Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 15 í DV á fimmtudögum • Bókin Súperflört er nýkomin út en hún fjallar eins og titillinn gefur til kynna um daður. í kynningu með bók- inni segir að þar sé fjallað um hvernig best sé að auka kyn- þokkann, læra allt um undirstöðuna í |P daðri og mælsku- brögð sem virka. Bókin er eftir Tracy Cox sem einnig skrifaði bókina Súpersex. Súperflört fæst í bókabúðum en hægt er að kaupa báðar bækurnar saman með afslætti á femin.is og kosta þær þá 7.260 krónur. • Femin.is er hka með annað til- boð í gangi en það felst í því að þeir sem kaupa fyrir meira en 3.000 krónur á vefnum fá tvo miða á kvik- myndina Wickerparkj- með Joshn Hartnett í aðalhlutverki. Öll- um vörum er pakk- að í fallegan pappír J og síðan er varan keyrð heim að dyr- um. Bíómiðarnir verða afhentir meðan birgðir endast - tilboðið stendur til morguns. • Fimm stelpur hafa fært sig yfir á Broadway og er frumsýning annað kvöld. Að- eins verða þrjár sýningar á stykk- inu og verður önnur sýning að viku liðinni. Nánari upplýsingar á broadway.is. Sjúkir kossar Réttara væri aö Eitlasótt eða einkiminga- sótt, sem líka gengur undir nafninu kossasótt, kemur hér á Vesturlöndum helst fyrir hjá ungmennum. Sótt- inn smitast með munnvami og sýkist fólk gjarnar með kossum. Megineinkennin eru hiti, hálsbólga og eitla- stækkanir sem finnast sem hnútar á hálsi, í holhöndum og/eða í nára og oft fýlgja húðútbrot. Sjúkdómrmum veldur svokölluð Epstein- Barr-veira og getur hann smitast milli manna án þess að einstaklingur fái nein einkenni og er það algeng- ast hjá bömum. Ef grunur vaknar um kossasótt er unnt að fá staðfestingu með blóðrannsókn. Kossasóttin gengur yfirleitt yfir á nokk- rum vikum, en það kemur fyrir að hún verður langvinn og getur þá valdið breyting- um, meðal annars í mið- taugakeri og lifur. Kynlífsþrælk- un í Asíu farin úr böndunum Barnahjálp Sameinuöu þjóðanna segir kynlífsverslun meö konurog börn I sunnanverðri Aslu vera farna úr böndunum. Samkvæmt uppiýsingum frá Barnahjálpinni kemur meirihluti þeirrar hálfrar milljónar kvenna og barna sem seld eru milli landa árlega frá þessu svæöi. Sadig Rasheed svæö- isstjóri Barnahjálparinnar fsunn- anveröri Aslu segir aö auövelt væri að leysa vandann efmenn segöu strax á morgun nei viö kynllfí meö börnum. Rasheed segir aö kynllfs- markaöurinn I Asíu hafí vaxiö mik- iö og vill hann líkja ástandinu viö nútlma þrælahald og bætir viö aö meirihluti þeirra sem notfæra sér konurnar og börnin séu asískir karlmenn. Þá benti hann einnig á að nú væru barnanlðingar farnir aö kaupa sér unga drengi á ströndum Sri Lanka. Erfítt er aö að áætla hve mörg hundruð kvenna og barna lenda I kynlífsþrælkun- inni vegna þess hve kynlífsiðnaö- urinn á svæðinu og skipulög glæp- astarfsemi eru tengd. Mikill fólks- flótti er frá átakasvæöum I Aslu og unga fólkiö I fátækari löndunum reynir aö koma sér burt til aö freista gæfunnar en oftar en ekki lendir mengiö affíóttafólkinu I böndum kynlifsiðnaðarins. Spyrjið Ragnheiði DV hvetur lesendur til að senda inn spurningar um hvaðeina sem snýr að kynlffinu. Ragnheiður svarar spurningum lesenda f DV á fimmtudögum. Netfangið er kynlif(a>dv.is. Kynlífsráðgj afinn Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar um kynlíf. Skrif hennar er að finna á www.kyn.is. nógu æst. Það er margt sem getur haft áhrif á bleytuna, s.s. brjóstagjöf, tíðahvörf, ofnæmislyf og þunglynd- islyf. Sumar konur eru lfka einfald- lega þannig af guði gerðar að þær blotna aldrei sérstaklega mikið. Það er afskaplega góð svefhherbergislat- ína að eiga dálítðið sleipiefni í skúff- unni. Vertu ofan á Mörgum konum finnst langbest að stjórna örvuninni með því að vera ofan á í samförum. Prófaðu leikföng í dag er hægt að fá alls konar kyn- h'fsleikföng sem eru sérhönnuð til að örva G-svæðið. Ef illa gengur að nota fingraleiki eða samfarir er um að gera að gefa dótinu séns. Það er aldrei að vita nema að það sé einmitt málið fyrir þig. Meökæiriiveöju ogvon um góöan árangui, Ragnheiður Eiriksdóttii hjúkrun - ariræöingui Guðríðurspyr: . Elskulega Ragga Ég er 35 ára kona, í nýju sambandi við yndislegan mann. Við erum mjög opin kynferðislega og algjör- lega sjúk í hvort ann- að. Mig langar mikið á þessu stigi til að finna G-blettinn minn. Gætir þú verið svo væn að gefa mér nokkur góð ráð. Þess ber að geta að ég vil endilega að kærastinn minn geti líka tekið þátt í leitinni. Meökveöju, Guöriöur Kæra Guöríöui Til hamingju með kærastann. Skemmtilegt að heyra af góðu gengi ykkar í kynlífinu og mér er sönn ánægja af því að aðstoða ykkur við að kanna hinn undursamlega G- blett. Hvaðan kom hann? Svo skemmtilega vill til að G- bletturinn er kallaður svo til heiðurs Dr. Emst nokkmm Grafenberg (1881-1957), þýskum vísindamanni sem flúði undan nasistum þriðja rfk- isins til Norður Ameríku stundaði þar rannsóknir sínar. Kona vísinda- mannsins var afar hjálpleg og leyfði honum að róta heil- mikið í píku sinni en þar var einmitt sá G- blettur sem allir aðrir em síðan nefndir eftir. Rétt er að minnast á að / tantrískum ritum er hann oft nefnd- ur helgi bletturinn og gegnir að sjálf- sögðu lykilhlutverki í kvenlegum tantra- nautnum. doktorinn var ekki alveg svo sjálf- umglaður að nefna blettinn í höfuð- ið á sjálfum sér heldur var það hóp- ur vísindamanna með Dr. Beverly Whipple í fararbroddi sem dustaði rykið af rannsóknum Grafenbergs í byrjun áttunda áratugarins og fann upp á nafninu fræga til heiðurs Dr. G. Af ofangreindu mætti ef til vill ætla að freulein Grafenberg hafi ver- ið fyrsta konan með G-blett. Það er hins vegar fjarri sanni því til em hundgamlar heimildir þar sem G- blettnum er fjálglega lýst, frá því löngu fyrir Krist. I tantrískum ritum er hann oft nefndur helgi blettur- inniog gegnir að sjálfsögðu lykilhlut- verki í kvenlegum tantranautnum. Hvar er hann Fram til þessa hef ég talað um G- blett en ef til vill væri réttara að tala um G-svæði. Flestar konur sem þekkja G-ið sitt tala um svæði frekar en lítinn afmarkaðan blett. Til að finna svæðið er gott að hafa eftirfar- andi ráð í huga: Pissaðu áður en þú byrjar Þegar G-svæðið er örvað getur þú fundið fyrir mikilli þörf til að pissa. Ef þú veist að blaðran er tóm muntu geta slakað á þrátt fyrir þessa tilfinn- ingu og haldið áfram að kanna svæðið. Finndu þinn stað Venjulega er svæðið um 5 sm innan við leggangaopið á ffamvegg legganganna (kl 12 ef þú liggur á bakinu). Ef kærastinn er með í leit- inni er lfka ágætt að þú leggist á magann og lyftir mjöðmunum t.d. með því að setja kodda undir þær. Svo getur hún/hann sett 2 til 3 fing- ur inn í leggöngin og þrýst niður á við á leggangavegginn framanverð- an. Ef þér finnst betra að liggja á bakinu getur þú, eða hann, sett fing- ur inn með lófann upp á við og fundið svæðið með því að beygja fingurna lítið eitt upp á við. Vertu blaut Konur blotna mismikið og þurrk- ur í leggöngum þarf alls ekki að þýða að þú sért ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.