Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Side 18
18 FÖSTUDACUR 25. JÚNl2004
Sport DV
• Karol Briickner, þjálfari tékk-
neska liðsins, gefur lítið fyrir það
að hann hafi stillt upp varaliði
sínu gegn Þjóðverjum á mið-
vikudaginn en hann hvfldi níu
leikmenn í þeim leik sem höfðu
spilað tvo fýrstu leikina. „Það er
ekkert til hjá okkur sem heitir A-
eða B-Iið. Það eru allir 23 leik-
menn liðsins hluti af tékkneska
landsliðinu og hver sem spilar
berst fyrir æru sinni. Við tókum
leikinn gegn Þjóðverjum mjög
alvarlega og þótt einhverjir hafi
haldið að við myndum ekki mæta
af krafti í leikinn þá hefðu þeir
sömu átt að við leggjum okkur
alltaf alla fram í leiki, jafnvel
vináttulandsleiki," sagði Brúckner.
• Patrick Vieira og William Gallas
æfðu ekki með franska liðinu í gær
og er óvíst hvort þeir verða klárir
fyrir leikinn gegn Grikkjum í kvöld
í átta liða úrslitum Evrópumótsins
í Portúgal. Vieira tognaði aftan á
læri í leiknum gegn Sviss og Gallas
meiddist á ökkla og varð að fara út
af eftir að hafa komið inn á fyrir
Willy Sagnol, sem handarbrotnaði
og verður ekki meira með á mót-
inu. „Það er ómögulegt að segja til
um hvort þeir félagar verða klárir í
leikinn á morgun. Við munum
bíða fram á síðustu mínútu með
að ákveða hvort þeir spili gegn
Grikkjum," sagði einn lækna
liðsins.
• Thomas Sorensen, markvörður
danska landsliðsins, hlær að ásök-
unum ítala um að hann hafi vilj-
andi gefið Svíum jöfiiunarmarldð á
síðustu mínútunni í leik liðanna á
þriðjudaginn en það mark gerði
vonir ítala um að komast áfram að
engu. „Annað mark Svíanna er ekki
mér að kenna. Ég átti ekki mögu-
leika á að grípa boltann. Ég náði að
slæma annarri hendi í boltann og
reyndi að komast fyrir hann við
erfiðar aðstæður. Boltinn var háll,
völlurinn blautur og það er erfitt
fyrir markverði," sagði Sorensen en
ítalskir fjölmiðlar hafa kennt
honum um að Svíar náðu að jafna á
lokamínútunni.
• Aleksandrs Starkovs, þjálfari
Letta, er himirflifandi yfir ffammi-
stöðu sinna manna á Evrópu-
mótinu en Lettar voru í skelfilega
erfiðum riðli með Tékkum, Hol-
lendingum og Þjóðverjum. „Leik-
menn mínir gáfu allt sem þeir áttu
og þeir voru frábærir fulltrúar þjóð-
arinnar. Við vissum að það yrði á
brattann að sækja fyrir okkur gegn
þessum stórþjóðum en ég held að
við getum borið höfuðið hátt. Við
æfium okkur að koma aftur og nýta
okkur reynsluna sem við fengum
núna," sagði Starkovs.
Jacques Santini, þjálfari Frakka, mun væntanlega gera breytingu á framherjapari
sínu í leiknum gegn Grikkjum. Heimildir herma að Louis Saha muni spila í
framlínunni með Thierry Henry í stað Davids Trezeguet.
Allt virðist stefna í að Louis Saha, framherji Manchester United,
verði í byrjunarliði Frakka gegn Grikkjum í átta liða úrslitum
Evrópumótsins í kvöld en leikurinn fer fram á Jose Alvalade-
leikvanginum í Lissabon. Saha mun taka stöðu Davids
Trezeguet, sóknarmanns hjá Juventus, sem hefur ekki staðið
undir væntingum það sem af er.
Saha kom gífurlega sterkur inn á
sem varamaður í leik Frakka og
Svisslendinga og lagði upp annað
mark Frakka fyrir Thierry Henry.
Þetta var aðeins fjórði landsleikur
Saha en hann hefur átt við ramman
reip að draga í baráttu sinni fyrir
sæti í byrjunarliðinu.
Báðar stöður henta mér
„Ég var heppinn. Leikurinn var
enn jafti þegar ég kom inn á og ég
sagði við sjálfan mig að ég yrði að
láta eitthvað gerast. Ég hef eytt
töluverðum tíma á bekknum og
fylgst með hvernig Henry og
Trezeguet spila. Ég hef lært mikið á
því og ég áttaði mig á því að ég er
eins konar málamiðlun á milli
þeirra. Ég vil gjarnan bera upp
boltann og taka á sprett með hann
eins og Thierry gerir oft en ég get
alveg eins staðsett mig í miðjunni
með bakið í mark andstæðinganna.
Báðar stöðurnar henta mér,“ sagði
Saha, sem skoraði í fyrstu tveimur
landsleikjum sínum, gegn Belgíu og
Andorra.
Santini hefur ekki verið sáttur við
frammistöðu Trezeguet það sem af
er og innkoma Saha gegn Sviss-
lendingum virðist hafa sannfært
Santini um að rétt sé breyta til gegn
gríska Uðinu, sem hefur vakið
athygli fyrir vaskan og vel
skipulagðan varnarleik.
Eigum mikið inni
Claude Makele, miðjumaður
franska liðsins, viðurkenndi í gær að
Frakkar ættu mikið inni.
„Það er eðlilegt að fólk gagnrýni
okkur því að það er orðið svo góðu
vant. Við vfljum fara að spila
knattspyrnuna sem við erum þekktir
fyrir," sagði Makelele, sem var í
byrjunarliðinu í sigurleikjunum
gegn Englandi og Sviss, en missti af
jafnteflisleiknum gegn Króatíu.
Hann sagði að liðið þyrfti að
bæta varnarleikinn í leiknum í kvöld
en liðið hefur fengið fjögur mörk á
sig í þremur leikjum.
„Við vitum að það er ekki
ásættanlegt að fá á sig svona mörg
mörk og það er nokkuð sem við
þurfum að laga ef við ætlum að
komast áfram í mótinu."
Gagnrýnir fjölmiðla
Robert Pires var harðorður í garð
franskra fjölmiðla og sagði þá koma
illa fram við franska liðið. Hann
hrósaði portúgölskum fjölmiðlum
fyrir þolinmæði og sagði Portúgala
ekki hafa fengið sömu útreið fyrir
tapið gegn Grikkjum og Frakkar,
sem unnu tvo leiki og gerðu eitt
jafntefli. „Þið eruð alltaf neikvæðir
og reynið að setja pressu á okkur,"
sagði Pires í gær.
oskar@dv.is
Breytingar í herbúðum þýska liðsins eftir slakt gengi á Evrópumótinu í Portúgal
Hvað er málið með þýska stálið?
Þjóðverjar eru með böggum
hildar þessa dagana eftir ömurlegt
gengi knattspyrnulandsliðsins á
Evrópumótinu í Portúgal. Liðið er á
leið heim eftir tap gegn varaliði
Tékka á miðvikudagskvöldið og í
gær sagði Rudi Völler, þjálfari
liðsins, starfi sínu lausu.
Völler, sem tók við liðinu af Erich
Ribbeck eftir hörmulegt Evrópumót
árið 2000, náði frábærum árangri
með liðið í heimsmeistarakeppninni
fýrir tveimur árum þegar hann stýrði
því í úrslitaleik gegn Brasilíumönn-
um sem tapaðist reyndar. Eftir það
hefúr leiðin legið niður á við,
undirbúningurinn fyrir EM gekk
skelfilega og töp gegn Rúmenum og
Ungverjum gerðu lítið til að bæta
sjálfstraust liðsins. Fyrsti leikur
liðsins á EM gegn Hollendingum var
góður en eftir það fór að halla undan
færi hjá liðinu og jafhtefli gegn
Lettum og tap gegn Tékkum gerðu
það að verkum að þýska liðið heldur
heim á leið fyrr en gert var ráð fyrir í
upphafi.
Völler sagði á blaðamannafundi í
gær að hann teldi nauðsynlegt að fá
nýjan mann til að stýra undir-
búningnum fyrir HM í Þýskalandi
2006, mann með óflekkaðan orðstír
sem þjálfari.
Það þarf nýtt blóð
„Eftir langa umhugsun þá hef ég
ákveðið að segja starfi mínu sem
landsliðsþjálfari lausu. Það þarf nýtt
blóð í liðið og þótt ég hefði gjarnan
viljað stýra liðinu á HM eftir tvö ár
þá tel ég þetta það rétta í stöðunni,"
sagði Völler í gær.
Hann sagði frammistöðu hðsins
á EM ekki ásættanlega, sérstaklega í
tveimur síðustu leikjunum.
„Við spiluðum gegn varaliði
Tékka en gátum samt ekki unnið.
Við höfðum einfaldlega ekki það
sem þurfti til. Ég ætla ekki að fara að
væla eða vera með afsakanir. Ég er
farinn í frí en mun að sjálfsögðu
styðja þýska liðið frá áhorfenda-
pöllunum."
Gerhard Mayer-Vorfelder, forseti
þýska knattspyrnusambandsins,
vfldi halda Völler áfram en sagðist
taka við afsögn hans.
„Ég hefði gjarnan viljað sjá Völler
leiða þýska liðið á HM á
heimavelli eftir tvö ár en
það verður því miður
ekki," sagði Mayer-
Vorfelder.
Ottmar Hitzfeld,
fyrrum þjálfari Bay-
ern Munchen, er
talinn lfldegastur til
að taka við þýska
hðinu af Vöher
enda sigursæh
þjálfari með
eindæmum.