Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 15
DfV Fréttir
MÁNUDAGUR 14.JÚNI2004 15
Bíll í stíl við
veski
Kona í Macclesfield í
Cheshire á Englandi borg-
aði 10 þúsund pundum
meira fyrir að láta sprauta
bílinn sinn svo hann pass-
aði 20 punda handtösku
hennar. Janette Hanson var
svo ánægð með bleiku
Kookai-töskuna sína að
hún vildi fá nýja bflinn sinn
í sama lit. „Þegar ég er úti
að aka flauta og veifa marg-
ir til mín og halda að ég sé
fræg kvikmyndastjarna,"
sagði Janette.
Mótmælti á
náttfötunum
Maður í Cambridge var
orðinn svo leiður á að bíða
eftir nýja rúminu sínu að
hann ákvað að mótmæla
biðinni. Phil Rudderham
hafði beðið nýja rúmsins í
tvo mánuði
þegar hann
ákvað að fara
á náttfönm-
um í verslun-
ina til að mót-
mæla. Phil lagðist í eitt sýn-
ingarrúmanna og neitaði
að færa sig þegar starfsfólk
búðarinnar kom að. Það
liðu ekki nema tveir
klukkutfrnar þar til hann
hafði fengið nýja rúmið
sent heim.
Veröbólga síðustu 12 mánaða hefur að langmestu leyti verið rekin áfram af verð-
hækkimum á fasteignum og olíu.
Festeignaverð og olía
Verðbólga síðustu 12 mánaða hefur að langmestu leyti verið rek-
in áfram af verðhækkunum á fasteignum og olíu. Ef verðstöðug-
leiki hefði ríkt á þessum tveimur mörkuðum á þessum tíma
hefði ársverðbólga aðeins verið 1,2 prósent. Með öðrum orðum;
verðbólgan er enn mjög afmörkuð.
Ásgeir Jónsson hagfræðingur hjá
KB banka segir að verðbólgan sé
raunar svo afmörkuð að velta megi
fyrir sér hvort verðhækkanir á þess-
um tveimur vörutegundum geti
talist raunveruleg verðbólga sem
samkvæmt skólabókarskilgreiningu
er almenn verðhækkun á vörum og
þjónustu.
„Skaðinn fyrir launþega er því
enn ekki eins mikill og fréttir hafa
verið um í fjölmiðlum undir vilculok-
in. Vöruverð hefur til dæmis ekki
hækkað að ráði,“ segirÁsgeir. „Og ef
það gengur eftir að olían lækkar aft-
ur sem og fasteignaverð er í sjálfu
sér ekkert að óttast."
Fjallað var um málið í „hálffimm
fréttum" Greiningardeildar KB
banka. Þar kemur m.a. fram að þró-
unin þýði þó ekki að núverandi
verðbólguskot sé hættulaust. í fyrsta
lagi er hætta á því að verðbólgu-
væntingar færist upp á við og ýmsar
aðrar hækkanir velti út í verðlagið.
Fyrirtæki landsins standa reglulega
ffammi fyrir ákvörðunum um verð
og kostnað og það er mun hægara
að hækka verð á sínum eigin vörum
ef allt annað virðist vera að hækka á
sama tíma. í vísitölumælingunni
fyrir júní má jafnvel greina leitni í þá
átt að verðbólgan sé að fara að
breiða úr sér. í öðru lagi er hætta á
því að aulcnar kröfur komi fram um
launahækkanir til þess að hækkun
vísitölunnar og uppsagnarákvæði
þeirra kjarasamninga sem þegar
hafa verið gerðir verði virk. í þriðja
lagi geta miklar hækkanir á fast-
eignamarkaði skapað hættu á eigna-
bólu sem vegur að fjármálastöðug-
leika. Hægt er að deila um hvort
fasteignamarkaðurinn sé nú ofmet-
inn eður ei. Hins vegar ættu fáir að
velkjast í vafa um það að ef hækkan-
irnar halda mfldð lengur áfram verð-
ur verðið komið mun hærra en sætir
þjóðhagslegri skynsemi.
Við núverarrdi aðstæður er þörf á
peningalegu aðhaldi. Flest bendir til
þess að Seðlabankinn muni veita
það aðhald með frekari vaxtahækk-
unum, enda jaðrar verðbólg-
an nú við efri þolmörk
verðbólgu-
mark-
miðsins
sem er 4
prósent.
Árangur
síðustu
vaxta-
hækkana hefur ver-
ið góður að því
leyti að hækkun
skammtfrnavaxta |
hefur getið af sér
hækkanir á lang-
tímavöxtum, sem
skipta mestu fýrir
húsnæðismarkaðinn.
fri@idv.is
Ásgeir Jönsson, hag-
fræðingu,. hjá KB banka
"Skaðinn fyrir lounþega er
þvfenn ekki eins mikillog
fréttirhafa verið um ífjöl-
miðlum undir vikulokin.