Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004
Fréttir DV
gpl EMífótbolta
2-7
(0-1)
Frakkland 2-1 England
0-1 Lampard, skalli (38.)
1-1 Zidane, aukaspyrna (90.)
2-1 Zidane, víti (90.)
Tölfræðin:
16 Skot 11
6 Skot á mark 4
5 Horn 2
19 Aukaspyrnur fengnar 20
3 Rangstöður 1
2 Gul spjöld 3
0 Rauö spjöld 0
54% Bolti innan llðs 46%
MAÐUR LEIKSINS:
Zinedine Zidane skoraði tvö mörk fyrir Frakka í uppbótar-
tíma og tryggði liðinu ótrúlegan 2-1 sigur á Englendingum
sem virtust vera að landa góðum sigri. Fabien Barthez varði
viti frá David Beckham í stöðunni 1-0.
Zinedine Zidane, Frakklandi
STAÐAN í A-RIÐLINUM
tS5 ioroioo^
PORTUQAL
Úrslitin:
Króatía-Sviss
Frakkland-England
Staðan:
Frakkland 1
Króatía
Sviss
England
0-0
2-1
3
1
1
0
Leikir sem eru eftir:
England-Sviss 17.júnl16.00
Frakkland-Króatla 17. júnf 18.45
Króatía-England 21. júní 18.45
Sviss-Frakkland 21. júní 18.45
Hetja og skúrkur Zinedine Zidane skoraði
tvö mörk I uppbótartlma. David Beckham
misnotaöi vlti þegar hann gat komiö
Englandi 12-0.
93 mínútur
bæta við því skyndisóknir þeirra
sköpuðu usla og Wayne Rooney tók
frábæran sprett á 72. mínútu. Stakk
miðjumenn Frakka af og valsaði
síðan fram hjá Mikael Silvestre í
vörninni sem braut á honum - víti.
Spyrnuna tók síðan Beckham en
Barthez var með hann algjörlega í
vasanum og varði vel.
Þegar venjulegur leiktími var
liðinn braut Emile Heskey
klaufalega af sér fyrir utan teiginn.
Zinedine Zidane tók spyrnuna og
skrúfaði boltann glæsilega í netið
fram hjá David James.
„Þarna rændu Frakkar stigi"
hugsuðu margir en ekki Frakkar því
þeir héldu áfram að sækja og Thierry
Henry stalst inn í slaka sendingu
Stevens Gerrard, sparkaði boltanum
fram hjá James sem braut á honum
um leið. Vítaspyrna dæmd sem
Zidane tók og skoraði örugglega úr
en þá voru tæpar þrjár mínútur
komnar fram yfir venjulegan
leiktíma.
Englendingar fengu ekki tækifæri
til að svara fyrir sig því Markus Merk
flautaði leikinn skömmu síðar af og
Frakkar fögnuðu gríðarlega en
Englendingar sátu eftir með sárt
ennið - stigalausir eftir góðan leik
án þess að þeir gæfu færi á sér í 90
mínútur.
Þeir gerðu aðeins tvö mistök í
leiknum og það nýtti snillingurinn
Zidane sér til fullnustu. Þess vegna
er hann besti knattspymumaður í
heimi. henryittdv.is
Ein magnaðasta, ef ekki sú magnaðasta, endurkoma allra tíma í
stórmóti á knattspyrnu leit dagsins ljós í Lissabon í gær. Þá
skoruðu Frakkar tvö mörk í uppbótartíma gegn Englendingum
og tryggðu sér sigur í leik þar sem þeir höfðu ekkert skapað sér í
níutíu mínútur. Eftir standa Englendingar með sárt ennið en
þeir hefðu getað gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik er
þeir fengu vítaspyrnu. David Beckham tók vítið en Fabien
Barthez sá við honum og varði glæsilega.
Það var ljóst hver stefna
Englendinga var frá upphafi. Hún
var að verjast, gera Frakkana pirraða
og sækja svo hratt.
Leikskipulag Englendingana
gekk fullkomlega upp. Þeir voru
gríðarlega þéttir og skipulagðir í
vörninni og Wayne Rooney skapaði
oft usla í skyndisóknunum með
hraða sínum og dugnaði.
Föstu leikatriðin voru síðan nýtt
til hins ítrasta og þá loksins sendu
Englendingarnir einhverja menn
upp völlinn. Upp úr einu slíku tóku
þeir síðan forystuna sjö mínútum
fyrir leikhlé.
David Beckham tók þá
aukaspyrnu á hægri kanti. Sendi
glæsilegan bolta í teiginn sem fann
höfuðið á Frank Lampard og hann
stangaði boltann listavel í netið án
þess að Fabien Barthez fengi rönd
við reist.
Englendingar þéttu varnar-
múrinn enn frekar í síðari hálfleik og
hugmyndasnauðir Frakkar fundu
enga íeið í gegnum enska múrinn.
Englendingar virtust líklegri til að
Ekki bara feitir og fullir Þaö eru ekki fara feitar og fuilar knattspyrnubullur sem styöja
Englendinga. Þessar sætur stelpur voru I stuöi á pöllunum I gær.
Barthez ver vítið frá Beckham Fabien Barthez kom til bjargar hjá Frökkunum þegar hann
varði vítaspyrnu Davids Beckham á 73. mínútu.
1 -0 fyrir England Frank Lampard skallar hér inn
var fyrsta markið sem Frakkar fá á sig 11085 mínútur.