Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Blaðsíða 3
J3V Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 3
m
Birkir Grétar Hall-
dórsson, 17 ára
Dreymir um að verða
grafískur hönnuður.
Birkir Grétar Halldórsson vinnur á kassa í Hagkaupi. Hann
nær einnig í kerrur út á bílaplan þegar með þarf. í gær var
rigning og rok og því nóg að gera hjá Birki sem stóð með und-
arlega kerru í höndunum. Bamakerru með tveimur stýrum.
„Þetta er fyrir litiu krakkana," sagði Birkir og renndi hend-
inni í gegnum ljóst hárið. „Þeir bruna á kermnum út um búð-
ina og hafa gaman af. Stundum þarf maður samt að grípa inn í
og hafa stjórn á kappakstrinum. Það er annað að versla en að
standa fyrir aftan kassann."
Og Birkir er aðeins 17 ára. Hann er ekki í skóla en stefnir á
að hefja nám næsta haust.
„Þegar maður hefur unnið í ákveðinn tíma langar mann
aftur í skóla," segir Birkir og hefur trúlega rétt fyrir sér. „Nú
er ég bara að safna pening. Það er leiðinlegt að vera fátæk-
ur.“
Félagar Birkis í búðinni fylgjast með og þjóta endmm og
eins út til að ná í kermr eða hreinsa til. Viðskiptavinir koma og
fara. Allir eiga sér draum.
„Mig dreymir um að verða grafískur hönnuður," segir Birkir.
„Eða bara verða eitthvað. Er það ekki það sem allir stefna að?“
Spurning dagsins
Hvar vildir þú helst vera?
Með stöngina í
hendinni
„Á bökkum fallegrar veiðár að
bíða eftir þeim stóra."
Ingólfur Jóhannesson nemi
„Ég vildi helst
vera einhvers
staðar á sólar-
strönd. Á
Kanarleyjum.
Hefekki farið
þangaðen
langar til þess."
Karen Sigurjónsdóttir.
„Bara á
Kanaríeyjum.
Ammaá
heima þar."
Steinunn
Bjarnadóttir
nemi.
„Uppi í rúminu
mínu. Sofandi.
Það er mjög
gott."
Soffía Björg
Ólafsdóttir
nemi.
„Á Italíu. Þar er
gott veður.
Falleg föt og
frábært rauð-
vfn."
Hafrún Alda
Karlsdóttir,
verslunarstjóri í Spútník.
Haustið er komið með tilheyrandi rigningu og gráma. (Kringlunni
er skjól fyrir veðri og vindum. DV spurði fólk hver væri þeirra
draumastaður. Hvar það vildi helst vera.
Sögunnar lengstu stríð
Ekki höfum við tölu á öllum þeim styrj-
öldum sem mannkyn hefur taliö sér skylt aö
heyja, en til er listiyfir tíu lengstu styrjaldir
sögunnar. Spurning er hvort krossferðirnar
ættuaö flokkast sem samfellt 195 ára stríö
eöa óróatímabil meö9 meginorustum og þá
ekki slður hvort púnversku stríöin tvö eru I
raun eitt sem stóð 118 ár. Því má velta fyrir
sér meðan rennt eryfir listann.
1. Hundrað ára stríðið. Þetta strið háöu
Frakkar og Englendingar að mestu á franskri
grund, en Englandskóngurgerði tilkall til
franskra landa, rlkin kepptu um yfirráð yfir
Flandri og Frakkar studdu Skota i þeirra frels-
isbaráttu. Stóö frá 1337-1453 eða í 116 ár.
2. Persastríðin. Stríð Persaveldis gegn
grísku borgríkjunum hófst meö uppreisn
jóna á vesturströnd Litlu-Asíu 499 árum fyrir
okkar tímatal og lauk meö friöarsamningum
hagstæöum Grikkjum 51 árisiðar.
3. Rósastríðin. Konungsættirnar afJór-
vik og Lankanstri á Englandi töldu sig báðar
réttborna erfingja krúnunnar. Þessi borgara-
styrjöld á Englandi stóð í 30 ár, frá 1455-
1485.
4.30 ára stríðið. Kaþólikkar og mót-
mælendur böröust, aðallega í Þýskalandi, og
var undirrótin fjandskapur þessara en ekki
siður valdabarátta tveggja voldugustu þjóð-
höfðingjaætta álfunnar, Habsborgara og
Búrbona.Stóðfrá 1618-1648.
5. Pelópsskagastriðið. Öflugustu ríkin
á Grikklandi, Aþeningar með Delíska banda-
laginu og Sparta með Pelopskagabandalag-
inu böröust frá 432-404 fyrir okkar tímatal
eða 128 ár. Eftir samninga varð Sparta ráð-
andiáGrikklandi.
6. Fyrsta púnverska stríðið. Rómverjar
hösluðu sér völd á Sikiley svo Karþagómenn
þurftu undan að láta. En ekki átakalaust,
striöiö stóð frá 264-241 fyrir okkar tímatal og
lauk með ósigri Karþagómanna.
7. Napóleónsstyrjaldirnar. Styrjaldir
Napóleons Bónaparta og Frakka með mis-
miklum stuöningi annarra við bandalög
evrópskra stórvelda og fleiri ríkja vegna
afleiðinga frönsku byltingarinnar og út-
þenslustefnu Napóleóns. Styrjaldirnar stóðu í
23 ár, frá 1792 til 1815.
8. Norðurlandaófriðurinn mikli. Stríð
Svía og bandalags Dana, Rússa og Pólverja
og seinna Prússa og Breta. Allir börðust fyrir
löndum og völdum við Eystrasalt i 21 ár, frá
1700-1721. Með friðarsamningum lauk stór-
veldistíma Svía við Eystrasalt.
9. Víetnamstríðið. Norður-Víetnamar
og Þjóðfrelsisfylking Suður-Vietnam börðust
gegn suðurvíetnömsku stjórninni í Saigon og
Bandaríkjamönnum frá 1957-1975. Norður-
Víetnamar gersigruðu andstæðinga sína.
10. Önnur púnverska styrjöldin. Hanni-
bal hershöfðingi Karþagómanna hélt með
her frá Spáni yfir S-Gallíu til Ítalíu 219 árum
fyrir okkar tímatal. Hann vann hvern sigurinn
á Rómverjum á fætur öðrum en yfirburðir
þeirra síðarnefndu i mannafla og framleiðslu
leiddu til ósigurs Karþagómanna sem misstu
mestan hluta landa sinna 17 árum siðar.
Hollywood erstaður
þar sem maður fær
þúsundir dollara
greiddar fyrir einn
koss en fímmtíu sent
fyrirsálina.
- Marílyn Monroe
1926-1962
Jón Steinar Gunnlaugsson, nýskipaður
hæstaréttardómari, ersystursonur Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, lögfræðings, þing-
manns og fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins.
MóðirJóns Steinars, Ingibjörg Margrét
Jónsdóttir, og Eyjólfur Konráð voru systkini,
börn Jóns kaupmanns úrStykkishólmi.
Eyjólfur Konráð lést 6. mars 1997. Hann var,
sem fyrr segir, ritstjóri Morgunblaðsins og
þingmaður um margra ára skeið.
Retis ehf.
201 Kópavogi
S 544 8855
F 544 8854
retis@retis.is
www.retis.is
i « * « a l
SNERTA
Kassakerfi
Touch-store afgreiðslukerfið er eitt
öflugasta kerfi sinnar tegundar á
markaðnum í dag.
íslenskt kerfi með frábæra eiginleika.
Tekur sölumann aðeins 30 min að læra
á grunneiginleika kerfisins.
Fjöldinn allur af viðbótareiningum
fáanlegur og tenging möguleg við öll
helstu fjárhagskerfi.
Viðskiptahugbúnaður
dk viðskiptahugbúnaður byggir á
heildstæðu kerfi, þar sem
notendaviðmót er samræmt á milli allra
kerfishluta.
Kerfið er mjög notendavænt, myndrænt
og hægt að vera með marga óskylda
glugga opna samtímis.
Kerfið er byggt upp af mörgum
kerfiseiningum sem velja má saman
eftir þörfum. Alltaf er hægt að bæta við
kerfiseiningum á þægilegan máta.
f þjónustu erum við best
Heildarlausnir - Viðskiptahugbúnaður - Kassakerfi - Vélbúnaður