Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjórar. Illugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Wayne ? Rooney • 1. Hvenær fæddist Rooney? 2. í hvaða borg og hvaða hverfi þess fæddist hann? 3. Með hvaða liði leikur hann nú? 4. Hann var um tíma yngsti maðurinn sem skorað hafði mark í ensku úrvalsdeild- inni. Hver sló það met? 5. Gegn hvaða liði skoraði hann fr ægt sigurmark í október 2002? Svör neðst á síðunni Kosningabaráttan hafin Guardian í leiðara breska blaðsins The Guardian er fjallað um kosningabaráttuna á Bret- landi sem virðist þegar vera hafin þdtt meira en ár sé í næstu kosningar. For- menn flokkanna eru þegar famir að skjóta hver á annan og talsmáti þeirra hefur að einhverju leyti breyst sem gerist venjulega ekki fyrr en rétt fyrir kosn- ingar. Þeir Tony Blair og Michael Howard hafa báð- ir haldið miklar ræður um heilbrigðiskerfið oghvað þar megi betur fara. Leið- arahöfundur segist ekki heyra mikinn mun á mál- flutningi þeirra hvað það varðar en býst samt sem áður við að þau tvö mál sem mest verði deilt um í kosningabaráttunni verði einmitt heilbrigðismálin auk menntamála. Býst hann við að fyrst og fremst verði deilt um útfærslur á því sviði en ekki aðferða- fræði. Eftir kúnstarinn- ar reglum „Orðin eiga uppruna sinn í latnesku kjörorði lækna- skólans I Salerno á Italíu „leges artis" -„reglur hand- verksins", en með latnleska] orðinu„ars",„artis" er átt við reglur læknislistarinnar, þótt„ars" merki eiginlega fag, iðn eða starfsgrein. Skól- inn f Salerno var stofnaðurum UOOogsetti hann mjög strangar reglur um störflækna sem skyldu starfa eftir„reglum læknis- listarinnar". Síðan tóku ýmsar aðrar starfsgreinar upp orðinjeges artis"." Tryggvi Gíslason, Orð I tímatöluð, 1999. Málið Svörviöspumingum: 1.24. október 1985 - Z Everton, Croxteth - B. Everton - 4. James Milner, Leeds - 5. Arsenal Sálgreindur forseti Íustin Frank er sálfræðingur, prófessor í sálgreiningu við George Washington há- skólann íWashington og höfúndur nýút- ninnar bókar um George W. Bush Banda- ríkjaforseta: „Bush á bekknum, hugmynda- heimur forsetans." f stuttu máÚ telur Frank í bókinni, að Bandaríkjaforseti sé geðveikur. f bókinni notar Frank sömu aðferðir og CIA, bandaríska leyniþjónustan notar til að sálgreina leiðtoga erlendra ríkja. Greining- arnar hófust við Iok síðasta heimsstríðs með athugunum á Hitler. Slíkar greiningar á leiðtogum fsraels og Egyptalands voru þátt- ur í Camp David samkomulaginu 1978. Að mati prófessorsins er drykkjusýki Bush forseta lykillinn að geðveiki hans. Hann var drykkfelldur fram á miðjan aldur og hætti ekki að drekka með aðferðum svo- kallaðs tólf spora kerfis, sem notað er hjá stofnunum á borð við SÁÁ og AA, heldur snerist hann skyndilega til kristinnar ofsa- trúar. Frank segir Bandaríkjaforseta vera drykkjusjúkling, sem ekki hafi fengið eðli- lega meðferð. Hann segir hann vænisjúkan stórmennskubrjálæðing, haldinn kvala- losta. Sem unglingur hafi hann leikið sér að því að sprengja froska. Og sjö ára gamall hafi hann ekki getað sýnt sorg við lát systur sinnar. Frank kennir uppeldi móðurinnar um þetta. Fjölskylduvinir telji hana vekja ótta í umhverfi sínu og hún hafi aldrei náð neinu sambandi við soninn. Síðan varð hann drykkjusjúklingur og skaddaðist andlega við það. Hegðunarmynztur hans sé svipað og annarra slíkra, en hinir eru bara eldci forset- ar. í bókinni og viðtölum í tengslum við út- komu hennar hefur Frank rakið ýmsa hegð- un forsetans. Þar á meðal er gleði hans yfir aftökum sakamanna, tilhneiging hans til að lyfta sér yfir lög og rétt, sýndarmennska hans, svo sem þegar hann stóð í flugmanna- búningi og lýsti yfir lokum fraksstríðsins. Aðstoðarmenn Bush hafa nafhlaust sagt frá miklum geðsveiflum Bush, þegar hann vitnar eina mínútu upp úr biblíunni og tvinnar saman ókvæðisorðum næstu mínút- una. Frank telur Bush rugla saman guði, Bandarflcjunum og sjálfum sér. Hann sé ófær um að stjóma landi og þjóð og eigi að hætta sem forseti. Sálfræðiprófessorinn bendir á ýmsa starfsbræður, sem styðji skoðun hans, svo sem James Grotstein prófessor við Kaliforn- íuháskóla í Los Angeies og Irvin Yalom pró- fessor við Stanford háskóla. Hann ver að- ferðir sínar með því að bera þær saman við aðferðimar, sem leyniþjónustan notar sjálf. Samkvæmt bók Franks er forsetinn mað- ur, sem forðast sorg og vfloir sér undan ábyrgð. Hann sé eins og átta ára gamalt bam að leika Superman og trúi því, að hann hafi sigrað í stríði. Jónas Kristjánsson 3 <D m Fyrst og fremst þar sem hann segist ætla að hefja virðingu forsetaembættisins til hæstu hæða. Þetta er maðurinn sem segir óþolandi að grín sé gert að forsetanum og forsetaembætt- inu, eins og hann vilji banna fólki að gantast með það sem því sýnist. Fíflaskip MATTHlAS VIÐAR SÆMUNDSSON dós- ent í íslenskum bók- menntum hefði orðið fimmtugur á dögun- um en hann lést fyrr á árinu eins og kunnugt er. Vinirhans gáfu afþvt til- efni út bókina Engil tímans þar sem margir höfundar birtu ýmisleg skrif um menningarleg efni, honum til heiðurs og minningar. Jafnframt var í fyrrakvöld efnt til siglingar svonefns Fiflaskips um sundin við Reykjavík en á siglingunni varísenn haldið upp á útkomu bókarinnar og Matthíasar minnst. Sagnir herma að fíflaskip hafi verið fley sem geðsjúku fólki var safnað um borð og það sent á sjó svo fólkið væri ekki fyrir öðrum. Fíflaskiþ hafa orðið mörgum listamönnum að yrkisefni - ýmsir þekkja lag hljóm- sveitarinnar The Doors með þessu nafni en hér má sjá fræga mynd Hl- erónýmosar Bosch afFíflaskipi. En úrþví að honum tókst ekki að klára ógeðs- drykkinn, þurftu þeir að rassskeiia hann. For- setaframbjóðandinn virðulegi beygði sig fram og Jói og Auddi slógu hann á afturendann. MEGUM VIÐ EIGfl V0N A ÞVf ef svo ólíklega vill til að Baldur verði for- seti, að hann verði reglulegur gest- ur í 70 mínútum eða var þetta bara kosningatrikk? Heldur hann að enginn muni gera grín að honum? ÞAÐ ERU F0RSETAK0SNINGAR á morgun ef það hefur farið framhjá einhverjum. Það hefur sjálfsagt gert það enda mest spennandi við þær er hversu margir komi til með að skila auðu. Sitjandi forseti ætlar að bjóða sig fram áfram og í framboði á móti honum eru tveir menn sem ekki hefur tekist að sannfæra marga um að þeir eigi erindi á Bessastaði. FÚLK HEFUR A SÍÐUSTU DÖGUM fengið - hvort sem því hefur líkað betur eða verr - að kynnast fram- bjóðendunum Baldri og Ástþóri. Ástþór Magnússon æðir um sem hinn herskái friðarpostuli og telur sig vera bjargvætt þjóðarinnar og jafnvel heimsbyggðarinnar allrar. Fáir taka mark á því. Flestir eru þreyttir á Ástþóri. SPÚTNfKKINN f ÞESSARI K0SNINGA- barAttu hefur verið hinn þéttvaxni loftskeytamaður, flugumferðar- stjóri, frumkvöðull og fasteigna- kaupmaður, Baldur Ágústsson. Hann segir að hugmyndin um for- setaframboð hafi kviknað í þröng- um hópi fólks, honum finnst hann eiga fullt erindi í forsetaembættið og trúir því einlæglega að hann geti unnið á morgun, þrátt fyrir lítið fylgi í könnunum. Baldur er á móti því hvernig Ólafur Ragnar hefur far- ið með embættið og vill endur- heimta virðingu þess frá dögum Kristjáns Eldjárns og Vigdísar. „Af virðingu við land og þjóð,“ segir Baldur. "ÞÚ ERT ALVEG EINS 0G JÓLASVEINN- INN," sögðu Auddi og Jói á Popp Tíví. Baldur leggur nefnilega ýmis- legt á sig til að endurheimta virð- ingu embættisins, til dæmis mætti hann í fyrrakvöld í stúdíó hjá Popp Tíví og drakk ógeðsdrykk. Það var blanda af Worcestersósu, mjólk, arómati, lýsi og sítrónusafa. Baidur fékk sér tvo sopa og stóð sig vel að mati þáttarstjórnenda sem réðu alls ekki við þennan drykk. Jói og Auddi göntuðust við frambjóðandann og hann kastaði fram vísu. Hann taiaði um forsetaembættið og fíkniefna- vandann. En úr því að honum tókst ekki að klára ógeðsdrykkinn, þurftu þeir að rassskella hann. Forseta- frambjóðandinn virðulegi beygði sig fram og Jói og Auddi slógu hann á afturendann. FRAMBJÓÐANDINN SAT ( SETTINU eins og höfðingi í fráhnepptri skyrtu. Áður hafði hann verið í dauflegu viðtali í Sjónvarpinu klæddur í sparifötin. Þegar Baldur var búinn að drekka ógeðsdrykkinn var skorað á hann að borða smjör. Hann fékk sér ríflega af smjörva, heila matskeið. Þegar hann var bú- inn, spurði hann hvort hann mætti fá meira, setti ögn á skeiðina og hélt áfram. Jói og Auddi veltust um af hlátri. NÚ Mfl EKKI MISSKILJA 0KKUR og halda að við séum á móti því að fólk taki þátt í spaugi og glensi. Við erum í raun mjög ánægðir með að Baldur hafi mætt í 70 mínútur. Okk- ur þykir það bara dálítið kúnstugt í ljósi auglýsinga frambjóðandans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.