Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 11 Kaupum KB banka á FIH lokið KB banki hefur eignast allt híutafé FI-Holding sem á danska bankann FIH, að þvíer fram kom í til- kynningu í Kaup- höllinni í gær. Kaupverðið, sem nemur 7,3 milljörðum danskra króna, hefur verið greitt seljanda FIH, Swed- bank. Kaupin voru að mestu fjármögnuð með út- gáfu víkjandi skuldabréfa og hlutafjárhækkun til for- gangsréttarhafa. Með kaup- unum rúmlega tvöfaldast stærð efnahagsreiknings KB banka. Áhugaleysi á útboði tryggt Eins og við var að bú- ast bárust engin tilboð til íbúðalánasjóðs í útboði sjóðsins vegna endur- kaupa húsbréfa. Segir í fréttatilkynningu að nú hafi sjóðurinn sinnt sín- um skyldum samkvæmt samningi um viðskipta- vakt hús- og húsnæðis- bréfa. Með samningnum hefur íbúðalánasjóður skuldbundið sig til að efna til endurkaupaút- boða á markflokkum hús- og húsnæðisbréfa að minnsta kosti árs- fjórðungslega. Með því að setja fyrirvara um að lágmarksávöxtunarkrafa tilboða mætti ekki fara niður fyrir vexti bréf- anna tryggði sjóðurinn að enginn áhugi yrði fyr- ir þessu endurkaupaút- boði, að því er Greining Landsbankans segir. Fasteignir komnar á flug Að mati Greiningar- deildar KB banka mun hækkun vísitölu neyslu- verðs í október vera 0,6%. Það felur í sér að 12 mán- aða verðbólga mun hækka lítillega frá síðastliðnum mánuði og fara upp í 3,5%. Litlar lfkur eru á að verð- bólgan muni ganga niður á næstu mánuðum en svo virðist sem fasteignamark- aðurinn sé komin á flug og vænta megi verulegrar hækkunar á fasteignaverði í mánuðinum sem mun leiða til allt að 0,2% hækk- unar á vísitölu neysluverðs í september. Innbrot í hús og bát f fyrradag var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík um tilraun til innbrots í hús í Grindavík. Ekkert virtist hafa verið tekið og skemmdir voru litlar. Einnig var tilkynnt um innbrot í bát sem stóð uppi við Iðavelli 4 í Kefla- vflc. Hafði hurð á stýris- húsi verið brotin upp og þaðan stolið áttavita, GPS-staðsetningartæki og kortaskjá. Einnig hafði verið rótað til í hirslum og borð brotið í lúkar. Þá tilkynnti íbúi í fjölbýlis- húsi við Mávabraut um innför í herbergi sitt. Hafði verið stolið þaðan myndbandstæki og leikjatölvu. Engin sýnileg merki voru um innbrot. Þreifingar standa nú yfir milli Granda hf og Tanga hf á Vopnafirði um kaup þeirra fyrrnefndu á meirihluta í Tanga. Vopnafjarðarhreppur og heimamenn hafa nú meirihluta í fyrirtækinu eftir kaup á hlut Eskju hf í fyrirtækinu fyrir rúmu ári. Grandi gæti þar með verið kominn mjög nærri svokölluðu kvótaþaki. Seilst í skuldum vafið fjöregg Vopnfirðinga Samkvæmt staðfestum heimildum DV hafa viðræður milli heimamanna á Vopnafirði og forsvarsmanna Granda staðið yfir um nokkurt skeið. Ef af kaupunum verður kaupir Grandi hlut Vopnaíjarðarhrepps og heimamanna sem nú eiga rúman helm- ing alls hlutafjár fyrirtækisins. Svo virðist sem björgunaraðgerð- ir Vopnfirðinga fyrir ári síðan hafi ekki gengið eftir. Heimildir DV herma að viðræður Vopnfirðinga og Grandamanna hafi staðið um nokkurt skeið en í fundar- gerð sveitarstjórnar Vopnarfjarðar- hrepps frá því 2. september kemur fram að viðræður hafi staðið við „nokkra aðila" um hugsanlega að- komu að rekstri ellegar kaupum á meirihluta í fyrirtækinu. Enginn skilyrði um stað- setningu Samkvæmt sömu heimildum hafa Vopnfirðingar ekki sett það fram sem kröfu í viðræðum við Granda að Tangi verði áfram með höfuðstöðvar á Vopnafirði, enda ólíklegt að slíkir samningar haldi ef reynsla annarra sveitarfélaga af slfku er skoðuð. Forsvarsmenn Tanga binda þó að sögn miklar vonir við áform Grandamanna um aukna nýt- ingu á fiskimjölsverksmiðju staðar- ins en fullyrt er að fyrir Granda- mönnum vaki að landa upp- sjávarafla sínum á Vopnafirði ef af kaupunum verði, en eftir samruna HB og Granda hefur skipið yfir að ráða þremur uppsjávarveiðiskipum. Hefur það vakið óskipta athygli aðila í sjávarútvegi að undanfarið hafi skip Granda einmitt landað afla í fiskimjölsverksmiðju Tanga. Segja sömu aðilar það leið Granda í gegn- um árin að landa fyrst og kaupa svo. Björgunaraðgerð fyrir ári Það er einungis tæpt ár síðan Vopnfirðingar töldu sig hafa náð óvissu um atvinnumál staðarins fyr- ir vind. íbúar höfðu þá lagst á eitt ásamt bæjaryfirvöldum við að fjár- magna tæplega milljarðshlut Eskju hf á Eskifirði sem náð hafði meiri- Hefur það vakiö óskipta athygli adila í sjávarútvegi að und- anfaríð hafí skip Granda einmitt land- að afla ífískimjöls- verksmiðju Tanga. Segja sömu aðiiar það leið Granda í gegnum árin að landa fyrst og kaupa svo. hluta í fyrirtækinu ári áður við há- vær mótmæli heimamanna. Kaupin, sem fjármögnuð voru að hluta til með loðnukvóta fyrirtækisins og lántöku sveitarsjóðs, voru þá tahn hafa tryggt fyrirtækið á forræði heimamanna. Forstjóra brigslað um svik Snemma varð þó ljóst að skuld- setning og erfiðari rekstur gerði kaupin erfið. Fyrirtækið varð fyrir miklum biilinykk þegar fyrrum for- stjóri þess, Friðrik Mar Guðmunds- son, færði Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði óvænt kolmunnalandan- ir færeyskra skipa sem fram til þess höfðu landað á Vopnafirði. Friðrik Mar hætti skyndilega störfúm eftir kaup Eskju á bréfum Tanga. í kjöl- farið sakaði stjórnarformaður Tanga, Ólafur Ármannsson, Friðrik Mar um svik. Ólafur Ármannsson, stjórnarfor- Vopnafjorður Björgunaraðgeröum heima- manna á fjöreggi staðarins var fagnað fyrir ári Skuldsetning og erfið rekstrarskilyrði hafa nú ' gertaðenguvonirVopnfirðingaumaðTangihf. I I 'í+'áfmm ,e'gU heinr,amanna. HB Grandi hefur I þó, samkvæmt heimiidum DV, thyggju að nýta \enn frekarfiskimjölsverksmiðjunaá Vopnafirði. maður og einn eigenda Tanga, vildi lítið gefa uppi um viðræður fyrir- tækjanna nú, sagði þreifingar í gangi og málið myndi skýrast mjög fljótt. Hann vildi sömuleiðis h'tið gefa upp um með hvaða hætti salan yrði, hvort fyrirtækin rynnu saman eða Grandi keypti hluta þess. Nálgast kvótaþakið Ef af kaupunum verður mun HB Grandi styrkja enn frekar kvóta- stöðu sína auk þess sem hlutur þeirra í kvóta utan lögsögu mun hækka. HB Grandi er þegar stærst í kvótaeign talið en Tangi hf á nú í kringum eitt prósent af heildar- þorskígildiskvóta á íslandsmiðum. Samkvæmt því yrði heildarkvóta- eign HB Granda eftir kaup á Tanga um níu prósent af kvótanum innan lögsögu en heildarþorskígildiskvóti innan og utan lögsögu yrði þá ehefu og hálft prósent. Samkvæmt þessu nálgast HB Grandi óðum kvótaþakið svo- kahaða sem gerir ráð fyrir því að eignarhlutur eins fyrirtækis í heild- arþorskígfldiskvóta innan og utan lögsögu skuli ekki vera hærri en 12 af hundraði. Ef af kaupunum verður mun HB Grandi því verða kominn um hálfu prósenti frá því marki. heigi@dv.is Nýr forstjóri HB Granda Sturlaugur Sturlaugsson og hans menn hjá HB Granda, kvótahæstu útgerð Islands, hyggja áenn frekari stækkun meðkaup- um á Tanga hfá Vopnafirði. Listmunauppboð í Lækjargötu á laugardaginn. Damien Rice styrkir Damien Rice, heimsþekktur írsk- ur þjóðlagasöngvari og Islandsvinur, er meðal hstamanna sem styrkja börn Sri Rahmawati á listmunaupp- boði sem haldið verður á laugardag- inn. Sri Rahmawati var sem kunnugt er myrt á hrottafenginn hátt af fyrr- um sambýlismanni sínum í Stór- holtinu í Reykjavík síðastliðið sum- ar. Damien Rice er í hópi fjölmargra hstamanna sem gefa listmuni til uppboðsins en Sri lét sem kunnugt er eftir sig börn, þar af eitt kornungt. Þau hafa dvahð hjá skyldfólki sínu hér á landi eftir dauða móður sinn- ar. Damien Rice hefur komið hingað tfl lands í tvígang og í bæði skiptin haldið tónleika fyrir troðfuflu húsi. Meðal þeir listamanna sem gefa gripi á uppboðið tfl styrktar börnum Sri má nefna, auk Damiens Rice: Kjartan Guðjónsson, Línu Rut og Sigrúnu Eldjárn, Pétur Hahdórsson, Björgu Þorsteinsdóttur svo fái séu Jóhann G. Jóhannsson, Hauk Dór, nefndir. börn Sri Uppboðið fer fram í Iðu, áður Top Shop, í Lækjargötu 2 og hefst klukkan 15 á laugardaginn. Túba, gong, tam- tam og klassík Túba, gong, tam-tam og klassík er meðal þess sem í boði er hjá Sin- fóníuhjómsveit áhugamanna á sunnudag í Seltjarnarneskirkju. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitar- innar á þessu starfsári sem er það fimmtánda í röðinni. Hljómsveitin er skipuð tónlistarmönnum sem hafa atvinnu af öðru en tónhst. Stjórnandi sveitarinnar er Ingvar Jónsson, en einleikarar á þessum tónleikum verða þeir Roine Hult- gren ogÁrni Áskelsson. Fjörið hefst klukkan fimm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.