Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 14
T4 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004 Fréttir r»V Bin Laden fjár- magnarTrier Yeslam bin Laden er einn þeirra sem fjármögn- uöu nýjustu heimildarkvik- mynd danska leikstjórans Lars von Trier. Myndin heit- ir Hindranirnar fimm og var frumsýnd í New York í síö- ustu viku við litla kátínu aðstandenda þeirra sem fórust í hryðj uverkaárásinni 11. september 2001. Yeslam, sem er einn af fimmtíu hálfsystkin- um Osama bin Laden og hefur afneitað bróður sín- um, á Saudi-fjárfestingar- fyrirtækið sem hefur höfuð- stöðvar í Sviss. Yeslam er að reyna að skapa sér nafn í kvikmyndaiðnaðinum og hefur gert samning við Trier um að fjármagna þrjár næstu myndir hans. Býflugur á hjóli Þegar tólf ára stúlka í Petersfield í Hampshire ætlaði að setjast aftur á hjól sitt eftir stutta verslunarferð höfðu 12 þúsund býflugur hertekið hjólið. Sérfræðing- ar telja að býflugnadrottn- ingin hafi komið sér fyrir á hjólinu og þegar Alice Gilmore ætlaði að hjóla af stað hafi hin- ar flugurnar elt. Alice og móðir hennar urðu að kalla til sérfræð- inga til að fá hjálp við að losna við flugumar. „Ég hef gaman af náttúmnni og dýmnum en þetta var of mikið," sagði Alice. Fjárhættuspil sem snýst um Evrópukeppnina í knattspyrnu er starfrækt á íslenskri heimasíðu. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir veð- m^L af þessu tagi ekki leyfileg hér á landi án tilskilinna leyfa. Olöglegt fjárhæ ttuspi I á Islandi vt vtagegfi SÍKSSW taaasa» Umraedd siða Veðmálið finna á slóðinni http://www.kjaran.is- /wbc/em/2004/index.htm Hver sem er getur tekið þátt í fjárhættuspili tengdu Evrópu- keppninni í fótbolta á heimasíðu Ungmennafélagsins Wörtunn- ar B.C. Á heimasíðu félagsins segir að þáttakendur þurfi að leggja þúsund krónur í pottinn og svo sé tippað á leikina. Stig eru gefín eftir ákveðnu stigakerfi og þrjú efstu sætin skipta svo pottinum á milli sín í lokin. Engin takmörk eru á hversu margar spár má senda inn. Um fimmtíu manns höfðu skráð sig í gær og því töluverðar fjárhæðir í pottinum. „Það er ólöglegt að stunda veð- mál af þessu tagi hér á landi án þess að fá tilskilin leyfi frá okkur. Ekki hefur verið gefið neitt leyfi fyrir um- ræddu veðmáli," segir Hjalti Zóph- óníasson, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu. Hjalti segir að ís- lenskar heimasíður megi ekki standa í veðmálum sem þessum en menn reyni oft að fara í kringum þessar reglur. „Ef vefsíðan er sett upp og skráð í öðru landi þá höfum við ekki lögsögu yfir þeim. Menn skrá síður af þessu tagi í Bretlandi og jafnvel á Cayman-eyjum til að sneiða framhjá þessum reglum." Umrædd vefsíða er hýst hér á landi. Ungmennafélagið Wartan B.C. er félagsskapur nokkurra stráka sem útskrifuðust saman úr Versló. Guðni Hafsteinsson, sem situr í miðstjórn félagsins, segir 17 strákaveraíhópn- um. „Þetta er bara svona veðmál innan hópsins og ef ég fer yfir þenn- an lista þá er þetta annað hvort strákar í félaginu, makar þeirra, vinnufélagar eða jafnvel foreldrar." Guðni segir tilganginn ekki vera að gera eitthvað ólöglegt og síðunni verði lokað ef potturinn fari upp úr öllu valdi. Hins vegar getur hver sem er skráð sig og tekið þátt í þessum leik og því er ekki einungis um félags- menn að ræða. Á listanum mátti t.d. sjá nöfn Sigmars Vilhjálmssonar sjónvarpsmanns ogKristjáns Brooks knattspyrnumanns. breki@dv.is ‘V ' HjaltiZóphónía \siundTxðmennséuab \ZTtolendiSt°^a* | ' rringum reqjur M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.