Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Einar Bárðarson athafna-
maður er hugmyndaríkur og
uppfinningasamur eins og
sést á mörgum velheppnuð-
um verkefnum sem hann hef-
ur stýrt. Hann er orðheppinn
og þykir skemmtilegur I góðra
vina hópi.
Einar Bárðarson athafna-
maður á það til að þykja
svolítið ágengur á köflum.
Hann er óþarflega ýtinn
þegar hann vill fá sínu
fram. Hann á það líka til að
fara stundum fram úr sjálf-
um sér.
„Einar er óhemjuduglegur og
rosalegur hugkvæmur. Honum
hættir til að fara fram
úr sjálfum sér og ekki
verra að einhver sé ná-
lægur til að kippa i
spottann. Hann er mjög
skemmtilegur I góðra vina hópi
og afskaplega traustur vinur.
Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaður
„Einar hefur allt frá
barnæsku verið hug-
myndarlkur, djarfur og
óhræddur. Þetta hefur
hann sýnt og sannað
með verkum sínum. Hann
Selfyssingur góður."
Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi.
„Einar er uppfinninga-
samur og góðhjartaður.
Hann vill allt fyrir vini
slna gera. Einar er orð-
heppinn og með allra
skemmtilegustu mönnum sem
ég hef starfað með."
Einar Ágúst Viðisson, söngvarl iSkita-
móral.
Einar Bárðarson er fæddur og uppalinn á
Selfossi. Hann er þekktur athafnamaður
og hefur sem kunnugt er haldið fjölda
tónleika og útihátíða auk þess aö semja
mörg afvinsælustu dægurlögum síðustu
ára. Nú um stundir þeysist Einar um landið
með stúlknasveitina Nylon og ætlar að
láta þær slá l gegn. Einar er í báða ættliði
kominn af Síöuprestum.
Maitsland-vitni
mættu ekki
Mál gegn tvíburunum
Rúnar Ben Maitsland og
Davíð Ben Maitsland og
Þjóðverjanum Claus Friehe
fýrir Héraðsdómi Reykja-
víkur hefur verið frestað
fram á haust. Ástæðan er
að vitni, sem koma áttu ffá
Þýskalandi til að veita upp-
lýsingar um meint fíkni-
efnasmygl, létu ekki sjá sig
þegar taka átti málið fýrir í
gær. Um er að ræða meint
tengsl tvíburanna við stór-
an smyglhring, sem Davíð
Ben harðneitar aðild að, en
Rúnar Ben situr nú inni fýr-
ir fíkniefnabrot. Davíð hef-
ur sagt að hann sé aðeins
ákærður vegna þess að
hann sé tvfburabróðir Rún-
ars, en málið þykir mjög
sérstakt þar sem lögreglan
hefur ekki lagt hald á þau
efni sem mennirnir eru
sakaðir um að smygla.
Forsetakosnincrar 2004
Þá er komið að þriðja frambjóðandanum í forsetakosning-
unum 2004 og er það Ólafur Ragnar Grímsson sjálfur. Erfitt var að ná í forsetann
en blaðamaður og ljósmyndari DV ákváðu að fara út og leita að honum í staðinn.
Sú leit skilaði ýmsu og kom meðal annars í ljós að brotist var inn í kirkjuna á
Bessastöðum tvisvar í sömu vikunni. Garðyrkjustjóri forsetans vonast eftir launa-
hækkun og segir Ólaf fara í morgungöngu á hverjum morgni.
Túristar Mikið er um ferðir fólks I kring-
um forsetasetrið. Þessir útlendingar
voru llklega líka að leita afforsetanum.
Heimili Ólafs Hér býr Ólafur
Ragnar en ekkert bólaði áhonum
né Dorrit viö bakstur í eldhúsinu.
13.50 - Troðfull geymsla
af drasli fyrri forseta
Hörður segir Ólaf Ragnar aldrei
hafa komið út með bjór handa sér
þegar heitt sé í veðri en hann bendi
honum gjarnan á bletti sem slá megi
betur. Lítið virðist vera um partí-
stand á Bessastöðum og veit hann
ekki hvort kjallarinn sé fullur af
áfengi. „Það er hinsvegar geymsla
hérna troðfull af drasli frá tíð fyrri
forseta," segir Hörður og brosir.
En nú þarf Hörður að halda
áfram að vinna og kveður okkur um
leið og hann hverfur fyrir hornið á
forsetasetrinu.
Við göngum stutta stund um
svæðið og það verða að teljast von-
brigði að sjá ekki Dorrit í eldhús-
glugganum að baka og enginn virð-
ist vera heima þennan daginn.
14.00 - Leitinni lokið
Ekki gat Hörður garðyrkjustjóri
aðstoðað okkur við leitina og því
ekki annað hægt að gera en halda
heim á leið eftir misheppnaða leit.
Þegar við göngum í átt að bflnum
hafa bæst við túristar sem taka
myndir af kirkjunni en voga sér ekki
nálægt forsetasetrinu. Enginn Ólaf-
ur virðist vera á svæðinu og því engu
líkara en að forseti vor sé týndur.Veit
einhver hvar hann er?
breki@dv.is
13.14 - Skrifstofa for-
seta íslands á Sóleyjar-
götu 1
Það var kyrrt og hljótt á Sóleyjar-
götunni þegar leitin að Ólafi hófst.
Risavaxin tré og fuglasöngur biðu
okkar og þreytuleg kona skimaði eft-
ir húsnúmeri í kringum skrifstofu
forsetans. Tveir menn frá Landssím-
anum voru að leggja símalínur á
horni götunnar og ungar stelpur
með hvíta hjálma aðstoðuðu við
verkið. Aðspurðar sögðu stelpurnar
að ekkert hefði sést til forsetans um
morguninn en það skipti þær litlu
máli því að þeirra sögn er hann eini
hæfl frambjóðandinn og fær því
þeirra atkvæði. Verkamaður sem leit
út eins og teiknimyndapersóna með
bláan hjálm brosti og sagði „hvað
eigum við að kjósa, Ástþór?" og við-
staddir hlógu að hnyttni bláhjálms-
ins.
Dyrnar á Sóleyjargötu 1 opnuð-
ust örfáum sekúndum eftir að við
þrýstum á hnappinn og blár dregill
lá að borði ritarans sem var ung
stelpa með fallegt bros. „Hann hefur
ekkert verið hérna í morgun en ég
held að þið verðið að panta tíma ef
þið ætlið að hitta hann, ætli hann sé
ekki bara upp á Bessastöðum."
Fljótíega var okkur vísað upp og þar
tók á móti okkur örnólfur Thorsson,
aðstoðarmaður forsetans. Hann
sagði okkur að forsetinn hefði ekki
tök á að hitta okkur í dag en vildi
ekki segja okkur hvar hann væri nið-
ur kominn.
í dyragættinni mættum við ljós-
myndara forsetans sem virtíst vera í
góðu skapi en ekki vitum við hvort
var að leita að
forsetanum eins og
við.
13.31 - Keyrt
að forseta-
setrinu á
Bessastöðum
Þegar við keyrðum
út Sóleyjargötuna
varð á vegi okkar smáfugl og heyrð-
ist mér hann hvísla: „Herra Ólafur er
á Bessastöðum, farið þangað.“ Við
keyrðum í átt að Bessastöðum og
þegar við nálguðumst forsetasetrið
og vonuðumst eftir að hitta forset-
ann ómaði í útvarpstækinu „Should
I stay, or should I go“ með hljóm-
sveitinni Clash. Ólafur Ragnar hefur
lfldega sungið þetta lag fyrir Dorrit
þegar hann velti því fyrir sér hvort
hann ætti að vera forseti þriðja kjör-
tímabilið í röð.
Það var örlítið rok á Bessastöðum
og allt morandi í kríum í hrauninu
kringum setrið. Túristar komu keyr-
andi á bflaleigubfl og hliðið að hús-
unum var lokað. íslenska fánanum
með skjaldamerkinu var flaggað og
grasið var nýslegið.
Simalínur lagðar Verið varað
leggja sfmalinur fyrir utan skrif-
stofu forsetans en þetta fólk
hafði ekkert séð ÓiafRagnar
koma um morguninn.
Garðyrkjustjórinn Hörður
Kristjánsson sagði forsetann
hafa brugðið sér afbæ fyrir
klukkustund eða svo.
13.42 - Garðyrkjustjóri
forsetans tekinn tali
Ástæðuna fyrir nýslegnu grasinu
fengum við fljótíega að vita þegar
við hittum Hörð Kristjánsson, garð-
yrkjustjóra forsetans, sem
sagðist vera nýbúinn
að slá blettinn en var
önnum kafinn við
ósigrandi arfann.
Hörður sagðist
kunna ágætíega við
það að vera sinn eigin
herra og er búinn að
vera í þessu starfi í
fjögur ár: „Ég ræð mér
nú alveg sjálfur og
það er fr'nt að vera
einn með sjálfum sér
hlustandi á útvarpið
og slá grasið.“ Hörður segist hlusta
mest á Radíó Reykjavik og Skonrokk
en þó komi það fyrir að kristilega út-
varpsstöðiri Lindin vérði fyrir valinu.
Þegar við spurðum hann hvort for-
setínn væri heima sagði hann að við
hefðum rétt misst af honum en
hafði ekki hugmynd um hvar hann
væri.
„Ég hitti nú forsetann stundum
og þá aðallega á morgnana þegar
hann er hérna í morgungöngu.
Hann er nokkuð morgunhress og
gengur yfirleitt hérna um svæðið
þegar ég er nýmættur í vinnuna,“
segir Hörður sem því miður
verður í kórferð í Eistíandi
legar krónprinsinn mætir
um næstu helgi. Hörður
segir staðarhaldarann Karl
búa á svæðinu sem og
kokkinn og kann vel við
það að geta farið inn í eld-
hús og fengið sér að borða
úr ísskápnum.
„Það er mikið af túrist-
um sem koma hingað en
þeir þora ekki jafri nálægt
húsinu og íslendingarnir
sem ég hef þurft að reka í
burtu af eldhúsgluggan-
um." Hörður segir Ástþór
Magnússon hafa mætt um daginn
og ætíað að fara inn en hefði verið
vísað í burtu. Eftir heimsókn Ástþórs
var sett upp skilti með áletruninni
„lokað" svo friðarpostulinn myndi
ekki mæta aftur.