Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Qupperneq 16
7 6 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 Fréttir DV • Sænski markahrókurinn Henrik Larsson er hógvær maður að eðlisfari og telur að hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy verði besti sóknarmaðurinn á vellinum þegar Svíþjóð og Holland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins á morgun. Larsson hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum og Larsson sagðist geta lýst van Nistelrooy, sem hefur skorað fjögur mörk í þremur leikjum, í þremur orðum: „Hann er frábær," sagði Larsson. Hann getur skorað úr erflðum stöðum og það er mjög erfitt fyrir varnarmenn að fyglja honum. Hann er sterkur og fljótur og hefur allt sem frábær framherji þarf að hafa.“ Larsson sagði að það væri ekki hægt að bera þá félaga saman. „Hann er miklu betri en ég,“ sagði Larsson. • Tékkneski snillingurinn Pavel Nedved er ekki bara óvenju góður knattspyrnumaður heldur er hann líka með óvenjulega hnéskel. Nedved meiddist lítillega á hné í leiknum gegn Hollandi en það háir honum ekkert í dag. Petr Krejci, læknir tékkneska liðsins, segir að Nedved sé eini maðurinn sem hann þekkir sem er með þrískipta hnéskel. „Hnéskel flestra er aðeins gerð úr einu beini. Eitt prósent af fólki er með tvö bein en Nedved er með þrjú - hann er sá eini sem ég þekki,“ sagði Krejci og bætti við að uppbygging hnésins á honum gerði það að verkum að hann hlypi eins og hann gerir auk þess sem þetta hjálpaði honum við að ná valdi boltanum í erfiðum stöðum. • Hinn gamalkunni sóknarmaður Búlgara, Hristo Stoitchkov, telur Frakka vera langlíklegast til að sigra EM. Stoitchkov, sem leiddi Búlgara í undanúrslit HM árið 1994, segir Frakka hafa „"reynslu og gæðin sem þarf til að fara alla leið" þrátt fyrir að flestir geti verið sammála um að liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta það sem af er móti. „Nú þegar sterkar þjóðir eins og Ítalía, Spánn og Þýskaland eru dottnar út tel ég Frakka eiga mjög góða möguleika. Kjarni liðsins hefur verið að spila saman síðustu sex ár og það getur á eftir að vega stórt," segir Stoitchkov sem þó spáir síður en svo auðveld- um sigri gegn Grikkjum í kvöld. „Frakkar munu fá að svitna". Portúgalar lögöu Englendinga í dramatískum fyrsta leik 8-liða úrslita EM. Það var Ricardo, markvörður Portúgala sem var hetja kvöldsins, en hann varði spyrnu Dariusar Vassells og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni. Það var boðið upp á frabæra skemmtun í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í gær þegar Portúgalar lögðu Englendinga, 8-7, eftir vítaspyrnukeppni Dramatíkin var ótrúleg og hefði það verið óskandi að bæði þessi lið hefðu komist áfram. Það var markvörðurinn Ricardo sem reyndist hetja leiksins, þegar hann, hanskalaus líkt og Gordon Banks forðum daga, varði spyrnu Dariusar Vassells og skoraði síðan sjálfur úr síðustu spyrnunni. Englendingar sitja því eftir með sárt ennið. Englendingar fengu óskabyrjun þegar Michael Owen skoraði strax á 3. mínútu leiksins, og var það mark sérlega glæsilegt. David James tók langa markspyrnu sem rataði fyrir fætur Owen við vítateig Portúgala. Owen snéri baki í markið í mjög erflðri stöðu, en eldsnöggt náði hann að snúa sér við og skjóta utanfótar með ristinni. Markið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og var Richardo í marki heimamanna engan veginn viðbúinn skoti. Markið færðu Englendingum mikið sjálfstraust og virkuðu þeir gríðarlega öruggir í öllum sínum aðgerðum. Portúgalar voru meira með boltann en komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn Englendinga, þar sem Sol Campbell lék eins og sá sem valdið hefði. Englendingar urðu fyrir áfalli á 27. mínútu þegar Wayne Rooney varð að fara af velli eftir að hafa fengið högg á ristina. Var hann strax fluttur á sjúkrahús og eru taldar góðar líkur á að Rooney sé ristarbrotinn. Þótt að margir hefðu haldið annað kom áfallið við það að missa Rooney ekki niður á leik Englendinga, og má rekja hluta af þeirri ástæðu til þess að Micheal Owen var að spila sinn langbesta leik í keppninni og var mjög hreyfaniegur í framh'nu enska liðsins. Síðari hálfleikur þróaðist á sama hátt og sá fýrri. Portúgalar voru miklu meira með boltann og létu hann ganga vel út á velli, en síðan var eins og hlupið væri á vegg; varnarmúr enska liðsins var slíkur. Eina ógnin af einhverju viti voru að koma úr langskotum, en þegar þau hittu á ramman var David James ekki í vandræðum með að hand- sama knöttinn. Þegar leið á jókst pressan, og tók Sven-Göran Eriksson þá furðulegu ákvörðun að taka Paul Scholes og Steven Gerrard af leikvelli. Við það riðlaðist leikur Englendinga á miðjunni nokkuð og Portúgalar fóru að sækja meira upp kantana. Á 83. mínútu dró síðan til tíðinda. Skömmu áður hafði Luis Fehpe Scolari tekið Luis Figo af leikvehi, við litlar vinsældir fyrirliðans. Sá sem leysti hann af, Helder Postiga, átti eftir að reynast betri en enginn því það var hann sem jafnaði metin með fallegum skaha eftir sendingu Simoa Sabrosa, sem einnig hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. Þegar bæði lið virtust vera búin að sætta sig við að halda í framlengingu náðu Englendingar sókn sem endaði með því að Sol CampbeU, sem var frábær í leiknum, skallaði í mark Portúgala, en dómarinn Urs Maier flautaði markið af. Mjög umdefldur dómur en í endursýningu sást að John Terry var brotlegur og hélt Richardo í markinu niðri. Það er skemmst ffá því að segja að framlengingin var eign Portúgala tU að byrja með en smám saman komust Englendingar aftur inn í leikinn. GreinUeg þreytumerki sáust á báðum liðum og gerði það leikinn opnari og skemmtUegri. Portúgalar náðu undirtökunum á nýjan leUc og björguðu Englendingar meðal annars á U'nu í upphafi síðari hálfleiks framlenginnar. En aðeins mínútu seinna tók Rui Costa tU sinna ráða. Hann fékk knöttinn á vaUarhelmingi Englendinga, rakfl hann nokkur skref áfram og lét svo vaða á markið. Costa smellhitti hann og söng knötturinn í netinu. Nú var að duga eða drepast fyrir Englendinga. Geðshræringin, bæði inni á velhnum sem og í áhorfendastúkunum var engu lík, og fáir sem bjuggust við því að ensku leikmennirnir myndu ná að jafna sig eftir slfkt rothögg. En þeir voru á öðru máU, og eftir hornspyrnu sjö mínútum fyrir lok framlengingar barst boltinn tíl Frank Lampard við markteig. Engum Portúgala datt í hug að fara í miðjumanninn og áttí hann ekki í erfiðleikum með að snúa sér við og skjóta í markið. Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi en Ricardo bjargaði deginum fyrir heimamenn. Brenndi af vfti David Beckham átti slakan leik og kórónaði hann með þviað brenna afvlti Marki fagnað Englendingar fagna marki Michaels Owen. DV Fréttir FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 17 Vítaspyrnukeppni Costa Ronaldo Maniche C®11® W Postiga Wa§§®DD 1 Ricardo Postiga með skalla Boltinn Inetinu án þess að DavidJames komi nokkrum vörnum við. Úrslitin ráönst í 8 liða úrslitum í Portúgal po,w„ John ,™T*TT\2ZT°['°'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.