Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004 21 • Lennart Johansson, forseti knatt- spyrnusambands Evrópu, róaði taugar forkólfa enska knattspyrnu- sambandsins í gær þegar hann sannfærði þá um að enska liðinu yrði ekki refsað þó stuðningsmenn liðsins færu yfir strikið í Portúgal. Blikur voru á lofti þess eðlis að enska liðinu yrði sparkað út úr mótinu ef ensku bullurnar færu á kostum en af því verður ekki. „Knattspyrnusambandið og liðið á ekki að þurfa að b'ða fyrir hegðun stuðningsmannanna. Þeir hafa gert það sem þeir geta í þessu máb og virðast hafa öb sín mál á hreinu og geta í raun ekki gert mikið meira,“ sagði Johansson. - • ítalski landsbðsþjálfarinn, Gio- vanni Trapattoni, er á því að þekking nokkurra leikmanna danska landsliðsins á ítalska boltanum muni hafa áhrif á leik bðanna í dag. „Jon Dahl Tomasson, Thomas Helveg og Martin Jörgen- sen þekkja ítalska boltann vel og ég er á því að danska Uðið sé búið að vinna heimavinnuna sína. Skandi- navísku bðin hafa aUtaf verið hörð í horn að taka og í dag spUa þau einnig smá miðjarðarhafsbolta. Þetta verður hörkuleikur en ég er fuUur sjábstraust fyrir leikinn." • Sænski landsliðsmaðurinn, Freddie Ljungberg, segir að sænska Uðið hafi lært sína lexíu á síðasta EM og sé tUbúið að gera usla á mótinu núna. „Við vUjum ekki vera grobbnir þannig að við segjumst bara ætla að komast upp úr riðbnum. Við æfðum of mikið fyrir síðasta EM, vorum of stressaðir og mótið varð ein vonbrigði. Núna er staðan betri og ég held að við höfum aUa möguleika á að koma verulega á óvart núna,“ sagði Ljungberg sem mun leika með gifs á hendinni en hann handleggs- bromaði í leik Arsenal og Man. Utd í mars síðastbðnum. • Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, mun ekki leyfa blaða- mönnum að fylgjast með síðustu æfingu Dana fyrir leikinn gegn ítölum þar sem hann viU ekki að ítalarnir viti hvernig hann ætíi að stiUa liðinu upp. „ítalarnir lesa blöðin okkar rétt eins og við lesum blöðin þeirra. Við sjáum enga ástæðu tU þess að gefa þeim upp- lýsingar sem geta komið þeim vel og þar af leiðandi verður æfingin lokuð,“ sagði Olsen við blaðamenn í gær en þessi ákvörðun kemur nokkuð á óvart hjá Olsen sem er venjulega með opið hús á æfingum. BEST Á VELLINUM: KONUR LANDSBÁNKADEILD ? Staðan: Valur 4 4 0 0 18-1 12 ÍBV 3 2 1 0 17-2 7 Breiðablik 3 2 0 1 6-10 6 KR 3 11 1 4-5 4 Þór/KA/KS 4 1 1 2 4-8 4 Stjarnan 3 0 2 1 3-5 2 Fjölnir 3 0 1 2 2-5 1 FH 3 0 0 3 0-18 0 Markahæstar: Margrét Lára Viðarsdóttir, (BV 7 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 7 Hildur Einarsdóttir, Breiðabliki 3 Karen Burke, (BV 3 Olga Færseth, (BV 3 Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val 3 Laufey Ólafsdóttir, Val Tölfraeðin: Skot (á mark): 33-5 (12-3) Varin skot: Guðbjörg Gunnarsdóttir 3 - Sandra Sigurðardóttir 6. Horn: 11-1 Rangstöður: 8-0. Aukaspyrnur fengnar: 4-10. Fagnað skemmtilega Valsstúlkur fagna mörkum sínum á skemmtilegan hátt en hér sjást þær fagna marki Kristínar Ýrar Bjarnadóttur. DV-mynd E. Ól. Valsstúlkur halda áfram sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna. Þær lögöu stöllur sinar úr Þór/KA/KS, 4-0, á Hlíðarenda í gær og var sá sigur sanngjarn. Nina Ósk Kristinsdóttir skoraði þrennu fyrir Val og er komin upp að hlið Eyjastúlkunnar Margrétar Láru Viðarsdóttur á toppi markalistans Nína Osk getur ekki hætt að skora Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í LandsbankadeUd kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöUum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vU og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufa- skap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær em nú komnar með fimm stiga forystu í deUdinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef bðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum kraftí, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mfnútur leiksins. Þær uppskám mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Ktístinsdóttir skUaði hornspymu Rakelar Logadóttur í netíð. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjamadóttír við öðm marki með skaUa og eftír það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlknanna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóm forgörðum og það var ekki laust við að gestírnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleUc. Yfirburðir Valsstúlkna vom ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á mótí vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan og ömggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir voru bestar í liði Vals en hin 15 ára gamla Laufey Björnsdóttír var mjög spræk í framlínu Þórs/KA/KS og skapaði mikinn usla í vörn Vals með hraða sínum og áræðni. Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þórs/KA/KS, var þó léttur í bragði þegar DVSport ræddi við hann í leikslok. „Þetta var erfiður leikur fýrir okkur enda er Valsbðið mjög sterkt. Ég held að úrsbtín hafi verið sanngjörn en fyrir okkur snýst mótíð ekki um þessa leiki. Við ætíum okkur að vera í einu af sex efstu sætum deUdarinnar og miðað við það sem ég hef séð þá er það vel mögulegt," sagði Jónas. VALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 4. umf. - Hllöarendi -13. júnl Mörkin: 1 -0 Ntna Ósk Kristinsdóttir 9. Skot úr markteig Rakel 2- 0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. Skalli úr markteig Dóra María 3- 0 Nlna Ósk Kristinsdóttir 58. Skot úr teig Laufey Ó. 0-4 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. Skot úr teig Margrét Lilja Boltar Vals: Nína Ósk Kristinsdóttir Laufey Ólafsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir Dóra María Lárusdóttir Rakel Logadóttlr Ásta Árnadóttir Dóra Stefánsdóttir Málfríður Sigurðardóttir Boltar Þór/KA/KS: Laufey Björnsdóttir && ® & FORIV1ÚLA 1 Úrslit I Formúlu 1- keppninni sem fram fór á Gilles Villeneuve- brautinni í Montreal f Kanada um helgina. Fastir liðir eins og venjulega í Formúlu 1 kappakstrinum Schumacher-fjölskyldan réði ríkjum 1. Michael Schumacher Ferrari 2. Ralf Schumacher Williams 3. Rubens Barrichello Ferrari 4. Jenson Button BAR 5. Juan Pablo Montoya 6. Giancarlo Fisichella Williams Sauber 7. Kimi Raikkonen McLaren 8. Cristiano da Matta Toyota 9. David Coulthard McLaren 10. Olivier Panis Toyota H.Timo Glock Jordan 12. Nick Heidfeld Jordan 13. Christian Klien Jaguar 14. Zsolt Baumgartner Minardi Luku ekki keppni: Felipe Massa Sauber Takuma Sato BAR Fernando Alonso Renault Gianmaria Bruni Minardi MarkWebber Jaguar JarnoTrulti Renault Formúla 1-kappaksturinn er á góðri leið með að verða leiðinlegasta íþrótt í heimi þökk sé heimsmeistaranum Michael Schu- macher. Hann vinnur gjörsamlega allar keppnir með yfirburðum og keppnistímabilið er svo gott sem búið þótt það sé í raun rétt farið af stað. Sigur Schumachers í Montreal í gær var hans sjöundi á tímabihnu en aðeins eru átta keppnir búnar og Schumacher því búinn að vinna abar keppnirnar nema eina sem er einstakur árangur. Fyrir vikið er hann búinn að stinga af í stigakeppninni og það forskot á aðeins eftír að aukast ef að líkum lætur. Þar að auki var þetta þriðji sigur hans í röð á Gibes Vibeneuve- brautinni og abs hefur hann unnið sjö keppnir á þessari braut sem er nýtt met sem eflaust verður aldrei slegið. í öðru sæti að þessu sinni var bróðir Michaels, Ralf Schumacher sem ekur fyrir BMW-WUliams, og þriðji varð félagi Schumachers hjá Ferrari, Brasibumaðurinn Rubens BarricheUo. Lélegt hjá McLaren Montoya tók fimmta sætið en McLaren var með aUt niðri um sig sem fýrr og Raikkonen varð að sætta sig við sjöunda sætið og Coulthard varð síðan níundi. Schumacher hefur hlotið 70 stíg í þessum fyrstu átta keppnum og félagi hans Barrichello er í öðru sæti með 52. Bretinn Jenson Button er síðan í þriðja sæti með 43 stig. henry@dv.is Kampavfnskóngurinn Michael Schum- acher sprautar hér úr enn einni kampavíns- flöskunni í ár og bróðir hans fylgist glaður með. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.