Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Qupperneq 14
74 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Gjá milli Betu og Blair
Elísabet II Bretadrottning hefur fjölgað reglu-
bundnum fundum með embættismönnum
stjórnkerfisins vegna þess að hún óttast að vera
sniðgengin af Tony Blair forsætisráðherra. Talað
er um gjá á milli drottningar og forsætisráð-
herra. Blair er mikið á ferðinni og kvað ekki hafa
staðið sig sem skyldi við að uppfræða
drottningu um það sem hæst ber í
þjóðfélagsmálum. Þannig sást Blair
; ekki í Buckingham-höli vikurnar áður
’ en Bretar blésu til stríðsátaka í írak
ásamt Bandaríkjamönnum. „Drottn-
ingu finnst Blair sýna sér minnsta
\ virðingu allra þeirra sem setið hafa
á forsætisráðherrastóli síðustu
árin og áratugina," segir heim-
ildarmaður innan hirðarinnar.
Grænlendingar grétu af fögnuði
Friðrik krónprins af Danmörku og eiginkona hans
María prinsessa slógu heldur betur í gegn á
Grænlandi á dögunum. Nýgiftu hjónin heim-
sóttu elliheimiii eitt í Nuuk og komu uppá-
klædd í grænlenskum þjóðbúningum.
Gamla fólkið varð yfir sig hrifið og grétu
sumir af fögnuði. Friðrik og María heilsuðu
síðan öllum með handabandi sem var ekki
til að draga úr hrifningunni. Þjóðbúningur
Maríu þykir afskaplega fallegur en fimmtán
grænlenskar konur saumuðu hann í sam-
einingu. Þjóðbúningurinn var brúðargjöf
íbúa Nuuk til Maríu. Að lokinni heimsókninni
fengu María og Friðrik sér sundsprett í sund-
höll bæjarins.
malyerk lítur
Ijos
Sund
lacjsíns ijos
Franski listmálarinn André Durand hefur
málað stóra mynd af Vilhjáimi krónprinsi
þar sem hann er á Speedo-sundskýlunni
einni fata. Prinsinn er sem kunnugt er lið-
tækur sundmaður. Durand notaðist við Ijós-
myndir af prinsinum við gerð verksins en
myndin var sýnd opinberlega fyrir nokkrum
dögum. Breska hirðin hefur ekki sýnt nein við-
brögð en talið er að málverkið eigi seint eftir að
falla Elísabetu drottningu og hennar fólki í geð.
IndlanaÁsa Hreinsdóttir
fylgist meö kóngafólkinu á
föstudögum og lætur blátt
blóðið streyma með stíl.
indiana@dv.is
Harry fer í
herinn
Ein glæsilegustu hjón veraldar, Imran og Jemima Khan, eru skilin eftir níu ára
hjónaband. Þau voru miklir og góðir vinir Díönu prinsessu heitinnar.
Hjónaajofull? Hugh
Grant er sagður hafa gert
sér dælt við Jemimu.
sinni. Jemima og
Díana deildu sömu
hugsjónum sem fólust
í því að koma veikum
og þurfandi börnum til
hjáipar.
Heimildir herma að
brestir hafi verið
komnir í hjónabandið
fyrir nokkru og er haft
eftir vini hjónanna
að Jemima hafi
aldrei náð að festa
rætur í Pakistan.
Sjálfur segir Imran
að þau hafi tekið sameiginlega
ákvörðun um að skilja og synirnir
muni eftir sem áður hafa forgang í
lífi þeirra.
Menn velta vöngum yfir hvað
varð til þess að hjónabandið
brast og hafa margir bent á
breska leikarann Hugh Gr-
ant í þeim efiium. Fyrir fá-
einum vikum birtust nefni-
lega myndir af Jemimu og
Grant þar sem þau voru að
yfirgefa næturklúbb í
London síðla nætur. „Þetta
var dropinn sem fyllti mæl-
inn. Imran varð alveg brjál-
aður. Myndin bar lrka ekki
eiginkonu múslíma
vitni," segir vinur Khan-
hjón-
anna. Þá er vitað að
Hugh Grant var í af-
mælisveislu Jemimu í
janúar síðastliðnum
og kunnugir segja þau
hafa verið stinga sam-
an nefjum við fleiri til-
efni síðustu mánuði.
Imran heldur sig í
Pakistan og er að sögn
afar daufur í dálkinn.
Jemima er hins vegar
flutt til London og sást til
hennar skælbrosandi þar sem
hún ók með móður sinni um
götur Fulham í Vestur-London fyrir
skemmstu.
gott
Jemima Khan Hjónabandið
farið útumþúfur. Jemima
I flutt til London - Imran byr
1 áfram í Pakistan.
mj®
r-n
■ I
A góðri stundu með
Dfönu Diana prinsessa
með blómvönd. Með henni
eru Imran og Jemima og
nokkrir af sjúklingum
Khan-spitalans i Lahore.
Myndin var tekin i mai
1997. Diana efndi til fjár-
söfnunar fyrir spitalann.
Þeim verður þó ekki til setunnar
boðið því þau ætla að hitta landa
sína í Norræna húsinu síðla dags og
fara á djasstónleika í Nasa klukkan
20.05. Hákon og
Mette-Marit munu
yfirgefa Nasa
klukkustundu og
stundarfjóröungi
síðar, eða klukkan
21.20, í fylgd Ólafs
Ragnars Grímsson-
ar forseta og Dorrit
Moussaieff.
A leið til Islands
Hákon Magnús,
Mette-Marit, Mari-
us og Ingiriður Al-
exandra. Eftir ís-
landsförina biður
fjölskyldunnar
langtog gottsum-
Harry prins, yngri
sonur Karls rlkisarfa ■
á Bretlandi, ætlar I
herinn. Hann hefur
þegar tekið fyrsta
inntökuprófið í Her-
skólann t Sandhurst ]
og mun hafa stað-
istþað meömikilli
prýði. Harry útskrifaðist úr Eton-
skólanum fina I fyrra og hefur stðan notað
tímann til feröalaga og meðal annars dvaliö
f Afriku. Prinsinn hafði víst hugáað taka
annaö ár til sllkra athafna en siðan skipt um
skoöun og ákveðið að hefja feril sinn I her-
þjónustunni. Talsmaður hirðarinnar segir
vonir standa til að Harry hefji nám í byrjun
næsta árs.
Sliguð af
áhyggjum
Japanska krónprinsessan Masako er undir
miklum þrýstingi að ala eiginmanni slnum,
Naruhito krónprinsi, son. Masako og Naru-
hito eignuðust dótturina Aiko fyrir tveimur
árum við mikinn fögnuö japönsku þjóðar-
innar. Reglan ersú að erfðarétturinn gengur
frá föður til sonar. Masako hefur ekki séstop-
inberlega siöan i
október og er
skýringin sú að
húnþjáistaf
streitu á alvar-
iegu stigi og of-
þreytu.Sagan
segir að Masako
sé sliguð af
áhyggjum vegna
þess aö sonurinn
hefur ekki litið
dagsins Ijós.
Hópur manna
berst fyrir þvl að
erfðaréttinum verði breytt þannig að Aiko
geti orðið þjóðhöfðingi þegar fram I sækir en
óvíst er að baráttumennirnir muni hafa ár-
angursem erfiði.
Camilla
um Díönu
Diana prinsessa heitin fann eidheit ástarbréf
I skjalatösku Karls rikisarfa árið 1991. Bréfin
voru frá frillu Karls, Camillu Parker Bowles, og
voru heiber sönnun þess
aö þau áttu I ástar-
sambandi. Camilla
kallar Dlönu „fá-
ránlegt fyrir-
brigði“og
kveðstlbréf-
unum elska krón-
prinsinn aföllu
hjarta og þrá hann llk
amlega. Þá vandar
Camilla ekki þáver-
andi eiginmanni
sínum.Andrew,
kveöjurnar og
segirieinu
bréfanna að
hann sé eins
og hreysiköttur
sem best væri að
stoppa upp. Þetta
kemur fram I nýj-
ustu bókAndrew
Morton: I leit að ást.
Hákon Magnús krónprins af Noregi og Mette Marit krónprinsessa eru á leiðinni. Með í
för verður litla krónprinsessan, Ingiríður Alexandra, og er þetta hennar fyrsta utanför.
Krónprinsinn skoðar bátalíkön og borðar síld
Hugh Grant síöasta hálmstráið
Hákon Magnús, krónprins Nor-
egs, og kona hans, Mette-Marit
krónprinsessa, eru væntanleg hing-
að til lands á sunnudag. Þau taka
Ingríði Alexöndru með sér en litla
prinsessan er hálfs árs. Hákon og
Mette-Marit munu gera víðreist en
þau hefja heimsóknina á Bessastöð-
um og er áætlaður komutími þeirra
þangað klukkan 16.15 á sunnudag.
Eins og vera ber er dagskrá krón-
prinsins pökkuð og klukkan 9.30 á
mánudagsmorgun munu Hákon og
Mette-Marit mæta í Þjóðmenning-
arhúsið. Þar staldra þau við í hálf-
tíma og ættu áhugasamir að geta
barið þau augum fyrir utan. Síðan
liggur leiðin til Nesjavalla og hádeg-
isverður verður snæddur í Valhöll
þar sem Siv Friðleifsdóttir, sam-
starfsráðherra Norðurlanda, verður
í hlutverki gestgjafa.
Siglfirðingar bíða vafalaust
spenntir eftir hinum tignu gestum
en þangað halda hjónin eftir hádegi
á þriðjudag. Siv verður með í för og
munu Hákon og Mette-Marit skoða
bátalíkön og smakka á síldarréttum.
Ástir tókust með þeim Imran og
Jemimu og vakti sambandið gríðar-
lega athygli. Jemima fórnaði gyð-
ingatrúnni fyrir verðandi eigin-
mann og tók múslímatrú. Hún yfir-
gaf selskapslífið í London og flutti
með sínum heittelskaða til Pakist-
ans þar sem hún lærði tungumál
heimamanna og vann ötullega að
líknarmálum en þau hjón hafa
byggt nokkra barnaspítala svo
dæmi sé tekið. Þau eiga tvo syni,
Sulaiman átta ára og Kasim fimm
ára. Imran hefur haslað sér völl í
pólitíkinni í Pakistan.
Díana, prinsessa heitin, var góð-
ur vinur Khan-hjónánna og heim-
sótti þau til Pakistans oftar en einu
Hjónaband glæsihjónanna, Imr-
an og Jemimu Khan, er farið út um
þúfur. Imran og Jemima voru hefð-
arhjón í Pakistan og litu landsmenn
upp til þeirra. Gengið var frá skiln-
aðinum í London í vikunni og er
Jemima að sögn flutt út af heimili
þeirra.
Imran Khan, sem ættaður er frá
Pakistan, var krikketstjama þegar
hann kynntist hinni ungu og fögru
Jemimu fyrir áratug. Jemima var 21
árs og umgekkst fína og fræga fólkið
í London. Hún var þá og er enn ann-
áluð fyrir glæsileika auk þess að vera
erfingi gríðarlegra auðæfa en faðir
hennar var auðkýfingurinn sir John
Goldsmith.