Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004 Sport DV VISA-BIKARINN 32-liða úrslit: Fram-Grótta 4-0 Fróði Benjaminsen, Heiðar Geir Júlíusson, Ómar Hákonarson, Kristján Brooks. Fylklr-ÍH 2-0 Kjartan Ágúst Breiðdal, Sævar Þór Glslason. Reynlr Sandgerði-Þór Ak. 1-0 Vilhjálmur Skúlason. Fjölnlr—ÍBV 1-2 Ivar Björnsson - Magnús Már Lúðvíksson, Jón Skaftason. Selfoss-Grlndavlk 0-2 Slavisa Kaplanovic, Sinisa Valdimar Kekic. Breiðablik-Njarövfk 0-2 Guðni Erlendsson, Alfreð Ellas Jóhannsson. Tlndastóll-KA 0-1 Elmar Dan Sigþórsson. Aftureldlng-Haukar 5-0 Brynjólfur Bjarnason 2, Einar Guðnason, Þórarinn Máni Borgþórsson, Atli Heimisson. HK-(A 1-0 Hörður Már Magnússon. Fjaröabyggð-Valur 0-2 Jóhann Georg Möller, Hálfdán Glslason. Vlðir-KR 1-3 Rafn Markús Vilbergsson - Guðmundur Benediktsson 2, Kristinn Hafliðason. KS-Stjaman 1-2 Ragnar Hauksson - Guðjón Baldvinsson, ValdimarTryggvi Kristófersson. Ægir-FH 0-5 Atli Guðnason 3, Jónas Grani Garðarsson 2. Völsungur-Keflavlk 0-3 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hólmar örn Rúnarsson, sjálfsmark. Sindrl-VIklngur R. 0-7 Danlel Hjaltason 2, Steinþór Glslason 2, Stefán Örn Arnarsson, Jermaine Palmer, Viktor Bjarki Arnarsson. KFS-Þróttur R. 2-3 Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðlaugur Magnús Steindórsson - Henning Eyþór Jónasson, Sören Hermansen, Eysteinn Pétur Lárusson. 32-liða úrslit í VISA-bikarkeppni karla fóru fram um helgina. Óvæntustu úrslitin komu á Kópavogsvelli þar sem 1. deildarlið HK gerði sér lítið fyrir og lagði bikarmeistara ÍA, 1-0. Fyrirliði HK vill fá íslandsmeistarana í næstu umferð. Skuldum KR-ingunum HK er greinilega mikið bikarlið því þeir voru ekki fjarri því að slá íslandsmeistara KR út úr keppninni í fyrra. HK var betra liðið í þeim leik en klaufaskapur varð þeim að falli og íslands- meistararnir sluppu með skrekkinn. Það var greinilegt að þeir höfðu lært af leiknum í fyrra því þeir voru mjög grimmir og ákveðnir gegn Skaganum. Sigurmarkið gerði Hörður Már Magnússon skömmu fyrir leikslok og samkvæmt síðustu fréttum er enn verið að fagna sigrinum grimmt í Kópavogi. „Það munaði litlu í fyrra en við stigum skrefið til fufls í ár," sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði HK, í samtali við DV Sport. Hann sagði enn fremur að það haf! verið frábær stemning í liðinu fyrir leikinn og að þeir hafi haft trú á því allan leikinn að þeir gætu lagt bikarmeistarana að velli. „Við förum eins í alla leiki, alveg sama hver andstæðingurinn er. Við förum í alla leiki til þess að vinna og við höfðum allir trú á því allan tímann að við gætum unnið þennan leik. Þjálfarinn setti leikinn upp þannig að við ætluðum að sigra. Við leyfðum þeim að ráða hraðanum og svo ætluðum við að sækja hratt á þá og freista þess að setja boltann í netið. Þetta spilaðist nákvæmlega eins og við vildum og má í raun segja að leikskipulagið hafi gengið fullkomlega upp.“ Það er augljóslega ekki allt eins og það á að vera í herbúðum ÍA þessa dagana og Gunnleifur segir að hann hafi átt von á þeim grimmari í leiknum. Deyfð í ÍA-liðinu „Þeir eru með frábæra fótbolta- menn en ég hef séð þá berjast meira og mér fannst vanta svolitla leikgleði hjá þeim. Mér fannst vera svolítil deyfð yfir liðinu og það er klárt að þeir eiga mikið inni," sagði Gunn- leifur sem fann ekki fyrir mikilli deyfð hjá sjálfum sér þegar Hörður Már skoraði sigurmarkið. „Þetta var alveg frábært. Ég man voða h'tið hvað gerðist eftir að boltinn fór í netið því við misstum okkur alveg. Við urðum samt að setja hausinn aftur á okkur því þeir voru hættulegir undir lokin en sem betur fer þá hafðist það. Þetta var alveg frábært. Það er alltaf gaman að vinna og ég tala nú ekki um sjálfa bikarmeistarana." Getum farið lengra „Við sýndum það í fyrra að það er hægt að vinna alla ef barátta, vilji og trú er til staðar. Núna fórum við skrefi lengra og við teljum okkur geta farið lengra," sagði Gunnleifur en HK hefur verið að gera góða hluti í 1. deildinni og situr í öðru sæti deildarinnar eftir fimm leiki. Gunn- leifur segir að þessi sigur muni gefa liðinu byr í seglin fyrir komandi átök í 1. deildinni. Bullandi sjálfstraust „Við erum með bullandi sjálfstraust og þessi sigur kemur ekki til með að minnka það. Við verðum aftur á móti að ná okkur aftur niður á jörðina og byrja að undirbúa okkur fjarir næsta deildarleik sem er erfiður leikur gegn Völsungi." HK-menn eru ekki orðnir mettir í bikarnum þótt þeir séu búnir að klára bikarmeistarana. Þeir vilja meira og Gunnleifur er ekki í vafa um hvaða lið hann vill fá í næstu umferð. „Það væri ekki amalegt að fá KR í næstu umferð. Við eigum harma að hefna gegn þeim. Það væri ekki verra að mæta þeim í Frostaskjólinu fyrir framan fullan völl. Við skuldum þeim síðan í fyrra og það væri ekki verra að greiða þeim það núna," sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, fyrirliði og markvörður HK. Góður sigur hjá Reyni Önnur óvænt úrsht í 32 liða úrslitunum var sigur Reynis í Sangerði á Þór frá Akureyri. ÍBV komst síðan í hann krappann gegn Fjölni og sömu sögu má segja af Þrótturum sem tryggðu sér sigur á elleftu stundu gegn KFS í Vestmannaeyjum. henry@dv.is „Það væri ekki amalegt að fá KR í næstu um- ferð. Við eigum harma að hefna gegn þeim. Það væri ekki verra að mæta þeim í Frosta- skjólinu fyrir framan fullan völl. Við skuldum þeim síðan í fyrra og það væri ekki verra að greiða þeim það núna." Bikarmeistarar úr leik HK sló út hið mikla bikarlið Skagamanna 32 liða urslit 16 liðaúrslit 3 liða úrslit 4 liðaurslit Undanúrslit Bikarmeistari 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990 1989 1988 1987 1986 1985 1984 1983 1982 Óvænt tfðindi Það er ekki á hverjum degi sem ÍA fellur úr keppni svona snemma i bikarnum. Siðast gerðist það árið 1998 en þá sá ungur og þungur strákur að nafni Eiður Smári Guðjohn- sen til þess að ÍA gat einbeitt sér að deildinni snemma. Hann iék þá með 23 ára liði KR sem vann lA 3-1 i32 liða úrsiitum. Hér fyrir ofan má sjá gengi Skagamanna I bikarnum frá 1982 og hvaða félög hafa slegið þá út og íhvaða hluta keppninnar. Glaðbeittur fyrirliði Gunnleifur Gunnieifsson, markvörður og fyrirliði HK, erennl skýjunum eftir að HK vann óvæntan sigur á lAi 32 liða úrsltum VISA-bikarsins. DV-mynd E.ÓI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.