Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Síða 31
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 31
~v
Kærleiksofbeldi í samtímanum
Fimmtudaginn 24. júní las ég at-
hygliverða grein á mbl.is þar sem
greint var frá því að vinnustaðir í
Noregi hefðu tekið upp á því að
skylda starfsfólk sem reykir til að
stimpla sig út úr vinnu þegar það
fer til að reykja í þar til gerðu her-
bergi og inn til vinnu aftur þegar
það lýkur reykingunum. Tíminn
sem fer til reykinganna er síðan
dreginn af launum þessa fólks.
Þetta er í anda hugmynda sem ís-
lenska tóbaksvarnarnefndin mælti
með fyrir nokkrum árum síðan þeg-
ar hún hvatti einnig atvinnurek-
endur til að reka starfsmenn sem
reykja og ráða ekki til vinnu fólk
sem neytir tóbaks.
Þá skrifaði ég grein í Morgun-
blaðið þar sem ég sýndi fram á
skyldleika þessa hugsanaháttar og
þeirrar hugsunar sem felst í fasism-
anum. En fasisminn stjórnast ekki
bara af löngun einstaklinga og vald-
hafa heldur einbeittum vilja þeirra
til að steypa alla í sama mótið. Allir
þekkja löngun þýsku nasistanna til
þess að byggja upp þjóðfélag þar
sem allir væru ljóshærðir, hávaxnir,
hraustir og samviskulega trúir hug-
sjónum Nasistaflokksins um trún-
aðinn við eina þjóð, einn flokk og
einn foringja.
Þola ekki að allir séu eins og
þeir sjálfir
Þeir sem telja sig hafa hina einu
réttu skoðun og trú kunna sér oft
ekki hóf í þeim meðulum sem þeir
velja til að þvinga hana upp á alla
aðra í kringum sig. Þegar aðferðir
eins og þær norsku sem hér eru
nefndar eru ræddar, er nauðsynlegt
að menn velti fyrir sér ástæðunum
sem menn gefa sér fýrir að beita
þeim. Ein ástæða fyrir þvingunum
gegn reykingafólki er að það mengi
andrúmsloftið fyrir öðrum. Gripið
hefur verið til fjölbreyttra ráðstaf-
ana til að koma í veg fyrir þetta.
Önnur ástæða þvingunaraðgerða er
hins vegar mildu algengari en hún
er náungakærleikurinn. Margir
andstæðingar reykinga fyllast slík-
um náungakærleik að þeir grípa til
kærleiksofbeldis gegn náunga sín-
um, oftar en ekki drifnir áfram af
„í fréttinni um kær-
leiksofbeldið á vinnu-
stöðum í Noregi var
tekið fram að fólk
væri almennt ánægt
með þær ráðstafanir
að lækka laun reyk-
ingafólks og jafnvel
tekið fram að reyk-
ingafólkið sjálft væri
bara sátt við þetta.
Þannig voru fréttir
líka í þýskum fjölmiðl-
um á valdatíma nas-
ista..."
þeirri þörf að steypa alla í sama
mótið, eða vegna óþols við tilhugs-
unina um að ekki eru allir eins og
þeir sjálfir.
Ef menn ætla að fara að mæla
fjarveru fólks frá vinnustöðvum sín-
um á vinnustað og draga þær mín-
útur frá launum verður að horfa á
það mál í heild í stað þess að draga
þar einn hóp út úr. Því má heldur
ekki gleyma að verkalýðshreyfingin
hefur í um öld barist fyrir rétti
launafólks til kaffitíma, matartíma
og til þess að taka sér pásu eða hlé
frá vinnu í svo og svo langan tíma á
hverri klukkustund og víða eru slík-
ar pásur bundnar í kjarasamninga.
Vinnustaðarannsóknir hafa líka
bent eindregið til þess að starfsfólki
sem gert er mögulegt að standa upp
frá vinnu sinni eða draga sig í hlé frá
henni með reglubundnum hætti, er
almennt hamingjusamara og
stundar vinnu sína betur en það
fólk sem er neytt til að sitja fast við
vinnu sína frá því það mætir að
morgni og þar tU það fer að kveldi
að frátöldum matartímum.
Almenn ánægja með lækkun
launa reykingafólks
Og þá vaknar áleitin spurning.
Er eðlilegt að draga slíkar pásur frá
launum starfsfólks og þá burt séð
frá því hvað það gerir í þessum
pásum? Sumir nota pásurnar e.t.v.
til að hringja (úr sínum eigin far-
síma vonandi) eitt og annað, eða til
að fara fram á klósett til að laga á
sér varahtinn eða yfirvaraskeggið,
aðrir ganga um eða fara jafnvel út
og teygja úr sér og enn aðrir fara
inn í þar til gerða klefa til að njóta
tóbaks. Þá erum við kannski komin
að kjarna málsins varðandi hinn
óstjórnlega náungakærleik. Fólk
sem ræður sér ekki vegna slíks kær-
leiks og vill beita öllum ráðum til
þess að náunginn lifi heilbrigðu lffi,
vill beita neytendur tóbaks þving-
unum og refsingum til þess að það
skilji að því er fyrir bestu að hætta
að reykja. Alveg eins og menn vildu
í Þýskalandi á árunum 1933-1945
að gyðingar, vinstrimenn, hommar
og fleiri vandræðahópar skildu að
það var þeim fyrir bestu að búa ekki
í þriðja ríkinu.
í fréttinni um kærleiksofbeldið á
vinnustöðum í Noregi var tekið
fram að fólk væri almennt ánægt
með þær ráðstafanir að lækka laun
reykingafólks og jafnvel tekið fram
að reykingafólkið sjálft væri bara
sátt við þetta. Þannig voru fréttir
líka í þýskum fjölmiðlum á valda-
tíma nasista; að fólk væri almennt
mjög ánægt með ástandið í landinu
og flestir voru það reyndar lengi
framan af. Það fóru að vísu að
renna tvær grímur á almenning í
því ágæta landi þegar virkilega fór
að síga á ógæfuhliðina hjá alræðis-
stjórninni síðustu þrjú til fjögur ár
valdatíma hennar. En engu að síður
héldu þýsk dagblöð og fjölmiðlar
aðrir áfram að dásama hamingju og
ánægju þýskra borgara.
Gyðingar ganga sjálfviljugir
í gasklefana
Það eru gömul sannindi að þeir
sem verða fyrir ofsóknum og þving-
unum eru oft síðastir til að hafa orð
á því eða bera hönd fyrir höfuð sér.
Þanning undruðust margir þýskir
hermenn hvað gyðingarnir virtust
margir ganga nánast sjálfviljugir
inn í fangabúðirnar og síðan jafnvel
gasklefana. Það sem þeir skildu ekki
var hvaða áhrif það hefur á fólk að
verða fyrir ægivaldi og taumlausum
ofsóknum.
Með þessum samanburði er ég
alls ekki að líkja ofsóknum nasista
gegn gyðingum saman við þær of-
sóknir sem neytendur tóbaks verða
fýrir í nútímanum. Við sem neytum
tóbaks erum enn sem komið er lát-
in sjá um að drepa okkur sjálf. Ég er
hins vegar að benda á að fýrirbæri
eins og nasismi eða alræði al-
mennt, eru ekki bara einhver fyrir-
bæri sem eitt sinn voru til í mann-
kynssögunni og koma aldrei aftur.
Vissulega munu Hitler og sam-
verkamenn hans sem betur fer
aldrei koma aftur í okkar heim í eig-
in persónu, en það þýðir ekki að
hugsanaháttur þeirra sé útdauður.
Varist fasistann sem í okkur
blundar
Mannskepnan er ekki svo ört
breytilegt fyrirbæri að eðli hennar
breytist mikið á nokkrum áratug-
um. Þess vegna verðum við öll að
vera á verði gagnvart fasistanum
sem blundar í okkur öllum og kem-
ur kannski fyrst fram í frekjukasti á
leikskólalóðinni, þegar einhver
ffekjudollan vill að allir geri eins og
hún. Þá höfum við leikskólakenn-
ara til að taka á málunum og benda
frekjunni á að lífið sé einmitt svo
fallegt og skemmtilegt vegna þess
hvað það er fjölbreytt. Að mann-
fólkið sé nákvæmlega svo yndislegt
og merkilegt vegna þess að það hef-
ur ekki allt sömu skoðanirnar, þarf-
irnar, langanirnar og smekkinn.
Frekjuleg framkoma og þving-
anir þeirra sem þola ekki tilhugsun-
ina um að sumum þyki gott og
gaman að neyta tóbaks, verður ekki
að góðu ofbeldi bara vegna þess að
orðinu „kærleikur" er skeytt þar
fyrir framan. Kærleiksofbeldi er
nefnilega líka ofbeldi.
Heimii Már Pétursson
Egill Helgason, fastur pistlahöf-
undur blaðsins á föstudögum, er
staddur erlendis.
Hvar eru þau nú
Júlíus Súlnes
&
%
Fyrsti umhverfisráðherra okkar
íslendinga heitir Júlíus Sólnes og sat
á þingi fyrir Borgaraflokkinn í fjögur
ár. Hann varð þó ekki umhverfisráð-
herra strax heldur gegndi hann því
einkennilega hlutverki að vera ráð-
herra Hagstofu þar til umhverfis-
ráðuneytið var stofnað. Júlíus er sá
eini sem setið hefur sem hagstofu-
ráðherra því Hagstofan hefur verið
undir forsætisráðuneytinu. Hann
hætti afskiptum af stjómmálum eftir
þessi flögur ár og segist feginn að
vera laus úr því. „Eg hætti á þinginu
árið 1991 og fór þá aftur í mitt gamla
starf. Ég hafði hins vegar mjög gam-
an af því að prófa þetta og þetta var
spennandi tími,“ segir JúMus sem er
prófessoríbyggingarverkffæði. „Það
hefúr aldrei verið jafh mikið að gera
hjá mér og núna og ég er alltaf á kafi
í einhverjum verkefhum. Ég er orð-
inn svo gamall að ég ætlaði bara að
fara að spila golf og stunda útivist en
það er brjálað að gera." Júh'us segist
vera að undirbúa ferð til Bandaríkj-
anna þar sem hann mun kenna f há-
skóla sem gestaprófessor á haust-
misseri og einnig í Mexíkó. Júh'us
segist reyna að spila golf á milli þess
sem hann er að sinna einhveijum
verkefnum og það er greinilega nóg
að gera hjá þessum fyrrverandi ráð-
herra.
• Ferskir vindar blása
nú um Skáksamband
íslands með nýrri for-
ystu. Reiknað er með
að forsetinn, Guðfiíð-
ur Lilja Grétarsdóttir,
þrettánfaldur fslands-
meistari í skák, tók við
embætti. Við hlið hennar er Hrafii
Jökulsson varaforseti sem stýrt hef-
ur Hróknum frá því að vera h'till
skákklúbbur á bar í það að verða
sterkasta skákfélag landsins. Nýr
gjaldkeri er Gunnar Bjömsson, for-
maður skákfélagsins Helfis. Segja má
að nú hafi íslenska skákhreyfingin
sameinast í fyrsta sinn um árabil...
• Húsfylhr var í Laugardalshöll á
tónleikum eðalsveitarinnar Deep
Pmple í gær og fyrrakvöld. Úhætt er
að segja að rokkgoðin hafi heillað
þær þúsundir sem
mættu. Upphitunar-
sveitin, Mánar frá Sel-
fossi, vakti þó ekki
minni lukku en aðal-
bandið. Labbi,
söngvari Mána, hafði
þaðframyfir IanGill-
an, söngvara Deep Purple, að rödd
hans er á sama styrk og hún var um
1970. Tónleikamir em enn ein rósin
íhnappagat Einars Bárðarsonar,
sem er þeirri náttúm gæddir að flest
sem hann snertir verður að guhi.
Lauslega áætlað má reikna með að
tónleikarnir hafi skilað rúmum 50
milljónum króna..
Þorsteinn nærfyrri hæðum
Sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn J.
Vilhjálmsson sér um þáttinn Spurt að
leikslokum í Rfldssjónvarpinu um
þessar mundh. Þátturinn er sendur
út í tilefhi af Evrópukeppninni í
knattspymu og fer umsjónarmaður-
inn yfir það helsta sem gerist í keppn-
inni dag hvem. Þorsteinn þykir hafa
staðið sig með miklum ágætum í
þessu hlutverki; hann er ekki þessi
týpíski íslenski iþróttafféttamaður
sem talar í frösum út í eitt. Þvert á
móti þykh Þorsteinn ná að koma fót-
boltanum til skila á mannamáh -
máh sem höfðar til allra en ekki ein-
ungis þeirra sem vit hafa á fótbolta.
Fyrh vikið sitja heilu fjölskyldurnar
límdar yfir boltanum og úti um allan
bæ heyrist af fólki sem aldrei hefur
horft á fótbolta en missh nú ekki af
leik, og alls ekki þætti Þorsteins.
Það var þó ekki fyrr en í fyrrakvöld
sem Þorsteinn náði sér fullkomlega á
strik og sýndi sömu gömlu taktana og
þegar hann fór á kostum í fslandi í
dag fyrh nokkrum árum. í fyrrakvöld
fékk Þorsteinn nefnilega til sín sem
gesti tvo unga drengi, fótboltaáhuga-
menn, annar lék í kók-auglýsingunni
með Eiði Smára en hinn ritstýrir fót-
boltavef. Þótt piltarnh hafi verið ung-
h að árum fór Þorsteinn ekki í sér-
stakar stellingar til að ræða við þá
heldur tók á móti þeim eins og öðr-
um gestum sínum fram að þessu.
Hann talaði við þá á mannamáli. Og
sýndi að hann er enn einn af okkar
bestu sjónvarpsmönnum.
Golfmót fatlaðra
Golfmót fatlaðra verður haldið á golfvellinum á
Korpúlfsstöðum sunnudaginn 27. júní. kl. 12.00
Leikið verður í tveim flokkum
Flokki með forgjöf, leiknar 18 holur
punktakeppni full forgjöf og
Byrjendur: Leikið Korpu scramble
Golfsamtök fatlaðra á íslandi