Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Side 18
78 MÁNUDAGUR 26. JÚU2004 Sport DV Islandsmótinu í höggleik lauk í gær á Garðavelli á Akranesi. Birgir Leifur Hafþórsson hafði mikla yfirburði í karlaflokki en úrslitin í kennaflokknum réðust ekki fyrr en á síðustu holunni þar sem Ólöf Maria Jónsdóttir tryggði sér sigur. Jóhannes Karl laus frá Betis Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem hefur verið á mála hjá spænska liðinu Real Betís undanfarin þijú ár, er laus allra mála hjá félaginu og getur fundið sér nýtt félag. Jóhannes Karl náði samkomulagi við félagið um helgina um starfslok og því þurrkast út þau þrjú ár sem hann áttí eftír af samningi sínum við félagið en hann kom frá hollenska liðinu RKC Waalwijk. Jóhannes Karl var orðaður við skoska liðið Rangers en ekkert varð úrþví. FIFA skammar Ferguson Alþjóða knattspymu- sambandið hefur beðið Alex Ferguson, knatt- spymustjóra Manchest- er United, um að hætta að væla yfir því að PortúgaÚnn Cristíano Ronaldo muni spila með portúgalska lands- liðinu á ólympíuleik- unum í Aþenu sem heQast eftír þrjár vikur. Ferguson hefur látið hafa eftír sér að þetta sé of mikið álag fyrir ung- an mann eins og Ron- aldo og að hann þurfi að hvíla hann í tvo mánuði eftír leikana til að hann jafni sig. Talsmaður FIFA sagði í gær að Ferguson ættí ekki að láta koma sér á óvart að einhverjir leik- menn hans tækju þátt í Ólympíuleikunum og að hann ættí að hætta að væla yfir þessu. Grétar Rafn semurvið Young Boys Grétar Rafn Steinsson, miðjumaðurinn öflugi hjá ÍA, hefur gert tveggja og hálfs árs samning við sviss- neska liðið Young Boys og mun fara út um áramótín næstu þegar samningur hans við 1A rennur út. Grétar Rafii var nánast farinn til Young Boys í lok maí en þá álcvað hann að vera um kyrrt og spila með Skagamönnum í sumar eftir deilur við félagið varðandi greiðslur fyrir félagsskiptin. Young Boys er á toppi svissnesku deildarinnar, sem er nýhafin, með fjögur stíg eftír tvo leiki. Jafngaman og það var nauðsynlegt Sáttir meistarar Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og 6aröabæjar og ÓlöfMaría Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sjást hérmeð sigurlaunin i Islandsmótinu Ihöggleik sem lauk á Akranesi Igær. DV-mynd Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Ólöf María Jónsdóttir sigruðu á íslands- mótinu í höggleik sem lauk á Garðavelli á Akranesi í gær. Sigur Birgis Leifs í karlaflokki, sem var hans annar í röðinni, var mjög öruggur en hann var eini kylfingurinn sem lék und- ir pari á mótinu. Ólöf María. sem vann mótið í fjórða sinn, tryggði sér sigur með góðum leik á lokadegi mótsins og komst upp fyrir hina tvítugu Helenu Árnadóttur frá Akur- eyri sem hafði verið með for- ystu fyrstu tvo dagana. Birgir Leifur fór á kostum fyrstu tvo dagana og lék báða hringina á fjórum höggum undir pari sem er vallarmet. Þar með var hann kom- inn með forystu sem hann misstí aldrei niður. Björgvin Sigurbergsson úr Golfklúbbnum Keili kom næstur, fimm högggum á eftír Birgi Leifi og Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðumesja hafnaði í þriðja sætí. Birgir Leifur var sáttur þegar DV ræddi við hann í mótslok. Öruggt spil „Leikskipulagið gekk upp hjá mér. Það byrjuðu allir vel í dag en ég var samt alltaf sannfærður um að ég myndi klára þetta," sagði Birgir Leif- ur. Hann náði fimm högga forystu strax á öðrum degi og sagði að- spurður að honum liði mjög vel að vera með forystuna. „Ég reyndi að spila sem ömggast. Ég tók engar áhættur og reyndi að halda mistök- um í lágmarki. Þetta er kannski skemmtilegasta golfið til að horfa á en það er árangursríkt," sagði Birgir Leifur. Ólöf María Jónsdóttír úr Golf- klúbbnum Keili varð hlutskörpust í kvennaflokki og var einu höggi á undan þeim Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili og Helenu Árnadóttur úr Golfklúbbi Akureyrar. Stúlkurnar léku aðeins þrjá hringi þar sem ann- ar hringurinn var strokaður út vegna rigningar og þótt Ólöf María hafi ekki haft forystu fyrr en á loka- hringnum þá dugði það henni til sigurs. Kom til að vinna „Það var jafngaman og það var nauðsynlegt að vinna þennan títil aftur," sagði Ólöf María sem lék sinn slakasta hring í mótínu á lokadaginn og var ekki sátt við spilamennsku sína. „Hlutirnir gengu ekki upp í dag. Ég kom mér ekki í góðar stöður en ég kom í þetta mót til að vinna og það gekk eftir," sagði Ólöf María. Aðspurð um hvað hefði skilað sigrinum sagði Ólöf María að það hefði verið ákvörðun mótsnefndar að ógilda annan hringinn. „Ég var mjög ósátt við þá ákvörðun því ég var þá komin með forystu. Ég náði hins vegar að beina skapinu í golfið síðustu tvo dagana því það kom aldrei neitt annað til greina en að sigra," sagði Ólöf María. Hef kennt of mikið Ragnhildur Sigurðardóttír, sem áttí títil að verja, náði sér aldrei á strik á Akranesi um helgina og hafði skýringar á reiðum höndum. „Ég er sátt með íjórða til fimmta sætíð miðað við aÚt sem á hefur gengið. Ég náði að vinna vel úr hlut- unum í dag miðað við hversu illa ég spilaði í gær. Ég er í mikilli lægð og því get ég ekki verið annað en sátt með þetta mót. Ranghildur sagðist aðspurð að lægðin stafaði af þreytu. „Éghef kennt mikið að undanförnu, ég þarf á hvfld að halda og næ von- andi að koma tvíelfd til baka," sagði Ragnhildur sem ætlar, lflct og í fýrra, að reyna fyrir sér í atvinnumennsku í haust. „Ég náði hins vegar að beina skapinu í golfið síðustu tvo dagana þvíþað kom aldrei neitt annað til greina en að sigra." Chelsea byrjar vel á Champions World í Bandaríkjunum Eiður skoraði eitt og lagði upp annað í sigri á Celtic Chelsea vann öruggan sigur, 4-2, á skosku meisturunum í Celtic í Seattle í Bandaríkjunum á laugar- dagskvöldið í fýrsta leik Champions World-mótsins þar sem flest af bestu félagsliðum Evrópu eru meðal þátttakenda. Rússinn Alexei Smertín kom Chelsea yfir á 16. mínútu með þrumufleyg af 25 metra færi en Smertín áttí frábæran leik sem varnartengiliður og verður erfitt fyrir Frakkann Claude Makelele að komast í liðið haldi Smertin uppteknum hættí. Celtic jafnaði metin á 27. mínútu með marki frá Craig Beattíe og þrátt fýrir að leikmenn Chelsea fengju nokkur færi það sem eftír lifði hálfleiks var jafht þegar gengið var til búningsherbergja. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, gerði nokkrar breytingar á liðinu í hálfleik og þeir Arjen Robben, Frank Lampard og Mateja Kezman komu meðal annars inn á. Robben var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann hann lagði upp mark fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Eiður skoraði með föstu skoti af 15 metra færi og hann og Robben lögðu síðan upp þriðja mark liðsins fyrir Mateja Kezman á 58. mínútu. Craig Beattíe minnkaði síðan muninn fyrir Celtíc á 67. mínútu en Kezman gulltryggði síðan sigur Chelsea á 85. mínútu eftír að Glen Johnson hafði farið upp hálfan völlinn og stungið boltanum inn fyrir vöm Celtíc. Góð byrjun á mótínu hjá Chelsea og gaman að sjá hversu vel Eiður Smári, Mateja Kezman og Arjen Robben virðast ná saman í framlínu liðsins. Mateja Kezman Skorar hér seinna af tveimur mörkum sinum gegn Celtic. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.