Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Page 2
2 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: GunnarSmári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjóm: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um )rku- -2 indirnsr 1 Hverjar eru helstu orku- lindir íslendinga? 2 Af hvaða orku notum við mest? 3 Hve mikill hluti orkunnar kemur úr kolum? 4 En úr olíu? 5 Hvaða orku vantar þá hér? Svör neðst á síðunni Napóleon keisari Þótt margir láti vaxa sér í augum hve mikið er af rusli og drasli á Netinu, að ekki sé minnst á allskonar dóna- skap, þá verður ekki fram- hjá því horft að þar er líka gnægð fróðleiks um ótrú- legustu hluti. Fjöldinn allur af síðum er helgaður fræg- um persónum sögunnar og þar á meðal er Napóleon keisari í Frakklandi. Ein besta síðan er sú sem hér er vísað á en þar er hægt að finna flestallan þann fróð- leik sem menn kunna að þurfa á að halda um keisar- ann umdeilda. Þar er meira að segja að flnna matarupp- skriftir sem Napóleon hafði í hávegum. Málið Nafnoröiö buröurmá nota yfir fæðingu og það sem boriö er, byröina. Hests- burður merkti þannig þaö sem einn hestur gat borið í einu en burðarkarl haföi at- vinnu afþví aö bera far- angur eða varning. Burðar- dýr voru þau hús- dýr kölluð sem einkum voru not- uð til burðaren orðið hefur á sfðustu árum öölast eina merkingu enn. í Islensku orðabókinni frá 2002 er slangurmerking orðsins komin inn, burðardýrer samkvæmt því maður sem flytur ólögleg fíkniefni eða aðra smygivöru yfir landa- mæri á annarra vegum, með sér, á sér eða í sér. 1. Vatnsafl og jarðhiti. 1 Jarðhita 50%. 3. 3%. 4.29%. 5. Vatnsorka 18%. £ £ OJ Stjórnarskrárbrot úna - þegar tími hefur gefist til að anda nokkrum sinnum eftir að Alþingi afgreiddi fj ölmiðlafrumvarpið með því að afturkalla Davíðslögin - þá má kannski reyna að fá svolitla yfirsýn yfir það sem gerðist. Og þá blasir strax við alvarleg staðreynd. Að Alþingi virðist hafa samþykkt afdráttar- laust stjómarskrárbrot. Nú er ég ekki lögfróður maður og umræð- ur síðustu vikna hafa reyndar gefið þá mynd af lögfræðinni að hún sé hið ferlegasta jarð- sprengjusvæði. Eigi að síður ætla ég að hætta mér spölkorn út á það. í hinni víðfrægu 26. grein stjórnarskárinn- ar segir að synji forseti lögum staðfestingar, þá „skal“ leggja þau undir þjóðaratkvæði. Hvort einhver ástæða sé til að hártoga mjög hvemigþ að skuli framkvæmt getur kannski verið spuming, en ákvæðið virðist þó alveg afdráttarlaust. Þetta skal gera. En tvennt annað kom þó til álita. í fyrsta lagi að draga mætti lögin einfaldlega tíl baka eins og Sigurður Líndai bentí á og þar með væri engin þörf á þjóðaratkvæðagreiðslunni. í öðm lagi að afturkalla mættí þau en síðan leggja þau fram að nýju svolítíð breytt, eins og ríkisstjómin ætlaði að gera. Sú leið töldu forkólfar ríkisstjómar að væri „snjölT' en reyndist afar torsótt. Eins og einhvem tíma var bent á hér í leið- ara, þá hefði sú leið í sinni ýtmstu mynd getað leitt til þess að ríkisstjóm hefði getað komist hjá atkvæðagreiðslu um óvinsæl lög með því að draga þau tíl baka en leggja fram aftur í kraftí þingmeirihluta síns með þeirri breytingu einni að í stað þess að þau tækju gildi á mánudegi þá tækju þau gildi á þriðju- degi. Altso án þess að gera neina eðlisbreyt- ingu á lögunum. Og þessi leið rfldsstjórnarinnar hafði frek- ari vanda í för með sér. Ýmsir lögfræðingar, eins og Eiríkur Tómasson, andmæltu henni á þeim forsendum að þótt ríkisstjóm væri kannski heimilt að draga viðkomandi Iög til baka, þá væri ekki leyfilegt að leggja strax fram aftur samskonar frumvarp með aðeins lítílsháttar breytingum. Þessu sjónarmiði andmæltí svo Jón Steinar Gunnlaugsson og virtíst óneitanlega hafa mikið til síns máls. Því ef yfirleitt er leyfilegt að leggja fram svip- að frumvarp í stað afnumdra laga, af hverju þá ekki strax? Og hvenær er þá hæfilegur tfrni? Á morgun? Eftír helgi? Eftír hálfan mán- uð? f stuttu máli segir mér sú skynsemi sem ég er búinn að hin eina formlega rétta leið hefði einfaldlega verið að láta þjóðaratkvæða- greiðsluna fara fram. Hinar leiðirnar - bæði leið Sigurðar Líndals og sú þriðja sem ríkis- stjómin hugðist fara - kalla á hártoganir og eiga sér þar að auki enga sérstaka stoð í lög- um, hvað þá stjórnarskrá. Sú leið sem nú hefúr verið farin opnar þriðju leiðina sem erfitt virðist að andmæla á lagatæknilegum grunni, þótt hana hafi augljóslega átt að fara tíl þess eins að sveigja hjá ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Og megi því kallast kaimski lögleg en altént siðlaus. Vissulega gat ég eins og aðrir fagnað henni af því þá var þeirri langvinnu þrætu sem leiddi af Davíðslögunum loksins lokið. Og það er erfitt að mæla með því við forseta Islands að hann hafiú þessari vendingu - þótt hún virðist brjóta í bága við stjómar- skrána, eins og Dögg Pálsdóttir hefur skfi- merkilega bent á. Allt er þetta sem sagt hið vandræðalegasta mál. Rót þess er náttúrlega löngun ríkis- stjórnarinnar til að horfast ekki í augu við ósigur. En afleiðingin er sú að Alþingi hefur samþykkt lög sem nokkuð augljóslega ganga gegn bæði bókstaf og anda stjórnarskrár um úrskurðarvald þjóðarinnar um lög sem for- setí hefur vísað tíl hennar. Það er alvarlegt mál og hlýtur áfram að vera umhugsunarefni þótt allir kunni að vera fegnir því að vera lausir við málið. Illugi Jökulsson Útsala SIGURÐUR LÍNDAL hefur að undan- förnu verið „áberandi í umræðunni" eins og það er kallað. Til hans var gjarnan leitað um álit á Davíðslög- unum um fjölmiðla og nú síðast hafa skoðanir hans á tilhögun há- skölanáms, einkum í lögfræði, vakið athygli. Vefritið Deiglan.com hefur nú birt langt og ítarlegt viðtal við Sigurð þar sem farið er víða og mörg álitamál reifuð. Okkur þótti sérlega athyglisverð orð Sigurðar um ástand lögfræðikennslu og háskólanáms yf- irleitt, en óhætt virðist að segja að hann fagni ekki þeirri fjölgun há- skóla sem flestir hafa þó tahð mikið framfaraspor í íslensku menntakerfi undanfarið. DEIGLAN SEGIR: „Háskólum á ís- landihefurfjölgað ört undanfarið og nú geta þeir stúdentar sem vilja stunda laganám valið miili nokkurra skóla. Er að þínu mati hætta á of- fjölgun lögfræðinga? Er hætta á því að kennsla í lögfræði verði verri en áður eða er samkeppni til góðs? Ég sé ekki betur en háskólahug- takið sénú mjög óljósrar merkingar; sama á við allan undirbúning undir háskólanám; orðið stúdent hefur þannig enga ákveðna merkingu. Það virðist talið til marks um menntun- arstig þjóðarinnar hversu margir ljúka stúdentsprófi og setjast í há- skóla án þess að þvf sé gaumur gef- inn hvað sténdur að baki. Það er raunar alltaf álitamál hvernig skal mæla menntun. Eitt sýnist þó um- fram annað mega hafa til marks og það er hvort menn geta orðað hugs- anir sínar í sæmilega.rökréttu sam- hengi. Mín reynsla er sú að þeir séu of margir íháskóla sem ráði ekki við þetta og það hef ég til marks um að ekki standi mikið bakvið prófskír- teini þeirra. Almennri þekkingu er einnig ábótavant. “ SIGURÐUR SEGIR óskiljanlegt hvemig tæplega 300 þúsund manna þjóð geti rekið 10 fullburða háskóla, þar af 4 lagadeildir. „Eina skýringin er sú að hugtakið sé merkingarlítið. Auðvitað kæmi til greina að reka mjög sérhæfðar laga- deildir, en að reka fjórar fullburða lagadeidir er ekki raunhæft. Um of- fjölgun lögfræðinga er það að segja að lögfræðimenntun nýtist við fjöl- mörg störf. Hitt er þó alveg ljóst að hefðbundin störf lögfræðinga við ráðgjöf, málflutning og dómsstörf geta ekki allir lögfræðingar búizt við að fá. Þó má vænta þess að vaxandi þörf verði fyrir lögfræðinga við SigurÖur segir óskiljanlegt hvernig tæplega 300 þús- und manna þjóð geti rekið 10 fullburða háskóla, þar af 4 lagadeildir. „Eina skýring- in er sú að hugtakið sé merkingarlítið." ápróí Fyrst og fremst stjórnsýslustörf, eftirþvísem stjórn- sýslan verður lögbundnari. Þá er einnig líklegt að stjórnendur fyrir- tækja telji sér hag í að ráða löglært starfsfólk. Þeir verða meira en áður að treysta á eigin ákvarðanir í sífellt flóknara lagaumhverG. “ „SAMKEPPNI MILLI LAGADEILDA get- ur ýtt við mönnum og verið til hvatningar, en til lengdar lætur er hætt við að hún endi í útsölu á skír- teinum með lærdómstitium líkt og gerzt hefur með stúdentsprófíö. Hætt er við að sá sem hefur greitt fyrirnám telji sig kaupa námsárang- ur; lélegur árangur er þá til marks um lélega kennslu, en góður árang- ur til marks um góða kennslu. Allir útskrifast og enginn fellur og með því eykur skólinn orðstír sinn, en sá orðstír er háður vægum kröf- um. Þessu fylgir þrýstingur frá stúd- entum og margir kennarar kjósa að kaupa sérfrið og jafnvel afla sér vin- sælda. Samkeppnin snýst þá um magn en ekki gæði og henni fylgir talsverð auglýsingagleði, þarsem af- rekin eru óspart tíunduð. Þetta virð- ist vera að gerast úti um allan hinn vestræna heim, en þó eru alltaf nokkrir háskólar sem halda sínu striki og slá ekki afkröfum. “ SIGURÐUR SEGIR ákaflega erfltt að ffamfylgja gæðakröfum hérlendis. „Gagnrýni erilla teldð oghún alla- jafna afgreidd með útúrsnúningum og ásökunum um illar hvatir, öfund eða annars konar óvild. Hvers konar gæðaeftirlit er tímafrekt oglíttfallið til vinsælda ogmá íþví samhengi minna á dómnefndarstörf í háskólum. Þess vegna komast ósvífnir menn upp með nánast hvað sem er, ekki sízt ef þeir telja sig eiga eitthvað undir sér. “ Hann segir jafnframt að í umræð- um um samkeppni, jafnt f fyrirtækja- rekstri sem skólahaldi, gleymist það of oft að íslendingar em í alþjóðlegri samkeppni. „Innbyrðis keppni getur veikt samkeppnisstöðu út á við, en það er eins og margir sjái ekki út fyrir fjöru- borðið. Eina samkeppnin sem skipt- ir máli í háskólastaifí er við góða há- skóla erlendis. Ég hef reynt að líta þangað, en lætmig ekki miklu varða hvað menn gera í öðrum lagadeild- um. Aðhaldið kemur að utan. “ Friðarverðlaun íslands? ATHYGU 0KKAR var vakin á frétt- um um, að unglingahreyfing norska Miðflokksins telji Norðmenn ekki eiga lengur skilið að fá að veita frið- arverðlaun Nóbels þar sem ríkis- stjóm Bondeviks fylgi núorðið alltof herskárri stefnu og styðji Banda- rfkjamenn um of í hemaðarbrölti þeirra víða um heim. Dagsavisen í Noregi hefur eftir Trygve Slagsvold Vedum, formanni ungliðanna, að ísland sé á hinn bóginn friðsælt lítið land sem samþykki ekki allt sem Bandaríkjamenn segi og styðji frið- samlegar lausnir. Blaðamaður benú honum á að íslendingar hefðu stutt Bandaríkjamenn í hvívetna að und- anfömu en hann sagði þrátt fyrir allt sennilegt að Islendingar sam- þykktu ekki allt sem Bush legði til. Við vonum heitt og innilega að hann reynist sannspár. En í augna- blikinu teljum við okkur lítt hæf til að veita friðarverðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.