Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ2004
Sport DV
Hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong á í stöðugu höggi að sækja vegna meintrar lyíjanotkunar sinnar.
Þrátt fyrir hundruð ly^aprófa sem sanna sakleysi hans eru óprúttnir menn sem vilja koma honum í
koll. Lágkúrulegar lygar og lögbrot eru nýjasta uppátæki hinna óprúttnu manna.
,Hún greinir frá því
hvernig hún hjálp-
aði Armstrong að
fela sprautuför á
upphandlegg."
Lance Armstrong
Dónisti eöa ofurmenni?
UMTOURDE FRANCE
Uppgangur og endurkoma Lance Armstrong
Lance Armstrong náði þeim einstaka árangri í gær að sigra
Tour de France-hjólreiðakeppnina sjötta árið í röð. Þar með
sker Armstrong sig úr fimm manna hópi sem allir höfðu
unnið keppnina fimm sinnum og kemst á stall með mestu
íþróttamönnum síns tíma. Eins og venjulega fór hann rólega
af stað í keppninni í ár en þegar áfangarnir fóru að færast upp
í fjöll fór Armstrong að klæðast treyjunni sem hann kann best
við - þeirri gulu. Þeirri treyju
klæðist sá sem er með besta
samanlagða tíma hverju
sinni og þegar í
brekkurnar er komið er
það ávallt Armstrong
sem nær forystunni.
Yfirburðirnir sem
hann hefur þar eru
engum líkir, og segja
margir að þeir eigi
ekki við eðlileg rök
að styðjast.
Armstrong hljóti
að neyta
ólöglegra lyfja,
sem geri
honum kleift að
þjóta upp brekkur í
60 gráðu halla á
allt að 50
kílómetra
hraða.
í upphafi sumars kom út í
Bandaríkjunum bókin: „LA Con-
fidential - The secrets of Lance
Armstrong". Þar heldur höfundur-
inn, hinn virti blaðamaður Sunday
Times, David Walsh, því staðfastlega
fram að Armstrong neyti ólöglegra
lyfla, og hafi gert það aílt frá því að
hann náði sér af krabbameini í eista
árið 1998. Hinn 33 ára gamli Arm-
strong, fyrirmynd allra þeirra sem
stunda hjólreiðar eða þjást af
krabbameini, vísar ásökununum
algjörlega á bug.
Armstrong féll á lyfjaprófi sem
tekið var eftir Tour de France-
keppnina árið 1999. Þá fannst í
honum efnið Corticosteroid triam-
cinolone, sem er að finna í sumum
lyflum og kremum og er á bannlista
Alþjóða hjólreiðasambandsins.
Sambandið ákvað hins vegar ekki að
refsa Armstrong þar sem brotið þótti
smávægilegt og að Armstrong hafi
ekki haft hugmynd um að hann væri
að taka inn efiúð.
Allt frá þessu atviki hefur Arm-
strong verið stanslaus skotspónn
hjólreiðaheimsins. Allir efast um að
yfirburðir Armstrong geti verið
eðlilegir og hefur hann verið tekinn í
hundruð lyfjaprófa þar sem
niðurstöðurnar eru aliar þær sömu:
Lance Armstrong neytir ekki
ólöglegra lyfja.
í áðurnefndri bók
kemur fram frásögn
Emmu O’ReiiIy, sem
starfaði sem
einkaþjálfari
Armstrongs á
árunum
1998-2002,
að
um
Arm-
strong
hafi
með reglulegu millibili innbyrt
blóðþynningarlyfið Erythropoietin.
Hún greinir frá því hvernig hún
hjálpaði Armstrong að fela
sprautuför á upphandlegg með
púðri og öðrum snyrtivörum. Arm-
strong segir O'Reilly eiga við geðræn
vandamál að stríða og að hennar
málflutingur sé fjarstæða.
„Svona ásakanir verða að vera
rökstuddar með óyggjandi sönn-
unargögnum. David Walsh hefur
ekki gert annað en að hamast á mér
síðastliðin fimm ár og það hefur
aldrei verið neitt sem hefur bendlað
mig við ólöglega lyfjanotkun.
Hvenær fær hann nóg? Hefur sann-
leikurinn ekki komið í ljós? Ég er
saklaus af þessum ásökunum," sagði
Armstrong í samtali við blaðamenn
nokkrum dögum áður en Tour de
France hófst fyrr í þessum mánuði.
Hann greindi einnig frá því að
hann hefði vaknað um miðjar nætur
við það að einhverjir óprúttnir
náungar væru að planta ólöglegum
efnum fyrir á hótelherbergi hans fyrr
á þessu ári. „Það sýndi mér
endanlega hversu langt þessir menn
eru reiðubúnir að ganga til að koma
mér í koll,“ segir Armstrong.
Mannlegur eður ei?
Að hafa sigrað Tour de France
hjólreiðakeppnina, sem af mörgum
er talin allra efiðasta íþróttakeppni
heims, sjötta árið í röð er einstæður
árangur sem á sér vart hliðstæðu í
íþróttasögunni. Það að Armstrong
skuli árið 1996, þremur árum áður
en sigurgangan samfleytta hófst,
hafa greinst með krabbamein í eista,
gerir árangurinn enn ótrúlegri. Það
er því ekki furða að fólk telji
Armstrong vera að svindla, en svo
virðist vera að hann sé einfaldlega sú
mannvera sem kemst næst því að
*Tour de France hjólreiðakeppnin er
oft sögð erfiðasta íþróttakeppni í
heimi. Það er ekki að ástæðulausu. Á
þeim þremur vikum sem keppnin
stendur yfir er hjólað að meðaitali
um 150 kílómetra á dag, stundum á
sléttlendi en undir það síðasta upp
fjöll og firnindi. Á þessu þriggja vikna
skeiði, þar sem hjólað er í gegnum
gjörvallt Frakkland, fá keppendur
aðeins tvo hvíldardaga.
*l ár eru 20 áfangar haldnir ÍTour de
France - sá lengsti er 210 kllómetrar
og er heildarvegalend keppanda
tæpir 4000 km. Mest hafa áfangarnir
verið 24 talsins og heildarvegalengd
alls 5564 km.
*Saga Tour de France hófst árið 1903
þegar fyrsta keppnin var haldin. Það
voru tvö stærstu íþróttablöð
Frakklands sem sáu um skipu-
lagningu keppninar.
•FJórir hjólreiðamenn auk
Armstrongs hafa náð að bera sigur úr
býtum I keppninni fimm sinnum:
Nafn: Þjóðerni:
Miguel Induraln Spánn
Eddy Merckx Belgía
Bernard Hinault Frakkland
Jacques Anquetil Frakkland
vera ofurmenni.
„Mér líður vel. Ég er hraustur og
vissi alitaf að ég væri í mínu besta
formi á lífsleiðinni. Það skiiaði mér
sigri," segir Armstrong, sem með
sigrinum er kominn á staU með
mestu og fræknustu íþróttamönnum
allra tíma.
vignir@dv.is
þríþraut, þar sem er hlaupið hjólað og
synt. Það var snemma ljóst að
hjólreiðarnar væru hans sterkasta hlið og
22 ára að aldri var hann orðinn
atvinnumaður í greininni.
í sama mund og Armstrong var að
komast á sjónarsviðið sem einn besti
hjólreiðagarpur heims dundi áfallið yfir;
hann greindist með eistakrabbamein og
voru minni en helmingslíkur á bata. „Efist
eigi, ég ætla mér ekki aðeins að sigra
þennan sjúkdóm heldur ætla ég mér að
snúa aftur í hjólreiðar á efsta stigi," sagði
Lance Armstrong á blaðamannafundinum
þegar hann tilkynnti um greininguna.
Hann stóð við stóru orðin skráði sig í
sögubækurnar fyrir einhverja mestu
endukomu sem um getur. Auk þess hefur
Armstrong verið ötull talsmaður samtaka
sem snýst að fórnarlömbum krabbameins
og er stór sjóður starfræktur í hans naftii.
Ef gerð yrði kvikmynd um sögu Lance
Armstrong yrði hún hádramatísk á
mælikvarða Hollywood. Einn ffemsti
íþróttamaður Ameríku er nær dauða en lífi
eftir að hafa greinst með krabbamein í
eista. Aðeins ári eftir að hafa gengist undir
ítarlega geislameðferð snýr hann ekki
aðeins aftur á svið íþróttana heldur sigrar
hann Tour de France og hlýtur æðsta
heiður sem hjólreiðamaður getur gert sér
vonir um.
Armstrong fæddist 18.
september árið 1971 íTexas og
var alin upp af
móður sinni, sem
hann hefur oft sagt
sinn mesta
áhrifavald. Ungur að
árum var hann
farinn að taka þátt í
svokallaðri
Ofurmenni LanceArm-
strong hefur skráð sig á
spjöld sögunnar fyrir ein-
stæðan árangur íTourde
France sem veröur ilklega
aidrei leikið eftir.
Eitt stórt ævintýri