Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 25. JÚNl2004
Fréttir DV
Hæstiréttur í
sumarfrí
Hæstaréttardómarar
hófu sumarfrí sitt um síð-
ustu helgi. Reiknað er með
að næstu reglulegu dómar
verði ekki felldir í Hæsta-
rétti fyrr en þegar vika er
liðin af septembermán-
uði. Á hinn bóginn má
búast við að í sumar þurfi
Hæstiréttur að leysa jöfn-
um höndum úr málum á
borð við kærða gæslu-
varðhaldsúrskurði. Sjálfir
koma Hæstarréttardómam-
ir m'u ekki saman í réttinum
fyrr en um miðjan ágúst.
Barist gegn
farandsölu
Verð á húsum hækkaði um rúmlega 13 prósent á einu ári. Kjartan Hallgeirsson
hjá Eignamiðlun segir að tölur um hækkanir ekki gefa alveg rétta mynd af fast-
eignaverðinu. Yfirverð á húsbréfum spili þar talsvert inn í. Óvíst er hvaða áhrif
breytingar á fasteignalánum frá íbúðalánasjóði munu hafa.
Fasteignir ruku upp
á yiirverði húsbréfa
Atvinnumálanefnd ísa-
fjarðarbæjar hefur uppi
hugmyndir um að beita sér
gegn farandsölumönnum
sem koma í bæjarfélagið og
selja gamlan lager fyrir lít-
ið. Bæjarins besta hefur eft-
ir Rúnari Óla Karlssyni, at-
vinnu- og ferðamálafulltrúa
bæjarins, að verslunarrek-
endur á ísafirði væm óá-
nægðir með farandsölu-
mennina, sem bjóða oft
varning sinn í félagsheimil-
inu í Hnífsdal. Vissulega
geti verið um að ræða
kjarabót fyrir íbúa á svæð-
inu, en í haust skal láta
reyna á hvort verslanir í
heimabyggð geti ekki tekið
við af farandsölumönnum.
Irakar skipta
um stýrikerfi
Hópur íraka berst nú fyr-
ir því að í írak verði stýri-
kerfið Linux notað á tölvur í
stað Microsoft. Linux er
dreift og lagfært ókeypis og
þykir írökunum það henta
betur ástandinu í landinu að
nota slíkt stýrikerfi. Breska
ríkisútvarpið, BBC, fjallar
um umskiptin í tölvumálum
í írak í kjölfar innrásar
Bandaríkjamanna. Þar kem-
ur fram að stórfyrirtæki eins
og Microsoft reyni að veita
írökum not af stýrikerfum
sínum, en um takmarkaðan
tíma. Þegar tíminn rennur
út verða þeir að byija að
borga stórfyrirtækjunum, og
það vilja írakar ekki.
„Almennt er allt i góöu lagi.
Þaö er þokkalegt ástand," seg-
ir Valdimar Bragason, bæjar-
stjóri í
Landsíminn
Hann
kannast þó viö aö kjúklinga-
slátrunin I bænum sé aö
hætta.„Síðasta slátrunin hefur
fariö fram. Fólk er að komast í
vinnu sem varþarna fyrir. Það
er ekki mikiö atvinnuleysi
hérna/'segir bæjarstjórinn í
Dalvik, sem varáleið til
Varmahllöar í gær.
Kópavogur Mikið hefur verið byggt
íhinum vinsæla Kópavogi undan-
DÆMI UM HÆKKUN ÁTVEGGJA OG FJÖGURRA HERBERGJA
ÍBÚÐUM í FJÖLBÝLISHÚSI í REYKJAVÍK Á MILLI ÁRA:
Fasteignir á höfuðborgarsvæð-
inu hafa hækkað um 13,4% á síð-
ustu 12 mánuðum. Mest hefur
hækkunin orðið á síðustu þremur
mánuðum, eða um 6,5%.
Þessar upplýsingar má lesa á vef
Fasteignamats ríkisins sem reiknar
verð fasteigna reglulega út eftir
kaupsamningum. A vefnum kemur
fram að vísitala fasteignaverðs
íbúðahúsnæðis á höfuðborgar-
svæðinu var 194,4 stig í apríl 2004.
Miðað er við 100 stig í janúar 1994.
Hækkun í yfirverði húsbréfa
Kjartan Hallgeirsson hjá fast-
eignasölunni Eignamiðlun segir að
þessar tölur segi ekki til um raun-
verulegar hækkanir. Þær eru að
stórum hluta fólgnar í yfirverði
sem hefur orsakað þessa hækkun.
„Það hefur verið yfirverð á hús-
bréfum að undanförnu og seljend-
ur hafa verið að fá meira út úr sölu
en oft áður,“ segir Kjartan. Hann
neitar því ekki að mikil sala hafi
verið allt síðasta ár og kannski
meiri en menn hafi búist við.
„Fyrsta júlí tekur nýja kerfið við og
þá verður ekki neitt til sem heitir
yfirverð lengur," segir hann.
Nýgróin hverfi dýrari
Nýja kerfið hjá Ibúðalánasjóði
felst í því að ekki verður lengur
greitt með húsbréfum heldur bein-
hörðum peningum. Kjartan segir
að ekki sé enn ljóst hvort vextir
lækki eða verði svipaðir. Það komi
til með að hafa áhrif. Ef vextir lækki
megi búast við aukinni sölu en
standi þeir í stað verði salan að öll-
um líkindum svipuð.
Kjartan segir að lítill munur sé á
eftirspurn á milli sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. „Ákveðin
hverfi eru dýrari en önnur, hvort
sem er í Reyicjavík, Hafnarfirði eða
Kópavogi en það eru ný hverfi sem
ekki eru lengur í byggingu. Orðin
gróin en íbúðir samt enn tiltölu-
lega nýjar," segir hann.
Gengistryggð bankalán
aukast
Ef eitthvað er þá hefur verið
meiri eftirspurn eftir sérbýlum.
Kjartan segir að ástæðan sé eink-
um sú að þau hafi staðið í stað í
verði. Þá er hægari sala í dýrari
eignum.
Inntur eftir hvort menn sæki
meira eftir lánum í bönkunum
svarar Kjartan að ekki sé óalgengt
., | n|j |
„Fyrsta júlí tekurnýja
kerfið við og þá verð-
ur ekki neitt til sem
heitir yfirverð lengur."
rann ar. trtirspurn eftirnýjum Ibúð
um i byggðum hverfum er mest.
Stærð: 76 fermetra tveggja herbergja, byggingarár 1995.
Mal 2003
Verð 10,6 milljónir. Verð á hvern fermetra 142.500 kr.
Maí 2004
11,5 milljónir. Verð á hvern fermetra 160.700 kr.
Stærð 113 fermetra fjögurra herbergja, byggingarár 1995.
Mal 2003
Verð 13,8 milljónir, verð á hvern fermetra 123.200 kr.
Maí 2004
Verð 14,7 milljónir, verð á hvern fermetra 131.600 kr.
að tekin séu húsbréf og til viðbótar
bankalán:
„Það hefur heldur aukist að
menn taki gengistryggð lán. Þau
fóru hægt af stað en menn eru að
átta sig á kostum þeirra í þeim til-
fellum sem þau henta," segir Kjart-
an Hallgeirsson. bergijot@dv.is
Kennarar húðskamma stjórnvöld
Helmingur umsækjenda fékk synjun
Kennarasamband
íslands átelur
stjórnvöld fyr-
ir að veita allt
of htlum
fjármunum
til þeirra
stofnana
sem annast
kennara-
menntun í
landinu.
„Kennara-
Furðu lostinn formaður
Eiríkur Jónsson formaður Ki:
Fjárveitingar tii kennara-
menntunar skornar við nögl.
sambandið lýsir yfir sérstökum
áhyggjum vegna fjárhagsstöðu
Kennaraháskóla íslands sem getur
einungis veitt helmingi umsækj-
enda skólavist næsta haust vegna
fjárskorts," segir í yfirlýsingu KÍ.
Að óbreyttu þarf Kennaraháskóli
íslands að synja tæplega eitt þúsund
umsækjendum um nám við skólann
á næsta skólaári. Alls sóttu 1.834 um
að hefja nám við skólann á næsta
skólaári, en aðeins 903 fá skólavist.
1.500 umsóknir bárust um nám í
grunndeild og af þeim fá einungis
685 inngöngu, eða um 45% umsæk-
enda. 334 sóttu um nám í fram-
haldsdeild, en aðeins 218, eða 65%
umsækjenda, hefur verið boðið að
hefja nám.
Nemendur KHÍ eru nú um 2.400
og hafa aldrei verið fleiri. KÍ lýsir yfir
furðu sinni á því að íslendingar, sem
eru í hópi ríkustu þjóða heims, skeri
við nögl fjárveitingar til kennara-
menntunar. KÍ bendir á að enn
skortir verulega á að alhr þeir sem
starfa við kennslu í skólum landsins
hafi til þess fuha menntun og tilskil-
in réttindi.
Kf skorar á menntamálaráðherra
„að beita sér fyrir auknum fjárveit-
ingum th kennaramenntunar og
stuðla þannig að því að aukinn
áhugi ungs fólks á kennaranámi
verði tU þess að tryggja nægUegt
framboð á vel menntuðu fólki tU að
sinna því mikUvæga starfi sem
kennsla í skólum landsins er.“
Ólöglegur hnífur
Lögreglan í Vestmannaeyjum
veitti því athygli í vikunni að ung-
lingsdrengur var að leika sér með
svokahaðan „Butterfly" hm'f og
var að sýna öðrum unglingum
hnífinn. Þar sem hnífar af þessu
tagi eru ekki leyfðir hér á landi
voru höfð afskipti af drengnum
og hmfurinn tekinn af honum.
VUl lögregla brýna fýrir foreldrum
að leyfa ekki ungum krökkum að
bera hnífa á sér og þá sér í lagi
hnífa sem eru ólöglegir.