu eiga Rússar í höggi við fámennar sveitir óvina á afmörkuðu svæði. Samt hafa foringjar þeirra komist hjá handtöku í fimm ár. Er nokkuð að fúrða þó á netinu úi og grúi af brjálæð- islegum samsæriskenning- um?“ Ég vill Málið „Ég vill ekki stelpu eins og þig/'orgaði Bubbi Morthens á sínum tíma. Þar gerði hann sig sekan um al- genga villu sem óþarfi er að sýna umburð- arlyndi. Villan er útbreidd á leik- skólum og jafnvei meðal eldra fólks en hið rétta er að sjálfsögðu:„Ég vil..." Hömrum á því. 1.1972-1 Alsír - 3. Juventus - 4. Cannes -5. Zizou. Ifyrrindtt fékk ég ekki soflð. Jafhóðum og eg var að festa blund hrökk ég upp aftur eftir örstuttar órólegar draumfarir. Og draumamir voru aiiir eins: hávaðasamir innbrotsmenn að ryðjast inn til mín. Fáein tilbrigði við þetta stef en tugir drauma, fannst mér. Ekki þættu mér mínir draumar eiga erindi við alþjóðnemaafþvíégbýímiðbæReykja- vflcur, nánast niðri á Lækjartorgi, og draum- amir áttu sér augljósa rót: öskur, hávaða og læti sem stafaði frá tilteknum skemmtistöð- um í Kvosinni og nágrenni. Vel að merkjæ ef maður býr þama í mið- bænum, þá tjóir manni lítt að kvarta. Ópin og lætin frá skemmtistöðunum em bara eins og hver annar fylgifiskur þess að btía á þessum stað og maður venst því lflca ótrú- Iega vel. Það er vissulega stórskrýtin sú hvöt sem drukknir fslendingar virðast helteknir af þegar þeir komast út undir bert loft af skemmtistöðum: að reka upp öskur. Villi- mannleg óp og taumlaus vein. Bara svona út í loftið, eins og tíl að láta vita af sér. En mað- ur hættir fljótlega að taka eftir þessu og læt- ur það ekki raska svefnró sinni. Nema eitt- hvað mikið gangi á. Eins og í fyrrinótt. efjast íþrótta- lót Evrópukeppn- Því þá var nefnilega að hef keppni í Portúgal. Urslitamtí innar í knattspymu. Ilún hafði þær afleíð- ingar að í þúsunda kflómetra fjarlægð, í miðbæ Reykjavflcur, var allt undirlagt af „íþróttaáhugamönnum" sem öskmðu svo úr sér lungun klukkutímum saman að jafn- vel þrautþjálfuðum miðborgarbúum varð ekki svefnsamt. Klukkutímum saman var haldið uppi einhverju sem áttu að vera hvatningaróp til einhverra tiltekiima lands- liða suður í Portúgal. Og varð náttúrlega á endanum bara að almennu gargi. Og þá var byrjað að brjóta rúður. í orólegum svefnrofunum urðu orgin í þessum miklu knattspymuáhugamönnum og glerbrotin sem þeir stundu af hjartans lyst að illskeyttum innbrotsmönnum sem vildu raska heimilisfriðnum. Og það var eitthvað verulega öfugsnúið við þetta. Vissulega get ég haft gaman af vel spilaðri knattspymu á við hvum sem er. Og enda venjulega á því að fylgjast töluvert með stór- mótum eins og því sem nú stendur yfir í Portúgal. Enda ekkert við það að athuga - þama er vissulega ósvikin dramatflc á ferð- inni þegar best lætur. En þegar maður er búinn að veltast um tíl klukkan sex að morgni og hlusta á fáránleg öskrin í „aðdáendunum" sem nota þetta greinilega fyrst og fremst sem afsökun fyrir enn hömlulausari drykkjuskap en venjulega og virðast þar að auld helst vilja tjá sig með glerbrotum, þá renna á mann tvær grímur. Á það virkilega eitthvað skylt við íþróttina sem menn þykjast hafa svo mfldnn áhuga á að drekka frá sér vit og rænu fram undir morgun og gera sig að fffli með fábjánaleg- um og mddalegum öskurkórum? Látum vera þærþjóðir sem hlut eiga að máli. En að hlusta á íslendinga garga þetta á fylleríi klukkutímum saman, það var ekki mjög... uppbyggflegt, skulum við segja. Reyndarvar J lugi jökulsson FURÐULEGT HEFUR VERIÐ að fylgjast með viðbrögðum furðulega margra við andláti Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta. Látum vera lof það og prís sem Bjöm Bjamason dóms- málaráðherra eys yfir forsetann lát- inn á heimasíðu sinni; það kemur ekki á óvart af þeim gamla kalda- stríðsjálki. Skemmtilegast er að Björn telur það hafa verið „forrétt- indi“ að hafa starfað við erlendar fréttir á Morgunblaðinu meðan Reagan var forseti og hafa því „haft tækifæri" til að fylgjast með gagn- merkum störfum hans. ÖLLU SKRÝTNARI FINNST 0KKUR sú taumlausa aðdáun sem skín út úr skrifum ýmissa ungra manna sem ættu ekki að vera með stjörnur í aug- um yfir sjarma þeim sem Reagan hafði persónulega til að bera. Og ættu heldur ekki að taka mark á bulli eins og nú veður uppi hjá hægri- sinnuðum skríbentum hvarvetna; að Reagan hafi á einhvern hátt per- sónulega „sigrað kommúnismann". Kommúnisminn í Sov- étríkjunum var alveg einfær um að ganga af sjálfum sér dauðum og reyndar var hann dauðadæmdur mun lengur en menn áttuðu sig á á sínum tíma. En skrif Stefáns Friðriks Stefánssonar á vef Heimdallar, frelsi.is, eru dæmigerð fyrir þá persónudýrkun sem hefur brotist út á Reagan - sú fullkomlega gagnrýnislausa samantekt ber satt að segja mestan svip af lofrullum þeim sem kommúnistar sjálfir höfðu áður fyrr uppi um Lenín og nóta hans, með fáeinum breytingum á nöfnum og þvfumlíku. FÁEIN DÆMI: „Á langri ævi sinni auðnaðist honum að verða tákn- mynd Bandaríkjamannsins sem kom sjálfum sér á framfæri á hinn týpíska bandaríska hátt: varð ríkur, kvikmyndastjarna og að lokum valdamesti maður heims á vettvangi stjórnmála. “ Hér má strax skjóta inn athuga- semd. Þetta er ekki „hinn týpíski bandaríski háttur". Þetta kann að vera hinn bandaríski draumur en hann rætist reyndar hjá ansi fáum. Að kornungur Heimdellingur uppi á íslandi skuli telja sig þurfa að trúa þessum „draumi" er furðulegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Síðan er ævi Reagans rakin og Skrífhins ungci Heimdellings eru dæmigerð fyrir þá persónudýrkun sem hefur brotist út á Reagan - sú fullkomlega gagnrýnis- lausa samantekt ber satt að segja mest- an svip aflofrullum þeim sem kommún- istar sjálfir höfðu áður fyrr uppi um Lenín og nóta hans, með fáeinum breyt- ingum á nöfnum og þvíumlíku. Stefán Friðrik Stefánsson Fyrst og fremst fullyrt að meðan hann var í sumar- vinnu sem „strandvörður við Rock River [hafí hannj á þeim sjö árum sem hann vann þar... bjargað 77 manns frá drukknun “. Ekki skal gert of lítið úr afrekum Reagans hér. Eflaust bjargaði hann einhverjum frá drukknun. En talan 77 á bara við þá sem hann dró upp úr straumharðri á og m.a.s. hægra blað- ið Christian Science Monitor í Bandaríkjunum tekur fram að ekki hafi allir þessir 77 litið svo á að þeir þyrftu björgunar við. En Heimdell- ingurinn vill trúa því að hinn mikli og ástsæli hafi persónulega bjargað 77 mannslífum. EINS 0G ALKUNNA ER varð Reagan kvikmyndaleikari og náði vissulega nokkurri frægð. Hann lék þó aldrei í góðri bíómynd og þótti reyndar ekki mikill leikari. En jafnvel það getur Heimdellingurinn ekki viðurkennt. f hans munni heitir það að Reagan hafi verið „glæsilegur leikari og öðl- aðist heimsfrægð fyrir leikframmi- stöðu sína ínokkrum [myndumj“. Hér er óhætt að segja að MJÖG sé ofmælt. Stefán Friðrik afgreiðir svo feril Reagans sem forystumanns í samtökum leikara í Hollywood þannig: ,,/V/ar hann framarlega í fíokki forystumanna leikara á þeim tíma sem ráðist var að þeim leikur- um sem sakaðir voru um að vera á mála hjá Kommúnistaflokknum, ogí gangi voru yfírheyrslur í þinginu vegna þeirra ásakana. Var Reagan virtur sem forystumaður ... og þótti vaxa mjög af framgöngu sinni þar. “ Þetta er mjög skringilega orðað. Hér er lfkt og farið í kringum þá stað- reynd að Reagan tók fullan þátt í að úthýsa þeim listamönnum í Holly- wood sem grunaðir voru um ein- hvers konar vinstrivillu. Og þykir satt að segja lítill sómi að, þótt þessu sé nú lítt haldið á lofti af þeim sem vilja halda á lofti orðstír Reagans sem ein- hvers konar baráttumanns fyrir ein- staklingsfrelsi og óheftri tjáningu. Látum vera þótt forystumenn Repúblikanaflokksins í Ameríku vilji þagga niður hlut Reagans að „ó-am- erísku nefndinni" og störfum hennar en Stefán Friðrik Heimdellingur á ís- landi? „VEGNA FARSÆLLAR F0RYSTU HANS leið Kalda stríðið undirlok. “ Svona afgreiðir Stefán Friðrik for- setatíð Reagans, rétt eins og þetta sé einföld og almennt viðurkennd stað- reynd. Látum vera þótt hlutur Reag- ans í endalokum Kalda stríðsins sé viðurkenndur og ræddur. En svona orðalag og einföldun er auðvitað ekkert annað en furðuleg hagíógraf- ía, nánast dýrlingadýrkun. En orða- lagið er meira og minna svona í greininni á frelsi.is. Ekki er minnst einu orði á stóra bletti á forsetatíð Reagans, ekki síst Íran-Contra hneykslið, sem blaðamaður The Village Voice í Bandaríkjunum full- yrðir að hafi verið meiri ógnun við lýðræði í Bandaríkjunum en Water- gate-innbrotið nokkurn tíma. Þá merkilegu grein má lesa á vefslóð- inni http://www.villagevoice- .com/issues/0423/carson.php og kveður þar við heldur annan tón en hjá Heimdellingnum. En Heimdell- ingar telja Village Voice eflaust vera hættulegt kommúnistarit... REYNDAR ER ORÐALAGIÐ það sem er einna undarlegast við grein Stefáns Friðriks. Það er allt eins og dýrlinga- tal. „Kraftmikil trú hans á einstak- linginn ogmátt einkaframtaksins var grundvallarstef í öllum orðum og gerðum hans ... [Eftir að Reagan lét af embætti hjóf hann þá að sinna loks þeim áhugamálum sem hann hafði alla tíð viljað sinna en ekki haft tíma til vegna starfa sinna fyrir leik- arasamtökin og á vettvangi stjórn- mála. “ í reynd fer engum sögum af því að Reagan hafi átt nein áhugamál utan að horfa á sjónvarpið, en hann hafði reyndar ekíd látið forsetastörf sín hindra sig frá linnulidu sjón- varpsglápi. Og af einhverju dular- fullu fyrirlestrahaldi sem Stefán Frið- rik fullyrðir að Reagan hafi stundað eftir að hann lét af embætti fer afar litlum sögum. Síðan segir að Reagan hafi tilkynnt að hann væri með Alzheimer 1994 (eins og það hafi komið heimsbyggðinni mikið á óvart!) „Upp fráþeim tímahélthann sig á heimili sínu í Los Angeles og naut umönnunar eiginkonu sinnar Nancy og nánustu fjölskyldu". Síðan er minnst á „glæsilegan stjómmálaferil og þá miklu mann- kosti sem hann hafði" en þeir mann- kostir voru einkum og sér í lagi þægi- legt viðmót. Má nefría, fyrst Stefán Friðrik vilf trúa því að Reagan hafi lif- að yndislegu lífi í faðmi „nánustu fjöl- skyldu" sinnar að börn hans hafa bor- ið vitni um sinnuleysi hans á þeim svo stappaði nærri skeytingarleysi. UM L0KAKAFLANN f GREIN STEFÁNS FRIÐRIKS þarf ekki að hafa mörg orð: „Hann leiddi Kalda stríðið til lykta, tryggði endalok kommúnism- ans og trygga forystu Bandaríkja- manna á vettvangi heimsmálanna. Ronald Reagan setti sem forseti Bandaríkjanna mark sitt á söguna með baráttu sinni fyrir lýðræði og ekki síðurmeð þvíað fylgja sannfær- ingu sinni íhvívetna og vera trúrlífs- hugsjónum sínum. Hægrimenn um allan heim kveðja hinstu kveðju einn fremsta leiðtoga sinn á 20. öld með mikilli virðingu. Minningin um manninn sem sigraði kommúnismann mun ávallt lifa.“ Iiallelúja, Lenín, Kim 11 Súng!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.