Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. JÚNl2004
Fréttir DV
Risið lækkar á
íslandi
Hæsti tindur landsins,
Hvannadalshnjúkur, sem
er 2.119 metrar í öllum
kennslubókum og spum-
ingaspilum, hefur minnk-
að. Samkvæmt nýjustu
mælingum Jöklarannsókn-
arfélagsins er tindurinn
2.111 metrar. Magnús Tumi
Guðmundsson, formaður
Jöklarannsóknarfélagsin,
segir að taka verði mæling-
um með varúð. „Fyrri talan
2119 metrar er 100 ára
gömul og er ekki mjög ná-
kvæm. Svokölluð jökulfönn
er mæld og hún getur verið
breytileg eftir árstíðum og
snjólögum þannig að það
má búast við að þetta rokki
eitthvað."
NeitarVÍSum
viðræður
Vátryggingafélag íslands
fær ekki ósk sína um við-
ræður við Akureyrabæ upp-
fyUta. VÍS vildi fá að koma
að viðræðum um nýjan vá-
tryggingasamning
Akureyrarbæjar frá
og með næstu ára-
mótum. Bæjarráð
sagði vátrygginga-
samning milh Akur-
eyrarbæjar og Sjóvá
Almennra trygginga
vera í gildi og ekki
renna út fyrr enn 31. des-
ember 2005. „Akureyrarbær
mun því á næsta ári gera
nýjan vátryggingasamning
er taid gildi frá 1. janúar
2006, að undangengnu út-
boði í samræmi við inn-
kaupareglur Akureyrarbæj-
ar. Bæjarráð getur því ekki
orðið við erindi bréfritara
um viðræður."
Skólarfá
Einar Oddur
Kristjánsson, vara
formaður fjárlaga-
nefndar, segir að
samkvæmt íjár-
lögum séu ffarn-
haldsskólunum tryggðir
nægir peningar. „Eg fuUyrði
það, enda settum við inn
verulega peninga fyrir þetta
ár. Ef það eru hins vegar
einhverjir hnökrar á því, þá
ræðum við það bara í
annarri umræðu í nóvem-
ber. Maður getur ekki verið
alveg nákvæmur í þessu en
það er allt fuUt af pening-
um þarna," segir Einar
Oddur. Einar segir ástæðu-
laust óþol í mönnum:
„Þetta eru mjög skrýtnar
umræður og ekki eitthvað
sem þarf að hafa áhyggjur
af núna.“
Guðmundur Magnússon, landsdómari í golfi, vill breyta reglum Golfsambands ís-
lands, þannig að foreldrum verði bannað að vera kylfuberar á unglingamótum.
Foreldrar hafa lengi verið til vandræða á íþróttamótum barna sinna en um þver-
bak keyrði á unglingameistaramótinu í golfi sem haldið var á Hellu á Rangárvöll-
um um síðustu helgi.
Foreldrar bannaðir
Guðmundur Magnússon, landsdómari í golfi, vill að reglum
Golfsambands íslands verði breytt á næsta þingi sambandsins
og foreldrar verði bannaðir á mótum þar sem börn þeirra keppa.
Guðmundur Magnússon var einmitt dómari á unglingameist-
aramóti Golfsambandsins sem haldið var á Hellu á Rangárvöll-
um um síðustu helgi. Þar lá við slagsmálum fullorðinna, bílar
dældaðir, börn grétu og voru jafnvel skilin eftir að móti loknu í
geðshræringakasti foreldranna.
„Mótið fór að mestu vel fram ef
frá eru skilin rifrildi afa eins kepp-
endans og föður annars. Þeir rifust
heilar níu holur og ég gat ekki annað
en reynt að halda þeim frá ungling-
unum," segir Guðmundur og deilir
skoðun sinni á foreldrabanninu
með öllum þeim golfþjálfurum sem
voru á mótinu á Hellu. „í sjálfu sér
finnst mér í lagi að foreldrarnir
fylgist með og séu með nesti handa
keppendum en það verður að halda
þeim frá íþróttinni sjálfri. Foreld-
arnir eiga ekki að vera að skipta sér
af því hvaða kylfur unglingarnir nota
eða hvernig," segir hann.
Alls staðar í Evrópu hafa foreldrar
keppenda ekki leyfi til að vera kylfu-
berar barna sinna en sú tilhögun er
einfaldlega höfð á til að koma í veg
fyrir slagsmál foreldrana. Golfsam-
band íslands breytti reglum sínum á
þingi árið 2000 og leyfði foreldrum
að vera kylfuberar á unglingamót-
um. Hefur það ekki gefist vel eins og
berlega kom í Ijós á unglingameist-
aramótinu á Hellu.
Þing Golfsambands íslands verð-
„Þeir rífmt heiiar níu
holur og ég gat ekki
annað en reynt að
hatda þeim frá ung-
ttngunum"
ur haldið á næsta ári og er nokkuð
ljóst að þá verði reglunum breytt:
„Jafnvel má búast við að málið verði
tekið upp á formannafundi sam-
bandsins sem haldið verður í
haust," segir Guðmundur Magnús-
son.
Uppákomur eins og þær sem
urðu á golfmótinu á Hellu eru ekkert
einsæmi í íþróttum unglinga. Ekki
þarf að fara nema á knattspyrnuleiki
unglinga til að sjá foreldra þar ganga
af göflunum og verða bæði börnum
sínum og íþróttinni til skammar:
„Þetta vita aUir sem farið hafa á völl-
inn við þessar aðstæður, sama hver
íþróttin er," segir Hinrik Hilmars-
son, starfsmaður Golfsambandsins.
Fu llorðnir kylfuberar Eiga erfitt með að hemja skap sitt á golfvöllum í keppnum barna
sinna.
Markús Örn í fangelsi!
Svarthöfði hefur endanlega misst
trú á að íslenska kerfið leiði til skyn-
samlegrar niðurstöðu. Nú hefur
kerflð ákveðið að varpa í svartholið
þeim mönnum sem stóðu fyrir
mestum umbótum í menningu og
skemmtun í íslandssögunni, fyrir fá-
ránlega lága upphæð. Hinir geð-
þekku Árni Þór Vigfússon og Kristján
Ra Kristjánsson færðu þjóðinni Skjá
einn. Og af hverju í fangelsi? Því þeir
notuðu peninga ríkisins til að rækta
menninguna!
w Svarthofði
Nú hefur ekki mörgum dottið í
hug að varpa í fangelsi þeim sem
komu á fót Sinfóníuhljómsveitinni.
Samt kostar hún 257 milljónir, og
það árlega. Það er meira en Svein-
björn gjaldkeri millifærði frá Lands-
símanum í rekstur Skjás eins. Hvort
ætli fólk meti meira, Sinfóníuna eða
Skjá einn? Á sama tíma og Skjár einn
Hvernig hefur þú það?
ÓskarJ. Óskarsson, tónlistarmaður og verkefnisstjóri hjá Orkuveitunni:„Ég erað
drífa mig á gítarnámskeið hjá gítarleikara Deep Purple og síðan á hljómleika með þessari
mögnuðu hljómsveit. Verra er að ég fínn ekki gömlu fötin mín, þau hafa líklega fengið
fregnir afbreyttu vaxtarlagi og flúið. Annars er mikið að gera hjá mér sem verkefnisstjóri
fímmtugsafmælis mins á laugardag. Það verður grill-smoke on the Elliða-water."
hefur verið í gangi hefur Sinfónían
kostað hátt í milljarð.
Liðlega hálft ár er liðið frá því
Svarthöfði hlustaði seinast á klass-
ískt verk, en hann hefur aldrei heyrt
svoleiðis „live". Það var um jólin síð-
ustu, en þá sá hann það í Ríkissjón-
varpinu og skipti strax um stöð. Og
hvað kostar Rflássútvarpið af fé rík-
isins? 2,3 milljarða á ári!
Svarthöfði myndi sjálfur velja
Sirrý fram yfir Gísla Martein. En það
skiptir ekki máli. Hann er neyddur
til að borga Gísla Marteini ef hann
horfir á Sirrý. Og sá sem færði Svart-
höfða Sirrý hefur verið dæmdur í
fangelsi, út af því að hann notaði al-
mannafé. Hvar er skynsemin í því?
Svarthöfði krefst þess að Kristján
Ra og Árni Þór verði sýknaðir og fag-
urkerinn Sveinbjörn hljóti uppreisn
æru, auk fálkaorðu. Til vara krefst
Svarthöfði þess að Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóri verði undir
eins hnepptur í varðhald og í kjölfar-
ið dæmdur í fangelsi fyrir að sóa al-
mannafé í vitleysu.
Svaithöföi